Vísir - 25.05.1978, Blaðsíða 6

Vísir - 25.05.1978, Blaðsíða 6
c Fimmtudagur 25. mai 1978. vism ( Umsjón: Guðmundur Pétursson STOÐNUNIHBMSHMIUNUM Heimsmálin eru um þessar mundir i sjálf- heldu, stöðnuð i bili. Þannig er komið fyrir ýmsum alþjóða- samningaumleitunum, að viðræður hafa farið út i þref og þjark um, hvernig ræða skuli en ekki um efnisatriði. Þar örlar hvergi á neinni hreyfingu og enginn virðist hafa bol- magn til þess að brjóta af þessu herfjötrana. Það er eins og menn lamist þegar þeir sjá bilið milli ásetnings og árangurs. Samskonar dvali varð á sjö- unda áratugnum. Á árunum milli Berlinarkreppunnar og innrásar Rússa i Tékköslóvaklu einkenndust samskipti austurs ogvesturs af þvi að menn sættu sig við að fljóta að feigðarósi. Gengu út frá þvi sem gefnum hlut að hjá árekstri yrði ekki komist og gerðu enga tilraun til þess að þiða isinn. A þeim árum kom de Gaulle hershöfðingi i veg fyrir allar til- raunir til þess að færa út kviar Efnahagsbandalags Evrópu eöa fjölga félögum þess. Bandarikin sóuðu kröftum sinum á hris- grjónaökrum Vietnam. Kina var heltekið af menningarbylt- ingunni. Stjórnir Sovétrikjanna og Kina jusu svivirðingunum hvor yfir aðra og það sló i bar- daga á Ussuri-landamörkunum. Einstök lönd þriðja heimsins brutust undan klafa nýlendu- stefnunnar en fengu að reyna i staðinn fæðingarhriðir nýrra Brezhnev er hrumur oröinn og sjúkur eins og berlega kom í Ijós í heimsókn hans til Bonn í vor, þegar hann gat ekki staðið hjálparlaust upp úr stól. þeirra. Bandamenn hans reiða ■ ■■■■■ ■■! ■ ■•■■ ■■■■■ ■■■■■ ■■ I NYKOMIÐ! Buxur í öllum stœrðum. ’■» Kven- og f barna- sumarfatnaður. Póstsendum um land ailt iiii: Strandgötu 34 Simi 52070 rikja með ókyrrð heima fyrir og árekstrum erlendis. 1969 varð örlagaár, þegar þiðan gekk i garð með viðleitni til bættrar sambúðar austurs og vesturs, SALT-viðræðum, fjór- veldasamkomulagi, samning- um Bonnstjórnarinnar við A-Evrópurikin upp úr ,,ost-poli- tik” Willy Brandts og bjartari framtiðarvonum. Bretland, Danmörk og Irland fengu loks aðild að EBE. Ferskur blær lék um samninga- salina. Bandarikjamen höfðu sig á brott úr regnskógum Viet- nams og gáfu sig að þvi að bæta frændsemina við vini sina i Evrópu. Kinverjar tóku að leita sér útgönguleiða úr ringuireið menningarbyltingarinnar. Það bar meira að segja við að stjórnirnar i Kreml og Peking raeddust við — öðruvisi en i skætingi. Þriðji heimurinn myndaði 77 landa-samtökin, sem fljótlega létu að sér kveða i heimsmálunum. Þarna sýndist kominn grund- völlur að öðru og meira en þá dundu ósköpin yfir. Oliukreppan 1973 breyttu við- horfum flestra leiðtoga til al- þjóðamála. Efnahagsmálin þokuðu öllu öðru til hliðar. Nú var hver sjálfum sér næstur. Deilur spruttu upp milli lýðræðislegra iðnrikja og EBE annars vegar og annarra verslunarrikja hinsvegar. Þriðji heimurinn tók að berja trumbur i viðræðum ríkja norðurhvels og suðurhvels. Inn i þetta spunnust örlög ein- staklinga. Hrap Nixons úr for- setastólnum, þreyta kjósenda á stjórnvöldum, uppgangur Gli- strupa og óvænt valdaganga Carters. Það urðu leiðtogaskipti i flestum stærstu Evrópurikjun- um og i Japan. Brezhnev gerðist maður gamall og sjúkur og uppiskroppa með hugmyndir. Kina var áfram ólesin bók. Það er ekki óeðlileg afleiðing þessarar uppflosnunar i heims- málunum, að nú skuli allar leiðir sýnast liggja inn i myrkvaðar blindgötur. Sambúð Evrópu og Bandarikjanna er verri ennokkru sinni fyrr. EBE er hikandi i að fjölga aðildar- rikjum. Þiðan hefur staðnað sem framtiðarsýn. Fjandsemi Rússa og Kinverja er f suðu- marki. Viðræður norðurhvels og suðurhvels strandaðar, vegna þess að suöurlönd halda fast i óaðgengilegar kröfur ognorður- hvelið vill slá öllu á frest meðan rikin þar standa af sér af- leiðingar oliukreppunnar. Ahrifa- og valdamenn heims eru veikari leiðtogar, en hinir sem horfið hafa á þessum tima af sjónarsviðinu og afleiðingin er stöðnun á öllum sviðum. Engin undantekning þar á. 1 Bandarikjunum er Jimmy Carter forseti sem hafði alla kosti til þess að verða forseti, en fáatil þess að veraforseti. Hann litur á stjórnmálin sem spurn- ingu um vilja og hugmyndir frekar en spurningu um ákvarðanir og framkvæmd sig ekki lengur á að hann standi við samkomulag eða eftirgjafir. Hvað viðkemur hefðbundinni vináttu Bandarikjanna við Evrópu og Japan virðist Carter ekki skilja hvað hún táknar. Stefna hans i málefnum Austur- landa nær, Afriku og þriðja heimsins eða batnandi sambúð austurs og vesturs hefur reynst orðin tóm. Hann tvistigur þegar skjótra viðbragða og einbeitni er þörf en slær til þegar staðan krefst þess að beðið sé átekta. Á hinum vængnum situr Leonid Brezhnev aldraður orðinn og maður sjúkur. Siðari árin hefur hann beðið margt áfallið. Stefna hans gagnvart vesturlöndum hefur ekki bætt stöðu hans. Helsinkisáttmálinn hefur bakaðhonum meiri óþæg- indi heima fyrir heldur en á ve s t url ön du m . Evrópu- kommúnisminn sýnist geta orðið upphafið að þvi að leysa kommúnistaflokka annarra landa undan áhrifavaldi Moskvu, jafnvel i austantjalds- rikjunum. Ahrif Rússa hafa dvinað i Austurlöndum nær en á móti kemur útþensla áhrifa þeirra i Afriku sem Sovétrikin hafa þó orðið að kaupa dýru verði. Tilraunir til að ná sáttum við Kina hafa mistekist, þrátt fyrir fráfall Maos og Chou-En- lais. — Stjarna Brezhnevs fer greinilega lækkandi og má þá búast við hinni venjulegu valda- streitu um það hver við skuli taka. (The Sommer) Dregið annað kvöld Drœtti ekki frestað Opið til kl. 23.00 Afgreiðslan er í Sjálfstæðishúsinu, Háaleitisbraut 1 Sendum VNNiNGAR: Úrvalsferð fyrir 4 til Mallorka kr. 480.000.00 Útsýnarferð fyrir 2 til Gríkklands — 320.000.00 Útsýnarferð fyrir 2 til ítalíu — 260.000.00 Úrvalsferð fyrir 2 til Mallorka — 240.000.00 Úrvalsferð fyrir 2 til Ibiza — 240.000.00 Úrvalsferð fyrir 2 til Ibiza — 240.000.00 Útsýnarferð fyrir 2 til Spánar — 240.000.00 Útsýnarferð fyrir 2 til Júgóslavíu — 240.000.00 Sími 82900 9. far með Flugleiðum fyrlr 2 til New York 10. farmeð Fiugleiðum fyrir 2 til Parísar 8/21 11. far með Flugleiðum fyrir 2 til Luxemburg 8/21 12. far með Flugleiðum fyrir 2 til London 8/21 - 223.600.00 - 170.800.00 - 160.800.00 - 133.800.00 2.949.000.00 Sœkjum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.