Vísir - 02.09.1978, Qupperneq 19
19
VTSIR Laugardagur 2. september 1978
Brynjar og þýskur samferöamaöur i Cima de Rosso.
Arnþór Þóröarson.
Frá feröamannabænum Zermatt blasir
Matterhorn viö i fjarska.
Gengiö eftir skriöjökli aö Monte Sisonne
Fiesch smábæ skammt frá
Zermatt.
I Zermatt
Fyrsti dagurinn i Zermatt,þess-
um sérstæöasta ferðamannabæ i
Sviss, verður okkur sérstaklega
minnisstæður, stórkostlega gott
veður, alveg heiður himinn og
Matterhornið eitt frægasta fjall
veraldar, óhemju tignarlegt að
sjá gnæfa upp yfir bæinn. Það er
engin furða að i mörgum ferða-
mannabæklingum er bærinn
nefndur Mekka fjallgöngumanns-
ins. Daglega kemur til bæjarins
fjöldi fjallgöngumanna sem fara
þaðan upp i hina fjölmörgu fjalla-
skála sem eru við rætum fjall-
anna allt i kring. Þaðan er siðan
lagt til atlögu við fjöllin sjálf. Bil-
ar eins og við þekkjum þá eru
bannaðir i Zermannt og verða
ferðamenn sem koma akandi að
skilja bila sina eftir i næsta bæ og
fara siðasta spölinn til Zermatt
með lest. Þar er aftur nóg af hest-
vögnum og rafmagnsbilum sem
hægt er að leigja og láta aka sér i
um bæinn.
Eftir að hafa spurt til vegar
gengum við 20 min. leið til far-
fuglaheimilisins sem er stórt og
reisulegt hús skammt frá bæjar-
miðjunni. Þar skildum við far-
angurinn eftir og fórum aftur
niður i bæ að skoða okkur um og
lita i verslanir. Eins og áður sagði
er Zermatt mikill ferðamanna-
bær og allt atvinnulif byggist á
ferðamönnum, þetta sést best á
þvi að þegar gengið er um göturn-
ar skiptast á hótel verslanir, veit-
ingahús og bankar svo fólk geti nú
alltaf haft nóg af peningum i
vasanum.
Matterhorn biður
Matterhornið var á sinum stað
og fannst okkur óvenju mikill
snjór i þvi' miðað við þær myndir
sem viö höfðum séð af þvi. Það
kom lika á daginn er við fórum á
fjallamannaskrifstofuna að leita
upplýsinga um ástand fjallanna.
aðsnjór var meðallramesta móti
iMatterhorninu og öðrum fjöllum
þarna nálægt vegna eindæma
fannfergis i Alpafjöllunum undan
farnar vikur og var okkur sagt að
glapræði væri að ætla að klifa
Matterhornið i sliku ástandi.
Reyna mætti eftir viku ef sólskin
héldistnokkradaga i röð. Að klifa
Matterhornið fer nefnilega þann-
igfram að fjallgöngumaðurinner
sifellt að klifra bæði með höndum
og fótum i snarbröttum hliðum
fjallsins alla þá 1200 metra löngu
leið frá skála upp á tind. Sé mikill
snjór i klettunum getur klifrið
verið stórhættulegt og afar sein-
legt sem hefur aðra hættu i för
með sér. Sem sagt þá að veðrið i
Olpunum vill oft breytast til hins
verra seinni hluta dags heiður
himinn seinnihluta nætur og
morguninn fram að hádegi en
þá getur á mjög skömmum tima
þykknað upp og brostið á með
ægilega rigningu og þrumuveður
en eldingarnar eru sérstaklega
hættulegar fyrir fjallgöngumenn
og verða árlega mörgum að bana.
Eftir viöræðurnar við starfs-
mann fjallamannaskrifstofunnar
tókum við þá ákvörðun að láta
Matterhornið biða en þess i stað
leggja af stað daginn eftir
áleiðis á Monte Rosa, hæsta f jall
Sviss 4634 m, sem er ekki langt
frá Zermatt. Hitinn þenna dag
var búinn að vera óskaplegur og
olli okkur þessum einkennilega
mikla þorsta sem verður helst
ekki slökktur nema með stórri
könnu af góðum bjór, leið okkar
lá af þessari ástæðu alltaf öðru
hverju inná veitingahús þar sem
afgreiddur var slikur bjór. En
okkur var ekki til setunnar boðið
þvi nú þurftum við að kaupa okk-
ur mat til að hafa i nesti á Monte
Rosa. Þeirra erinda fórum við nú
i stóra kaupfélagsverslun og
keyptum nokkur stór brauð,
smjör ost, te sykur yoghurt,
sultu og nýja ávexti að ógleymd-
um nýgrilluöum kjúklingum sem
þarna voru matreiddir og seldir
við vægu gjaldi — herramanns-
matur. Einnig keyptum við okkur
silikon á spreybrúsa og notuðum
við kvöldið til að Uða þvi anorakk-
ana til þess að gera þá vatns-
þétta. Einnig bárum við vatns-
ver jandi áburð á gönguskóna sem
vissulega voru orðnir þurfandi
fyrir eftir tveggja vikna erfiði i
misjöfnu færi.
Til Rotenbader
Næstu nótt. sváfum við á far-
íuglaheimilinu og vöknuðum
morguninn eftir kl. 7.00, snædd-
um morgunmat og héldum siðan
niður á lestarstöðina þar sem við
settum i geymslu það af
farangrunum sem við ætluðum
ekki að nota i þetta sinn. Að þessu
loknu fórum við i farmiöasöluna
og keyptum okkur far með lest
upp ifjöllin tilstaðarsem nefndur
er Rotenboden. Þaðaner tveggja
klst. gangur að Monte Rosa skál-
anum þar sem við ætluðum að
sofa næstu nótt. Til þess að kom-
ast þangað þarf að ganga upp
með löngum skriðjökli og fara
siðan þvert yfir hann við rætur
Monte Rosa en þar stendur skál-
inn í 2880 m hæð. Er þangað var
komið var sólin komin hátt á loft
og bakaði okkur með brennandi
geislum sinum. Til þess að verj-
ast sólbrunanum urðum við að
bera á okkur sólkremið öðru
hverju. tskálanum borguðum við
fyrir gistingu næstu nótt en borð-
uðu siðan kjúklinginn góða sem
við höfðum keypt daginn áður,
með honum drukkum við heitt og
vel sætt te sem við löguðum okk-
ur. Það sem eftir var dagsins
sóluðum við okkur og athuguðum
útbúnaðinn. Fórum siðan að sofa
um kl. 19.00 um kvöldið, óneitan-
lega nokkuð snemma en nauðsyn-
legt engu að siður þvi.skálavörð-
urinn vekur alla um kl. 2.00. Fyrir
höndum var löng ganga og þvi
betra að verasnemma á ferðinni
bæði út af veðrinu eins og áður
sagði og eins vegna þess að þegar
sólin feraðskina á snjóinn spillist
göngufærið fljótt. Algengt er aö
sökkva u.þ.b. 40 sm i snjóinn á
niöurleið seinni hluta dags en
ganga honum glerhörðum og
finum i upphaf i ferðar seinnihluta
nætur.
Áfram upp
Þegar við vöknuðum um tvö-
leytið um nóttina og litum út var
stjörnubjartur himinn og veður-
útlit hiö besta. Við borðuðum þvi
glaðir I bragði og fórum að hafa
okkur til, fórum i gönguskóna og
hnéháar legghlifar til varnar
snjónum. Um þrjú leytið héldum
við af staö, var þá enn dimmt af
nóttu svo við urðum að lýsa upp
gönguleiðina og notuðum við til
þess ljós sem við spenntum á
höfuðið svipað og námumenn og
hellaskoðaðar. Þannig gengum
við i um tvo tima en þá var orðið
það bjart af degi að við gátum
hætt að nota ljósin. A þessum
tima höfðum við tveir fyrst verið i
hópi um tuttugu annarra sem
voru að fara sömu leið en tókum
fljótlega forystuna. Eftir þriggja
tima göngu vorum við komnir i
3900 m hæð og sáum við þá ekki
lengur til fólksins sem hafði lagt
upp frá skálanum um leið og við.
Seinna fréttum við að það hefði
snúiðvið vegna þokunnar sem nú
var orðin nokkuð þétt, annars var
logn, en örlitið byrjað að snjóa.
Áfram héldum við en hvildumst
þó öðruhverju þvi i þessari hæð
urðum við miklu fyrr þreyttir og
móðir vegna þunna loftsins.
Þrúgusykur og hið heimsþekkta
svissneska súkkulaöi var aðal-
fæðan á leiðinni upp. Göngufærið
var allan timann nokkuð gott.
Fyrst þegar frá skálanum kemur
er snjóbrekka nokkuð brött og
þarf að faraupp hana en siðan er
gangan nokkuð jafnt á fótinn og
yfir nokkrar jökulsprungur að
fara. Það er gert á snjóbrúm sem
venjulega eru yfir sprungurnar,
fara verður þó sérstaklega var-
lega og binda menn sig ávallt
saman i linu til frekari öryggis.
óvæntur Ijósmyndari
1 4360 m hæð er staður sem
kallaður er „Söðullinn” vegna út
litsins og náðum við þangað um
klukkan sjö um morguninn. Þar
skildum við bakpokana eftir þvi
þaðan var stutt ferð á tindinn
sem heitir Dufourspitze (4634) en
nokkuð erfitt klifur siðustu 250 m
upp eftir örmjóum klettahrygg
með brattar snjóhliðar og kletta
beggja megin við. Okkur gekk
erfiðlega að finna tindinn vegna
þokunnar.sem var ennþá yfir öllu
fjallinu en um klukkan átta fór að
rofa til og sást þá tindurinn
greinilega og stóðum við þar
stuttu seinna. Eftir stutta dvöl á
tindinum sáum við hvar fjall-
göngumaður kom klifrandi upp i
áttina til okkar. Lyftist þá heldur
betur brúnin á okkur þvi þarna
var komin ágætis lausn á þvi
vandamáli hver taka ætti að ljós
myndaf okkur tveim saman meö
bæjarfána Kópavogs. Þetta
reyndist vera Bandarfkjamaður
og var hann þriðji og sá siöasti
sem steig á tind Monte Rosa
þennan dag. Eftir myndatökuna
fórum við siðan niður af toppnum
og niður á Söðulinn, en þar biöu
þá tveir félagar Bandarikja-
mannsins. þeim hafði þá ekki lit-
ist meira en svr, á klettahrygginn
|JCU dhVauu avi lái'a viilii lciigra.
Þunna loftið olli okkur nú tölu-
verðum höfuðverksvo viö héldum
fljótlega niður af fjallinu og vor-
um komnir i skálann um
hádegisbil eför niu klukkustunda
göngu. Þar fengu við okkur vel að
borða og héldum af stað aftur
niður til Rotenboden og tókum
þar lestina til Zermatt.
M II I I I I I I I 11 I 11I1111111