Vísir - 17.07.1978, Side 17
21
VISIR Mánudagur 17. júli 1978 j
„Tœknideildin er fyrst og fremst
þjónustustofnun fyrir landsbyggðina"
segir Sigurður E. Guðmundsson, framkvœmdastjóri Húsnœðismólostofnunar ríkisins
„Starfsemi tæknideildarinnar
á sér iangar rætur”, sagði
Siguröur E. Guömundsson,
framkvæmdastjóri Húsnæöis-
málastofnunar rfkisins.
„Þaö mun hafa veriö á árinu
1959 aö Húsnæöismálastjórn
ákvaö aö setja á laggirnar
teiknistofu. Hlutverk hennar
var i upphafi ákveöiö hönnun og
sala fullkominna fbúöateikn-
inga fyrir almenning á viö-
ráöanlegu veröi.
Astæöan mun fyrst og fremst
hafa verið sú aö þær teikningar,
sem menn notuöust viö, einkan-
lega úti á landi, voru ákaflega
lélegar. Einnig var þaö skoöun
stjórnarmanna á þessum tima,
aö þær ibúöateikningar sem al-
menningur átti kost á væru
óheyrilega dýrar.
Óhætt er aö fullyrða aö starf-
semi þessi hefur haft ómetan-
lega þýöingu, sérstaklega fyrir
landsbyggöina. Allt til dagsins i
dag hefur hún leitt til þess að
húsbyggjendur geta fengið til
afnota hjá stofnuninni full-
komnar teikningar á afar hag-
stæðu verði.
Sá ágreiningur, sem var milli
arkitekta og teiknistofunnar, er
löngu úr sögunni, vegna þess aö
starfsemi okkar hefur fyrir
löngu áunnið sér viöurkenningu
húsbyggjenda. Ég tel þvi aö
mikil þörf sé á aö arkitekta-
félagið og Húsnæöismálastofn-
un snúi bökum saman um aö
hækka „standarðinn” I Ibúöa-
framleiöslu i landinu. Alltof
mikið er framleitt af húsnæði,
sem er illa hannaö.
Þaö má heita aö arkitektar
séu aö mestu komnir út úr hönn-
un ibúðarhúsnæðis og mér virö-
ist sem þeir séu aðallega I hönn-
un bygginga fyrir hið opinbera
eöa stóra aöila.
Þaö er mjög slæmt, að mennt-
un og gáfur þeirra, sem þjóöin
hefur kostaö svo miklu til skuli
ekki nýtast þjóðinni að gagni viö
hönnun Ibúðahúsnæðisins I
landinu.
Langmestur hluti ibúða er
hannaöur af mönnum, sem til
þess hafa ekki sambærilega
reynslu eöa hæfileika. Þessari
neikvæöu og óæskilegu þróun
veröur aö snúa viö. Þaö þýöir aö
arkitektar og Húsnæöismála-
stjórn verða aö snúa bökum
saman til aö berjast fyrir stór-
bættri hönnun Ibúðahúsnæöis”.
Verð á okkar þjónustu er
örugglega með því
lægsta
— Hversu umsvifamikil er
starfsemi tæknideildarinnar?
„A tæknideildinni starfa aö
öllum jafnaöi milli 18 og 20
manns. Teikningarnar, sem viö
gerum eru af öllum geröum
húsa. Einkanlega þó af einbýlis-
húsum og fjölbýlishúsum, en
talsvert einnig af raöhúsum og
minni sambýlishúsum.
Teikningarnar eru ekki ein-
göngu útlits- og grunnteikning-
ar, heldur fylgja fullkomnar
verkfræöiteikningar s.s. buröar-
þol, skolplagnir, hitalagnír,
rafmagnslagnir o.s.frv. Einnig
allar innréttingateikningar. 1
það heila tekið,þá fær sérhver,
sem hingaö kemur, I einum
pakka allar teikningar, sem
hann þarf á aö halda viö bygg-
ingu hússins, jafnt i stóru sem
smáu.
Þetta fá menn fyrir gjald,
sem er langt fyrir neðan
gjaldiö á hinum
aimenna markaöi. Ég hygg
aö jafnvel þótt fleiri reki ein-
hverja starfsemi sem á ein-
hvern hátt er sambærileg aö þá
séum viö meö verð sem örugg-
lega er meö þvi lægsta.
Viö erum enda brautryöj-
endurnir á þessu sviði og vorum
lengst af einir”
— Nú staöhæfa einkaaöilar, aö
þeirra teikningar á til dæmis
einbýlishúsum, séu allt aö
helmingi ódýrari?
„Menn geta náttúrulega staö-
hæft eins og þeim sýnist. Hér er
ég meö gjaldskrá, sem gildir frá
fyrsta april, og eins og þú sérö
er algengasta verö á pakka fyrir
„týpuhús”, þar sem allar teikn-
ingar fylgja, á bilinu 325—350
þúsund svo aö þetta stenst nú
varla frekar en svo margt ann-
aö.”
— En bendiö þiö viöskipta-
mönnum á aöra möguleika en
þiö hafiö upp á aö bjóöa?
„Komi húsbyggjandi hingaö á
tæknideildina og óski eftir
möguleikum á þvi aö fá keypta
„Ég hygg að jafnvel þó fleiri reki
einhverja starfsemi sem á ein-
hvern hátt er sambærileg, þá er
verö okkar örugglega meö þyi
iægsta sem gerist”. Siguröur E.
Guömundsson, framkvæmda-
stjóri Húsnæöismálastofnunar
rikisins. Visismynd: GVA.
hér teikningu þá er reynt aö
koma til móts viö óskir hans eft-
ir þvi sem hægt er. Ef hann
hinsvegar hefur ekki áhuga á að
versla viö okkur, allt i lagi, þá
fer hann bara eitthvaö annaö.
Þaö er hans mál.”
Við leggjum áherslu á
hallalausan rekstur
— Nú segja sumir að leggja
beri Húsnæöismálastofnun
niöur og frjáls samkeppni eigi
aö ríkja i þessum efnum.
„Margir predika frjálsa sam-
keppni og I sjálfu sér er ekkert
viö þvi aö segja. Mér finnst, aö
menn eigi ekkert aö hafa á móti
henni. En hvers vegna skyldum
við ekki taka þátt I henni? Þaö
vorum þó viö sem hófum þessa
starfsemi.
Viö erum brautryöjendurnir
og hvers vegna skyldum viö
pakka saman, þó aö einhverjir
aörir sjái sér leik á boröi seint
og um siöir aö koma inn á þetta
sviö fyrir fjórum fimm árum?
Ég álit aö tæknideildin okkar
veiti bestu alhliöa þjónustu á
þessu sviöi, sem hægt er aö
veita. Þaö eina, sem okkur
vantar raunar, er aö skipu-
leggja garöa fólks og þaö er aö
brjótast I mér aö fara út i þaö.
Þá hafa gæöi okkar teikninga
vaxiö mjög mikiö og hér starfa
menn, sem hafa aö baki mjög
mikla reynslu eöa þá ungir og
hámenntaöir arkitektar.
Ég held mér sé óhætt aö full-
yröa aö engin teiknistofa, sem
nú býöur upp á sölu slikra teikn-
inga, hefur yfir jafngóöu starfs-
liöi aö ráöa.”
— En hafið þiö ekki yfir-
buröastööu i samkeppni viö
aöra I skjóli þess aö um rlkis-
fyrirtæki er aö ræöa?
„Ég skal segja þér aö viö
leggjum áherslu á hallalausan
rekstur. I dag er þaö þannig aö
söluverö á sérhverjum
byggingapakka, sem héöan fer,
er ekki nema 20-50% af þvi sem
verðið yröi væri þákkinn seldur
samkvæmt gjaldskrám
sérfræöingafélaganna. A siö-
asta ári voru viö plúsmegin i
rekstrinum. Hagnaður okkar
var um það bil 8% af veltunni.”
Tæknideildin er rekin á
sama grundvelli og aðrar
tejknistofur
— Nú þurfa einkafyrirtæki aö
taka tillittil ýmissa þátta i sam-
bandi viö reksturinn, sem þiö
sem rikisfyrirtæki þurfiö ef til
vill ekki að gera. Hvernig reikn-
iö þiö út ykkar kostnaö,til dæmis
varöandi reksturinn?
„Viö reiknum inn I rekstrar-
kostnaöinn allt, þá á ég viö
húsaleigu, hita, ræstingu og allt
sem heiti hefur. Viö viljum reka
tæknideildina þannig aö hún sé
fyllilega sambærileg viö venju-
lega teiknistofu.
Hiö eina, sem er undanskiliö,
er það aö okkur er ekki gert aö
skyldu aö borga skatta. En þar
er ekki viö okkur aö sakast, ef
þannig mætti aö oröi komast.”
— Hefur tæknideildin ein-
göngu meö höndum teikningu og
sölu Ibúöa teikninga?
„Nei, þaö er margt annaö sem
hún vinnur að, og sérstaklega er
áberandi starfsemi hóps innan
hennar, sem vinnur aö gerö
kostnaöaráætlana vegna bygg-
ingaframkvæmda sveitarfélaga
og heldur jafnframt uppi sterku
eftirMti
Þannig er, aö löggjafinn setti
okkur fyrir aö veita 80% lán til
bygginga leigu- og sölulbúða og
einmitt af þvl tilefni hefur
stofnunin svo mikilla hagsmuna
aö gæta varöandi þaö, aö bygg-
ingarkostnaður sé I lágmarki.
Tæknideildin setti þvi þennan
hóp af staö og hann fylgist
gaumgæfilega meö þessu og
gætir þess aö kostnaður fari
ekki úr hófi fram. A þessu sviöi
hefur náöst mjög góöur árangur
og aö minu áliti sparast tugir ef
ekjci hundruð milljóna”.
— Aö ööru leyti?
„Ég tel aö þaö sé mjög miður
aö sú týputeikningasala, sem
arkitektafélagiö var meö fyrir
nokkrum árum laggöist niöur.
Síðar, hafa komiö til sögunnar
týputeikningastofur, sem ég
held aö spjari sig sæmilega, þó
aö ég viti ekki til þess aö þær
séu neitt á vegum arkitekta.
Tæknideildin er fyrst og
fremst þjónustustofnun viö
landsbyggöina. Sveitarfélög,
sem ella ættu I miklum erfiö-
leikum meö aö fá tækniþjón-
ustu, leita til okkar um aöstoö.
Starfsemi okkar er þvl aö mestu
leyti, svona nlutíu prósentum,
þjónusta viö landsbyggöina.
Reykvikingar fara þvi miöur
aö mestu á mis viö þessa þjón-
ustu, þrátt fyrir þaö aö hún
standi þeim opin og tel ég þaö
mjög slæmt.
Til fróöleiks má aö lokum
geta þess, aö á siöasta ári seld-
um viö aöeins 134 ibúöateikn-
ingar, sem er alltof lítiö miöaö
viö gæöi.” — H.L.
„VIÐ EIGUM I ERFIÐLEIKUM MEÐ AÐ KOMA TEIKN
INGUM OKKAR A FRAMFÆRI"
— segir Þorgils Axelsson sem rekur teiknistofuna Kvarðann h.f
„Þaö er ákaflega táknrænt
fyrir hlut Húsnæöismálastofn-
unar rikisins i byggingamálum
hér á landi hin siöari ár, hvaö
Ibúðaverð hefur þanist út á
ýmsum stööum vegna bygginga
leigu- og söluibúöa fyrir sveitar-
féiögin.
Hér áður var þetta vlöast
þannig, aö heimamenn byggöu
og sömdu á því veröi, sem rlkti
á viökomandi staö. Oft á tiöum
var veröiö þvl lægra og
viöráöanlegraúti á landsbyggö-
inni en hér I þéttbýlinu.
Nú er þetta boöið út og veröiö
hefur þanist upp I þaö verö, sem
er á Reykjavikursvæöinu. Þaö
þýöir, aðásumumstöðum hefur
ibúöaveröiö margfaldast á
skömmum tima.
Heimamenn hafa séö sér leik
á boröi og bjóöa hærra, til sam-
ræmis við Reykvlkingana, sem
halda sig viö þaö verölag, sem
þeir þekkja. En þarna er I raun
um annan verölagsgrundvöll aö
ræða. Lltiö dæmi um þaö er til
dæmis steypan.Hún er seld hér I
Reykjavik af steypustöövunum
sem fyrsta flokks harpað efni,
ená mörgum þessara smástaöa
er einfaldlega fariö niður I fjöru
og mokaö upp I steypuhrærivél-
arnar og þetta er selt á sama
• verði.
Allt stafar þetta af því að búiö
er aö spenna markaöinn upp
þannig, aö svona lagaö geng-
ur”.
Þannig komst Þorgils Axels-
son aö oröi, en Þorgils er eig-
andi teiknistofunnar Kvaröinn
h.f., sem veitir hliöstæöa þjón-
ustu og tæknideild Húsnæöis-
málastofnunar rlkisins gerir
varöandi teikniþjónustu fyrir
húsbyggjendur.
— Hvert á hlutverk
Húsnæöismálastofnunar aö
vera i þessum efnum aö þinu
mati?
„Ja, ég hef nú hvergi getað
fundiö henni staö frá upphafi, ef
satt skal segja. Frá fjárhags-
legusjónarmiöi er hún þarflaus
meö öllu. Landsbankinn
fjármagnar starfsemi hennar
og ég fæ ekki betur séð en aö
Húsnæðismálastofnunin sé þar I
sjálfu sér þarflaus milliliöur.
I Danmörku er þaösvo, aö þar
eru sjálfstæöar lánastofnanir,
sem lána hver út á sinn hluta og
rikiö kemur þar hvergi nærri.
Byggingarmarkaöurinn er þar
frjálsog þannig ætti þaö aö vera
hér. Menn eiga aö geta valiö um
þá þjónustu, sem þeir vilja.
Hvaö viökemur tæknihliöinni
þá sýnir veröskrá okkar þaö
best, sé hún borin saman viö
þeirra verö, aö við vinnum á allt
öörum og lægri verögrundvelli.
Þar kemur hinsvegar á móti
sú staöa stofnunarinnar sem
hún hefurkomið sér upp gegnum
árin, fólk þekkir ekkert annaö.
Viö eigum I erfiöleikum meö aö
koma okkar teikningum á
framfæri. Hinn almenni
húsbyggjandi og jafnvel
sveitarfélög i leiguibúöabýgg-
ingum halda aö Húsnæöismála-
stofnunin sé sá aöili, sem veröi
aö framkvæma þessa hluti.
Aðrar sambærilegar
teiknistofur vinna allar
á lægra verðú
— Telur þú þá, aö leggja eigi
Húsnæöismálastofnun rikisins
niöur?
„öll teikniþjónusta I landinu
var I molum þegar
Húsnæöismálastjórn ákvaö aö
stofnsetja þessa teiknistofu. Þá
voru raunverulega ekki til
menn, sem gátu teiknaö hús, og
þessi þjónusta var mjög þarf-
leg, ekki sist fyrir landsbyggö-
ina.
Þarna fékk fólk teikningar á
lágu veröi og þetta var lengi
röksemd fyrir lágum
byggingarkostnaöi, þaö er aö
hægt væri aö láta fólk fá teikn-
ingar á allt aö þvi „kóplu^
veröi.
Slöan hafa þessi mál snúist og
til sögunnar komiö menn, sem
lært hafa erlendis, og Tækni-
skólinn fór I gang og spýtir út
fagmönnum i löngum bunum.
Þessir fagmenn geta vel tekist á
viö þessi mál — og nú eru komn-
ar tvær eöa þrjár stofúr, sem
vinna í stifri samkeppni viö
tæknideild Húsnæöismálastofn-
unar. Þær vinna allar á lægra
veröi og selja síst dýrari hús i
framleiöslu”.
— Þú segir aö Húsnæöismála-
ktofnun standist ekki
verösamanburö. Hvernig stend-
ur á þvi?
„Ég get ekki séö, aö það stafi
af neinu ööru en þvi, aö bákniö
þarnaer oröiö svomikiö. Þarna
er deildarstjóri yfir deildar-
stjóra, landsdeildarstjóri eöa
landsfjóröungsdeildarstjóri og
guö má vita hvaö.
Kostnaöurinn af þessu hlýtur
aö vera slikur aö þeir hreinlega
veröi aö halda uppi svona dýrri
veröskrá”.
Við viljum sitja við
sama borð og
Hú sn æðism áiastof nun
— Nú segir þú, aö stofnunin
hafi unniö þarft verk I upphafi
og stuölaö að betri þjónustu
fyrir almenning. En nú þegar
þiö eruö komnir inn I spiliö viljiö
þiö losna viö hana út úr
samkeppninni og sitja aö kök-
unni einir. Er þaö ekki rétt?
„Viöhöfum alls ekkert á móti
samkeppni, en hún veröur aö
vera á jafnréttisgrundvelli.
Húsnæöismálastofnunin veröur
þvl aö kynna þessar teikningar
samhliöa slnum eigin. Viö
veröum aö njóta sömu réttinda.
Til marks um þaö aö viö reyn-
um aöfylgjastmeöþróuninni og
standa okkur I samkeppninni
má geta þess, aö á slöasta ári
tókum viö út hjá okkur þær
teikningar sem ekki seldust vel
og endurnýjuöum framboö okk-
ar af teikningum, en voru þær
þó allar tiltölulega nýjar.
Húsnæöismálastofnun er hins-
vegar enn aö selja gamlar
lummur, sem teiknaöar voru
rétt eftir striö og þær seljast vist
einna best. Þetta geta þeir gert i
skjóli þess, aö fólk heldur aö þaö
fái ekki lán út á teikningar frá
okkur, eins og ég hef sagt.
Til dæmis má taka, aö ég er
nú aö vinna aö teikningum fyrir
blokk sem Varðinn h.f. á Húsa-
vik er að fara aö byggja.
Samkvæmt áætlunum frá
Húsnæöismálastjórn um þaö,
hvaö kosta myndi aö teikna
svona blokk, var þaö um sjö og
hálf milljón. Viö ætlum aö skila
þessu verki frá okkur meö sömu
gæöakröfum fyrir um þaö bil
þrjár og hálfa.
En viö viljum sem sagt sitja
viö sama borö og
Húsnæöismálastofnun. I þvi
sambandi viljum viö aö gefnir
séu út leiöbeiningabadclingar,
þar sem okkar þjónusta er
kynntog þaö tekiöfram, aö ekki
sé skilyröi f yrir lá num frá stofn-
uninni aö taka teikningar
þaöan”. —H.L.