Vísir - 25.05.1978, Blaðsíða 5
VTSIR Fimmtudagur 25. mai 1978.
5
Birna er hér með einn af söfnunarlistunum sem hún
hefur látið ganga til að fjármagna Argentínu-
ferðina.
Vísismynd: JA
mjög litið næstu 35 ár. Arið 1975
var það svo að Guðfinnur
Kjartansson þáverandi for-
maður Taflfélags Reykjavikur
hvatti konur mjög til að mæta
hjá félaginu og gerast virkari i
skákinni. Upp úr þessu var
stofnuð Kvennadeild innan Tafl-
félagsins og voru i upphafi um
50 konur i henni. Þeim fækkaði
svo þegar farið var að halda
mót og við höfum ekki náð töl-
unni upp i þetta aftur. Þessi
deild á sinn fulltrúa i stjórn
Taflfélagsins sem á vist að heita
ég.
Kratar leggja niður
gðmlu kosningavélina
„Við teljum að það jaðri við
persónunjósnir að útsendarar
stjórnmálaflokkana fylgist með
þvi i kjördeildum hverjir séu
búnir að kjósa og ætlum þvi að
afnema þetta fyrirkomulag”
sagði Benedikt Gröndal for-
piaður Alþýðuflokksins á blaða-
mannafundi i gær sem haldinn
var til að kynna það að flokkur-
inn ætlaði að leggja niður gömlu
kosningavélina.
Benedikt sagði, að ljóst væri
að það fólk sem ynni i kjördeild-
um væri notað til að fylgjast
með þvi hverjir væru búnir að
kjósa, þannig að flokkarnir
gætu þrýst á kjósendur, sem
þeir teldu sina, til að fara á
kjörstað. Þetta kerfi kvaðst
hann telja að færi i bága við
anda leynilegra kosninga, þar
sem kjósandi fengi ekki flóafrið
fyrr en hann hefði fariö á kjör-
stað.
Istaðinn fyrir þetta kerfi, sem
hefur bundið um 250 manns i
starfi eingöngu i kjördeildum,
hefur starfsemi Alþýðuflokksins
nú veriö byggð upp af trúnaðar-
mönnum, sem allir eru sjálf-
boðaliðar og munuhver fyrir sig
tala máli flokksins. Þessir menn
eiga að hvetja kjósendur svo
sem vini, kunningja, og starfs-
félagatil stuðnings við flokkinn.
Benedikt sagði á fundinum að
ljóst væri að fólk kynni þvi illa
að njósnað væri um skoðanir
þess og fylgst með ferðum þess.
Þetta hefði best komið í ljós i
siðustu skoðanakönnunum Visis
og Dagblaðsins, þar sem stór
hópur þeirra sem spurðir voru
neitaði að svara þvi hvað þaö
myndi kjósa i Borgarstjórnar-
kosningunum. Þetta hlutfall
hefði verið mun hærra en i
svipuðum skoðanakönnunum
sem framkvæmdar væru er-
lendis.
Á fundinum var vakin athygli
á þvi, að merkingar i kjörskrá
sem geröar hefðu verið i próf-
kjöri Alþýðuflokksins fyrir
Borgarstjórnarkosningarnar,
heföu aliar verið fjarlægðar. 1
þessum kosningum ætlaði
flokkurinn ekki að styðjast við
gömlu merkingarnar og gögn
trúnaöarmanna yrðu einkamál
þeirra. Engar merkingar yrðu
þvi færðar inn i kjörskrá flokks-
ins á kjördegi.
A blaðamannafundinum var
borin fram fyrirspurn varð-
andi rekstur Alþýðublaðsins og
hvernig útkoma þesshefði verið
tryggð i bili. Benedikt Gröndal
sagöi að 15 alþýðuflokksmenn
hefðu persónulega gengist i
ábyrgð fyrir þvi tapi sem kynni
aö verða á útgáfu blaðsins, og
skuldum þess fram i ágúst. Þeir
reikningar yrðu siðan gerðir
upp á flokksþinginu i haust.
—BA.
Finnst þér þörf á að
hafa kyngreind félög
innan skákarinnar?
Við verðum að athuga aö
þessi iþrótt hefur verið einokuð
af karlmönnum i margar aldir
og það tekur þvi nokkurn tima
að þjálfa upp skákkonur sem
eru verulega góðar. Slikt gerist
ekki á fáeinum árum eða ára-
tugum. Konurnar þurfa þvi
fyrst og fremst á félagslegum
styrk að halda á meðan þær
eru að byggja sig upp i skákinni.
Ég get nefnt sem dæmi um
það hvað kvenfólkið á erfitt
uppdráttar i skákinni aö innan
Taflfélags Reykjavikur starfar
unglingadeild fyrir börn á
aldrinum 7-14 ára. Bæði kynin
eiga þar greiðan aðgang og
stúlkur sýndu verulegan áhuga
á þvi að vera þarna á jafnréttis-
grundvelli. Strákarnir flæmdu
þær hins vegar hreinlega á
brott. Ég tók þvi til ráös að taka
stúlkurnar i skákkennslu til min
i vetur. Þetta voru 56 nemendur
sem ég leiðbeindi og siðan
kepptu þær við strákana einu
sinni i viku.
Er skák erfið iþrótt?
Alveg geysilega Sá sem ætlar
að stunda hana af einhverju ráði
þarf að vera þrekmikill og út-
haldsgóður. Skákmaður þarf að
geta einbeitt sér algjörlega að
viðfangsefninu. Skákin er gifur-
legt andlegt og likamlegt álag
og einhvern veginn gengur
maður að þessu með allt öðru
hugarfari heldur en til dæmis
spilamennsku. Þar skiptir ekki
svo óskaplega miklu máli hvort
sigur vinnst en i skákinni held
ég að engum einasta manni sé
sama hvort hann vinnur eða
tapar.
Lestu mikið skák-
timarit?
Það hef ég aldrei gert og þeg-
ar ég byrjaði á þessu aftur þá
var það e.t.v. fyrst og fremst
vegna þess að ég hélt að heilsan
væri alveg búin að gefa sig og ég
vildi hafa eitthvað sem ég gæti
dundað við. Það var aldrei
ætlunin að ég færi út i keppni
eða þess háttar, en einhvern
veginn æxlaðist þetta svona og
ég hef verið valin i olympiu-
skáksveit þá sem vonandi
verður hægt að senda til Argen-
tinu.
Hefurðu einhver önn-
ur áhugamál?
Ég hef nú fengist við að mála
og teikna en segja má að
kindurnar minar séu eitt aðal-
áhugamálið og svo auövitað
barnabörnin en þau eru 19 tals-
ins og ég á von á að verða lang-
amma á hverri stundu.
Reyndar á ég svolitið erfitt
með að stunda allt þaö sem ég
heföi áhuga á að sækja til
Reykjavikur þar sem við
hjónin erum billaus og siðasti
vagninn hingað uppeftir fer
fyrir klukkan 8 á kvöldin,
þannig aö ég þarf oft að fá að
gista i bænum þegar skákmót og
fundir eru i Taflfélaginu.
Við kvöddum Birnu og
kindurnar hennar með hálf-
gerðum söknuði og héldum inn i
borgina á nýjan leik. Sjálfsagt
væri margt öðruvisi ef mann-
fólkið ætti allt jafnrikuleg
áhugamál og Birna og ekki þarf
að óttast að langamman úr
Bakkakoti sem Birna veröur
væntanlega orðin verði ekki
virðulegur fulltrúi okkar i
Argentinu.
—BA
já
^■1
glÍÍÍÍÍ
liiiiiiie
Maturogkaffi
Á2 m herbergjum með hand-
laug og útvarpi: Bókasafn, verslun
og setustofa. Sturtur, gufubað og
íþróttasalur. Stutt í sund. Dagblöð
og sími. Rómuð náttúrufegurð.
Fæði 1
Fyrir starfshópa, fjölskyldu-
fagnaði og hópferðir. Pantið með
fyrirvara.
Ráðstefnurfundirnámskeió
Stakar máltíðir eða afsláttar
matarkort, hálft eða fullt fæði.^m
Sjálfsafgreiðsla.
Fyrir allt að 250 manns. Leitið
upplýsinga og verðtilboða.
Börn
Pantanir og upplýsingar
Frítt fœði og gisting fyrir börn
með foreldrum til 8 ára aldurs.
Matur á hálfvirði fyrir 8—12 ára.
I síma 17-3-77 Reykjavík og
93-7102 (Símstöðin Borgarnesi)
Sumarheimilinu Bifröst.
Orlofstímar 1978
Húsmœðravikan
4 dagar.
Uppselt
Laus herbergi
Uppselt
Uppselt
? Bifrost
ortofsdvöl sumarið 1978
Islenskur orlofsstadur
yffhmr'mir iíttf
W w
1* u >■ i ■ 1 TffýHIPfj Í^g|
•