Vísir - 25.05.1978, Blaðsíða 10
10
Fimmtudagur 25. mal 1978. vism
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Oaviö Guómundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund
ur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind
Ásgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jóns’son, Guðjón Arngrímsson,
Jón Einar Guðjónsson, Jónína Mikaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefáns-
son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L.
Pálsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. útlitog hönnun: Jón
Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8.
simar 86611 og 82260
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611
Jlitstjóim: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjald er kr. 2000 á
mánuði innanlands.
Verð i lausasölu
kr. 100 eintakið.
Prentun
Blaöaprent h/f.
Nýr frestur?
Ríkisstjórnin er nú að milda aðhaldsaðgerðir þær sem
hún ákvað í febrúar í því skyni.að draga úr hraða verð-
bólgunnar. Með þessu telur stjórnin sig eflaust hafa
opnað leið til friðar á vinnumarkaðnum án þess að
hverfa frá yfirlýstum markmiðum varðandi viðnám
gegn verðbólgu. Að því leyti er verið að taka skynsam-
legar ákvarðanir.
En i sjálf u sér er það f yrst og f remt pólitískt mat hvort
þessi tilslökun leiðirtil þessað verkalýðsfélögin falla frá
útflutningsbanni, innflutningsstöðvun á olíu og fyrir-
huguðum verkföllum. Allar þessar aðgerðir hafa þrengt
talsvert að atvinnufyrirtækjunum, en þær hafa að sumu
leyti styrkt pólitiska stöðu ríkisstjórnarinnar.
Það hef ur ekki verið jarðvegur fyrir almenn verkföll.
Forystumenn verkalýðsfélaganna hafa því orðið að
haga aðgerðum sinum þannig að þær stöðvuðu ekki
vinnu og röskuðu ekki daglegu líf i fólks. Ef undanþágur
hefðu ekki verið veittar í þeim tilvikum, er aðgerðirnar
beindust gegn þessum hagsmunum, hefði verkalýðsfor-
ystan hreinlega misst tökin á málinu.
En það er erf itt að halda áf ram án þess að til atvinnu-
stöðvunar komi. Og útflutningsbannið hlýtur fyrr eða
siðar að hafa áhrif á bensínforðann og gjaldeyrisstöðuna
og þar með er sumarleyfisferðunum teflt í tvísýnu. Að
þessu leyti hefur ríkisstjórnin haft styrka stöðu gagn-
vart verkalýðsforingjunum. Og það er henni ugglaust í
hag að láta þingkosningarnar snúast um það hvort hags-
munahópar eða réttkjörin stjórnvöld eigi að stjórna
landinu.
Á hinn bóginn er ýmislegt sem knýr stjórnina til þess
aðfreista þessaðopna leið út úr ógöngunum. AAikiI verð-
mæti liggja undir skemmdum, við getum misst markaði
erlendis og frá skammtímasjónarmiði eru þessar að-
gerðir dýrkeyptar fyrir atvinnuf yrirtækin. Loks er á það
að lita að forystumenn stjórnarf lokkanna hafa lýst yfir
því að þeir vilji gangá til kosninga óbundnir um áfram-
haldandi stjórnarsamstarf.
Alveg er Ijóst að áframhaldandi verkfallsaðgerðir
þjappa stjórnarflokkunum saman og draga úr líkum á
því að þeir f lokkar sem standa á bak við aðgerðirnar, Al-
þýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn komist inn í nýtt
stjórnarsamstarf eftir kosningar. En það er erfitt fyrir
ríkisstjórnina að gefa eftir eins og málum er komið og
ekki hlaupið að því fyrir forystumenn verkalýðsfélag-
anna.
En sé litið á málin í heild sýnast báðir aðilar hafa
hagsmuni af þvi að eðlilegt ástand ríki á ný á vinnu-
markaðnum. Þegar komið er svo nálægt kosningum eru
það fyrst og fremst járnkaldir pólitískir hagsmunir sem
ráða því, hvort skref eru stigin f ram eða til baka. Það er
barnaleg blekking að halda öðru fram.
Af ríkjandi aðstæðum á vinnumarkaðnum má þó fyrst
og fremst draga þann lærdóm, að bráðabirgða-
ráðstafanir í ef nahagsmálum eru ekki lausnir. Þær veita
gálgafresti, en vandamálin halda áfram að magnast.
Það er því höfuðmál að eftir kosningar verði mynduð
rikisstjórn sem getur hoggið að rótum þeirrar efnahags-
legu meinsemdar sem graf ið hef ur um sig. Óhjákvæmi-
legt er að leggja nýjar forsendur til grundvallar því
endurreisnarstarfi sem nauðsynlegt er að vinna. Og
vandamálin verða ekki leyst með átökum eins og þeim
sem staðið hafa yfir.
Þau leiða ekki til minnkandi verðbólgu og þau færa
mönnum ekki betri lífskjör. Við þörfnumst víðtækrar
pólitískrar samstöðu um uppstokkun ef nahagskerf isins.
En það sem núna er að gerast er spurning um gálgafrest
en ekki lausn-
Kosningasjá Vísis
i Keflavik veröur kosiö um
fjóra lista við næstu bæjar-
stjórnarkosningar, A-lista
Alþýðuflokks, B-lista Frara-
sóknarflokks, D-lista Sjálf-
stæðisfiokks og G-lista Alþýðu-
bandalags.
Við siðustu bæjarstjórnar-
kosningar buðu sömu flokkar
fram lista. Meirihluta siðasta
kjörtimabil mynduöu Sjálf-
stæðisflokkur og Framsóknar-
flokkur.
í bæjarstjórn Keflavikur eiga
niu fulitrúar sæti. (Jrslit kosn-
inganna árið 1974 urðu þau að:
A-listi, fékk 720 atkvæði og tvo
menn kjörna, Karl Steinar
Guðnason kennara og Ólef
Björnsson útgeröarmann.
B-listi fékk 767 atkvæði og tvo
menn kjörna Hilmar Pétursson
skrifstofumann og Guðjón
Stefánsson skrifstofustjóra.
D-listi fékk 1043 atkvæði og
fjóra menn kjörna, Tómas
Tómasson sparisjóðsstjóra,
Ingólf Halldórsson yfirkennara,
Arna R. Arnason skrifstofu-
mann og Kristján Guðlaugsson
framkvæmdastjóra.
G-listi fékk 289 atkvæöi og
einn mann kjörinn, Karl Sigur-
bergsson bryggjuverkstjóra.
1 Keflavik búa nú rúmlega
6420 manns og eru 3753 manns á
kjörskrá.
—KS.
Hilmar Pétursson
„Sameiginleg
sorpstöð fyrir
Suðurnes
er brýn"
— segir Hilmar
Pétursson .
,,Eitt brýnasta verkefni okkar
Suðurnesjamanna um þessar
mundir er að koma upp sorpeyð-
ingarstöð fyrir öll sveitarfélögin
og Keflavikurflugvöll, sem sveit-
arfélögin rækju sjálf. Varnarliðið
á ekki að mínu mati að koma þar
nærri”, sagði Hilmar Pétursson.
skrifstofumaður efsti maöur á
lista Framsóknarflokksins.
, ,Ég tel að gera þurfi stórátak i
þvl að lagfæra gatnakerfi bæjar-
ins,” sagði Hilmar, ,,og vinna aö
fegrunarmálum. Við höfum ekki
talið það ráölegt aö vinna mikið
að þeim málum meðan bærinn
hefur verið sundurtættur af
skurðum vegna hitaveitu. Þó mér
sé ljóst að þessar framkvæmdir
muni kosta mikið fé verða þær að
hafa allan forgang.”
Hilmar sagði að þeir beittu sér'
einnig fyrir þvi að halcíið yrði á-
fram með smiði iþróttahússins og
það yrði fullgert.
..Baráttusætið okkar er þriðja
sætið”, sagði Hilmar, við töpuð-
um þvi naumlega til Sjálfstæöis-
flokksins siðast, munaöi 16 at-
kvæðum. Við teljum okkur hafa
góðar vonir að geta unniö það aft-
ur”.
Hilmar hefur setið i bæjar-
stjórn Keflavikur siðan árið 1966
sem aðalfulltrúi en áður hafði
hann verið varamaður i tvö kjör-
timabil. Hann er fæddur Skag-
firðingur, árið 1926, en flyst til
Keflavikur árið 1947.
—KS
Sigrlöur Jóhannesdóttir.
„Berjumst fyrir
félagslegri
samhjálp"
— segir Sigríður
Jóhannesdóttir
„Okkar helsta baráttumál er að
koma ihaldinu til einhvers þroska
i félagslegum efnum. En eins og
staða okkar i Alþýðubandalaginu
er hér I Keflavik i dag þá getur
Per Stig Möller: Pa sporet af det
forsvundne menneske, Gyldendal
1976, 306 bls., 3.500 kr. (hjáSigfúsi
Eymundssyni).
Fjandmenn mannhyggj-
unnar
Menn taka til máls, þegar þeim
liggur eitthvað á hjarta, sem þeir
þurfa aðkoma frá sér og til ann-
arra. Það, sem danski rithöf-
undurinn, bókmenntagagnrýn-
andinnog ihaldsmaðurinn dr. Per
Stig Möller þarf að koma frá sér
ogtil okkar, er, aö við verðum aö
finna manninn aftur innan um
rústir kenningakerfanna, sem
hruniðhafa á tuttugustu öldinni. 1
bók sinni, A slóð hins horfna
manns (Pá sporet af det for-
svundne menneske), sem kom út
árið 1976, ræðir hann um hina lýð-
ræðislegu mannhyggju eða
mannúðarstefnu (húmanisma),
fylgismennhennarogfjandmenn.
Hann rekur slóð hins horfna
manns frá árinu 1848, þegar tveir
fjandmenn mannhyggjunnar, að
sögn hans, Karl Marx og
Friedrich Engels, komu til sög-
unnar. Hann færir rök fyrir þvi,
að þeir hafi kosið ofbeldi og
sundrungui öllum málum, vitnar
til bréfa þeirra, blaða^reina og
annarra verka. Unhverfiskenning
þeirra — sú, að skipulagsgeröin
ráði manneðlinu, umhverfið geti
af sér einstaklinginn — gerði að
engu frelsið og ábyrgðina, sem
frelsinu er samfara, að minnsta
kosti i hugum fylgismanna
þeirra, marxsinnanna. Miðalda-
menn sögðu, að Guð skapaöi
manneðlið, byltingarmenn ni-
tjándu aldarinnar, að umhverfið
skapaðiþað. En skapar maðurinn
ekki sjálfur eðli sitt? Tekur hann
ekki sjálfur siðferðilegar ákvarð-
anir?
Marxsinnar sjá tómið, þar sem
Gengið á rekc
y
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson skrifar
um útlendar bœkur
Dr. Per Stig Möller.
Hann berst gegn al-
ræöisstef nunni/ en
fyrir hverju?
mannúðarsinnar sjá sálina,
manngildið. Þeir halda, að þeir
hafi einir brotist út úr skel um-
hverfisins, þeir séu skapandi,
aðrir séu þiggjandi. Þeir skipta
mannkyninu i fjárhirða — sjálfa
sig — og fénað, sem beri að reka
áfram — múginn, sem hafi ekki
„stéttarvitund”. Þeir hafna með
öðrum orðum þeirri bræðralags-
hugsjón, að allir séu jafngildir
sem menn, þótt þeir séu mismun-
andi sem einstaklingar. Lenin og
Stalin komu fræðum Marx og
Engels i framkvæmd að sögn
Möllers. Við þá framkvæmd áttu
orð sjóliðanna i Kronstadt sem
hann vitnar til, en þeir gerðu
fræga uppreisn árið 1921, sem
Lenin og Trotzký drekktu i blóði.
„Ómannúöarlegust og glæpsam-
legust er hin siðferðilega kúgun
sameignarsinna. Þeir kúga huga
og hjörtu verkamannanna, neyða
alla til að hugsa eftir tilskipun-
um”.
Valdafýsnin grimu-
klædd
Möller (sem dvelur langdvölum
i Paris og þekkir franskt mennta-
lif vel) gagnrýnir þá marxsinna,
sem náð hafa öllum völdum i
sumum deildum vestrænna há-
skola. Hann deilir á þá róttæku
„fræðimenn”, sem boða „marx-
ismann” og „strúktúralismann”,
einkum á Frakkana Louis Alt-
husser, Claude Lévi-Strauss,
Jacques Derrida, Jacques Lacan
og Roland Barthés, sem eiga
nokkra fylgismenn i dönskum há-
skólum. (1 Háskóla Islands boða
Páll Skúlason, stjórnarmaður
„Málfrelsissjóðsíns”, og Vésteinn
Ólason, fyrrverandi formaður
„Samtaka herstöðvaandstæð-
inga”, einkum þessa trú.) Rót-
tækir „fræðimenn” gleyma
manninum i allri greiningu mál-
kerfisins, hagkerfisins, hug-