Vísir - 05.10.1978, Qupperneq 5
Hinn kunni danski trúðleikari, Armand Miehe og kona
hans Eda Michelson, voru hin hressustu er
Ijósmyndari Vísis, Jens Alexandersson heilsaði upp á
þau á Hótei Sögu í morgun og tók þar þessa mynd.
meira til aðstoðar trúðnum eins
og gjarnan er i sirkus.
Hnitmiðaðar, þokkafullar
hreyfingar á sviðinu komu upp
um, að hún hefur áreiðanlega
einhvern tima æft danslist.
Að lokum ábending til
Sjónvarpsins: Hér er um tilvalið
sjónvarpsefni að ræða. Trúður-
inn á greiðan aðgang að
hjörtum fólksins. Frægasti
trúður Norðurlanda hlýtur að
vera til á filmum og þvi ekki að
leyfa fleirum að sjá ?
Fimmtudagur 5. október 1978
Jón Gunnar Stefánsson,
fjölumdæmisstjóri
Þjónustudagur
Lionsmanna er
ó sunnudaginn
Þjónustudagur Lions-
hreyfingarinnar er á sunnudag-
inn 8. október. Þennan ákveðna
dag er ætlast til þess að allir með-
limir hreyfingarinnar láti gott af
sér leiða. Þetta er dagur einstakl-
inganna, eins og það hefur verið
skilgreint, og þá eiga allir að gera
eitthvert góðverk.
Lionsmenn munu heimsækja
sjúka og einstæða, eða gera
annað hliðstætt. Mikillar þátttöku
er vænst á þessum þjónustudegi
Lionsmanna.
Lionsklúbbarnir á Vestfjörðum
munu verða með sérstakt 'verk-
efni þennan dag. Þeir munu safna
fé fyrir Styrktarfélag vangefinna
á Vestfjörðum. Þroskaheft stúlka
hefur gert sérstaka mynd, sem nú
hefur verið fjölfölduð og verður
myndin seld á Vestfjörðum
þennan dag.
Snemma i sumar var haldið
þing Lionsmanna. Þar voru
meðal annars kjörnir embættis-
menn. Fjölumdæmisstjóri var
kjörinn Jón Gunnar Stefánsson,
framkvæmdastjóri á Flateyri.
Umdæmisstjóri umdæmis A
var kjörinn Ólafur Þorsteinsson,
Reykjavik og fyrir umdæmi B var
kjörinn Sigurður Ringsted frá
Akureyri.
Fráfarandi fjölumdæmisstjóri
er Asgeir Sigurðsson á Vópna-
firði.
Grœskulaust
gaman í Iðnó
Ósvikið bros er fáséð á ásjónu
Reykvikinga þessa dagana.
Fáir viröast hafa efni á að gera
að gamni sinu. Menn gleyma
þvf, að sjaldan gefast
jafnrikuleg tilefni tii að gera
grin, hafa hátiðleikann að háði
og spotti, eins og á svokölluðum
alvörutimunum. Ekta trúður
ætti svo sannariega að hafa nóg
að gera á Islandi — á kostaö
allra hinna.
Þess vegna var óneitanlega
léttir að lita við i gamla Iðnó i
gærkvöldi, þótt það væri að vlsu
stutt gaman, aðeins um klukku-
stund.
Norræna húsið og Leikfélag
Reykjavikur tóku saman
höndum við að kynna Reyk-
vikingum „þekktasta sirkus-
trúðleikara á Norðurlöndum”,
Armand Miehe. Auk hans léku
listir sinar Mats Söderquist og
Peter Furuskov hljómlistar-
menn og leikkonan Eda
Michelson, ásamt ungum syni
hennar og Miehe, Max.
Þeim, sem séð hafa
höfuðsnillinga látbragðslistar-
innar að verki, eins og
Frakkana Barrault og
Marceau, þykir sjálfsagt ekki
mikið til koma. Miene þolir þar
ekki samjöfnuð. Til þess skortir
hann frumleik, hugmyndaauðgi
og fágun. Trúðleikur sirkussins
er af öðru tilverustigi en
fágaðasta form leikhússins,
hinn hreinræktaði látbragðs-
leikur. Hvor um sig hnuplar þó
sigildum listbrögðum frá
hinum.
En hvað sem liður slikum
Bryndís Schram skrifar
um sýningu Miehe og
Söderquist í Iðnó í gær-
kveldi.
j
3
y
samanburði, þá var þetta
einkar ánægjuleg kvöldstund.
Gamanið var allt saman
græskulaust og tilefnið úr
hversdagnum. Engin þjóð-
félagsádeila, enginn broddur,
sem hægt var að kveinka sér
undan.
Ymislegt var hins vegar
stórvel gert. Þeir Miehe og
Söderquist reyndust vera
fjölhæfir tónlistarmenn.
Einkum var gaman, er þeir
buðu upp á pinukonsert: léku á
dvergfiðlu og örsmáa flautu af
hjartans list. Leikkonan var
ÍSLENSK HÚSGÖGN FYRIR ÍSLENSK HEIMILI
SÍÐUMÚLA 30 • SIMI: 86822
HÚSCiÖCill