Vísir - 05.10.1978, Síða 10
10
Bein viðskiptalögmál eða
greiðslur fyrir aftan bak
Söluverö íslensku dagblaðanna hefur nú komist í
sviðsljós verðlagsyf irvalda og mismunandi lausasölu- og
áskriftarverð orðið umræðuefni manna á meðal.
Ástæðan er sú, að síðdegisblöðin tvö, Vísir og Dagblað-
ið, hafa hækkað í lausasölu og áskrift um 20%, en
morgunblöðin fjögur hækkuðu einungis um 10% um
mánaðamótin, í samræmi við ákvörðun viðskiptaráð-
herra og verðlagsnefndar.
Sú hefð hefur skapast undanfarin ár, að útgefendur
dagblaðanna hafa formlega tilkynnt verðlagsyfirvöld-
um hve mikið þeir myndu hækka verð blaðanna á
ákveðnum tíma, og sá háttur var einnig hafður á í haust.
( tilkynningu blaðanna til verðlagsnefndar var frá því
skýrt, að blöðin myndu hækka áskriftargjöld, lausasölu-
verðog auglýsingar um 20% frá 1. september. Gildistöku
hækkananna var síðan f restað til 1. október, en skömmu
fyrir mánaðamótin greip Svavar Gestsson, viðskipta-
ráðherra.í taumana, og beitti meirihluta verðlagsnef nd-
ar f yrir sig í því skyni að banna dagblöðunum að hækka
taxta sína um 20%. Áskriftar- og lausasöluverð mátti
ekki hækka nema um 10%, að hans mati.
Vísitöluf jölskyldan kaupir dagblöð og þar af leiðandi
myndi framfærslukostnaður hennar hækka um of ef
blöðin kostuðu 120 krónur í lausasölu í stað 110. Aftur á
móti hafði viðskiptaráðherra ekkert á móti því að aug-
lýsingataxtar yrðu hækkaðir um 20%, enda er ekki gert
ráð fyrir því að vísitölufjölskyldan þurfi að auglýsa í
blöðunum. Hækkun auglýsingataxtanna myndi því ekki
hafa bein áhrif á vísitöluna, þótt auglýsingakostnaður
f yrirtækja komi að nokkru f ram í hækka vöruverði síðar
meir.
Vísitölufjölskylda kerfisins kaupir lítið af innlendum
tímaritum, til dæmis hvorki Vikuna eða Samúel, og þess
vegna hafa verðlagsyfirvöld aldrei skipt sér af verð-
lagningu þeirra rita. Vísitöluf jölskyldan les aftur á móti
Andrés önd, en þar sem verðlagsnefndin ræður ekki
verðlagi í Danmörku hef ur hún orðið að kyngja hækkun-
um á Andrési, sem orðnar eru rúm 40% frá því að ís-
lensku dagblöðin hækkuðu síðast.
Fram að þessu hafa verðlagsyfirvöld látið verðlagn-
ingu dagblaða að mestu afskiptalausa. Væntanlega hafa
þau gert sér grein f yrir að með því að hafa áhrif á slíkt,
séu þau f arin að brjóta ákvæði 72. greinar stjórnarskrár-
innar, en þar segir m.a. að hömlur á prentfrelsi megi
aldrei í lög leiða.
Sjálfstæðu fréttablöðin, Visir og Dagblaðið, töldu, að
þeim væri heimilt í samræmi við stjórnarskrána að
ákveða sanngjarnt endurgjald fyrir þjónustu sína, til
þess að standa undir rekstrinum. Annað bryti í bága við
prentf relsisákvæði stjórnarskrárinnar.
Morgunblaðið styður þetta sjónarmið í orði og telur að
blöðunum sé frjálst að verðleggja þjónustu sína án af-
skipta stjórnvalda. i samræmi við þá skoðun hefði mátt
vænta þess, að útgefendur Morgunblaðsins hefðu verð-
lagt blað sitt á sama hátt og útgefendur Vísis og Dag-
blaðsins. Nei, — þótt forráðamenn Morgunblaðsins telji
afskipti opinberra aðila af verðlagsmálum dagblaða
andstæð stjórnarskránni taka þeir samt tillit til afstöðu
viðskiptaráðherra og hækka verðið aðeins um 10%
Morgunblaðið skipar sér þannig á bekk með fiokks-
blöðunum Ttmanum, Alþýðublaðinu og Þjóðviljanum,
sem hlíta úrskurði viðskiptaráðherra. Á þessum blöðum
þurfa menn ekki að hafa áhyggjur, þar sem þeim verður
bætt upp tapið með ríkisstyrkjum, eins og verið hefur
fram að þessu.
Þannig á að nota fé skattborgaranna til þess að halda
f lokksblöðunum gangandi með pólitískum styrkveiting-
um en reyna að gera frjálsu blöðunum sem ekki þiggja
opinbera styrki, Vísi og Dagblaðinu, erfitt fyrir í sam-
bandi við eðlilegan rekstur og útkomu.
Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra, vill að ríkið hafi
blaðaútgáf una í landinu í hendi sér eins og annað, og geti
með greiðslum fyrir aftan bak tryggt útkomu flokks-
málgagnanna í stað þess að láta fólkið sjálft ráða hvaða
blöð það vill kaupa og lesa. Blöðin, sem vilja starfa á
frjálsum grundvelli og lúta eðlilegum viðskiptalögmál-
um, létu aftur á móti ekki þvinga sig. Dagblaðið og Vísir
hækkuðu gjaldskrár sínar í samræmi við kostnaðar-
hækkanir og undirtektir kaupenda sýna, að þeir vilja
frjálsa f jölmiðlun í landinu. Hjá Vísi hefur salán aukist
og áskrifendum fjölgað eftir að hækkunin var tilkynnt.
Þau viðbrögð borgaranna tala sínu máli.
segir Halldór Lcaxness í spjalli við Vísi í tileffni aff
upptöku Sjónvarpsins á leikriti hans Silfurtunglinu
„Ég hef þvi miður ekki
haft tækifæri til að
fylgjast með vinnunni við
Silf urtunglið", sagði
Halldór Laxness í samtali
við Visi.
Silfurtunglið verður jólaleik-
rit Sjónvarpsins og er upptöku á
þvi nú lokið. Halldór Laxness
sagðist hafa verið upptekinn við
að skrifa nýju bókina, sem sagt
var frá i Visi i gær og hefði hann
þvi aldrei haft tima til að fara
og fylgjast með upptökunni.
,,Ég er heldur ekkert mjög
sólginn i aö sjá fólk taka upp
kvikmyndir. Það er afskaplega
leiðinlegt að horfa á það fyrir þá
sem utan við standa. Mig langar
ekki til að sjá myndina fyrr en
búið er að klippa hana.
En ég hef spurnir af þvi að
þetta hafi gengið sérlega vel og
hef enga ástæðu til að hyggja að
þetta hafi ekki farið vel hjá
þeim,” sagði Halldór.
— Hefurðu lesið handrit leik-
ritsins?
,,Nei, ég get nú eiginlega ekki
sagt að ég hafi séö það, ekki til
að fara i gegnum það kritiskt.
Það er erfitt að dæma um hand-
rit fyrir þá sem ekki eru vanir
þvi. Þetta eru skelfilega langar
bækur og voðalega hreint leiðin-
legar. Kvikmyndahandrit geta
verið 5-10 sinnum lengri en
bókin sjálf. Hverri einustu
hreyfingu og hverri persónu er
lýst nákvæmlega.
Ég hef hérna fjórar eða fimm
þykkar möppur á þýsku, þvi
Þjóðverjar eru að kvikmynda
Paradisarheimt. Þeir ætlast til
að ég sitji hér með sveittan
skallann og lesi þetta handrit
þeirra. Þetta er sá voðalegasti
lestur fyrir dauðlega menn og
ómögulegur nema fyrir þá
sjálfa, sem hafa búið þetta til.
En þeir hafa náttúrulega
strangar fyrirskipanir frá höf-
undi að breyta ekki i anda né
efni út frá þvi sem stendur i for-
ritinu”, sagði Halldór Laxness.
Halldór Laxness i vinnuherberginu heima I Gljúfrasteini: ..Kvikmyndahandrit eru skelfilega langar
bækur og voðalega hreint leiöinlegar”. Visismynd: JA.
VISIR
Útgefandi:
Fra mkvæmdast jóri:
#• Ritstjórar:
Reykjaprent h/f
Daviö Guömundsson
Þorsteinn Pálssonábm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta:
Guðmundur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaöa-
menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson,
Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Páls-
dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi
Krisfjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson,Jens
Alexandersson. Útlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8.
Simar 86611 og 82260
Afgreiösla: Stakkholti 2—4 simi 86611
Ritstjórn: Síðumúla 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjald er kr. 2400 kr.
á mánuði innanlands.
Verð I lausasölu kr. 120 kr.
eintakið.
Prentun Blaðaprent h/f.
„Ekkert sélginn í
að sjé fólk taka
upp kvikmyndir"