Vísir - 25.05.1978, Blaðsíða 13

Vísir - 25.05.1978, Blaðsíða 13
12 C Auglýsing Styrkur til náms í talkennslu Menntamálará6uneytiö hefur I hyggju aö veita á þessu ári styrk handa kennara sem vill sérhæfa sig i talkennslu vangefinna. Styrkfjárhæöin nemur allt aö 500.000,- krón- um. Umsóknir skulu berast menntamálaráöuneytinu fyrir 12. júni n.k. ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Menntamálaráöuneytiö 23. mai 1978 Aðvörun til búfjáreig- enda á suðurnesjum Eins og áður hefur verið auglýst hefur allt land vestan nýju landgræðslugirðing- arinnar sem liggur úr Vogum til Grinda- vikur verið lýst landgræðslusvæði. Ber þvi öllum búfjáreigendum vestan girðingar að hafa búfé sitt i afgirtum svæðum (hólf- um) eða i ógölluðum girðingum i heima- högum viðkomandi búfjáreiganda. Verði misbrestur á verður beitt þeim viðurlög- um er 16. gr. landgræðslulaganna gerir ráð fyrir. Þá er athygli búfjáreigenda vakin á 25. og 26. gr. lögreglusamþykktar fyrir Gull- bringusýslu nr. 160/1943 og 39. gr. fjall- skilareglugerðar fyrir Gullbringusýslu og þeim skyldum sem þar eru lagðar á bú- fjáreigendur. Sérstök athygli er vakin á þvi að búfjár- eigendum ber að greiða allan kostnað við handsömun og varðveislu sauðfénaðar og annars búpenings sem laus gengur innan framangreinds svæðis. Þá er ibúum Gullbringusýslu, Keflavikur, Grindavikur og Njarðvikur bent á, að hafa samband við lögreglu ef þeir verða varir við lausgangandi búfé vestan við framan- greinda landgræðslugirðingu. Keflavík, 17. maí 1978 Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu, Bœjarfógetinn i Keflavik, Grindavík og Njarðvík Jón Eysteinsson (sign) Staða ritara I menntamálaráöuneytinu er laus til umsóknar. Vél- ritunarkunnátta nauösynleg og nokkur þekking 1 dönsku og ensku æskileg. Laun samkvæmt launakerfi rikisstarfs- manna. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf send- ist ráöuneytinu fyrir 5. júni n.k. Menntamálaráöuneytiö 23. mai 1978. PAS&AMYNDIR feknar i litum tilbúnar sfrax I barna a f lölskyld LJOSMYNDIR AUSTURSTRÆTI 6 S.12644 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ t/ * (OTVt V/'-. a Tilkynning frá Alþýðusambandi íslands Á timabilinu 1.-6. til 1.-9.1978 verður skrif- stofa Alþýðusambands íslands, Grensás- vegi 16, opin kl. 8.30 -16.00 mánud.-föstud. Alþýðusamband íslands Fimmtudagur 25. mai 1978. VISIR Umsjón: Gylfi Kristjánsson —>. Kjartan Ingunn verður frá keppni í sumar! Litlar sem engar likur eru nú taldar á þvi að frjálsiþróttakonan snjalla úr ÍR, Ingunn Einarsdóttir, geti keppt neitt að ráði á þessu keppnistimabili, sem í hönd fer. Ingunn meiddist i grinda- hlaupskeppni i V-Þýskalandi á dogunum, og að öllum likindum eru meiðsl hennar þess eðlis að hún mun þurfa að gangast undir skurðaðgerð til þess að fá sig góða. Þetta ermikill skaði, ekki bara fyrir Ingunni sjálfa, heldur fyrir islenskt áhugafólk um frjálsar iþróttir. Ingunn hefurverið okkar langfremsta frjálsiþróttakona um árabil, og er virkilegur sjón- arsviptir af henni i sumar af hlaupabrautunum. Heppnin var með Dönum irska landsliöiö i knattspyrnu haföi ekki heppnina með sér, en liðið lék gegn Dönum I Kaupmannahöfn i gærkvöldi i Evrópukeppni landsliöa i knattspyrnu. Danirnir náöu 3:3 jafntefli, sem var i hæsta máta ósanngjarnt samkvæmt gangi leiksins. irarnir áttu hrein- lega allan leikinn, en heilladisirnar voru meö Dönum. irarnir skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins, þeir Frank Stapleton á 11. mindtu og Tony Grealish á 25. minútu, en þrátt fyrir aö þeir irsku ættu hreinlega allan leikinn tókst Henn- ing Jensen aö minnka muninn I 2:1 á 32. minútu. Gerry Dale kom írum siöan yfir i 3:1 á 65. mhiútu, og héldu vist flestir að það myndi nægja irunum. En 11 minútum fyrir leikslok fengu Danir vitaspyrnu, sem Benny Nielsen skoraði úr, og aðeins tveimur minútum siðar jafnaöi Sören Lerby, sem lék sinn fyrsta leik fyrir Dani. — Og Dönum tókst aö verjast sterkri pressu iranna lokaminúturnar. Þetta varfyrsti leikurinn iriölinum, en auk Dana og ira leika I honum England, Búlgaria og N-írland. gk —. Ingunn Einarsdóttir. Næstum fullvist má telja aö þessi snjalla íþrótta- kona veröi ekki meö I sumar vegna meiösla. Finnar gerðu Grikkjum grikk Finnar komu mjög á óvart i fyrsta leik sin- um i Evrópukeppni landsliða I knattspyrnu, er þeir fengu Grikki i heimsókn til sin i gær- kvöldi. Finnarnir unnu 3:0 sigur, og er óhætt aö s egja aö þótt Grikkir hafi ekki unnið sigur i 7 siðustu landsleikjum sinum, áttu fáir von á þvi að þeir myndu liggja fyrir Finnum. Nýliöi I finnska liðinu, Atik Ismail, skoraði fyrsta mark leiksins á 35. minútu, og þannig var staöan i hálfleik. í siöari hálfleiknum skoraöi siöan Niemin- en annað mark Finnanna, og Ismaii var siö- an á ferðinni meðþrumuskot af 15 metra færi 8 minútum fyrir leikslok, sem þandi neta- möskva griska marksins. Er þvi óhætt aö segja að Finnarnir hafi heldur betur gert Grikkjum grikk í gærkvöldi. önnur lið i þessum riðli eru Ungverjaland og Sovétrikin. gk—• JÓN AÐ FLYTJA FRÁ EYJUM Jón Hermannsson sem lék meö og þjálfaöi handknattleiksliö Týs i Eyjum s.l. vetur og leikið hefur meöliöi ÍBV i knattspyrnu i sum- ar flutti i morgun til lands á nýjan leik. Jón, sem lék áöur fyrr með Ármanni, tjáöi fréttamanni iþróttasiöunnar i Eyjum aö hann ætlaöi örugglega ekki að leika meö Ármanni I sumar, en kvaðst aö öðru leyti ekki vera bú- inn að gera upp hug sinn varðandi hvað hann tæki sér fyrir hendur i þeim málum. Ekki er aö efa aö mörg félög hafa áhuga á því aö fá Jón yfir i sinar raðir, þviað hann er snjall leikmaður, og myndi hiklaust styrkja hvaöa félagsliö sem væri I 1. deild. gó/gk—. •KRBiK;eeieiwei!ie'sii«ac8aBBK*iaciiii«KB9aa*aBSBaBai>Bffsnii«anf)?'C7Raa5aaEaa(iBa l/IRM H.Fimmtudagur 25. mai 1978. L. Pálsson ipsttir r Erlendur Valdimarsson. Tekst honum aö sigra hinn ört vaxandi kringlukastara Óskar Jakobsson i kvöld? Einvígi Oskars og Erlends í kvöld — þeir keppa í kringlukasti á Vormóti ÍR í frjálsum íþróttum á Laugardalsvellinum Kringlukasteinvigi milli þeirra Erlendar Valdimarssonar og Óskars Jakobssonar veröur að öllum likindum hápunkturinn á Vormóti ÍH I frjálsum iþróttum, sem fram fer á Laugardalsvellin- um í kvöld. Erlendur hefur eins og menn vita verið i nokkrum sérflokki i þessari grein undanfarin ár hér á landi, en Óskar hefur stööugt ver- ið að sækja á og er nú svo komiö að búast má við hörkukeppni, þegar þessir kraftakarlar mætast i keppni. Vormót ÍR hefur til þessa farið fram á gamla Melavellinum, en nú er málum svo komið þar að ekkierlengurhægtað keppa þari hringhlaupum t.d. og þvi verður mótið í Laugardalnum. Mótið hefstkl. 18.30, og áætlað er að þvi ljúki um kl. 19,40. Keppnisgreinar i kvöld verða 100 m, 400 m og 1500 m hlaup karla, stangarstökk, langstökk og kúluvarp karla, 100 m, 400 m og 800 m hlaup kvenna, hástökk og kúluvarp kvenna og 200 metra hlaup drengja, og svo að sjálf- Hollendingar uröu fyrir enn einu áfallinu I sambandi viö HM- liö sitt i gær, er Wim van Hane- gem tilkynnti aö hann væri hættur viö aö fara meö liðinu til Árgent- inu. Engar ástæöur gaf hann upp, en menn leiða getum aö þvi aö sögðu kringlukastkeppnin þar sem þeir Erlendur og óskar munu berjast, og auk þeirra taka þátt 2-3 aðrir keppendur. Með þessu móti má segja að keppnistimabil frjálsiþróttafólks sé fýrir alvöru hafið, þvi að Vor- mót IR hefur jafnan verið fyrsta mót ársins hverju sinni. gk —. hann hafi ekki fengiö hrein svör um þaö frá Ernst Happel fram- kvæmdastjóra liðsins, hvort hann kæmist i aöalliöiö. Hanegem hef- ur lengi verið fastamaöur I hol- lenska liöinu og á aö baki 51 landsleik fyrir Holland. gk—. HANEGEM EKKI MiÐ! ___ ) Liðið sterkt á pappírnum Landsliösnefnd KSt hefur nú valið þá 14 leikmenn sem eiga aö leika landsleikinn gegn Noregi, landsleik skipaöan liöum leik- manna 21 árs og yngri^ Fredriks- stad nk. þriöjudag. Leikmennirn- ir eru þessir: Jón Þorbjörnsson IA Guömundur Baldursson Fram Einar A. Ólafsson IBK Sigurður Björgvinsson IBK Benedikt Guðmundsson UBK Róbert Agnarsson Vikingi Guðmundur Kjartansson Val Rafn Rafnsson Fram Atli Eðvaldsson Val Albert Guðmundsson Val Pétur Ormslev Fram Arnór Guðjohnsen Vikingi Ingi Björn Albertsson Val Pétur Pétursson IA Þaö vekur mesta athygli við þetta lið, að Benedikt Guömunds- son úr Breiðabliki er leikmaður aðeins 16 áraað aldri, og hann lék sinn fyrsta leik með meistara- flokki með Breiðabliki gegn Akranesi á Skipaskaga um sið- .ustu helgi, og þar þótti hann standa sig með afbrigðum vel. Þótt hann sé þetta ungur, hefur hann þó leikið með unglinga- landsliðinu 16-18 ára, og er óhætt að segja að þarnaer mikið efni á ferðinni. Tveir leikmanna liðsins eru eldri en 21 árs, en samið var um að tveir leikmenn mættu vera eldri en það. Það eru þeir Vals- menn Ingi Björn og Atli Eðvalds- son. Þetta lið okkarlftur mjög vel út á pappirnum, þar eru sterkir varnarleikmenn, og i framlinunni eru snjallir einstaklingar eins og Arnór Guðjohnsen, Pétur Péturs- son, Pétur Ormslev og aö sjálf- sögðu markakóngurinn Ingi Björn Albertsson. Þjálfarar liðs- ins eru þeir Lárus Loftsson og Yourillichev, en auk þeirra fara út meðliðinuHelgi Danielsson og Gunnar Sigurðsson, stjórnar- menn frá KSI. ek—. Ungverjarnir réðu ekkert við Keegan! Kevin litli Keegan var maöur dagsins, er England sigraöi HM- lið Ungverja 4:1 á Wembley I gær- kvöldi, og má segja aö þau úrslit hafi komiö nokkuö á óvart. Ung- verjar hafa verið álitnir i hópi sigurstranglegustu liöa i Argen- tinu, en Englendingar komast ekki þangað, voru slegnir út i for- keppninni. Englendingar sýndu þó þannig leik i fyrri hálfleik að það var engu likara en þeir væru að fara með vel undirbúið lið til Argen- tinu. Þeir skoruðu 3 mörk i fyrri hálfleik. Peter Barnes það fyrsta, siðan Phil Neal úr vitaspyrnu og Trevor Francis 3. markiö. Og tvö af þessum mörkum lagði Keegan upp, en hann var eins og eldflaug um allan völl og setti Ungverjana alveg úr sambandi með hraða sinum og dugnaði. Ungverjar minnkuðu siöan muninn i 3:1, en siðasta orðiö átti Tony Curry sem skoraöi 4. mark Englands. Ahorfendur á Wembley fengu þvi góða skemmtun, og menn spáðu Ungverjum erfiðleikum i Argentinu eftir þessar ófarir á Wembley i gær. gk—. Þór með stig frá Húsavík Það tók Þór frá Akureyri ekki nema 20sekUndur aö finna leiðina i mark Völsunga er liðin léku d Húsavik i 2. deild islandsmótsins i knattspyrnu. Þórsararnir brun- uöu upp strax er leikurinn hófst, og Jón Lárusson skoraöi. Völsungar jöfnuðu siðan úr vitaspyrnu, sem Sigurbjörn Viðarsson tók, en Sigþór Ómars- son brenndi siðan af vitaspyrnu sem Þórsarar fengu. Þórsarar voru betri aðilinn framan af leiknum, en siöan komu heimamenn meira inn i leikinn. Orslitin 1:1, voru þvi nokkuð sanngjörn. gk—• 4» ;.:;. y n Q # Q ^ J?. & Q V V J? V V V # V V V Kl V # V ^ ^ # ☆ * * * 7*r ☆ ☆☆ ú ú ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ *-. :,t :;t:^ Stjörnulið Bobby Charlton gegn úrvalsliði KSÍ á Laugardalsvelli á mánud. 29 maí kl. 20.00 Bobby Charlton, Tony Towers, Bobby Moore, Joe Royle, David Harvey, Mike Doyle, Peter Lorimer, Terry Hibbitt, Francis Burns, Frank Worthington o. fl. Einsfakt tœkifœri til að sjá þessa heims- frœgu knattspyrnumenn leika saman í liði. í fyrra sigraði úrvalsliðið — hvernig fer nú? KRR Forsala við Utvegsbankann( í dag kl. 13-18 Tryggið ykkur miða í tíma Verð aðgöngumiða: Stúka kr. 1500 stœði kr. 1000 börn kr. 300 *.* 3* * ** * *••••••

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.