Vísir - 14.08.1978, Blaðsíða 13

Vísir - 14.08.1978, Blaðsíða 13
■rav „Þetta er alveg frábært lambakjöt sem þiö hafið hér, það besta sem ég hef smakkað”, sagði Stucke um steikina sina sem hann hafði i kvöld- matinn- Visismyndir: Þórir hjólið mitt á toppgrindinni og skemmdist mikið. En það var ekki nóg að það skemmdist,held- ur ég einnig.Ég varð að liggja á sjúkrahúsi um tima og ég man að það fyrsta sem mér datt i hug þegar ég rankaði við mér var að nú væri ferðin min öll ónýt og ég gæti ekki haldið áfram. Hjólið var lagfært og ég hresstist. Eftir svona fjórar vikur og ég komin á fætur og þurfti að jafna mig nokkrar vikur til viðbótar til að geta lagt af stað á ný.” „Ég gef út minningar min- ar eftir nokkur ár" „Þegar þessari ferð minni um heiminn lýkur þá ætla ég að gefa út bók, nokkurs konar ferðasögu með einhverjum af þeim mynd- um sem ég hef tekið. Auðvitað er það draumurinn að fá það vel borgað fyrir bókina, að ég geti lif- að þægilegu lifi heima i Þýska- landi. Mig langar til að eignast fallegt heimili og auðvitað fallega konu. Svo þegar ég sé einhvern blett á landakortinu sem mig langar til, þá vonast ég til þess að ég geti tekið mér far með flugvél og ferðast eins >og flestallir aðrir. Ég geri ekki ráð fyrir þvi að ég liti einu sinni á hjól þegar ég hef lokið takmarki minu sem.er að heim- sækja öll löndin i heiminum. ts- land fær auðvitað sitt pláss i bók- inni, en ég held að ég sleppi þvi að segja frá þvi hvað þið eruð feimin hér uppi á tslandi. Ég birti bara nokkrar myndir, en þær segja meira en þúsund orð”. „Má ég ekki bjóða ykkur heim" Þegar yið höfðum spjallað við Heinz Stiicke vildi hann endilega bjðða okkur að lita á hvernig hann byggi. „Má ég ekki bjóða ykkur heim. Ég er að fara að hita mér kaffi og mér finnst svo gam- an að fá gesti”. Þegar við vorum komin á tjaldstæðið i Laugardal, þá bað hann ljósmyndarann að benda á tjaldið sitt. Honum var skemmt, þegar ljósmyndarinn benti á minnsta tjaldið á svæð- inu.Auðvitað gerði hann ráð fyrir að maður sem ferðast um á hjóli hefði eins litinn farangur og mögulegt er, en hjólreiðakappinn er snillingur i að pakka dótinu sinu saman og gera næstum ekki neitt úr miklum farangri. —KP. „Það er mjög auövelt að rata hér i Reykjavik, þegar maður hefur svona gott kort”. „Ég hef sérstaka inniskó, sem ég fer ailtaf i þegar ég kem „heim” til min.” VTSIR Mánudagur 14. ágúst 1978 áSELFOSSI Einn af hinum fjöimörgu og athyglisverðu þáttum Land- búnaðarsýningarinnar 1978 á Selfossi, er vafalaust Græna veltan, hlutavelta garðyrkjubænda. Á Grænu veltunni gefst þér tækifæri til að vinna ríflega útilátin sýnishorn afurða garðyrkjubændanna, — fallegt grænmeti fyrir sama og ekkert verð. Sýningin er opin 11.-20.ÁGÚST Virka daga kl. 14 — 23, kl. 10 — 23 laugardaga og sunnudaga. Komið á Selfoss — Komið á Landbúnaðarsýninguna 1978 Ævintýri fyrir alla fjölskylduna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.