Vísir - 17.07.1978, Side 9
VÍSIR Mánudagur 17. júli 1978
r
Umsjón: Guðmundur Pétursson
ROSALYNN DANSAÐI
Á RÁÐHÚSTORGINU
Forsetahjón Bandarikjanna,
Carter og Rosalynn, eru ásamt
dóttur sinni Amy stödd i heim-
sókn I Vestur-Þýskalandi.
Carter heimsótti um helgina
Berlin, þar sem hann skoöaöi
BerHnarmúrinn og ýmsa sögu-
fræga staöi, eins og loftvarnar-
byrgiö, þar sem Adolf Hitler
dvaldi sáustu ævidaga sina. —■
Carter er fyrsti Bandarikjafor-
setinn sem heimsækir Berlín I niu
ár.
I gær fóru forsetahjónin i báts-
ferö eftir ánni Rin og lauk þeirri
ferö i vinræktarbænum Bingen zu
Linz (sem er á árbakkanum beint
gegn Bonn). Geröi Rosalynn góöa
lukkumeöal bæjarbúa, þegar hiln
þáöi boö bæjarstjórans og
dansaöi viö hann polka á ráöhús-
torginu.
Hitabylgja í Kína
Mikil hitabylgja hefur nú staöið
lengi yfir i suöur- og austurhluta
Kina. Hefur hitinn verið um 40
gráöur á Celsiusmæli.
Fréttastofan Nýja Kina greinir
frá þvi, að það hafi orðið aö gripa
til breyttrar vinnutilhögunar
vegna hitasvækjunnar og gefa
vinnandi fólki tækifæri á þvi að fá
sér langan blund miðdegis yfir
heitustu stund dagsins. 1 sumum
verksmiðjum er starfsfólkinu séö
fyrir ókeypis svaladrykkjum til
þess aö kæla sig og svala þrost-
anum.
Einnig hefur orðið að hliöra til
kennslustundum i skólum.
Gosbíll sprakk
í Mexíkó
Endurtekning ó
slysinu á Spáni
Fimmtán fórust og
að minnsta kosti
hundrað og fimmtiu
brenndust illa, þegar
gasflutningabfll sprakk
á þjóðvegi i Mexikó i
fyrrinótt — i nær ná-
kvæmri eftirlikingu
gassprengingarinnar
hryllilegu á Spáni i sið-
ustu viku.
Svo öflug var spreng-
ingin, að skemmdust
hús i allt að tiu km fjar-
lægð, og tiu bflar urðu
gassprengingunni að
bráð.
Skaöbrenndur maöur fluttur af
slysstaönum á Spáni en fjórum
dögum siöar endurtók sagan sig
i Mexikó.
Sjónarvottar segja aö gas-
flutningabíllinn meö um 30.000
litra af bútangasi hafi oltiö á
þjóöveginum. Varö samstundis
sprenging í bilnum, sem um-
breyttist I eitt allsherjar eldhaf.
Tiu bilar aðrir brunuöu beint inn
i eldhafið og brennandi gasiö,
þar af fimm áætlunarbilar.
Þetta óhapp vildi til um 85 km
noröur af Mexikóborg. En þaö
þótti lán i óláninu, aö þaö varö
þó aö næturlagi, þegar umferö
er minni á veginum.
Engu aö siöur óku næstu bllar
inn i iogana, án þess aö bilstjór-
arnir fengju aö stööva þá. Þaö
sama átti sér staö, eins og i gas-
spreningunni á Spáni, aö fólkiö
breyttist þegar I staö i lifandi
kyndla. Logandi hljóp þaö út Ur
áætlunarbilunum, veinandi af
kvölum. Skaöbrennt var fólkið
flutt strax á sjúkrahUs, og þ6tt
fyrr hafi veriö brugöiö viö, en I
slysinu á Spáni veröur mörgum
ekki ætlaö lif.
Eftir slysiö á Spáni höföu sér-
fræöingar varaö viö þvi, aö
ámóta slys gæti oröið, hvar sem
BARCEL0NA
TARRAGONA
KorUO sýnir, hvar gasspreng-
ingin varö á Miöjaröarhafs-
strönd Spánar I siöustu viku.
vera skyldi I heiminum, meöan
haldiöværiuppteknum hætti viö
aö flytja bútangas i fljótandi
formi 1 tankbilum landveginn.
Biðja vestrið að
gefast ekki upp í
stuðningi við andóf
Andrei Sakharov, friðar-
verðlaunahafi, og hinir
ellefu félagar, sem eftir
eru úr Helsinkihópnum,
skoruðu á laugardaginn á
Vesturlönd að halda áfram
tilraunum til þess að
bjarga fangelsuðum félög-
um þeirra.
Sakharov sagði á fundi með
blaöamönnum i Ibúð sinni i
Moskvu, aö dómarnir siöustu yfir
andófsmönnunum þrem væru
ögrun viö alla aöila, sem undirrit-
uðu Helsinkisáttmálann 1975 til
aö stuöla að „þiöu” og „auknum
mannréttindum”.
„Viðbrögð um heim allan viö
þessum réttarhöldum sýna, ab I
þetta sinn hafa yfirvöld i Sovét-
rikjunum mætt einróma fordæm-
ingu alheimsins og mun þeim
reynast erfitt, að láta, sem þeir
viti ekki af þvi,” sagði Sakjarov.
Dr. Sakharov sagði, að mót-
mælin erlendis vektu vonir um,
að sovésk yfirvöld kynnu að
„slaka á”, ef Vesturlönd gæfu
ekki eftir.
Þeir félagarnir sögöu blaöa-
mönnunum, aö réttarhöldin yfir
Scharansky, sem dæmdur var i 13
ára fangelsi og þrælabúöavist
fyrir njósnir, væri alger hliöstæöa
viö „Dreyfus-málið”.
Evrópu-kommUnistar eru
farnir aö láta heyra frá sér um
réttarhö1din. ttalskir
kommúnistar og franskir hafa
fordæmt dómana, og þrlr full-
trúar Ur miöstjórn breska
kommúnistaflokksins lögbu leið
sina I sovéska sendiráöiö, þar
sem þeir lýstu áhyggjum slnum
vegna réttarhaldanna.
Indíánar á mótmœlaslóð
Um 2.000 Indiánar
hafa slegið upp tjöldum i
einum af görðum Wash-
ingtonborgar, meðan
töframenn þeirra stiga
dans og biðja „andann
mikla” um sigur og vel-
gengni, i lengstu mót-
mælagöngu indiána
Norður-Ameriku til
þessa, eða 4,800 km.
Göngufólkið kom i Uthverfi
höfuöborgarinnar á laugardag.
Indiánarnir segjast þangaö
komnir i von um aö fá taliö þing-
menn á aö fella lagafrumvörp,
sem indiánar segja aö hafi I för
meö sér missi lands fyrir þá og
muni aö lokum leitaö til uppræt-
ingar á menningu þeirra.
Annar tilgangur göngunnar,
sem hófst i Kaliforniu I febrúar,
mun vera sá, aö vekja „bleik-
nefi” til meövitundar um menn-
ingu Indi'ána, og reyna aö vinna
bug á bábiljum, sem „indiána-
hasarmyndir” hafa skilið eftir.
Enn eitt gaseitrunarslysið ó Italíu
ibúar bæjarins Trento á
Italíu bera kvíðboga fyrir
afleiðingum sprengingar,
sem varð í gasverksmiðju
i bænum aðfaranótt
laugardags. Gasmökkur-
inn barst yfir bæinn og
hafa hundruð manna
borið sig undan óþægind-
um, sem þeir finna fyrir
af gasinu.
Þykkt ský af sodium-hydrox-
iði hékk enn yfir bænum á
laugardag, en yfirvöld sögðu, aö
engum stafaði lifsháski af gas-
inu. Hinsvegar erti gasiö hörund
manna og olli gífurlegu tjóni á
ræktarlandi i nágrenni bæjar-
1 Trento búa um 420 þúsund
manns. Fjöldi þeirra báru sig
illa undan óþægindakennd, sem
fylgdi gasmenguninni. Þeir
voru gripnir köfnuitartilfinn-
ingu, fengu velgju, þeim súrnaöi
$.augum og þa klæjaöi.
Óhappið vildi til I stormi og
rigningu. í fyrstu var haldiö, að
eldi'ng heföi kallað fram spreng-
inguna, en slökkviliösmenn
sögðu siðar, aö regnvatn heföi
komist i eina af 200 ámum full-
um af sodium-hydroxiöi I verk-
smiðjunni. Sprakk áman og
siðan hinar hver af annárri.
Slökkviliösmenn urðu aö berjast
við eldinn I tiu klukkustundir.
tbúar I næsta nágrenni viö
verksmiðjuna flúöu út Ur bæn-
um og upp I sveit. Aðrir lokuöu
sig inni á heimilum sinum meö
grimur fyrir andlitinu.
Þetta er i annað sinn, sem
sprenging veröur i þessari sömu
verksmiöju, og eru nú uppi há-
værar raddir, sem krefjast
þess, aö verksmiðjunni veröi
lokaö. — „Það er lygilegt, aö
hellirigning geti skapaö slika
hættu fyrir heilt bæjarfélag”,
sagöi saksóknari bæjarins.
I fyrri sprengingunni sem
varö 1966 urðu mikil spjöll á
uppskeru bænda i nágrenninu,
bilar ryöguðu og fleira tjón
hlaust af.
Italir eru hvekktir orönir á
efnaverksmiöjun simum eftir
margvisleg slys, sem hafa hent
þær. Fyrir tveim árum varö al-
varlegasta óhappiö. þegar
sprenging varö i gasverksmiöju
i Seveso á N-ítaliu. Lofteitrunin
varö skepnum aö bana, kallaöi
fram fóstureyðingar i konum og
setti mark sitt á kornabörn.