Vísir - 04.07.1978, Blaðsíða 13

Vísir - 04.07.1978, Blaðsíða 13
iprottir Þriðjudagur 4. júli 1978 VlSIjt vism Þriöjudagur 4. julí 1978 Umsjón: Gylfi Kristjánsson — Kjartan L. Pálsson LANDSLEIKUR HJÁ POLLUNUM tsland og Færeyjar leika iandsieik I drengjaflokki I knattspyrnu á Kópavogs- velli annaö kvöld og veröur þetta þriöji drengjalandsleikur þjóöanna á þremur árum. Fyrst var leikiö i Færeyjum 1976, og þá sigruöu Færeyingar meö 1:0. 1 fyrra var leikið i Keflavik og þá sigraöi tsland 5:2. Lárus Loftsson unglingaiandsliösþjálf- ari, hefur valiö hóp 16 drengja fyrir ieik- inn i Kópavogi annaö kvöld og er hann þannig skipaöur: Stefán Jóliannsson KR, Elvar Gottskálks- son tBK, Benedikt Guömundsson Breiöa- bliki, Lárus Guðmundsson Vlkingi Jón G. Bjarnason KR, Siguröur Grétarsson Breiöabliki, Sigurjón Kristjánsson Breiöabliki Helgi Bentsson Breiöabliki, Jón Þór Brandsson FH, Guðmundur Torfason Fram, Ástvaldur Jóhannesson tA, Ragnar Margeirsson IBK, Páll Þor kelsson tBK, Gisli Bjarnason KR, Hafþór Sveinjónsson Fram og Jóhannes Sævars son Vikingi. Margir þessara drengja eru orönir reyndir leikmenn þótt þeir séu ungir aö árum og má I þvi sambandi nefna BenediktGuömundsson sem hefur leikiö 4 unglingalandsleiki, 6 drengjalandsleiki, veriö varamaöur i landsliöi undir 21 árs og fastamaður i liði Breiöabiiks. Eftir þennan leik veröur siöan valinn endanlegur hópur leikmanna sem mun haida tii Danmerkur n.k. mánudag og taka þar þátt I Norðurlandamóti drengja dagana 10.-16. júli.en þar veröur tsland i riöli með Dönum og V-Þjóöverjum. Leikurinn i Kópavogi annað kvöld hefst kl. 20, og er ástæöa til aö hvetja fólk til aö fjölmenna og hvetja islensku piltana. gk-- Þœr a-þýsku eru iðnar við metin Þær hafa sýnt þaö a-þýsku sundkon- urnar á tveim fyrstu dögum a-þýska meistara mótsins, aö þær eru enn i fremstu röö, og eitt heimsmet settu þær tvo fyrstu daga keppninnar af fimm. 1 fyrradag synti Barbara Krause 200 metra skriösund á nýjum heimsmettima, 1.59.04 min og i gær setti Andrea Pollak heimsmet i 100 metra flugsundi, er hún synti vegalengdina á 59.46 sek. og bætti metið 82/100 úr sekundu. Engar aðrar en þessar tvær hafa synt 100 metra flugsund á skemmri tima en einni minútu. Uirika Tauber synti 400 metra skriö- sund á 4.46.37 min. en þaö er besti timi sem náöst hefur á vegalengdinni í ár, og aöeins 3.60 sek. frá heimsmeti hennar. gk— Svisslendingar komu ó óvart! Svisslendingar komu mest á óvart i 6- landa keppni i handknattleik, sem staöiö befur yfir i Júgóslaviu að undanförnu. Þeir geröu sér litið fyrir og sigruðu bæði Sovétmenn og Rúmena og höfnuðu i 3. sæti öllum á óvart og e.t.v. mest þeim sjálfum. Þaö var þvi ekki nóg fyrir Sovétmenn að sigra Júgóslava i siðustu umferöinni 16:14, Júgóslavar höfnuöu i efsta sæti i mótinu. önnur úrslit í siöustu umferö uröu þau, aö Rúmenia vann Polland 26:22 og Sviss sigraði Ungverjaland 22:21. Lokarööin i mótinu var þvi sú, að Júgóslavar urðu efstir með 8 stig, Sovét- menn hlutu 7, Sviss 6, Rúmenia 4 og einnig Polland og Ungverjar ráku lestina meö eitt stig eftir jafnteflisleik gegn Sovét- mönnum. Það er þvi alveg óhætt að fara að lita á Sviss sem „alvöruland” i handboltanum, þvi að Sovélmenn og Rúmenar hafa hingað til verið i fremstu röð I heiminum, og þeir sovésku t.d. i 2. sæti i heims- meistarakeppninni s.l. vetur. gk- TANNLÆKNARNIR SÁU UM MÖRKIN Keflvikingar hafa nú tekiö forustu i „Crvalsdeildinni” I knattspyrnu, eftir aö þeir unnu 2:0 sigur gegn Fram á grasvell- inum í Keflavik i gærkvöldi. Leikmenn ÍBK hafa þvi leikiö tvo leiki og unniö sigur i þeim báöum. Keflvfkingarnir léku á móti nokkrum vindi I fyrri hálfleik gegn Fram, en þó skoruöu þeir bæöi mörk sin þá. Þaö voru tannlæknarnir i liöinu, Magnús Torfason og Einar Magnússoi\sem sáu um aö skora fyrir ÍBK, en Framarar höföu engan tannlækni i sinu liöi til aö skora fyrir sig. Hreinn í þriðja sœti á stórmóti í Svíþjóð Kastaði kúlunni 19.80 metra en það nœgði honum ekki gegn Komar frá Póllandi og Feuerbach frá Bandaríkjunum tslandsmeistarinn i kúluvarpL Hreinn Halldórsson varö aö gera sér að góöu þriöja sætiö i kúlu- varpi á alþjóöa frjálsiþrótta móti á Ólympiuleikvangbium i Stokk- hólmi í Sviþjóö I gærkvöldi. Hreinn kastaöi kiilunni 19,80 metra, sem er nokkuö frá hans besta en þó ekki nema 67 senti- metrum styttra en sigurvegarinn ámótinu kastaöi. Þaðvar Banda- rfcjamaöurinn A1 Feuerbach en hann kastaði kúlunni 20,47 metra. Annar varö Pólverjinn 1 vi*: -v‘- U Katrin Pálsdóttir dregur hér upp seðil meö nafni Jónasar F. Jónssonar og hann fær ávfsun á 15 þúsund krónu vöruúttekt hjá verslunni Utilíf i Glæsibæ i sinn hlut. Ljósm. Sigurður. Wladyslaw Komar, sem kastaði nákvæmlega 20 metra — eöa 20 sentimetrum lengra en Hreinn Halldórsson. i 4. og 5. sæti komu svo tveir Sviar sem köstuöu 19,28 og 18,33 metra. A móti þessu, sem haldið er á vegum sænska dagblaðsins Dag- ens Nyheter, er boðið þekktu frjálsiþróttafólki viösvegar að úr heiminum. I þeim hópi eru meðal annars Thomas Wessinghage frá Vestur-Þýskalandi og hann þakkaði boðið með þvi að setja nýtt Evrópumet I miluhlaupi. Wessinghage lét litið á sér bera þar tilaö um 30 metrar voru eftir aö hann renndi sér fram úr Josef Planchy frá Tékkóslóvakíu, sem hafði haftforystu nær allt hlaupiö og kom i mark á 3:52, 5 mín, sem er nýtt Evrópumet i þessari grein. Sumar stórstjörnurnar á mót- inu áttuekkigóöandag i gær. Má þar m.a. nefna heimsmethafann i spjótkasti, Ungverjann Miklos Nemeth,sem varö aö sætta sig viö 4. sætiö I spjótkastinu— kastaði 81,76 metrasemer um 13metrum styttra en hann kastaði. er hann setti heimsmetið fyrir nær tveim árum. Sigurvegarií spjótkastinu i gær varö Raimo Pihl frá Sviþjóð sem kastaöi 86.88 metra. Dick Quax frá Nýja Sjálandi sem er einn af frægari lang- hlaupurum heims varð aö sjá heilt stóð á undan sér yfir mark- snúruna i 10.000 metra hlaupinu. Armfield r/sparkað Valsmenn uröu Bikarmeistar- ar 1977, og sjást hér hlaupa „heiöurshring” á Laugardals- vellinum eftir úrslitaleikinn. Hann kom sjöundi I mark en sigurvegari varð Toshihiko frá Japan sem ásamt fimm löndum slnum er I Evrópu um þessar mundir til að öðlast keppnis- reynslu á stórmótum. Pólska hlaupadrottningin Irena Szewinska gerði það fyrir stjórn- endur mótsins að keppa i 100 metra hlaupinu I gær og varð i' 4. sæti. Sigurvegari I hlaupinu varð hin nýja stjarna Svia á hlaupa- brautinni Linda Haglund á 11.30 sekúndum. Szewinska og hún mætast aftur i kvöld.en þá verður mótinu haldið áfram og keppir Szewinska þá m.a. i 200 og 400 metra hlaupi. —klp— Bikarkeppni KSÍ: Nú koma „stóni liðin til leiks Fyrstu leikirnir I 16- liða úrslitum Bikarkeppni Knatt- spyrnusambandsins veröa háðir I kvöld, en þá eru fjórir leikir á dagskrá. Hinir leikirnir fjórir verða siðan leiknir a miðvikudag og fimmtudag. Aðalleikur kvöldsins verður sennilega leikur Vlkings og 2. deildarliðs KR, sem fer fram á Laugárdalsvelli. Þar má búast við hörkuviðureign, og Víking- arnir eru langt frá því að vera öruggir með sigur ef þeir leika Vinningshofinn á Úlfljótsvatni „Jú, ég er Framari og keppti i fyrra f 5. flokki og skoraöi þá eitt mark”, sagöi Jónas F. Jónsson, 11 ára vinningshafi hjá okkur, er viödrógum úrnöfnum þeirra sem hafa sent inn scöil i kosningunni um „Liöiö mitt” i gær. Jónas haföi heppnina meö sér og hann hreppir 15 þúsund króna vöruút- tekthjá versluninni Utilif i Glæsi- bæ Viö náöum I Jónas I gær, þar sem hann er staddur i sumar- búöum á Úlfljótsvatni og röbbuðum stuttlega viö hann. — Hvaða lið heldur þú aö sigri i íslandsmótinu? „Ég held að það verði Akranes eða Valur, en ég vona samt að Framararnir standi sig vel. En ég held samt ekki að Fram geti unniö i Isiandsmótinu. Ég hef litið getað æft sjálfur i sumar, en ég fer á æfingar strax og ég kem i bæinn og fer þá i 4. fi. tfyrra var ég i 5. flokki og spilaði þá á kantinum og sem tengiliður, og ég skoraöi eitt mark, á móti 1R”. Þaöer allt útlit fyrir að keppnin um vinsælasta knattspyrnuliðið á tslandi sumarið 1978 ætli að verða mjög jöfnog spennandi.og þegar hefur ýmislegt óvæntkomiö I ljós. Þau lið sem flest atkvæði hafa hlotiö til þessa eru þessi, (eftir stafrófsröð en ekki atkvæöa- magni); Akranes FH Fram ÍBV KA KR Skallagrimur Valur Vikingur Þór Viö drögum hálfsmánaðarlega úr öilum seðlum, og þá fær hinn heppni 15 þúsund króna vöruút- tekt hjá versluninni útillf 1 Glæsi- bæ. Þegar keppninni lýkur, drög- um við siðan Ur nöfnum þeirra, sem hafa kosiö það liðsem sigrar, og þá a- vöruúttekt fyrir 50 þús- und krónur i boöi. t.d. eins og þeir gerðu gegn tBK um helgina. Þór á Akureyri fær ÍBV I heim- sókn norður, og er liklegt að þar veröi um fjöruga viöureign að ræða, þótt óneitanlega séu leik- menn tBV sigurstranglegri. tslandsmeistarar Akraness fá hinsvegar hitt Akureyrarliðið i heimsókn, og eru meistarar Akraness óneitanlega sigur- stranglegri gegn KA. Þá fer fram einn leikur I Kópa- vogi, enn þar mætast Breiðablik og Fylkir og ómögulegt að spá fyrir um úrslit þar. Þvi er ekki að neita að reyndar er erfitt að spá nokkru, þegar bikarkeppni er annars vegar, þvi að hér eins og annnarstaöar veröa oft mjög óvænt úrslit i bikarleikjum. — Allir leikirnir I kvöld hefjast kl. 20. tíT United? Þær fréttir bárust I gær frá Buenos Aires i Argentfnu að enska félagið Manchester United væri I samningaviöræðum við argentinska félagið Huracan um að kaupa HM-leikmann Argen- tinu Osvaido Ardiles, og væri lik- iegt að samningar myndu takast fyrir helgina. Ekki voru þessar fréttir fyrr komnar til Evrópu en Sir Matt Busby, sem er nú stjórnarmaður hjá United tilkynnti, að ekkert væri hæft i þessum sögum. ,,Ég hef ekki heyrt um þetta. Þiö getið verið vissir um að þetta er uppspuni frá rótum”, sagði Busby. gk— Stjórnarmenn enska knattspyrnuliðsins Leeds United og Jimmy Armfield framkvæmdastjóri félagsins komust i gær að þeirri niður- stöðu að það væri best fyrir aila aðila að hann segði upp stöðu sinni hjá félaginu. Þetta var gert á „penan máta”, en auðvitað er þetta ekkert annað en uppsögn. Armfield, sem réðist til Leeds 1974, hefur ekki náð umtalsverðum árangri með liðið að undanförnu, og þeir, sem vel þekkja til mála i ensku knattspyrnunni, voru búnir að spá þvi að Armfield yrði látinn fara áður en langt um liði. Jackie Charlton, fyrrum leikmaður nteð Leeds og enska landsliðinu, þykir nú liklegastur til þess að taka við stöðu Armfields, en hann er sem stendur stjóri hjá 3. deildar liðinu Sheffield Wednesday. gk— Hraðbraut Grænn2 EgilsstaÓir jBein slétt og breið í 4 km hæð yfir sjávarmáli. Útsýni ómótstæðilegt og Fokker Friendship ílytur þig þægilega og örugglega á áfangastað á einni klukkustund. Fullkomin leiósögutæki vísa beina og örugga leiÓ FLUGFÉLAG ÍSLAJVDS /NNANLANDSFLUG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.