Vísir - 04.07.1978, Síða 10

Vísir - 04.07.1978, Síða 10
10 Þriðjudagur 4. júli 1978 VISIR VÍSIR útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson . Ritstjornarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund- ur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttír, Elías Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kjartan Stefáns son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Palsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. Útlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstof ur: Siðumúla 8. simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Jlitstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7^jjyiur Askri f targ ja Id er kr. 2000 á mánuði innanlands. j Verð i lausasölu kr. 100 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. Gengisfellingarhringrásin Enn einu sinni blasir við gengisfelling, sem stafar af því fyrst og fremst að kostnaðarhækkanir innan- lands hafa verið mun meiri en verðhækkanir á fisk- mörkuðum okkar erlendis hafa leyft. Viðstöndum enn einu sinni f rammi fyrir af leiðingum þess að eyða um- fram það sem aflað er. Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins er tómur og verður því ekki notaður sem verðbólgustyrktarsjóður á næstunni. Gengi krónunnar hef ur reyndar verið allt of hátt skráð um langan tíma. Stjórnvöld og hags- munasamtök hafa smám saman verið að taka ákvarðanir um að rýra verðgildi krónunnar, en hafa skotið á f rest eins og venjulega að skrá gengi hennar í samræmi við það. í rökréttu samhengi við þessa f ramvindu mála blas- ir eins og venjulega við stöðvun f iskvinnslunnar. Frið- rik Pálsson, framkvæmdastjóri Sölusambands islenskra fiskframleiðenda, lýsir þessari venjulegu hringrás i grein í nýútkomnu hefti af Ægi. Hann bend- ir þar réttilega á, að upphaf spunktur hringrásarinnar er sú tiskustef na Þjóðhagsstof nunar, að meðalrekstur skuli standa á núlli og verðákvarðanir og gengis- skráning eigi að miðast við þá pólitísku ákvörðun. Verðlagsráð getur ekki tekið f iskverðsákvarðanir af þvi að i öllum tilvikum þarf pólitískar ákvarðanir til að gera upp dæmið. Þessar pólitísku ákvarðanir tekur efnahagssérfræðingur ríkisstjórnarinnar sem oddamaður yfirnefndar Verðlagsráðs. Sérhver fisk- verðshækkun stefnir núllrekstri fiskvinnslunnar í tap og því blasir hin venjubundna stöðvun við að henni lokinni. Gengisfellingu er þó yfirleitt skotið á frest. Efna- hagssérfræðingur rikisstjórnarinnar hefur áður en fiskverð er ákveðið fengið pólitíska ákvörðun um að Verðjöf nunarsjóður f iskiðnaðarins borgi brúsann f yrst í stað, jaf nvel þótt verðlag erlendis sé i hámarki og f iskvinnslan ætti að réttu lagi að greiða til sjóðsins. í sumum tilvikum þarf rikissjóður að ábyrgjast þess- ar greiðslur. Sú yfirlýsing af hálfu ríkisstjórnar er venjulega fyrsta vísbending um gengisfellingu. Friðrik Pálsson segir í grein sinni: ,,Þegar hér er komið, vona ég að allir skilji hvers vegna það er ekki á valdi Verðlagsráðs sjálfs að ná samkomulagi um nýtt f iskverðán tilkomu oddamanns frá rikisstjórninni við aðstæður sem þessar. Það er einf aldlega ekki um neitt að sem ja f yrr en gengið hef ur verið f ellt, eða það ligg- ur f yrir að minnsta kosti, að það verði fellt. Á meðan á öllu þessu stendur er gengið of hátt skráð og óeðlilega mikill innflutningur á hagstæðu gengi flæðir inn í landið. Oeðlilega lágt verð á erlendum gjaldeyri leiðir til hlutfallslega lágs verðs innfluttra vara og það er hinum almenna neytanda vel kunnugt um, enda slakar hann aldrei á kaupæði sínu af ótta við að gengið verði leiðrétt". Hér er vissulega komið að kjarna þess vandamáls, sem við eigum við að striða í efnahagsmálum. Óhjákvæmilegt er að hverfa f rá núllstef nunni og losa þar með um það pólitíska kverkatak, sem nú er á út- vegi og f iskvinnslu i landinu og helgast m.a. af því að Verðlagsráð er hætt að verðleggja og Verðjöfnunar- sjóður hættur að verðjafna. í framhaldi af því er höfuðmál að ná pólitiskri samstöðu milli stjórnvalda og hagsmunasamtaka að halda fiskverðs- og launa- hækkunum innan þeirra marka sem markaðsaðstæð- ur leyta. Ný rikisstjórn þarf að stöðva þessa taktföstu hringrás óraunhæfra kjarasamninga, fisk- verðsákvörðunar, viðmiðunarverðsákvörðunar og gengisfellingar. „Hef ekki lengur Iðngun til að vera með ótal jórn í eldinum" - — segir Eysteinn Jónsson „Það er afar tímafrekt að gegna formennsku í fé- lagi með jafnmargbrotna starfsemi og Samband íslenskra samvinnufélaga fæst við. Þar að auki er ég búinn að vera í félags- málabaráttu i 50 ár og því mái til komið að draga sig í hlé", sagði Eysteinn Jóns- son er rætt var við hann í Bifröst, þar sem hann lét af formannsku í Sam- bandsstjórninni. Eysteinn, sem er tæplega 72 ára gamall, kvaöst ekki telja það skynsamlegt aö vera lengur á oddinum i þeirri baráttu- sem Sambandsfélögin þyrftu að heyja. Hann heföi tæpast úthald i það lengur. Aöspuröur um framtiöaráform, sagði hann að þau væru ekki alveg ljós. Fyst af öllu ætlaöi hann að hvila sig vel i sumar. Siöan væri nóg af áhugamálum, sem nú gæfist timi til að sinna. Skiðaiþróttin hefur löngum átt rikan sess i huga Eysteins og kvaðst hann ætla i Kerlingarfjöll aö hálfum mánuði liðnum. Það hafi litill timi gefist til þess um ævina að taka sér gott fri og þvi ætlaöi hann að hvila sig vel. Félagsmálaáhuginn síst minni Eysteinn hætti fyrr á þessu ári sem formaöur Náttúruverndar- ráðs. Þaö starf tók drjúgan tima frá honum. A þessu ári hefur hann losaö sig viö stórverkefni, en hann kvaö þaö ekki breyta þvi, aö félagsmálabarátta ætti hug sinn jafnt eftir sem áður. Náttúrverndarmálin væru til dæmis eitt af hans aöaláhuga- málum og samvinnuhreyfingin heillaöi engu aö siöur. Þaö væri þviengin ástæöa til að ætla annað en hann gæti starfað eitthvaö áfram þótt formannstitiliinn væri ekki lengur fyrir hendi. Gamlir formenn og sjómenn, sem látiö höföu af starfi, héldu iðulega áfram að sækja sóinn og sama yrði liklega meö sig. Félagsmálaþátttaka heföi alltaf verið svo snar þáttur i lifi sinu, að án þennar fengi hann vart þrifist. Raunverulega hefði aldrei annaö komið til greina en taka virkan þátt i henni. Eysteinn kvaöst vera þessi umbrotamaður i pólitik, sem ekki hefði frið i sinum beinum öðru visi en vera meö. „Þetta er i fyrsta skipti sem ég er alveg frjáls og óbundinn. Ég býst við að sinna fjölskyldu minni, sem er orðin nokkuð stór, meira en undanfarið. Höfuðatriði er þó það, aö ég hef ekki lengur löngun til að vera með ótal járn i eldinum”, sagði félags- málafrömuðurinn Eysteinn Jóns- son að lokum. —BA Árangurslausar truflunaraðgerðir: Rainbow Warrior er farinn heim Hvalveiðivertíðin hefur gengið mjög vel en bræla truflaði veiðarnar um helgina. Aö sögn starfsmanna i Hval- stöðinni i morgun voru þrir hvalbátar á leiðinni til lands með þrjá hvali hver og alls mun þá vera búið að veiða 132 hvali. Allar líkur benda til landi að minnsta kosti í þess að Greenpeacesam- bili. Visir reyndi í morgun tökin séu hætt truflunar- árangurslaust að ná sam- aðgerðum sínum hér á bandi við togara samtak- anna, Rainbow Warrior. Hann var þá svo langt kominn áleiðis til Bret- lands að Gufunes-radíó var ekki lengur í kallfæri. Það er þvi ekki að sjá að þeir Greenpeace menn hafi haft hingað árangur sem erfiði. —H.L.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.