Vísir - 21.06.1978, Síða 24
VÍSIR
Stjórnmálaflokkarnir eru allir á lokasprettinum þessa
dagana. Flestir gangast þeir fyrir fundum ýmist úti
eOa inni til aO reka smiOshöggiO á baráttuna. Þessi
mynd var tekin á fjölsóttri EeykjavikurhátiO Alþýöu-
flokksins. Fremst á myndinni má þekkja þá Vilmund
Gylfason og Benedikt Gröndal ásamt konum sfnum.
Þrír fangar strukut
„Kemur n iður á
öllum föngum"
— segir Bjarki Elíasson,
yfirlögregluþjónn
Þrir fangar um tvitugt
sluppu úr gæslu tveggja
lögregiuþjóna viO hegn-
ingarhúsiO á Skólavöröu-
stig um hádegiö i gær.
Tveir þeirra fundust sföan
vel viö skál á Hótel Heklu,
en einn gaf sig fram klukk-
an fjögur.
Fangarnir eru aö af-
plána refsidóma á Litla
Hrauni en höföu veriö
sendir til læknisskoöunar i
Reykjavik. Um hálf tvö
leytiö i gær voru þeir siban
á leiö úr hegningarhúsinu
og úti bfl, sem flytja átti þá
aftur aö Litla Hrauni. Þeir
voru ójárnaöir og gætt af
tveim lögregluþjónum.
A gangstéttinni tóku þeir
skyndilega undir sig stökk
og hlupu hver I sina áttina,
þannig aö eftirför var
tveim mönnum útilokuö.
Strax var skipulögö leit
aö föngunum og fundust
tveir þeirra á Hótel Heklu
þar sem þeir höföu leigt sér
herbergi undir fölsku nafni.
Þeir höföu drukkiö stift og
voru mjög ölvaðir er lög-
reglan fann þá.
Sá þriöji haföi nokkru
áöur gefið sig fram við lög-
regluna, en hann afplánar
dóm fyrir þjófnað.
Aö sögn Bjarka Elias-
sonar, yfirlögregluþjóns,
er það mjög algengt að
fangar séu i Reykjavik i
læknisskoðun og hefur
gæslumátinn verið svip-
aður og var i gær.
Bjarki sagði að rikt
hefði nokkurs konar gagn-
kvæmt traust milli fang-
anna og yfirvalda, og
fangar þvi ekki haföir i
járnum. „Mig grunar t.d.
að þessir drengir fái ekki
alltof góðar viðtökur hjá
samföngum sinum, ef þetta
veröur til þess aö þeir
verða framvegis fluttir á
milli járnaöir”, sagði
Bjarki. „Fangarnir hafa
vitaö að svona atburöir
koma niöur á þeim öllum”.
—GA
Húsið að Vesturgötu 40:
RIFID í
MORGUN
„Húsiö aö Vesturgötu
40 var brotiö niöur i
morgun. Þetta hús höfö-
um viö boöiö Útivist aö
flytja en þeir treystu sér
ekki til þess þar sem þeir
höföu enga lóö undir hús-
iö” sagöi örlygur Hálf-
dánarson bókaútgefandi
en fyrirtækiö örn og
örlygur áttu hús þaö sem
rifiö var.
„Okkur var ekki gefin
nein von af hálfu borgar-
innar um það aö fá lóð”
sagði Einar Guöjohnsen
hjá tltivist er rætt var viö
hann I morgun.
Einar sagðist hafa rætt
við Sigurjón Pétursson á
götu úti um lóð i Grjóta-
þoröi. Sigurjón hefði þá
sagt séraö þessi lóð kæmi
ekki til greina þar sem
ekki væri búið að skipu-
leggja Grjótaþorpiö.
Sigurjón heföi ætlað að
athuga með aðrar lóðir,
en ekkert komiö út úr því.
Einar sagöi að mestur
áhugi hefði verið hjá Úti-
vistarfólki fyrir þvl að
koma húsinu fyrir í
gamla bænum, en þó
heföi vel komið til greina
að setja það niöur annars
staðar. Enga fyrir-
greiðslu heföi verið að fá
og ómögulegt að hafa
hvergi visan samastað
fyrir húsið.
Einar sagðist lika vilja
kenna þvi um aö Ibúa-
samtök Vesturbæjar hafi
verið með hálfgeröar
hótanir um mótmælaaö-
gerðir. Þetta hafi skapað
spennu þegar I upphafi og
hann vildi þvi ab sumu
leyti kenna Ibúasam-
tökunum um það að húsib
var rifiö.
„Það barst engin al-
menn lóöaumsókn frá
Otivist, en hins vegar
sóttu þeir um tiltekna lóð
i Gr jótaþorpinu sem ekki
var hægt aö láta þá fá”
sagði Sigurjón Pétursson
forseti borgarstjórnar er
haft var samband við
hann i morgun.
Þá sagði Sigurjón að
Einar Guöjohnsen hefði
rætt um það viö sig hvort
ekki væri hægt að fá lóð i
Vesturbænum undir hús-
ið, en sér væri ekki kunn-
ugt um að nein slik lób
væri fáanleg. Hann lét
þess getiö að áður hefðu
komið umsóknir svipaöar
þeirri sem að framan
greinir, þar sem menn
vildu flytja hús. Þessum
umsóknum hefði ekki
verið unnt að sinna.
—BA
Það var ekki mikib eftir af gamla timburhúsinu þegar Ijósmyndari Vfsis mætti á
Vesturgötu 40 i morgun.
Mynd: Gunnar
Taldir
af
Piltarnir fjórir/
sem lögöu upp á litl-
um plastbáti frá Dal-
vik til Hríseyjar
síðastliðinn sunnu-
dag, eru nú taldir af.
Þeir hétu Simon
Hilmarsson, Karlsbraut 21,
fæddur 31. mai 1960, Stefán
Ægisson, Drafnarbraut 1,
fæddur 30. september 1959,
Gunnar Jónsson, Skóla-
braut 11, fæddur 3. október
1960 og Egill Antonsson,
Mímisvegi 7, fæddur 3. mai
1962. —ÓT
Sjónvarp I
kvöldkl.21.20:
Siðasti
umrœðu-
þátt-
urinn
fyrir alþingis-
kosningarnar
„Okkur telst til að með
þættinum sem við sendum
út i kvöld sé heildarút-
sendingartimi: sjónvarps-
ins á efni tengt alþingis-
kosningunum, bæði flokka-
kynningar, framboðsfundir
og þættirnir setiö fyrir
svörum, um 10 1/2 klukku-
stund,” sagði Pétur Guð-
finnsson framkvæmda-
stjóri sjónvarpsins.
Gert er ráð fyrir aö
þátturinn i kvöld sem er
sibasti umræðuþátturinn I
sjónvarpssal fyrir alþingis-
kosningarnar, veröi um
tveggja klukkustunda
langur. Þátturinn hefst kl.
21.20 og setjast þá við
hringborðið formenn
þeirra flokka sem bjóða
fram i öllum kjördæmum.
Þaö eru þeir Benedikt
Gröndal, Lúðvik
Jósepsson, ólafur Jó-
hannesson, Geir Hall-
grimsson og Magnús Torfi
Ólafsson. Stjórnandi um-
ræðnanna verður Ólafur
Ragnarsson.
Niðurstöður skoðanakönnunar Visis miðað við kjósendafjöldas
Sjáltstœðistlokkurinn fœr
32% en Alþýðuflokkurinn 25%
i frásögn af niðurstöð-
um hinnar víðtæku skoð-
anakönnunar, sem birtist
i Vísi í gær, féll niður ein
þýðingarmikil tafla.
I töflu II, sem birt var, var
hlutfallslegt fylgi flokkanna hjá
þeim, sem tóku afstöðu i svör-
um sinum. Hins vegar féll niður
framhald þeirrar töflu, þar sem
meðalfylgi flokkanna var
reiknað út samkvæmt fjölda
kjósenda i hinum einstöku kjör-
dæmum.
Nokkur mismunur er á
þessum tveim tölum þar sem úr-
takið var ekki hlutfallslega það
sama I öllum kjördæmum.
Þannig var úrtakið i Reykjavlk
0,5% kjósenda kjördæmisins, i
Reykjanes-, Suöurlands- og
Norðurlandskjördæmi eystra
var hlutfallið 1%, i Austurlands-
kjördæmi 1,3%, Norðurlands-
kjördæmi vestra 1,6%, Vestur-
landskjördæmi 1,2% og i Vest-
fjaröakjördæmi voru 1,6% kjós-
enda með i úrtakinu.
Hér á eftir fer þessi tafla, en
hún segir til um fylgishlutfall
flokkanna á landinu I heild á
þeim tima sem skoðanakönnun-
in fór fram.
Alþýðuf I. 25,9%
Framsóknarfl. 12,0%
Sjálfstæðisfl. 32,3%
Samtökin 2,1%
Alþýðubandalag 24,2%
óháðir Vestfj. i,o%
Óháðir Suðurl.
Stjórnmálaf I.
óháðir Reykjanesi
Auðir seðlar
0.1%
0,8%
0,6%
1,0%
Samtals 100,0%
Val úrtaksins
Ýmsir hafa veit þvi fyrir sér,
hvernig úrtak það, sem hringt
var i, var valið.
Úrúrtakinu voru samtals 1270
manns. Hvernig voru þeir vald-
ir? Tökum Reykjavik sem
dæmi. Þar voru 302 i úrtakinu.
Það var tekið i tvennu lagi, 151
maöur i hvorum hóp, til þess að
fá samanburð.
Til þess aö ákveða hverjir
lentu I úrtökunum var tölunni
151 fyrst deilt i fjölda þeirra,
sem á kjörskrá eru i Reykjavik
samkvæmt upplýsingum Hag-
stofunnar, og þannig fundið út
ákveðið millibii.
Siðan var valib af handahófi
hvar ætti að byrja hvort úrtak
um sig. Valið var ákveðið byrj-
unarnúmer fyrir hvort úrtakið i
Reykjavik, og fyrsti maður
hvers úrtaks valinn i samræmi
við það, en siðan tekið hvert
nafnið eftir annað i samræmi
við hið útreiknaða millibil.
Sama aðferð var notuð við úr-
tak úr öðrum kjördæmum.
Fyrsta nafniö i hverju úrtaki
var þannig valið af algjöru
handahófi, og hin nöfnin i úrtök-
unum siðan tekin á grundveili
ákeðins fyrirfram útreiknaðs
miliibils.
Fólkiö sem hringdi
Eins og þegar hefur komið
fram i Visi vann fjölmennur
hópur að gerð skoðanakönn-
unarinnar. Fólk það, sem fengiö
var til aö hringja i þá, sem lentu
i úrtakinu, var fengið sérstak-
lega til þess verkefnis. Það var
um aö ræða félagskonur úr
Svölunum, félagi fyrrverandi
flugfreyja, þjóðfélagsfræðum
og skrifstofufólk, sem starfar
utan blaðsins. tltreikningarnir
voru siðan gerðir af Sigurveigu
Jónsdóttur, féiagsfræðing,
Eliasi S. Jónssyni, blaðamanni
og Davið Guðmundssyni, fram-
kvæmdastjóra.
SJ/ESJ.
VÍSIR-SMÁAUGLÝSINGAR
Opib virka daga til kl. 22
Laugardaga kl. 10-14
Sunnudaga kl. 18-22
VISIR
Simi 86ÓII
VISIR
VISIR
Simi 86611
VISIR
VISIR
Simi 86611
VISIR