Vísir - 02.09.1978, Side 10
10
r
Laugardagur 2. september 1978
i’-C r f f
Wt-Hil
utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdarstjóri: Davið Guðmundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
olafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta:
Guðmundur Pétursson. Umsjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaða-
menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson,
Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrín Páls-
dóttir, Kjartan Stefánsson, Öli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi
Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens'
Alexandersson. Útlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Ólafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
• Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8.
Simar 86611 og 82260
Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611
Ritstjorn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjalderkr. 2000 á mánuöi innanlands.
Verð i lausasölu
kr. 100 eintakiö.
SUMARIÐ SJÖTIU OG ATTA
Sumarið sjötíu og átta hefur á margan
hátt verið markvert í pólitísku tilliti. Ekki
er ólíklegt að einmitt við þetta sumar verði
sett þáttaskil í stjórnmálasögunni. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur misst hálfrar ald-
ar óslitna valdaaðstöðu i borgarstjórn
Reykjavíkur, og á Alþingi eru komin upp
alveg ný valdahlutföll.
Allt hefur þetta ruglað menn svolítið í
riminu og gömlu hefðbundnu leikflétturn-
ar í pólitíkinni hafa ekki alfarið dugað, Að
því leyti hefur reynt á pólitíska vígfimi
stjórnmálaforingjanna. Engum vafa er
undirorpið, að forsætisráðherra hinnar
nýju ríkisstjórnar hefur haft undirtökin í
þeirri refskák.
Nú þegar ný ríkisstjórn hefur verið
mynduðer fróðlegtað bera saman upphaf
og endalok þessa heita pólitíska sumars.
Sennilega hefur kjósendum sjaldan verið
boðið upp á jafn ákveðin pólitisk og sið-
ferðileg umskipti eins og á þessu kosn-
ingasumri.
Það var boðið upp á kerfisbreytingar í
efnahagsmálum, siðferðilegar hreinsanir
og pólitískan heiðarleika að því ógleymdu
að kjarasamninga átti að sjálfsögðu ekki
að skerða. Ef til vill hefur það litla orð
KAUPRAN velt þyngra pólitísku hlassi en
flest önnur. I efnahagslegri ringulreið er
ekki nema eðlilegt að slík fyrirheit leiði til
straumhvarfa i stjórnmálum.
Sprettan varð og eins og til var sáð. En
hvernig bragðast ávextirnir? Kaupráns-
lögin eru að sjálfsögðu numin úr gildi með
því að setja ný lög um takmarkaðar vísi-
tölubætur eins og i gömlu vondu kaupráns-
lögunum. Þar að auki á ekki að leyfa
grunnkaupshækkanir á næsta ári.
Þetta eru í sjálfu sér eðlilegar ráðstaf-
anir. Lengi hefur verið Ijóst, að meö öðr-
um hætti yrði ekki unnt að koma á jafn-
vægi i efnahagsmálum þjóðarinnar. En
kosningaloforðin voru hins vegar þau, að
unnt væri að ráða bót á meinsemdum
efnahagslífsins án þess að hreyfa hið
minnsta við kjarasamningum. Þessi á-
kvörðun um áframhaldandi skerðingu á
kjarasamningum er eðlileg en ekki
ámælisverð. Á hinn bóginn varpar hún
Ijósi á þá staðreynd, að undir siðferðilegri
vandlætingarskikk j u kosningabarátt-
unnar var rotin pólitík.
Uppstokkun efnahagslífsins er fólgin í
því að láta atvinnufyrirtækin, sem eru að
stöðvast borga hærri skatta í því skyni að
greiða niður neysluvörur. Flestum er Ijóst
að þessi uppstokkun leiðir ekki til annars
en aukinnar skuldasöfnunar ríkissjóðs og
seðlaprentunar. Afleiðingin verður vax-
andi verðbólga.
Annar þátturinn í endurreisn efnahags-
lífsins felst í því að lækka vexti af lánum
til atvinnufyrirtækja. Bankakerfið á með
öðrum orðum að lána peninga með lægra
endurgjaldi en greitt er fyrir innistæðurn-
ar. Sennilega verða svo atvinnufyrirtækin
skattlögð til þess að ríkissjóður geti borg-
að mismuninn.
Fyrir kosningar var sáð loforðum um
siðferðilegar hreinsanir í stjórnmálalíf-
inu. Fyrsti ávöxtur haustsins kemur fram
í skipun dómsmálaráðherra. Þannig sáðu
menn til pólitiskrar endurnýjunar á öllum
sviðum, en betri ávaxta sér hvergi stað.
Pólitísk straumhvörf sumarsins sjötíu og
átta hafa að sjálfsögðu breytt mörgu, en
þau hafa ekki haft mikla þýðingu.
En hvers vegna hafa menn ekki upp-
skoriðeins og til var sáð? Einfaldlega sök-
um þess að fræið var svikið. Það hlaut því
svo að fara, að fyrir það fengist ekki fullt
verð i búð reynslunnar.
Þetta sumar hefur frá vordögum til
hausts verið lærdómsríkt. Samanburður-
inn á upphafinu og endalokunum ætti að
hvetja menn til þess að vera á verði gagn-
vart pólitískri falsmynt. Menn geta haft
réttmætar ástæður til þess að vantreysta
fyrrverandi ríkisstjórn, en hvað sem því
liður hefur lítið áunnist þrátt fyrir miklar
breytingar.
AÐ KAUPA MENN-
INGU Á VÍXLUM
BROTABROT
eftir
Anders Hansen
Varla er svoopnaðdagblaðog varla hittasttveir eða fleiri menn án þess að efna-
hagsmálin þessa síðustu og verstu daga beri á góma. Flestir virðast vera sammála
um að hér sé allt á fallanda fæti og hreint neyðarástand sé jafnvel í þann mund að
knýja dyra.
Þvi mætti ætla að hér álandi
byggi hnipin þjóð i vanda, þjóð
sem hljóö og hrædd biður örlaga
sinna, vitandi það að vágesturinn
biöur á næsta götuhorni. — En
þegar betur er að gáð kemur i ljós
að svo er ekki áhyggjur af
morgundeginum setja ekki mark
sittá Islendinga. Þvert á móti eru
þeir upplitsdjarfir og þeir hlakka
til framtiðarinnar.
Hver er ástæða þessara kyn-
legu þversagna i þjóöarsál okk-
ar? — Trúum við þvf ekki að nein
vá sé fyrir dyrum eöa er núver-
andi ástand aöeins nokkurs konar
Hrunadans sem óhjákvæmilega
endar meö þvi aö dansgólfið
sekkur i neðra meö öllum þeim
sem á þvi dansa? — Mér er skapi
næst aö trúa þvi að fólk almennt
geri sér ekki grein fyrir eða vilji
ekki gera sér grein fyrir þvi
hversu alvarlegt ástandiö er.
Þrátt fyrir að daglega berist aö
eyrum fólks fréttir um verð-
hækkanir nauðsynjavöru, lokun
frystihúsa, halla á viðskiptum við
útlönd og guð má vita hvað, þá
blikkar fólk varla auga lengur.
Jafnvel berast þær fréttir frá
þeim stööum sem þegar horfa
framan i blákaldan veruleikann,
þar sem fólk hefur misst vinnu
sina,að fólk virðist ekki gera sér
grein fyrir þvi hvaö er á seyði.
Þær fréttir berast til dæmis af
Suðurnesjum, að fólk sem misst
hefur atvinnu sina vegna lokunar
frystihúsanna þráast viö að láta
skrá sig atvinnulaust, heldur
biður og treystir þvi aö brátt komi
betri tið með blóm I haga.
En hver er skýringin á þvi að
islensk alþýöa bregst svona við
svo augljósum vanda? Er
höfuöskelin á okkur miklu mun
þykkari en á öðrum þjóðflokkum?
Erum við ef til vill orðin svo marg
hert i basli og volæði undangeng-
inna alda að ekkert hrini á okkur
lengur? — Það held ég varla.
Skýringin, eða hluti skýring-
arinnar að minnsta kosti, liggur
aö minum dómi i framkomu for-
ystumanna þjóðarinnar á undan-
gengnum mánuðum og árum.
Eins og börn og unglingar taka
miö af foreldrum sinum og öðru
fullorönu fólki þá er ekki óeölilegt
að landsmenn taki að einhverju
leyti mið af landsfeörunum.
Þeir hafa ekki hagaö athöfnum
slnum I samræmi viö orö sin. Þeir
hafa ekki verið sérlega trú-
verðugir þegar þeir koma fram
fyrir alþjóð og lýsa á átakanlegan
hátt hinum miklu erfiðleikum
sem að steðja. A sama tima og
ráðherrar og alþingismenn
ganga fram fyrir skjöldu og ræða
um fjárskort og erfiöa greiðslu-
byröi þjóðarinnar, þá haga þeir
sér oft á tiöum eins og nýrikir
unglingar. Þvi er þaö aö al-
menningur er orðinn ónæmur
fyrir öllu krepputali: það er búið
að hrópa svo lengi úlfur, úlfur, að
þegar hann loks birtist, óttast
hann enginn frekar en þar væri á
ferö meinlaust hvolpgrey.
Nú nýverið tók menntamála-
ráöherra til dæmis fyrstu skóflu-
stunguna að nýju útvarpshúsi.
Þaö er bygging sem kosta mun
milljarðai byggingu og mun
veröa það stór og glæsileg bygg-
ing aö hvaða stórþjóð gæti verið
stolt af.
Þá hefur verið ákveðið aö
byggja þjóöarbókhlöðu. Það er
bygging sem ekki er ódýr i bygg-
ingu, heldur mun kosta hvern ein-
asta skattborgara I landinu væna
fúlgu.
Borgarleikhús er I byggingu.
Þaö er mikil og kostnaðarsöm
framkvæmd en verður vafalaust
öllum til sóma og gleði þegar þar
að kemur. Iðnó er orðið gamalt
hús og nýtt vantar. Þó læðist að
manni sá grunur að unnt hefði
veriö að biöa aöeins með þá fram-
kvæmd fyrst við erum á hausnum
eins og sifellt er veriö að segja.
Þá er unnið við Borgarfjarðar-
brúna, það eru reist orkuver,
þörungavinnsla sjónvarpið er lit-
vætt, útvarpa skal i stereó á
mörgum bylgjulengdum, Alþingi
kostar stórfé til að gefa út bók
með myndum og afreksupp-
talningu alþingismanna meira en
hundrað ár aftur i timann. Svo
mætti lengi telja. Þessi þjóð er
alls ekki illa stöddef miö er tekið
af framansögöu. Þvert á móti
hlýtur hér að vera hið mesta góö-
æri á öllum sviðum. Smjör hlýtur
að drjúpa af hverju strái.
Ef svo er ekki, þá er eitthvað
verulega mikið bogið við þetta
allt saman. Þjóðin þarf aðeins að
setjast niður og átta sig. Fá sér
kalt vatn eða klipa sig i handlegg-
inn. Annaö hvort þurfa menn að
fara að trúa því. sem þeir segja.
eða þá aðhætta þessum skollaleik
og tala i samræmi við þaö sem
þeir gera. Min skoðun er að menn
verði að fara að taka það trúan-
legt, sem þeir sjálfir segja.
Af þvi sem hér aö framan sagði
og til þess að enginn haldi að hér
sé verið að boða nýjan menn-
ingarfasisma þá er vert að taka
fram eftirfarandi: Höfundur
þessa pistils er eindregið þeirrar
skoðunar, að við þurfum nýtt út-