Vísir - 17.05.1978, Síða 7

Vísir - 17.05.1978, Síða 7
7 GMLAGEYJAKLASIMN SÆLURSITURI — bera vitni saksóknarans í Moskvu, sem lýsa „rúmgóðum húsakynnum, úgœtis fœði" og fleiri hlunnindum. — Vitni Orlovs fó hinsvegar ekki að koma i vitnastúkuna Búist er við þvi, að dómar verði kveðnir upp i dag i málum sovésku andófsmannanna þriggja, sem sakaðir hafa verið um andsovéskan áróður fyrir að kvarta undan mannréttindabrotum. Einn þeirra, hinn 53 ára gamli kjarneðlisfræðingur, Yury Orlov, bar á móti þvi fyrir dómi i Moskvu, að starf hans sem leið- togi „Helsinkihópsins” væri undirróðursstarfsemi. Hinir sak- borningarnir tveir, sem dregnir hafa verið fyrir réttt i Tbilisi i Georgiu, hafa játað sök sina. Réttarhöldin hófust á báðum stööunum á mánudaginn. I Moskvu leyfðu yfirvöld ekki aðra áheyrendur að réttarhaldinu en eiginkonu Orlovs og tvo syni hans af fyrra hjónabandi. öllum vin- um, vestrænum fréttamönnum og fulltriía úr bandariska sendiráð- inu var visað frá. Fyrsta daginn gekk lögreglan kurteislega en ákveðið til verks við að visa fólki frá. 1 gær þótti mönnum hinsvegar hennar aðfar- ir ekki fagrar, þegar lögreglan reyndiað aftra fréttamönnum frá þvi að skrá niður frásögn frú Orlov af þvi sem borið hafði við I réttarsalnum. Læknar höfðu „afhjúpað lygarnar” i fullyrðingum Helsinkihópsins um, aö yfirvöld notuðu geðlækningar og geðveikraspitala til pólitískrar kúgunar. Hafnarverkamenn frá Riga höfðu borið vitni þvi, að ekk- ert verkfall hefði verið þar, eins og Orlov hafði haldið fram 1976. Frú Orlov var ekki leyft að yfir- gefa réttarsalinn i matarhléinu I gær til þess að hitta fréttamenn og gefa þeim skýrslu. Hún sagði þeim i gærkvöldi, að réttarhaldið hefði snúist upp I skopleik, þar sem áhorfendur hefðu eiginmann hennar að athlægi. Hún lysti þvi, að auk hennar og tveggja sona Orlovs. væri þröngt setinn áhorfendabekkurinn af svonefndum „fulltrúum al- mennings”. Hún sagði, að dómar- inn gripi æ ofan i æ fram i fyrir Orlov, þegar hann væri að yfirheyra vitni. Þremenningarnir geta átt yfir höfði sér allt að 7 ára vist i þrælkunarbúðum, auk 5 ára útlegðar I Siberiu. í fréttum sinum af réttarhöld- unum i Moskvu hefur Tass-frétta- stofan ekki látið neinn i vafa um, að Orlov muni fundinn sekur. „Glæpsamlegt atferli Orlovs hef- ÆtSa að bjarga útlendiugum úr Shaba-héraðinu Bandarikin hafa herlið og flugvélar til taks til að flytja burt útlendinga úr Shaba- námuhéraðinu i suður- hluta Zaire, þar sem uppreisnarmenn eru sagðir hafa náð á sitt vald námabænum Kolwezi. Hin opinbera fréttastofa Zaire hélt þvi fram i gærkvöldi, að uppreisnarmenn heföu tekið fyrir gisla um 100 útlendinga af 3.000 (aðallega Belgiumenn og Frakkar), sem starfa I Shaba. — Um 70 Bandaríkjamenn og 20 Bretar eru einnig á þessum slóðum. Staðfestar hafa veriö fyrri fréttir um, að þrir Belgiumenn og einn Itali hafi fallið i bardög- unum um Kolwezi. Uppreisnarmennirnir sóttu að námabænum með 4.000 manna lið, sem kemur allt frá bæki- stöðvum iAngóla. Þeir eru bún- ir sovéskum vopnum og þykir vafalitið að þeir hafi notið þjálf- unar hjá Kúbumönnum, sem staðsettir eru i Angóla. Talsmaður þeirra segir, að stjórnarherinn hafi beðið mikið afhroð I Kolwezi, og flúið bæinn. Hin opinbera fréttastofa Zaire segir, að stjórnarherinn hafi varpað fallhlifaliöi niður yfir námabæinn og hafin hafi verið gagnsókn til þess að hrekja upp- reisnarmenn á burt. — Seint i gærkvöldi sagði Cyrus Vance, utanrikisráðherra Bandarikj- anna, að hann hefði áreiðanleg- ar heimildir fyrir þvi, að Kolwezi og flugvöllur bæjarins væri enn á valdi uppreisnar- manna. Kosningar í Dóminíkanska lýðvekfínu Antonio Guzman, einn frambjóðanda stjórnar- andstæðinga i Dominikanska lýðveld- inu, tók forystuna, þegar atkvæði voru talin i nótt eftir forsetakosningarn- ar i gær. Þegar atkvæði höfðu verið talin úr 59 kjördeildum af rúmlega 1.200 i höfuðborginni Santo Dom- ingo, hafði umbótarflokkur Guz- mans fengið 11.406 atvkæði á móti 5.394 atkvæðum sem hinn aldraði Joaquin Balaguer, forseti hafði fengið. Balaguer, sem hefur verið við völd frá þvi 1965, þegar borgara- styrjöldinni lauk, á þó meira fylgi að fagna úti á landsbyggðinni, og var búist við þvi, að hann mundi síga upp aö hlið Guzmans, þegar liði á atkvæðatalninguna, ef ekki fara fram úr. Frambjóðendur voru fimm en aðrir þóttu litt koma til greina. Fyrir kosningar var almennt bú- ist við endurkjöri Balaguer for- seta, sem hefur staðið fyrir lýðræðislegu sjónarfari. En Guzman þótti samt liklegur til að veita honum keppni. Mjög kom þó á óvart, hve mikið forskot hann virtist ætla að fa meö fylgi sinu meðal höfuðborgarbúa. ur verið staðfest af vitnum,” sagði þessi opinbera fréttastofa i gærkvöldi. Meðan á réttarhöldunum stóð i gær söfnuðust nokkur ungmenni fyrir utan réttarsalinn og hrópuðu slagorð fjandsamleg Gyðingum að vestrænu fréttamönnunum, sem þar biðu. Myndatökumenn frá vestur-þýska sjónvarpinu fengu ekki að munda myndavélar sinar fyrir lögreglunni. Eftir þvi sem frú Orlov lýsti gangi réttarhaldsins i gær, höfðu vitnin afsannað, að mannréttindi væru brotin i þrælkunarbúðum, fangelsum eða geðveikraspitöl- um, eins og Helsinkihópur Orlovs og raunar fleiri andófsmenn hafa þó haldið fram. Frúin sagði, að saksóknarinn hefði leitt fram fimmtán vitni, en dórmarinn hafði meinað þeim vitnum, sem Orlov vildi leiða fram, að koma I vitnastúkuna. Meðal vitna, sem Tass-frétta- stofan greinir frá, voru tveir fangar, sem Tass segir, að hafi veriö sóttir til hegningarvinnu- búða. Tass hefur eftir þeim, að aðbúnaður i búðunum sé góður með rúmgóðum vistarverum, ágætis fæði og aðgangi að verslun og kvikmyndasýningum. Ólympíuleik- arnir V 984 Alþjóðlega Ólympiu- nefndin virðist núna, þegar hún kemur saman til ársfundar i Aþenu, hafa greitt götu þess að Los Angeles fái að halda Ólympiuleikana 1984. Killanin lávarður, forseti nefndarinnar, mun strax i upp- hafi fundarins gera grein fyrir samningunum, en Tom Bradley, borgarstjóri Los Angeles, hefur látið eftir sér hafa, að samningar hafi tekist. Olympiunefndin á eftir aö greiða atkvæði um samningana. Bradley borgarstjóri sagöi, að Kaliforniubúar þyrftu ekki að kviða þvi að halda leikana, eins og samist hefði. — Los Angeles sótti um að halda leikana 1972 og 1976, en fékk ekki. A fundi Olympiunefndarinnar verður einnig skorið úr um, hvaða tilboði skuli takið um vetrarleik- ana 1984. Fulltrúar frá Gautaborg i Sviþjóð, Sarajevo i Júgóslaviu og Sapparo i Japan munu gera nefndinni grein fyrir tilboðum þessara borga á fundinum i dag. Baby Vöwdfer •<^\ Bab\' VötÍOft Baby SAVLON Care® SAVJON SAAJON V5 Stxáhesnnd P"~~ JUg) m BibvCSf JDai/u Care w Fœst um allt land. inm&n , Heildsölubirgðir: Sími 827o?erw ^

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.