Vísir - 14.08.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 14.08.1978, Blaðsíða 4
' Alþýðubandalagið siglir nú eitt á báti i öldusjó islenskra stjórnmála. Það er í andstöðu við hina flokkana um úrlausnir i efnahagsmálum, það eitt telur gengisfellingu ekki leið út úr efna- hagsvandanum og það eitt berst fyrir brottför hersins úr landi. Alþýöubandalagsmenn tóku skýrt fram bæði fyrir og eftir kosningar að þeir vildu fram- gang vinstri stefnu i islensku þjóðlifi. Samkvæmt skoöun þeirra reyndist Alþýðuflokkur- inn ekki hafa áhuga á vinstri stefnu og þvi fór sem fór með stjórnarmyndunartilraunir i átt til „vinstri”. Endalok þeirrar tilraunar eru flestum Alþýöubandalagsmönn- um sár vonbrigöi, ekki einvörð- unguvegna þessað ekki tókst að mynda vinstri stjórn, heldur einnig sökum þess að slit við- ræðnanna þýða það að Alþýðu- bandalagið er nær einangrað i islenskum stjórnmálum. Staða þess er sú að enginn annar flokkur getur gengið til móts við stefnumið þess svo þvi liki. Hver verða áhrifin Alþýðubandalagsmenn eru ekki á eitt sáttir um þá stööu sem nú er komin upp. Ý msir vilja gera sem minnst úr þeim vandræðum sem flokkurinn er kominn i, aðrir telja stöðuna nánast stórhættulega. I fyrsta lagi óttast menn að einangrun Alþýðubandalagsins þýði — hvortsem mönnum likar betur eða verr — átök innan verkalýðshreyfingarinnar, og það geti brugðið til beggja vona um hvort þau á tök verði stór eða smá. 1 öðru lagi óttast menn aö sér- staöa Alþýöubandalagsins i stjórnmálum fæli kjósendur frá flokknum, þvi hann sé og verði „krónfskur stjórnarandstöðu- flokkur” og stefnumið hans (sem hann fær atkvæði sin út á) nái aldrei fram að ganga. Hér er að sjálfsögðu rennt blint i sjó- inn, þvi enginn veit með nokk- urri vissu hug kjósenda og sist nú rétt eftir kosningar. En það verður að teljast eölilegt að hræðsla sem þessi geri vart við sig. Alþýðuflokkurinn verkalýðsflokkur? Alþýöubandalagiö gekk til viðræðna við Alþýðuflokkinn i þeirri trú að þar færi verkalýðs- flokkur. Alþýöubandalagsmenn trúði þvi að meö samstarfi viö Alþýðuflokkinn yrði hægt að vinna að þvi' langtimamarkmiði aðstjórna landinu i þágu verka- lýðsins. Það er þvi skiljanlegt aö missir þessa draums hafi valdið djúpstæðum vonbrigðum hjá þeim sem trúðu á samstarf þessara flokka. Af þeim Alþýðubandalags- mönnum sem hvað lengst vildu ganga i þá átt að ná samkomu- lagi viö Alþýðuflokksmenn voru Ólafur Ragnar Grimsson og Ragnar Arnalds. „Þeir reyndu allt sem tiltækt var til að ná samstöðu með Krötunum”, sagði Alþýöubandalagsmaður við Visi. Og meginástæöan fyrir þessu var óttinn við „inn- andyraátök” i verkalýðshreyf- ingunni sem hlýtur aö koma henni sjálfri hvaö verst. En þótt þessir tveir áhrifa- menn Alþýðubandalagsins og fleiri vildu fyrir allan mun ná samkomulagi um stjórnar- stefnu við Alþýöuflokkinn, voru aðrir Alþýðubandalagsmenn sem töldu þaö enga höfuönauö- syn aö ná samstööu meö Al- þýöuflokki. Þrátt fyrir misjafnar skoðan- ir aö þessu leyti voru Alþýðu- bandalagsmenn sem einn maö- ur sammála um að ekki væri hægt að fallast á kaupskerðing- arstefnu Alþýðuflokksins, sem hefði þýtt helmingi meira kaup- rán en þaö sem stjórnarflokk- arnir stóöu fyrir, aö þeirra áliti. - Mánudagur 14. ágúst 1978 VISIR „Enginn Alþýöuflokksmaður kemur i staö Björns sem verka- lýösleiðtogi”, sagöi Alþýðu- bandalagsmaður. „Sá verka- lýösleiðtogi sem tók við af hon- um og áttí sæti i viöræöunefnd Alþýöuflokksins, Karí Steinar Guðnason, er kommahatari og ekki sá verkalýðssinni sem Björn er”, sagöi maðurinn. Björn Jónsson er talinn eiga stærstan þátt i þvi að fá flokks- menn þessara tveggja flokka tii þess aö vinna saman sem einn maður i verkalýöshreyfingunni. Nú er sú hætta fyrir hendi að deilur blossi aftur upp. ,,Get ekki orða bund- ist” Efnahagsúrræöi Alþýðu- bandalagsins vöföust fyrir mörgum manninum og eðlilega þó einkum fyrir andstæðingum flokksins. En jafnvel innan eigin raða gætti tortryggni á „lausn- ir’’ flokksins i efnahagsmálum og gott dæmi um þaö eru skrif Magnúsar Kjartanssonar, fyrr- um ráðherra flokksins, I Þjóð- viljanum. Hann segir m.a.: „Aö undanförnu hef ég af gömlum vana fylgst með tillög- um stjórnmálaflokkanna um ný „bjargráð” i þágu atvinnuveg- anna meö aðstoð fjölmiðla. Ég hef ekki lagt orð i belg þótt ég hafi oft orðið hissa, en nú er svo komiö aö ég get ekki oröa bund- ist lengur. Astæðan er sú tillaga forustumanna Alþýðubanda- lagsins að vandi útflutningsat- vinnuveganna skuli að hluta tU leystur mað þvi að lækka vexti...Mig skortir greind tU þess að skilja þaö hvernig 4,500 mUljónakróna rýrnun sparifjár og 5% almenn verðbólga geti tryggt að spariféð haldi „raungildi” sinu og væri fróö- leg t a ð fá s kUjanlega r s kýringar á því. ” Alþýðubandalagið ætl- aði i stjórn Andstæöingar Alþýöubanda- lagsins klifa sýknt og heilagt á þvi að þaö hafi aldrei ætlaö i stjórn, þvi farnist best I stjórn- arandstöðu, þvi þar sé eina von- in um enn stærri flokk. A þaö veröur ekki lagður dómur hér hvort þetta hafi einhvern tima átt við rök að styðjast, en sam- kvæmt heimildum sem Visir hefur aflað sér má fullyrða aö Alþýðubandalagið ætlaði sér i stjórn með Alþýðuflokki og Framsóknarflokki. Viku áður en viðræðurnar slitnuðu var boðað til miðstjórn- arfundar i Alþýöubandalaginu og var sá fundur boöaður þann föstudaginn sem slitin urðu. En fyrir þau var ekki séð viku áður. Á þessum miðstjórnar- fundi varætluninaö leggja fram tillögu þess efnis, að Alþýðu- bandalagið væri tilbúið að hverfa frá kröfusinni um brott- för hersins gegn þvi skilyrði að skorið yrði á öll tengsl við her- inn á kjörtimabilinu (svipaö og nú er á Kúbu) og inn i málefna- samninginn kæmi klásúla um brottför hersins, en sá timi ó- skilgr eindur. Klásúlan hæfist þvi liklega á þessum oröum: „Stefnt verður að....”. Þá mun það ennfremur hafa verið ætlunin að leggja til viö miðstjðrn að sættast á að inn i málefnasamning rikisstjórnar- innar kæmi ákvæði um þjóðar- atkvæðagreiðslu um hermálið og sú þjóöaratkvæðagreiðsla yrði innan ákveöins tima, t.d. tveggja ára. Með þessari tillögu er Alþýöubandalagið i raun að hvetja samtök hernámsand- stæöinga tíl þess aö bretta upp ermarnar og ganga rösklega til verks, i staö þess aö vera lítið virk samtök sem beita Alþýöu- bandalaginu fyrir sig og ætlast til þess að það komi hernum úr landi. Til þess kom eðlilega ekki aö þessar tillöguryröufram bornar á miðstjórnarfundinum, þar eð viðræðurnar voru farnar út um þúfurþegar fundurinn hófst. En þessar tillögur voru komnar á pappir og átti að bera þær fram. Tillögur þessar i svo við- kvæmu máli sem hermáliö er sýna svo ekki verður um villst að Alþýðubandalagiö ætlaði sér i stjórn. Blaðamennirnir Gunnar Salvarsson og Óskar Magnússon skriffa: Tveir kostir Alþýöubandalagsmenn segja að þeir hafi átt um tvo kosti aö velja, þegar Alþýöuflokkurinn kaus að slita viðræöunum. Annar kosturinn var sá að svikja kjósendur i efnahags- og kjarabaráttunni og fórna af- stööunni til brottvisunar hers- ins. Hinn kosturipn var sá að svíkja ekki kjósendur, halda fast við yfirlýstar stefnur um samningana i gildi og láta ekki hanka sig siðar á þvi aö f lokkur- inn segði eitt fyrir kosningar, annað að þeim loknum. „Það er almenntálit aö skárri kosturinn hafi veriö tekinn”, sagði Alþýöubandalagsmaður við Visi. Draumurinn um óska- landið Þótt viðræðurnar um vinstri stjórn hafi fariö út um þúfur sökum þess að deilt var um hvort fella ætti gengiö eða ekki og hvort gengisfellingin yrði bætt láglaunafólki eða ekki, — er almennt álitið að viöræðurn- ar hafi ekki siður sprungið á þvi að hvorki Alþýðuflokkur né Framsóknarflokkur gátu hugs- aö sér að fallast á uppbótar- og haftastefnu Alþýöubandalags- ins, sem þeir nefna svo. Telja ýmsir i þessum flokkum að þessi stefna sé svo glórulaus að engu tali taki. Hún sé i raun ekkert annað en draumurinn um óskalandið Sovét-lsland. Stefna Alþýöubandalagsins sé i raun samastefna og varö ofan á á Kúbu 1959 meö þeim afleiöing- um sem flestum eru kunnar. Björns saknað Alþýöubandalagsmenn sökn- uðu sárt Björns Jónssonar for- seta Alþýðusambandsins og 4. manns á lista Alþýöuflokksins i Reykjavik til Alþingiskosning- anna, þegar viðræðurnar um vinstri stjórnina fóru fram. Þeir vissu aðhann værieinn af fáum Alþýðuflokksmönnum sem skildu þörfina fyrir samstarf þessara tveggja flokka. En Björn hefur sem kunnugt er staðið utan við stjórnmála- vafstrið sökum veikinda. Er betra einn að vera en illan stallbrðður hqffq? HÉR SEGIR AF ALÞÝDUBANDALAGI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.