Vísir - 14.08.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 14.08.1978, Blaðsíða 7
7 Kostar 107 krónur að flytja innihald kókflösku vestur ó Barðaströnd? Er þetto leyfilegt? Ferðamaður úr Reykja- vik skrifar: „Ég fór i ferðalag um Vestfirði um verslunarmannahelgina, sem ekki er i frásögur færandi. En eitt er það þó úr ferðalaginú, sem mig langar til að gera að umtalsefni, en það er verðlag á gosdrykkjum úti á landi. Ég kom við i Flókalundi, og keypti mér þar nokkrar kókflösk- ur, millistærð. Það var auðsótt mál að fá umbeðinn gosdrykk, en hann kostaði lika skildinginn! — Innihaldið i einni kók, ( milli- stærð), kostaði hvorki meira né minna en 170 krónur. Segi og skrifa eitt hundraö og sjötiu krón- ur. Það skal tekið fram að þetta var i sjoppu við vegarkantinn, en ekki inni á hótelinu. Þvi langar mig til að spyrja verðlagsyfirvöld að þvi, hvort þetta sé leyfilegt verð. Getur það verið að flutningskostnaðurinn sé svona hár? Getur það verið, að innihald einnar gosdrykkjarflösku, sem kostar 63 krónur i Reykjavik, kosti 170 krónur á Barðaströnd? — Og sé svo, hvað kostar hún þá vestur i ísafjarðardjúpi, eða á Langanesi? Gaman væri að fá svör við þvi. Góður poppþótfur í Vísi Mig langaði bara til þess að >akka ykkur Vísismönnum fyrir frábæra poppþætti i blaðinu hjá ykkur. Mér finnst það ofsalega góð framtakssemi að standa fyrir islenskum vinsældalista sem mark er hægt að taka á. Mér þvkir þessi poppþáttur sá besti i blöðunum og vona aö hann verði sem lengst I blaðinu. Þá vil ég einnig þakka sjónvarpinu fyrir þáttinn með Bob Marley, sem var frábær. Það mætti sýna fleiri slika þætti. —Áhugamaður Ég trúi þvi varla að það kosti 107 krónur að flytja innihald einn- ar kókflösku vestur á Barða- strönd.” Svar: Haft var samband við Verðlagsskrifstofuna og þar feng- ust þær upplýsingar að verð á gosdrykkjum væri háð þvi hvort seljandi hefði veitingaaðstöðu og drykkirnir væru seldir i glösum eða ekki. Varðandi sölu i venjulegum sjoppum út á landi gilti sú regla að sannanlegur flutningskostnað- ur mætti leggjast ofan á verðið og gæti hann i sumum tilvikum ver- ið allmikill. Hins vegar væri ekk- ert hægt að segja um einstök til- vik nema kanna þau sérstaklega. FLUGLEIÐIR ER- LENT FLUGFÉLAG? hægt að finna hvort ég væri farþegi með Loftleiðum eða Pan American. Engin islensk dag- blöð voru i vélinni en nokkuð sæmilega séð fyrir þörfum bandariskra dagblaðalesenda. Rikjandi mál starfsfólks var enska þó svo að nokkur fjöldi farþega væru Islendingar eða Norðurlandabúar. Fjórum sinn- um var ég ávarpaður af flug- freyjunni á ensku þó svo að ég gæfi henni i hvert sinn til kynna að móðurmál mitt væri is- lenska. Litið er um dægrastyttingar i slikum flugferðum en þó var reynt að sjá farþegum fyrir nokkru lestrarefni. í sætisvas- anum var rit útgefið af Flug- leiðum og það var á ensku. Ann- ars staðar i flugvélinni voru nokkur timarit ætluð farþegum og þau að sjálfsögðu öll á ensku. Um þverbak keyröi þó þegar lent var i Keflavik, þótt mér, Is lendingnum. Tók þá flugfreyjan sig til og angliseraöi nafn þessa annars ágæta flugvallar, enskumælandi farþegum til hægðarauka, og bauð þá vel- komna til „Kefflavik” (ekki „Kebblavik” eins og framburð- ur óforframaðra landa hennar mun þó vera). Hvort hér er um að ræða árangur starfsþjálf- unar eða einkaframburð stúlk- unnar skal látið ósagt, smekk- leysan er sú sama. Allt þetta hjálpast að við að gera Flugleiðir h.f. framandi og erlent flugfélag i augum is- lenskra farþega og er furöulegt að slikt skuli gerast um leið og erlend flugfélög reyna að lokka til sin erlenda farþega með þvi að leggja áherslu á þjóðleg ein- kenni sin. Farþegi með LL 204. Hér fyrr á árum var það ein- stök tilfinning að stiga um borð i islenska flugvel I erlendri flug- höfn. Andrúmsloftið var á allan hátt gjörólikt þvi sem var I flugvélum erlendra flugfélaga og var eins og maður væri kom- inn heim um leið og maður var sestur I gamla góða Gullfaxann. Þetta séríslenska viðmót sem mætti manni hafði góð áhrif á mann og var ekki laust við að það skapaði væntumþykju til flugfélaganna islensku. Það er þvi með nokkrum harmi að ég horfi á þetta is- lenska andrúmsloft vikja úr Flugleiðavélunum fyrir hinu dauða, ópersónulega og alþjóð- lega, að minnsta kosti i flugi milli íslands og Bandarikjanna. Ekki alls fyrir löngu var ég farþegi með LL 204 frá New York til Keflavikur. og var vart húsbyggjendur vlurinn er Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi — föstudags. Afhendum vöruna á byggingarstað, viðskiptamönnum að kostnaðar lausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. Borgarplast h/f Borgamesi slmi 93-7370 k»öld 09 helgartimi 93-7355 SOJA BAUNA- KJÖT NUTANA PRO er sojakjöt (unnið úr sojabaunum). Það bragðast líkt og venjulegt kjöt en inniheldur minna af fitu og meira af eggjahvítu- TZutana? PRO med bof- krydderi efnum. Eggja- Flta: Kolvetni: hvítuefni: NUTANAPRO 3% 38% 59% Uxakjöt 74% 0% 26% Svínakjöt 73% 0% 27% Venjulegur málsverður (um 150 gr.) af kjöti samsvarar um 410 hitaeiningum. Ef NUTANA PRO er notað í staðinn verður málsverðurinn aðeins 85 hitaeiningar! Góð feeilsa ep ^æfa feveps laaRas PAXAFELb HF HARÐVIDUR; Mahogny 1"- 21/2" - 3" -4" Askur 11/2" - 2" Tekk 2" - 21/2" Eik 11/2" - 2" Brenni 11 /4" — 11/2"-21 Hnota 1" PARKETT: Eik — Askur — Brenni, listar, pappir, lakk. Hreinsibón (parkett). Gufubaðsofnar — Koparker allskonar. ULLARTEPPI: Kinversk og ensk Stein-gólffflísar og lim Marmaragólffflisar Simi 37090 Grensásvegi 12. mmr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.