Vísir - 21.06.1978, Síða 2
Miðvikudagur 21. júni 1978
Hvað fannst þér um
hátiðahöldin á 17. júni?
Valur Guðmundsson, iðnverka-
maöur. Ég fylgdist nú ekki með
þeim að neinu ráði. Þó fór ég
aðeins upp í Austurbæjarskóla, og
það var náttúrulega ekkert glæsi-
leg sjón sem mætti manni þar.
Mest þótti mér skömm aö full-
orðna fólkinu sem var þarna fullt
að þvælast. Þegar foreldrar eru
farnir að drekka sig fulla meö
börnunum sinum er auövitaö ekki
von á góðu.
Anna Maria Jónsdóttir, af-
greiðslustúlka.Égfórekkert sjálf
en heyröi eitthvaö um lætin og
fannst þau hálfðhugguleg. Mér
finnst sniðugra aö hafa hátiða-
höldin niðri á Lækjartorgi, þvi að
þá eru bæöi ungir og gamlir
saman. Þegar þetta erhaft i skól-
unum koma bara ungir krakkar,
og þá lendir allt i fyllirii. Annars
er það svo sem ekkert nýtt aö þaö
sé fvlliri á 17. júni.
Davið Lúðviksson, nemi. Ég sá
þau nú ekki nema rétt í sjónvarp-
inu. Þeir sýndu frá skemmti-
atriðunum á Arnarhóli, og þau
sýndust mér ágæt. Ég held að þaö
væri betra, að hafa hátiðahöldin
um kvöldið á Ladtjartorgi, heldur
en að hafa þau I skólunum. En
þaö fylgja kannski ýmis vanda-
mál, sem erfitt er aö leysa.
Sigrún Ingimarsdóttir, kennari.
Éghorfði bara á skemmtiatriðin i
sjónvarpinu um kvöldið og fannst
gaman. En fylliriið er voðalegt.
Það er alveg óskiljanlegt að
svona læti skuli geta átt sér stað.
Maria Þorvarðardóttir, skrif-
stofustúlka.Þau voru alveg ágæt.
Égfór upp í Austurbæjarskóla og
fannst það svo sem allt I lagi. Þó
var alveg ferlega mikið fylliri.
Mér sýndist það vera miklu
meira en hefur veriö undanfarin
ár, og meira af ungum krökkum
sem voru fullir.
Gamli
'
Garður ekki
Iseldur í bili
INauðungaruppboð á gamla
Garðiátti að fara fram I gær. Það
var aö kröfu Gjaldheimtunnar I
Reykjavik sem nauðungarupp-
boðið skyldi fara fram.
Fulltrúi fógeta setti uppboðs-
þing I gær, en siðan var ákveðið
að auglýsa annað og sföasta upp-
boð f október næstkomandi.
Félagsstofnun stúdenta hefur þvi
4ra mánaða frest til að bjarga
Gamla Garði undan hamrinum.
—BA.
Iðnskólanum
slitið
Iðnskólanu m í
Reykjavik var slitið i 73.
sinn föstudaginn 9. þ.m.
Brautskráðir voru 275
nemendur. Fastráðnir
kennarar við skólann
voru 63 en 67 lausráðnir.
1 skólaslitaræðu sinni ræddi
skólastjórinn Þór Sandholt um
námsárangur nemenda i skóla,
og kvað hann vera I hættu m.a.
vegna þess hve nútimasamfélag
glepur fyrir og raskar rósemi
ungs fólks.
Félagslif skólans var betra og
fjölbreyttara en áður. Nemendur
tóku isinar hendur rekstur mötu-
neytisoghefurhann gengið vel. I-
þróttalif hefur verið mjög
öflugtoghafa nemendur unntó tn
verðiauna í fjölmörgum greinum.
t lok skólaslitaræöu sinnar
kvaddi skólastjóri brautskráða
nemendur og óskaði þeim góðs
gengis I atvinnulifinu.
SAFNA FIÐRILDUM Á SUMRIN
„Við erum búnir að
veiða sex fiðrildisiðan á
hádegi og i morgun
veiddum við f jögur, svo
við erum búnir að veiða
alls tiu fiðrildi i dag”,
sögðu þessir knáu
drengir, sem biaöa-
maður Visis hitti á Sel-
fossi.
Þeir sögðust hafa safnað fiðr-
ildum i allt fyrrasumar og þaö
sama væri gert núna. „Fyrst
veiðum viö þau og setjum i
krukku, svo förum viö meö þau
heim og skoðum þau, og svo
sleppum við þeim aftur”, sögðu
þeir.
Strákarnir sem heita (t.f.v.)
Jósef Anton Skúlason 5 ára,
Hallgrimur Guömann Hall-
grimsson 7 ára og Kristján Þór
Skúlason 8 ár^ganga um bæinn
með þennan gamla barnavagn,
sem hefur aö geyma veiðitæki
þeirra félaga.
Vlsismynd: Gsal.
—Dagsbrúnarkosningar í kjörklefanum—i
Segja má að nú sé oröiö svo
skammt til kosninga, að úr
þessu fari litið að segja hverju
haldið er fram f blööum og fjöl-
miðlum. Stærstur hluti þeirra
kjósenda, sem á annað borð
heldur ekki tryggö við flokka
sina, hefur þegar ákveöið hvar
hann lætur atkvæði sitt falla.
Skoöanakannanir sýna vinstri-
bylgju, en nokkur hundraðstala
lætur ekkiuppi um atkvæði sitt,
og sýnistsitt hverjum hvar þau
atkvæöi eiga eftir að lenda.
Fyrir utan smálegan skæting
hefur kosningabaráttan beinst
áð nokkrum höfuðmálum, sem
hvert um sig er sæmilegur um-
ræöugrundvöllur. Vegna kosn-
ingasigurs i byggðakosning-
unum hefur Alþýðubandalagið
hamrað á þvi, aö kjósendur eigi
að heyja kjarabaráttuna i kjör-
klefanum, svo gæfuleg sem þau
slagorö eru bæöi fyrir Alþýöu-
bandalagið oglaunþega.Svo vill
til að árangurinn af kosninga-
loforðinu „Samningana i gildi”
liggur þegar fyrir. Alþýöu-
bandalagið samdiog ber ábyrgö
á la unatillögum núverandi
borgarstjórnarmeirihluta, og
situr uppi með brigömælin við
kjósendur. Enda er þeim
bandalagsmönnum meira I mun
að rlfast vikum saman innbyrtis
um það hverjir eigi aö vera
formenn einstakra nefnda og
hverjir eigi að kveikja á jóla-
trjánum, en hvort staðið er viö
slagoröin „Samningana i gildi”.
Stjórnarflokkarnir benda
réttilega á það, að gengið hefur
verið endanlega frá útfærslu
landhelginnar I tvö hundruð
mllur á liðnu kjörtlmabili. Það
er ekkert smámál. Þeir benda
einnig á það, að efnahagsráð-
stafanirnar varð að gera, ef hér
átti ekki að verða hrun atvinnu-
vega innan skamms tfma.
Stjórnvöld veröa aö sjá slikar
hættur fyrir og bægja þeim frá
með ráðstöfunum, enda er of
seint að hefja björgunarstarfiö,
þegar slysiö er orðiö meö þeim
hætti aö öllum almenningi er
áfalliö ljóst. Það er i þessum
gráu skuggabeltum milli
ákvörðunar og veruleika, sem
stjórnarandstaðan sækir sinn
kosningasjó og viröist ætla að
verða vel til fanga. Afstaða
Sjálfstæðisflokksins til varnar-
liðsins og Nató er mörkuð og
ótviræð. Hins vegar baslast
Framsókn áfram I einskonar
brókarhafti út af þessum
málum, og getur ekki tekið af
skarið og stutt eindregiö veru
okkarl Nató og veru varnarliðs-
ins meðanþurfa þykir. Afanga-
brottför þess er þeim enn tungu-
tömust, þótt vitað sé, að Fram-
sókn verður aldrei til aö hafa
frumkvæði um brottförina. En
henni hefur verið ýtt út á
fremstu nöf I þessum efnum,
vegna þess að „shadow-boxing”
flokksins I þessum efnum við
kjósendur hefur verið haldið
áfram of lengi. Flokkur-
innmyndiað likindum hressast
ef hann lýsti yfir að hann væri á
móti brottför hersins. Hitt liðiö
er hvort eð er farið.
Alþýðuflokkurinn býður fyrst
og fremst upp á Vimma og Eið
og Arna. Þetta eru ungir menn
sem ætla sér stóra hluti. Þeim
hefur hins vegar ekki gefist timi
til að móta sjónarmið sin, enda
fljóta i kringum þá gamlir
skarfar — jafnvel inn á þing,
sem alteknir eru gömlum
sjónarmiðum og gömlum lausn-
um.
Stjórnarflokkarnir eiga I vök
aö verjast. Sú barátta virðist
ætla að koma harðast niður á
Framsókn, og uppsker hún það
fyrir ýmsa óákveðni og að-
gerðarleysi og vaklandi viöhorf
I varnarmálum. Sjálfstæöis-
flokkurinn virðist hins vegar
ætla að koma nokkuð uppréttur
úr þessari orrahrlö. Sjónarmiö
hans eru fastmótuð og ákveðin
og hann hefur kosiö að falla og
standa meö ákvörðunum, sem
bera þjóðhagslegri ábyrgö vitni.
En þjóðfélagið er nú einu sinni
orðið þannig, aö sé ekki öllu
sleppt lausu kemur óróaliðið
með lausnir og yfirboð, sem það
getur ekki staöið viö, og krefst
þess að fólk gangi af pólitisku
skyni sinu I kjörklefanum og
taki upp Dagsbrúnarkosningar.
Svarthöfði.