Vísir - 29.07.1978, Blaðsíða 14

Vísir - 29.07.1978, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 29. júli 1978 VISIR BILAVAL Laugavegi 90-92 viö hliðina á Stjörnubíó Höfum opnað aftur Tit sölu: Golf L 77 Dodge Dart sport 75 Blazer K5 74 Datsun 100 A 74 Vantar Lödu 77 eöa Fiat 425 P 77 í skiptum fyrir Fiat 128 74 Milligjöf staögreidd. Scania 74 13 1/2 tonn, búkki 12-13 m. Samkomulag. Benz 1513 72 6 millj. Samkomulag um greiðslur. BÍLAVAL Símar 19168, 19092 TILBOÐ Tilboð óskast í eftirtaldar skemmdor bifreiðar árgerö Auto Bianchi 1978 Mazda 323 1978 Datsun 180 1978 V.W. 1300 1974 Fiat127 1973 Cortina 1970 Escort 1300 1977 VauxhallViva 1974 FordFalcon 1968 Hillman Hunter 1971 Ennfremur tvö Honda SS 50 bifhjól árgerð 1974. Bifreiðarnar og bifhjólin verða til sýnis mánudaginn 31. júlí í Skaftahlíð 24 (kjallara) frá kl. 9-12 og 14-16. Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 17.00 sama dag til bifreiðadeildar Tryggingar h/f., Laugavegi 178, Rvk. Trygging h.f. I---------------------------1 blaöburóarfólk óskast! BERGÞÓRUGATA Frakkastigur Kárastigur ÞÓRSGATA Freyjugata Njarðargata Lokastigur STIGAHLÍÐ Bogahlið Grænahlið Afleysingar LEIFSGATA Fjölnisvegur Mimisvegur Þorfinnsgata BÚÐIR II GARÐABÆ 4/8 — 10/8 Asparlundur Hliðarbyggð Þrastarlundur SEL I frá 1/8-22/8 Brekkusel Dalsel Engjasel KÓP. AUST. 4 Frá 4/8-1/9 Birkihvammur Fifuhvammsvegur Reynihvammur VÍSIR Það var um miðjan júni s.l., að undirritaður átti erindi út á Kennedyflugvöll til að sækja pakka að heiman. Við komuna þangað var sýnt að einhver væri á ferð, sem fengur var i, þvi ljósmyndari stóð þar tilbúinn og beið komuvélarinnar frá Keflavik. Eftir stundar- korns viðræður við stöðvarstjórann, Baldvin Berndsen, varð það að samkomulagi, að nota mætti ljósmyndarann, ef ekkert skammaryrði yrði ritað með myndunum i Visi. Það hafði nefnilega oft hvarflað að ritara þessa stúfs að það væri gaman fyrir fólk á íslandi, sem ekki hefur sótt New York heim að vita nánar hvernig háttar til þarna á þessum stórtækni- lega flugvelli. Áður en sú lýsing hefst er ekki úr vegi að geta aðeins um forsögu tilveru Loft- leiða i Ameriku. Texti: Hrafn Pólsson Flugsagan Flugsaga íslands er mjög lit- rik og skemmtileg, en hún nær allar götur aftur til 1919, ef ég man rétt, enda var nú á dögun- um haldinn flugdagur á Sauöár- króki i minningu um Alexander Jóhannesson sem oröið hefði 90 ára á þessu ári. Ekki eru samt 80 ár liöin siðan Wright-bræður fóru á loft. Ekki vorum viö Is- lendingar strax komnir á fulla ferö meö Alexander i farar- broddi þarna eftir fyrri heims- styrjöldina, en verulegt flug hafiö 1937 og siöan upp úr siðari heimsstyrjöldinni farið að fljúga milli landa. Auövitaö var fyrst farið til fastalands Evrópu og var þaö ,,hið gamla” Flugfé- lag Islands, sem var þar á ferð- um, en hið yngra félag, Loftleiö- ir, hóf vesturferðir til Ameriku árið 1947, þegar Alfreö Eliasson og Kristinn Olsen stýröu Sky- masterflugvél til New York. Allar götur siöan höfum við Is- lendingar verið i loftferöasam- bandi við Bandarikin, sem hefur haft mikla þýðingu fyrir sam- göngur okkar og ekki sist fyrir Islendinga, sem búiö hafa fyrir vestan um lengri eða skemmri tíma. Um nokkurt skeiö var Bolli Gunnarsson, einn þeirra sem lenti á Vatnajökli, umboösmað- ur Loftleiða i Vesturheimi, en lengst af var Siguröur' Helga- son, núverandi forstjóri félag- anna, þar i forsæti og vann mik- ið og heilladrjúgt starf fyrir Loftleiöir t.d. I vélakaupum og viö samningaboröið. Ljósmyndarinn Eins og áöur sagöi var þarna ljósmyndari kominn á Kennedyflugvöll þetta vorkvöld til þess aö mynda einhverja mikilvæga mannveru. Þessi myndasmiður reyndist heita Michael Concelli og vinna ein- göngu fyrir 10 nafntoguð flugfé- lög. Hann virtist hafa það i góöu meðallagi, enda talsvert á þriðja hundrað pund aö þyngd og brosti I sifellu brosi þess sem sæll er meö afbrigðum. Hann hafði með sér ungan son sinn um fermingu, sem ætlaði föður sinum að kaupa handa sér raf- magnsgitar eftir auglýsingu i blaði þetta kvöld, en pabba gamla lá ekkert á að fá þetta apparat inn á heimilið og brosti meira og meira eftir þvi sem timinn leiðs Michael sagðist oft fara vegna vinnu sinnar á ýmsa dýrðarstaði ferðamanna, eins og Bahamaeyjar, Hawai og Brasiliu. Þetta er algengt i Bandarikjunum, að menn segi gjarnan frá velgengni sinni og dragi þar lltið undan. Eftir hálfa klukkustund vildi hann ekki heyra annað en að vera kallaður Mikki og var allur af vilja gerð- ur að gera myndasögu mina sem fjölbreytilegasta, svo ég bað hann að byrja myndatökur með það sama. Vélin kemur A meðan vélin frá íslandi var i aðflugi fórum við Mikki inn á gafl hjá starfsfólki Loftleiða á flugvellinum. A leiðinni náðum við mynd af hinni siungu Stefaniu Patterson, sem lengst- an starfsferil hefur af starfs- fólkinu. Staðar var numið inni á skrifstofu Olaf Ellerup, vakt- stjóra, en hann er sennilega mesta lipurmenni, sem nokkurt flugfélag hefur i þjónustu sinni að öðrum ólöstuðum. Þar hitt- um við fyrir annan ágætis- manninn, E.inar Asgeirsson, sem um árabil hefur starfað við hlið Olaf. Einnig sat þarna mak- indalega fyrrverandi mjólkur- póstur úr Sogamýrinni, Halldór Þorsteinsson frá Brekku, sem verið hefur flugvirki hjá ís- lenska flugflotanum manna lengst. Hann las Visi og talaði I. sima isömuandrá. Hann minnti einna helst á Helga sáluga Hjör- var sem talinn var fær um hlusta á útvarpið, rita næsta er- indi sitt, og ræða við eiginkon- una, já, allt á sama tima. Ekki fengust afgreiðsluséffarnir til að koma á mynd, en Halldóri var alveg sama. Upp í rana Um leið og flugvélin lenti kom Baldvin og sagði: „Jæja, strák- ar upp i rana”. Þannig er háttur á þarna þegar vélarnar renna upp að stöðvarbyggingunni aö stóruip harmonikulöguðum göngubrúarrana er rennt út að flugvélardyrunum, sem farþeg- ar ganga siðan um I land. FrSulein Schmidt visar veginn við komu vélarinnar. Þeir fyrstu á austurieið. Spilverk þjóðanna og feröafélaga talið fr: dóttir, Asta Ragnarsdóttir, Valgeir Guðji er, Þóra Schram, Guðrún Gisladóttir, Si{ Tómas VaLgeirsson. Baidur Oddsson, flugstjóri. Afgreiðslan: Stakkholti 2-4 Simi 86611

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.