Vísir - 14.08.1978, Blaðsíða 19

Vísir - 14.08.1978, Blaðsíða 19
VISIR Mánudagur 14. ágúst 1978 ^agnúsi Torfa L—var hafnað Stefón sigraði Stefán Jasonarson, formaöur Búnaöarsambands Suöurlands, sigraði Jónas Kristjánsson, rit- stjóra Dagblaösins, i 4000 metra hlaupi s.l. föstudag. Hlaupiö fór fram á iþróttavellinum á Selfossi. Stefán er á sjötugsaldri. Hrólfur Halldórsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavikur, var skipaður i starf forstjóra Menningarsjóös fyrir helgina. Menntamálaráöherra skipaöi i starfið, en áöur höföu þrir stjórnarmanna i sjóðnum mælt meöHrólfi en tveir meö Magnúsi Torfa Ólafssyni, fyrrverandi menntamálaráðherra. Nýr hagsýslu- stjóri Gisli Blöndal, hagsýslustjóri, mun taka sæti varafulltrúa Noröurlanda i framkvæmda- stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóösins i Washington næsta timabil. Tekur hann viö starfinu 1. nóvember næstkomandi, og heíur fjármála- ráðherra veitt honum leyfi frá störfum i Fjárlaga- og hagsýslu- stofnun frá sama tima. I fjarveru Gisla hefur fjár- málaráðherra, Matthias A. Mathiesen, sett Brynjólf I. Sigurðsson, dósent, hagsýslu- stjóra frá 1. september um tveggja og hálfs árs skeiö. Hefur menntamálaráöherra veitt Brynjólfi leyfi frá störfum viö Háskóla tslands i jafn langan tima. —AII 291 HVALUR " Um helgina var búiö aö veiða 291 hval á yfirstandandi hvalver- tiö. Þar af voru langreyöar 206 og búrhvalir 84. Ein sandreyöur var i aflanum. Skákinni frestað Aö ósk Karpovs, heimsmeist- ara i skák, var einvigisskákinni, sem tefla átti á laugardaginn, frestað til þriöjudags. Karpov og . Kortsnoj, áskorandinn i einvig- inu, gátu þvi slappaö af yfir helg- ina. Kór Langholtskirkju á æfingu Langholts- kór á mót i Finnlandi Dagana 17.-20. ágúst n.k. tekur Kór Langholtskirkju þátt i 12. norræna kirkjutónlistarmótinu sem að þessu sinni verður haldiö i Helsinki. Mót þessi eru haldin á fjögurra ára fresti og tilgangur þeirra er að kynna nýjungar i krikjutónlist á Noröurlöndunum. Siðasta kirkjutónlistarmót var haldið i Lundi i Sviþjóö 1974 og þá var Kór Langholtskirkju einnig valinn til þátttöku fyrir Islands hönd. 1 framhaldi af þátttöku sinni i mótinu mun kórinn flytja efnis- skrá fyrir finnska útvarpiö, og siðan heldur hann I tónleikaferð Unnu Fœrey- inga naumlega tslendingar sigruðu Færeyinga naumlega i landskeppni i skák. Hlutu tslendingar 11.5 vinninga en Færeyingar 10.5. Fyrri hluti keppninnar fór fram á Eskifiröi, en siðari hlutinn á Akureyri. Vanlar 100-150 milliónir til að klóra húsið Utlit er fyrir, að Samtök áhuga- fólks um áfengisvarnir fái skóla- húsið i Krýsuvík til afnota, þegar það verður fullfrágengið. Eftir er að innrétta húsið, og er talið, að það muni kosta 100-150. milljónir króna. Rætt er um, að mennta- málaráðuneytið útvegi það fjár- magn, sem til þess þarf, en siðan fái SAA húsið til afnota fyrir starfsemi sina og annist rekstur þess. Myndin hér að ofan er af húsinu i Krýsuvik. Vlsismynd: JA um Suður-Finnland þar sem sungið verður i borgunum Turku, Tampere og Jyvaskyla. Undanfarið hefur kórinn æft daglega og lýkur undirbúningn- um með tónleikum i Háteigs- kirkju mánudagskvöldið 14. ágúst klukkan 21. A þeim mun kórinn syngja eina af þeim efnisskrám sem undirbúnar hafa verið fyrir Finnlandsferöina. Söngfélagar i kórnum eru 45 og stjórnandi er Jón Stefánsson. SPARIÐ 20% - NOTIÐ AGFACOLOR FILMU Austurstrœti 7 Sími 10966 BUBOT FRA BIFROST 25% verðlaekkun Skipafélagið Bifröst hefur nú lækkaðfarmgjöld sín á leiðinni milli íslands og Ameríku um 25%, og eru farmgjöld Bifrastar þau lægstu sem boðin eru á þeirri leið. HAFNARFJÖRÐUR Laegra vöruverð Lægri farmgjöld þýða lægra vöruverð og er 25% farmgjaldalækkun kærkomin búbót bæði innflytjendum og neytendum. Viðskipti við Bandaríkin hagkvaem Lág farmgjöld, vörugæði og staða dollarans gera það að verkum að viðskipti við Bandaríkin eru nú mjög hagkvæm okkur íslendingum. Ferðir á 23 daga fresti milli Hafnarfjarðar og Portsmouth Va. Allar upplýsingar veittar á skrifstofunni að Klapparstíg 29, símar 29066 og 29073. SKIRAFÉLAGID BIFRÖST HF Skrifstofur: Klapparstig 29. Simi 29066 og 29073 Umboösmaður í USA: Hansen and Tideman Inc. Suite 1627, ONE WORLD TRADE CENTER, New York, N. Y. 10048. Sími432-1910 Afgreiösla í Norfolk: Capes Shipping Agencies Inc: 1128 West Olney Road, Norfolk, Virginia 23507. Símar (804) 625-3658, /59 og /50 og(804) 627-2966 og /67. Telex 823-476 ER VERÐBÓLGAN ÓLEYSANLEGT VANDAMÁL? - NEI EKKI FYRIR OKKUR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.