Vísir - 17.07.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 17.07.1978, Blaðsíða 10
10 Mánudagur 17. júli 1978 VISIR VÍSIR Útgefandi: Reyk japrent h/f Framkvæmdastjóri: Davlfi Gufimundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. úlafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón mefi helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blafia- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elías Snæland Jónsson, Guðjón Arngrímsson; Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrín Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olaf sson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askriftargjald er kr. 2000 Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson á mánufii innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Verfi i lausasölu kr. 100 Simar 86611 og 82260 eintakið. Afgreifisla: Stakkholti 2—4 sími 86611 Prentun Blaðaprent h/f. Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur ÞAÐ MA LEGGJA NIÐUR STOFNANIR Fyrir skömmu var skipaður nýr maður til þess að vera húsameistari ríkisins. Þar tók velhæfur maður við em- bætti af öðrum öndvegismanni. Þó að deila megi um em- bættaveitingar starfsríkisstjórnar, er þessi skipan til- efni til annars konar hugleiðinga. Einfaldlega þeirra að leggja þessa stofnun niður. Starfsemi húsameistaraembættisins má með góðu móti ýmist fela öðrum ríkisstofnunum, sem hafa svipuð verkefni með höndum, eða færa hana út á hinnfrjálsa vinnumarkað. Einmitt nú hefði verið gott tækifæri til þess að koma slíkri breytingu í framkvæmd. Húsameistaraembættið hefur haft ýmiss konar verk- efni með höndum. Sum þeirra mætti auðveldlega fela Innkaupastofnun ríkisins, sem annast með svipuðum hætti eftirlit með opinberum byggingum. Alla teikni- vinnu húsameistaraembættisins má á hinn bóginn að skaðlausu leggja niður sem opinbera vinnu. Þau verk- efni á að fela sjálfstæðum teiknistofum og sérfræðing- um eftir þvi sem þörf krefur hverju sinni. Nefnd, sem fráfarandi f jármálaráðherra skipaði á siðasta ári, hefur unnið að tillögum um uppstokkun af þessu tagi í ríkiskerfinu. Nefndin hefur að sönnu unnið helst til hægt. Hún hefði gjarnan mátt skila tillögum um húsameistaraembættið áður en nýr húsameistari var skipaður. Sama er uppi á teningnum í Húsnæðismálastofnun ríkisins. Þar er starfrækt umfangsmikil teiknivinna í samkeppni við teiknistofur á frjálsum markaði. Þessi samkeppni opinberra aðila við frjálsan vinnumarkað er óeðlileg. Sjálfstæðar teiknistof ur geta þjónað húsbyggj- endum betur og á ódýrari hátt en ríkið. Það liggur því í augum uppi að þessa starfsemi Hús- næðismálastofnunarinnar á að leggja niður. Við núver- andi aðstæður eru engin gild rök fyrir áframhaldi þess- arar opinberu teiknivinnu. Þvert á móti er óeðlilegt í hæsta máta að rikið sé þannig í samkeppni við frjálsan vinnumarkað. Þess vegna er breytinga þörf. Sannleikurinn er sá að í flestum öngum ríkiskerf isins fer fram starfsemi, sem ekki samrýmist viðurkenndu hlutverki ríkisins. I frjálsu þjóðfélagi á ríkið ekki að hafa atvinnustarfsemi með höndum, nema í algjörum undantekningartilvikum, þar sem félagsleg sjónarmið krefjast sérstakra aðgerða. Þannig hagaði til í Slippstöðinni á Akureyri. Nú hafa aðstæður breyst. Ríkið á því að geta hætt af skiptum sín- um af þeim rekstri með því að selja hlutabréf. Nefnd fráfarandi fjármálaráðherra hefur lagt til, að ríkið hætti rekstri Landssmiðjunnar, sem er að hálfu heild- verslun og að hálf u smiðja. Það er engin þörf fyrir ríkis- rekstur á þessu sviði. Nýjasta álit nefndarinnar lýtur að rekstri Ferðaskrif- stofu ríkisins. Meginniðurstaða hennar er sú að vinna beri að því að sú starfsemi fari úr umsjón ríkisins. Nefndin bendir á þá leið, að fyrst í stað verði stofnað af hálfu rikisins hlutafélag um reksturinn, en síðan yrði hlutaféð selt aðilum, sem sýnt hafa ferðamálum áhuga og hlotið hafa þjálfun á því sviði/Svo sem starfsfólki fyrirtækisins, ferðaskrifstofum,og gistihúsum. Þetta eru athyglisverðar tillögur, sem ástæða er til þess að knýja á um að verði að veruleika um leið og út- þensla ferðamálaráðs yrði stöðvuð með því að fela hana einum fulltrúa í samgönguráðuneytinu. Bjarni Einarsson, fyrrum bæjar- stjóri á Akureyri/ tilnefndur af Sambandi islenskra sveitar- félaga. Friöjón Þóröarson, alþingismaö- ur og tiinefndur af ráöherra i nefndina. Óiafur G. Einarsson, alþingis- maöur og fulltriii Sambands is- ienskra sveitarstjórna i nefnd- inni. Meöal þeirra atriöa sem nefndin geröi tiliögur um er þaö aö rfkisvaldiö skuli áfram hafa meö hendi stjórn flugmáia, þar meö talda flugvallagerö. Margar breytingar eru lagðar til i áfangaskýrslu nefndar, sem Gunnar Thoroddsen, félagsmála- ráðherra, skipaði á sínum tíma „til að fjalla um skiptingu verkefna og tekjustofna milli rikis og sveitarfélaga". Má þar til nefna að öll sjúkrahús verði ríkissjúkrahús og til þeirra renni árlega beinar fjárveitingar i stað dag- gjalda, sem falli niður í nú- verandi mynd. Þessi áfangaskýrsla fjallar um grundvallarsjónarmið nefndar- innar i þessum efnum, og i henni er að finna tillögur um verka- skiptingu milli rikis og sveitar- félaga. Siðar á þessu ári er gert . ráð fyrir að nefndin skili af sér áfangaskýrslum um tekjustofna og stjórnsýslumál. I verkefnaskiptanefndinni hafa átt sæti þeir Hallgrimur Dalberg, formaður nefndarinnar, Friðjón Þórðarson, Kristján J. Gunnars- son og Steinþór Gestsson, skip- aðir af ráðherra. Auk þeirra til- nefndi Samband islenskra sveitarfélaga fimm nefndar- menn, þá Pál Lindal, ólaf G. Einarsson, ölvi Karlsson, Gunn- laug Finnsson, Loga KrTstjánsson og Bjarna Einars- son. í september baðst Logi Kristjánsson undan frekara starfi i nefndinni og i hans stað kom Kristinn V. Jóhannsson. Viðhorfsbreyting og nýjar starfsaðferðir. Til grundvallar starfi sinu setti verkefnaskiptanefnd sér i upphafi ákveðin markmið. Þaö er aö ein- falda og afmarka, skýrar en nú er gert, tengsl rikis og sveitar- félaga. Til þess að ná þvi taldi nefndin að óhjákvæmilegt væri að hafa i huga þrjú veigamikil atriði. í fyrsta lagi að athuga hvernig breytingar á valdi og verksviöi rikis og sveitarfélaga samrýmist öðrum þjóðfélagsmarkmiðum. 1 öðru lagi að gera greinarmun á tilfærslu verkefna annarsvegar og dreifingu valds frá riki til sveitarfélaga hinsvegar. I þriðja lagi að gera glögga grein fyrir lýðræðislegri uppbyggingu sveitastjórnarkerfisins. Nefndin telur i áliti sinu að þessi atriði séu þau markmið sem stefna beri að i þessum efn- um i framtiðinni. En til þess að þau náist fram sé nauðsynlegt að til komi viðhorfsbreyting og nýjar starfsaöferðir. Við endurskoðun stjórnsýslu- kerfisins beri meðal annars að hafa i huga eftirfarandi: Hinar gömlu venjur um sjálfs- forræði sveitarfélaga eigi ekki við lengur og ný viðhorf verði að koma til hjá stjórnmálamönnum. Annars sé hætta á þvi að stoðir sveitarfélaganna sem félags- stofnana veikist. Einnig að samvinna sveitar- félaga „upp á við” þ.e. við rikis- valdið, hafi aukist mjög á siðari árum og það sama sé raunar að segja um „lárétt” samskipti sveitarfélaganna innbyrðis. i skýrslunni segir að samvinna sveitarfélaga „niður á viö” eigi eftir að færast i vöxt. En þar mun átt við tengsl og samvinnu við stofnanir og félagasamtök innan marka sveitarfélaganna. Loks verði að hafa i huga að lita megi á verkefni sveitarfélaga sem tviþætt. Annarsvegar veita þau ibúum sinum félagslega þjónustu eins og á við i skóla- og heilbrigðismálum og hinsvegar eru gerðar kröfur á hendur sveitarfélögunum i sambandi við efnahagsmál, svo sem á sviði at- vinnumála. Tónmenntafræðsla verði kostuð af sveitarfélögum. Þeim kafla nefnarálitsins, sem fjallar um tillögur nefndarinnar er skipt niður i tiu málaflokka. Þeir eru menntamál, heilbrigðis- mál, orku- og veitumál, félags- mál, menningarmál, samgöngu- mál, dóms- og löggæslumál,at- vinnumál, skipulagsmál og önnur mál. Varöandi grunnskólastigið er það lagt til að það sjónarmið fáist viðurkennt að skólahúsin séu eign Hallgrlmur Dalberg, ráöuneytis- stjóri I félagsmálaráöuneytinu, sem skipaöur var formaöur nefndarinnar af ráöherra. Kristinn V. Jóhannsson, skóla- páTT Lindal, fyrrverandi for- stjóri á Neskaupstaö, fulltrúi maöur Sambands islenskra Sambands islenskra sveitarfé- sveitarfélaga. laga I nefndinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.