Vísir - 25.05.1978, Blaðsíða 2
r
í Reykjavík
Ætiar þú að sjá eitthvað af
málverkasýningum
Listahátiðar?
Pétur Pétursson, talkennari: Ég
ætla örugglega að sjá yfirlitssýn-
ingu á verkum Errós og þaö er
ekkert óliklegt að ég sjái fleiri.
Sigþór Guðmundsson, bilasali:
Nei ekki þaö ég veit — ég er nú
ekkert farinn að hugsa um það
ennþá.
Anna Jórunn Guðmundsdóttir,
nemi: Nei ég hef ekki nokkurn
áhuga á aö sjá þær. Ég fer á mál-
verkasýningar i skólanum.
Sigurður Agústsson, verka-
maður: Já, ég ætla mér að sjá
sýningu Errós. Ég fer þó nokkuð
oft á málverkasýningar og hef
gaman af.
Guðný Þorvaldsdóttir, húsmóðir:
Nei ég býst ekki viö þvi. Ég fer
frekar sjaldan á málverkasýn-
ingar.
HVER ER
ÞESSI
DANSARI?
Guðni Þórðarson, forstjóri ferða-
skrifstofunnar Sunnu.
Ingóifur Guðbrandsson forstjóri
fcrðaskrifstofunnar Útsýnar.
Heiöar Ástvaldsson skóiastjóri
Dansskóia Heiðars Ástvaldssonar.
Fimmtudagur 25. mai 1978.
VÍSIB
MÁI-
SEÐILL
s.
HVAÐ
HEITIR
MAÐURINN?
Guðmundur Einarsson formaður
Sálarrannsóknafélags tslands.
Eggert Guðmundsson listmálari
sem teiknað hefur myndir af fram-
liðnu fólki.
Einar Jónsson lækningamiðill á
Einarstöðum i Þingeyjarsýslu.
MANSTU EFTIR MYNDUNUM?
llér kemur allra siöasti get-
raunaseðillinn i áskrifendaget-
,-aun Visis „Manstu eftir mynd-
unum". Við endurbirtum tvær
myndir sem nýlega liafa verið
prenlaðar i Visi og þú átt að
setja kross i reitinn framan við
rétta svarið neðan við livora
mynd fyrir sig.
Mundu einnig að krossa i
viðeigandi reit, á uafnseðlinúm
hér l'yrir neöan. Þegar þú svo
hefur fyllt út iinurnar á þeim
seðli með nafni og heimilisfangi
þess á heimilinu sem er áskrif-
andi eða óskar að gerast áskrif-
andi að Visi skaltu senda okkur
seðilinn sem allra fyrst.
Kyrsta júni verður svo dregið
úr réttum svarseölum nafn þess
áskrifanda sem hlýtur þriðja og
siðasta bilinn i þcssari getraun
Vísis Simca 1307.
\ insamlegasl setjið kross i þann reit. sem vio a
□ Ég er þegar
áskrifandi
að VIsi
Nafn
Heimilisfang
Sveitarfél./Sýsla
Sfmi
□ Ég óska eftir
að gerast áskrif-
andi að VIsi
Nafn-nr.
Askrifendagetraun
Pósthólf 1426
101 REYKJAVIK
L VISIH A rilLLRI rERÞ ,
HVAÐ IRU TÓLF ÁR MILLI VINA?
Forustumenn Sovétrfkjanna
lögðu áherslu á það á sinum
tima, að Helsinki-sáttmálinn
fengi fjölþjóðlegt samþykki.
Með þvi móti töldu þeir sig ná
nokkurri tryggingu á sviði
hernaðar og valdapólitikur, og
liirtu þvi minna um ýmislegt,
sem þeir töldu til aukaatriða I
sáttmálanum, jafnvel atriði,
sem andstæð voru lögum I
Sovetrikjunum og lepprikjum
þeirra austan Úerh'narmúrsins.
Nýlega varsvo haldin ráðstefna
i einni af höfuðborgum lepp-
rikjanna, þar sem ræða átti
framkvæmd sáttmálans innan
þeirra rikja, sem undir hann
höfðu skrifað. Yfirleitt hafði
hann staðist nema á einu sviði.
Mannréttindaákvæði hans höfðu
verið þverbrotm, og höfðu átök-
in út af þeirn enn einusinni leitt í
ljós, að erfitt er fyrir
kommúnistastjórnir aö skrifa
undir almennar yfirlýsingar i
alþjóðasáttmálum öðru visi en
stofna til ólgu og átaka i eigin
löndum, en svo er fyrir að þakka
ýmsum breytingum á fréttaöfl-
um frá þessum ríkjum, að þegar
stjórnvöld i austantjaldsrikjum
þurfa að berja niður frjálsa
hugsun og troöa mannréttindi
niður i skitinn, verða þau að
gera það fyrir allra augum.
Mannréttindayfirlýsing
Helsinki- sáttmálans hefur
eflaust átt að vera sýningar-
gluggi handa hinum trúuðu á
Vesturlöndum. Samþykki Sovét-
rikjanna við henni hefur átt að
færa Vesturlandabúum heirn
sanninn um, að réttarfarslegir
villimenn byggju ekki lengur i
Sovét. Dómurinn yfirYuriOrlov
segir okkur hins vegar allt
annað. Þar hefur enn einu sinni
komið i ljós, að Sovétstjómin
getur ekki skrifað undir neitt,
hvorki I Ilelsinki eða annars
staðar á alþjóðlegum vetlvangi,
vegna þess að hún er enn aftur I
miööldum réttarfarslega séð, og
virðist álita að þaö sé nokkurn
veginn i lagi.
Dómurinn yfir Orlov hefur
fengið misjafnlega meöferö hér
á landi. Yfirleitt hefur litið verið
um hann skrifað og talað, og er
þar sama sagan á ferð og áður.
Það sem sýnir réttarfarið i
Sovétrikjunum í réttu ljósi, fær i
mesta lagi einhverja háspeki-
lega umsögn um stjórnarfar og
veikleika merki d réttarfarinu I
Moskvu. Ein slik grein birtist I
Timanum s.l. þriðjudag, og var
þar gengið eins langt og hægt
var i þvi að móðga ekki rúss-
neska sendiherrann hér, eða þá
sem hafa nteð oliuskuldir
tslands að gera. Væntanlegur
næsti utanrikisráðherra iands-
ins kaus að kalla það veikleika-
merki hjá Sovétmönnum að
þverbrjóta mannréttinda-
ákvæði Helsinki-sáttmálans i
krafti einhliða vitnaleiðslu I lok-
uöum réttarhöldum yfir Yuri
Orlov. Þaö liggur við að lesand-
inn fái meðaumkvun með veik-
leika risaveldisins i austri við
lestur sliks pistils, en auðvitað
skipta tólf ár af ævi Yuri Orlovs
engu. Hvaðer það á milli vina?:
Hin eiginlegu mótmæli við
meðferðinni á Yuri Orlov komu
úr hörðustu átt. En þau voru að
sama skapi áhrifamikil. Jón
Ásgeirsson, tónskáid og tónlist-
argagnrýnandi Morgunblaðsins
taldi sig ekki geta hlustað á
rússneskan pianósnilling, sem
hér var að Ieika listir sinar,
vegna þess að Yuri Orlov hafði
fengið dóm. Siðan hefur eigin-
lega ekkert heyrst um aðfarirn-
ar gegn YuriOrlov. Nú stóðþað
kannskiekkifyrstogfremst upp
á Jón Ásgeirsson að mótmæla
dómnum yfir Orlov svo eftir-
minnilega. Hann er þannig i
sveit settur, að honum finnst
áreiðanlega litið hólsvert á
Vesturlöndum i stjórnunarleg-
um efnum. En það skipti hann
meira máli að mótmæla
misþyrmingu á manni en undir-
tök i rökræðum um úrelt þjóð-
skipulög. Þannig hefur Jón
Asgeirsson orðið til að bjarga
mannlegum heiðri i þessu máli
á meöan borgaraöflin, upp fyrir
haus i oliuskuldum, hjala um
veikleika merki réttarfarsins.
Svarthöfði.