Vísir - 29.07.1978, Side 23

Vísir - 29.07.1978, Side 23
VISIR Laugardagur 29. jiili 1978 23 fyrirtækið fór aö ýta á eftir þvi aö hún yröi spiluö. En þegar hún fór aö heyrast komst hún inn á sænska vinsældalistanrt. Þessa dagana er svo önnur tveggja laga plata aö koma út meö mér og þaö hefur komiö til tals aö hún fari einnig fyrir Eurovision- dómnefndina, en ég geri mér samt engar vonir um þaö, þvi þaö er alltaf veriö aö breyta reglum keppninnar og nú má vist enginn útlendingur koma þar nálægt. Hæfileikakeppni Rétt áöur en fyrsta platan komst á sænska vinsældarlist- ann var haldin hæfileikakeppni um alla Sviþjóö og ég gaf mig fram fyrir umdæmiö Mellan- Sverige. Fyrir keppnina safnaöi ég saman nokkrum kunningj- um, Ragnari, Siguröi Long o.fl. og við komum þarna fram meö þrjú lög. Við sigruðum i um- dæminu i undanúrslitunum. Svo var aðalkeppnin haldin þann 10. júni siðastliðinn og þá vorum við búin aö endurvekja Lava. En þegar komið var aö þvi, að tilkynna átti úrslitin kom til min forsvarsmaður keppninnar og sagði að þar sem lagiö mitt hefði þá nýlega veriö komin á vinsældalistann, væri þaö álit dómnefndarinnar aö ég væri bú- in að fá mina viöurkenningu og yröi þvi sett i heiðursverðlauna- sæti keppninnar. Þannig missti ég af hinum góðu peningaverð- launum sem féllu i hlut sigur- vegarans.” Til Englands — Hvað tekur við hjá hljómsveitinni að íslandsferð- inni lokinni? Janis: „Héðan höldum við til Noregs og verðum þar að minnsta kosti i hálfan mánuö. Ætlunin er að hljómsveitin starfi eitthvað fram á haustiö, en þá tekur við fri. Sumir fara i skóla og við Ingvar ætlum að flytja til Englands. Þar er maður i jafnari aðstöðu, þvi aö Sviar eru mjög fyrir sig — vilja hafa allt sænskt — og þvi er mjög erfitt að vera erlendur tónlistarmaður þar. En hljómsveitin verður áfram til og umboðsmaðurinn okkar, sem hefur i rauninni meiri sambönd útum heim en i Sviþjóð, er nú að skipuleggja stóra reisu til Þýskalands, Hollands, Grikklands og eftilvill Japans.” Ingvar: „Við erum nefnilega með hljómplötu i bigerð. Þessi umboðsmaður okkar á réttinn að mörgum lögum sem hann hefur boðið okkur að taka upp. Við gerum plötuna annaðhvort héri Hljóðrita eða i London. Og þetta ferðalag er hugsað til að fylgja henni eftir.” Lélegt skólakerfi Janis: „Annars er helsta ástæð- an fyrir flutningi okkar til Englands sú að ég er sjálf þaðan og svo eru það börnin. Við erum mjög óanægð með skólakerfið i Sviþjóð og viljum koma þeim i skóla i Englandi. Það er höfuð- orsökin fyrir þvi að við ákváð- um að festa kaup á húsi i London. Það er einnig i deigl- unni að komast inn i tónlistina þar, en það er nú ekki hlaupið að þvi. Við höfum þó ágætis sam- bönd i Englandi.” Ingvar: „En þó við eigum hús I London ætlum við að gera út frá Sviþjóð i gegnum umboösmann okkar þar.” í 50 stiga gaddi — Hafiði lent I einhverjum ævintýrum i sambandi við spilamennskuna i Sviþjóö? Janis: „Já, það er ekki laust við það. Við keyptum okkur einu sinni gamlan strætisvagn, gerð- um hann upp og lögðum á stað I hljómleikaferðalag til Noröur- Noregs I gegnum Finnland og Lappland allt þar til við vorum aöeins fjórum kilómetrum frá landamærum Noregs og Rússlands norðurundir íshafi. Þar var 50 stiga gaddur.” Ingvar: „Ferðin var farin I þeim tilgangi að heilsa uppá norskar herstöðvar til að skemmta hermönnunum.” Janis: „Nú, það þarf náttúrulega ekki að spyrja aö þvi: billinn var alltaf að bila og einu sinni vorum við stödd langt frá mannabústöðum. Þá frýs á vélinni og öllu saman og ekki nokkur smuga á þvi að koma skrjóðnum aftur af stað. Viö bjuggumst þvi við að verða þarna úti. En. þá skeður krafta- verk — alveg eins og i ævintýr- unum — við sjáum dauft ljós úti viö sjóndeildarhring. Haldið var af stað ogþað frusu strax skegg- in á strákunum. Þarna komum við að bæ, þar sem fólkið var hálfúrkynjaö. En það haföi sem betur fór sima og við gátum hringt til þeirrar herstöðvar sem við komum frá og var borg- ið.” Ingvar: Þetta ferðalag stóð I 23 daga og við spiluðum 21 kvöld. Keyrt var á steinoliu allan tim- ann og stybban frá henni gekk nærri af okkur dauðum. A hverju kvöldi þurftum viö að byrja á þvi að þiða rafmagns- snúrurnar sem voru frosnar i köggla. En hreina loftið á þess- um slóðum átti sennilega mest- an þátt i að við lifðum þetta af.” Janis: „Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram, að bflskrjóðurinn gaf endanlega upp öndina stuttu eftir að við höfðum farið yfir sænsku landamærin. Við vorum nefnilega svikin i sambandi við þessibilakaup og það má teljast mikið lán að við skulum vera hér til frásagnar. Okkur hefur nú boðist að fara aðra ferð þarna um norðurhjarann, en ætli við hugsum okkur nú ekki tvisvar um áður en við tökum þvi.” — Hver þykir ykkur helsti munurinn á þvi að spila hér á íslandi eða erlendis? Ingvar: „Það er helst, að i Sviþjóð er betra kaup og aldrei spilað án þess að gengið hafi verið frá samningum löngu áður og i þeim matur, ferðir og allur slikur kostnaður innifalinn. Afurámóti finnst okkur tónlistarsmekkur tslendinga miklu betri og áhorfendur krefj- ast meira af hljómsveitunum en Sviar. Það er þvi leiðinleg sú staðreynd að hér er lifandi tónlistarflutningur að syngja sitt siðasta.” Janis: „Það er ákaflega leið- inlegtað „tyggjókúlutónlist” og diskótek séu farin að spila svona stóra rullu hér. Tónlistarmönn- um er lifsnauðsynlegt að spila þróaða og erfiða tónlist, sem þeir þurfa að hafa fyrir að framkalla og geta* lagt tilfinn- ingar sinar i. Þetta er það sem er að skemma fyrir islenskum poppurum. Þeir eru hreinlega að selja sig. Músik er einskis virði ef tilfinninguna vantar.” Allir velkomnir — Hve lengi ætlið þið aö stoppa hér á Islandi að þessu sinni? Janis: „Við verðum hér eitthvað fram yfir verslunar- mannahelgi, en við þurfum að vera komin til Noregs fyrir 15. ágúst þvi þá upphefst okkar spileri þar samkvæmt samning- um. Og við viljum bara segja það að lokum, að við bjóðum alla Islendinga velkomna á böll- in okkar á næstu dögum. Við er- um hér komin fyrst og fremst til þess að skemmta landanum og vonum að það takist sem best.” —PP Yiðtol: PqII Polsson Myndir: Sigurður H. Engilbertsson SUBARU— ffjölskyIdubíll: 94 hestöfl — 1600 cc. — 800 kg. Fjögurra dyra — Framhjóladrif. og SUBARU — ffyrir þá sem vilja komast áffram SUBARU i-sportbíll: 115 hestöfI—1600 cc. — aðeins 800 kg. Tveir blöndungar — 5 gíra kassi — örsnöggt viðbragð Tveggja dyra — Framhjóladrif. SUBARU Til afgreiðslu strax FRAMHJÓLADRIFSBILAR/ sem verða — FJÓRHJÓLADRIFS- BILAR með einu handtaki inni í bílnum/ sem þýðir/ að þú kemst hvert sem er á hvaða leið sem er. SUBARU með fjórhjóladrifi klrifrar eins og geit, vinnur eins og hestur, en er þurftarlítíII eins og fugl. SUBARU station 95 hestöfl — 1600 cc. — 975 kg. Fjórhjóladrif Nw er lika hasgt að ffá SUBARU Pickup, sem er til í allt: 94 hestöfl — 1600 cc. — 930 kg. Fjórhjóladrif. SUBARU — sparneytinn og hentugur fyrir fjölskylduna SUBARU bilar með langa reynslu. SUBARU—UMBODIÐ INCVAR HELCASÖN Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 845 1 "0 og 8451 1

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.