Vísir


Vísir - 05.10.1978, Qupperneq 6

Vísir - 05.10.1978, Qupperneq 6
6 Styrkir til að sækja þýskunámskeið i Sam- bandslýðveldinu Þýskalandi Þýska sendiráöiö i Reykjavik hefur tilkynnt Islenskum stjórnvöldum aö boönir séu fram þrir styrkir til handa Islenskum stúdentum til aö sækja tveggja mánaöa þýskunámskeiö i Sambandslýöveldinu Þýskalandi á veg- um Goethe-stofnunarinnar á timabilinu júni-október 1979. Styrkirnir taka til dvalarkostnaöar og kennslugjalda, auk 600marka feröastyrks. Umsækjendur skulu vera á aldrin- um 19-32 ára og hafa lokiö a.m.k. tveggja ára háskólanámi. Þeir skulu hafa góöa undirstööukunnáttu I þýskri tungu. Umsóknum um styrki þessa skal komiö til menntamála- ráöuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 1. nóvem- ber n.k. Sérstök umsóknareyöublöö fást I ráöuneytinu. Menntamálaráðuneytið 3. október 1978. Styrkir til háskólanáms i Sambandslýð- veldinu Þýskalandi Þýska sendiráöiö I Reykjavik hefur tilkynnt islenskum stjórnvöldum að boönir séu fram þrir styrkir handa Islenskum námsmönnum til háskólanáms I Sambandslýð- veldinu Þýskalandi háskólaáriö 1979-80. Styrkirnir nema 650 þýskum mörkum á mánuöi hiö lægsta auk 100 marka á námsmisseri til bókakaupa, en auk þess eru styrkþegar undanþegnir skólagjöldum og fá ferðakostnaö greiddan aö nokkru. Styrktlmabiliö er 10 mánuöir frá 1. október 1979 aö telja en framlenging kemur til greina aö fullnægöum ákveönum skilyröum. Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 32 ára. Þeir skulu hafa lokiö a.m.k. tveggja ára háskólanámi. Umsóknir, ásamt tilskildum fylgigögnum, skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykja- vik, fyrir 1. nóvember n.k. — Sérstök umsóknareyöublöð fást i ráöuneytinu. Menntamálaráðuneytið 3. október 1978. blaðburöarfólk óskast! í KEFLAVÍK STRAX Upplýsingar í síma 3466 vism SMURSTÖÐIN Hafnarstrœti 23 er í hjarta borgarinnar Smyrjum og geymum bílinn á meðan þér eruð að versla Nauðungaruppboð sem augl. var I VIsi þriöjudaginn 3. þ.m. um hrærivél eign Atlas hf. átti viö efnaverksmiöjuna Atlas hf. Þetta leiö- réttist hér meö. . ,, Borgarfógetaembættiö I Reykjavik Fimmtudagur 5. október 1978 VÍ9R Umsjón Guðmundur Pétursson ) Aðskilnaðar- hugsjónin í Quebec dvínar Trudeau forsætisráöherra Kanada hefur heitiö þvf aö skiija ekki fyrr viö sitt embætti, en aöskilnaöarstefnan hafi veriö brotin á bak aftur. Hugsjónin um aöskilnaö Que- bec frá Kanada hefur dofnaö frá þeim degi i nóvember 1976, þegar hún blossaöi upp viö sigur aöskilnaöarsinna undir forystu Rene Levesque. Nú mega Qubekkingar, eins og flokkur aðskilnaðarsinna er kallaður, ekki heyra orðið „aðskilnaður” nefnt á nafn, þvi að þeim finnst það hljóma keimlikt þvi, áð þeir stefni að þvi að sundra Kanada. 1 staðinn tala þeir um „sjálfs- stjórnar-tengsl”, ósköp óljóst hugtak, sem að hluta hefur ver- ið skýrt á þann veg, aö Quebec fái sjálfstjórn, en haldi áfram tengslum sinum við Kanada. „Gagnrýnendur saka okkur um, að þynna vinið með vatni”, segir Gerald Godin, einn af for- ystumönnum Quebekkinga og á við, að mönnum finnist eins og flokkurinn sé að þynna út kröfur sinar um sjálfstæði Quebec. Godin heldur þvi hinsvegar fram, að meirihluta flokks- manna „parti Quebecois” (PQ) hafi aldrei viljaö fullkominn að- skilnað og sjálfstæði. Segir hann, að innan flokksins sé einn aðskilnaðarsinni á móti hverj- um tveim, sem vilji „sjálf- stjórnar-tengsl”. Þessi tvö ár, sem PQ hefur veriö völd við eftir sigurinn yfir frjálslynda flokknum, sem var látinn gjalda hneykslismáls, hefur ekki bólað á sjálfstæðis- hugsjóninni, fyrr en núna, að flokkurinn leggur fram beina- grindina að framtíðaráætlunum sinum varðandi aðskilnaðar- hugsjónina. Þar á meðal var nýleg til- kynning flokksins um, að hið sjálfstæða Quebec framtiðar- innar mundi nota sama gjald- miðil og Kanada. Þótti sú hug- mynd furðu mild i samanburði við það, sem búist hafði verið við af aðskilnaðarsinnum. Enn hefur ekki verið ákveðið, hvehær gengið skuli til þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu um vilja Quebekkinga til aðskilnaðar eða sjálfstæðis, sem Levesque lofaði kjósendum sinum, þegar hann tók við sem forsætisráðherra Quebec. Það var þegar hann og flokkur hans vildu róa þá, sem óttuðust mest aðskilnaðarhug- myndina, sem hann hét, að yrði ekki framkvæmd fyrr en að undangengnu þjóðaratkvæði. Um leið vonáði PQ, að úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu yrði þeim sterkt tromp i viðræðum viö sambandsstjórnina i Ottawa. Godin visar á bug ámælum þeirra, sem segja, að flokkurinn ætli að bregðast hugsjón aö- skilnaðarsinna, og segir að skynsemin ráði þvi, að ekki sé ruðst áfram með þá stefnu. Ennfremur bendir hann á, að undirbúningsathugunum, sé ekki lokið. „Við biðjum fólk um fáa mán- uöi til viðbótar til þess að kryfja þetta mál inn að beini, og fullmóta tillögur okkar,” segir hann, og fullyrðir, að þegar þær liggi frammi, muni fólk hætta aö saka flokksforystuna um undanbrögð, þvi að svo róttækar munu tillögurnar þykja. Hann telur einnig, að nauðsyn sé að biða og sjá, hvernig mál- um vindi fram i Ottawa, og sér- staklega þá, hverjir sitji þar að völdum eftir næstu kosningar,' sem flestir spá, að verði að vori komanda. Godin telur, að þrennt geti leitt af úrslitum kosninganna. Ef frjálslyndi flokkurinn og PeirreTrudeau verða áfram við völd, munu Quebekkingar halda að sér höndum i bili, einkanlega ef frjálslyndi flokkurinn fær hreinan meirihluta. — Það telur hann skynsamlegast fyrir PQ, og bendir á, að þau tiu ár, sem Trudeau hefur verið forsætis- ráöherra Kanada, hafði flokk- urinn vaxið upp úr nánast engu i það að stjórna Quebec, og ætti það ekki að skaða PQ, þótt sama verði enn um sinn. Ef hinsvegar, eins og sýnist liklegt, að minnihlutastjórn verður mynduð annað hvort af Trudeau eða leiðtoga stjórnar- andstöðunnar, Joe Clack i Ihaldsflokknum, gæti PQ lent i varnaraðstöðu. — Godin telur sennilegast að slik minnihluta- stjórn mundi nota fyrsta tæki- færi til þess að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Þær gætu þá borið að á þeim tima, sem aðskilnaðarsinnar hafa tillögur sinar tilbúnar. Hugsan- lega yrðu þær þá fyrir barðinu á þeim, sem „vilja bjarga þjóð- inni” i stjórnarkreppunum. Þriðji möguleikinn er svo sá, að ihaldsflokkurinn fengi hrein- an möguleika og Joe Clark myndaði stjórn, en það væri ávinningur fyrir aðskilnaðar- sinna, telur Godin. — Þá kæmi i forsæti i Ottawa enskumælandi kanadamaður i stað hins frönskumælandi Trudeau, og gæti það orðið vatn á áróðurs- myllu aðskilnaðarsinná til að sannfæra hina frönskumælandi ibúa Quebec, að þeirra hagur væri ekki ofarlega i huga stjórn- arinnar i Ottawa. Trudeau, sem hefur heitið þvi að sitja i embætti uns aðskiln- aðarhreyfingin hefur verið brot- in á bak aftur, huggar sig við niðurstöður skoðanakannana, sem sýna, að aðskilnaöarstefn- an hefur glatað fylgi. Skoðanakannanir PQ i Quebec sýna, að stjórnarand- staða frjálslyndra þar i fylkinu hefur aukið fylgi sitt. En að- skilnaðarsinnar treysta á, að það fylgi sé að mestu bundiö við enskumælandi kjördæmin. Það hefur svo sem hent sig áður, að sá flokkurinn i Quebec, sem flest atkvæðin hafði á bak viö sig, lenti i stjórnarandstöðu, vegna þess að fylgi hins flokks- ins jafnaðist niður á fleiri kjör- dæmi. Nýlegar skoöanakannanir sýna, að mjög fáir ibúar Quebec vildu algjöran aðskilnaö. En 80% þeirra, sem voru spuröir, voru hlynntir einhverri breyt- ingu á stjórnskránni.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.