Vísir - 11.10.1978, Page 1

Vísir - 11.10.1978, Page 1
Miðvikudagur 11. okt. 1978 — 245. tbl. — 68. Kœra Jóns V. Jónssonar á lögmenn: Vantar skilagrein fyrir 15-20 míH/. ,,Mér finnst heldur linlega tekið á málinu hjá Rannsóknar- lögreglu rikisins, þar sem ég kæri meint misferli, er nemur mörgum milljónutn króna fyrir mörgum mánaðum, en það fara ekki einu sinni fram yfirheyrsl- ur. Þaö virðist þó tekiö á ýms- um smærri málum af meiri röggsemi eins og dæmin sanna”, sagði Jón V. Jónsson verktaki, i samtali við Visi. Hann lagði fram kæruá hend- ur lögfræðistofu Svans Þórs Vilhjálmssonar og Þorvalds Lúðvikssonar snemma I vor til Rannsóknarlögreglunnar. Þeir höföu tekið að sér fjármálalega umsýslu fyrir Jón á árunum 1975-76 og hluta ársins 1977. A þessum tima munu lögfræð- ingarnir hafa móttekiö yfir 150 milljónir króna vegna verkefna sem Jón var með á Grundar- tanga og Flyðrugranda. Hann fékk hins vegar enga skilagrein vegna þessara peninga, er áttu að notast til greiöslu Utgjalda. Þó hala lögmennirnir reiknað sér 11 milljónir i þóknun fyrir umsýsluna. Seint á síðasta ári leitaöi Jón V. Jónsson til Lögmannafélags- ins, sem reyndi mánuðum sam- an að fá lögmennina til að leggja fram skilagrein. Þeir gerðu það loks eftir að hafa fengið vitur frá félaginu. Skila- greinin var hins vegar svo ófull- komin, að Jón kærði máhð til Ra nn sókna rlög reglu. Siðan hefur það skeð, að stöö- ugt er veriö að ganga á Jón vegna ýmissa skulda og hefur hannekki vitað um sumar kröf- urnar fyrr en nú. „Eftir að máhð var kært, fékk ég löggiltan endurskoöenda til að gera nákvæmt yfirlit yfir all- ar greiðslur til lögmannanna og reikninga, sem þeir greiddu, og þetta er allt komið til Rannsóknarlögreglu. Það vant- ar alla skilagrein fyrir gífurleg- um upphæöum og það kom i ljós, aö á sama tima og veriö var að selja eigur minar nauð- ungarsölu, áttu þeir að hafa handbæra peninga til greiðsl^u á kröfunum”, sagði Jón V. Jóns- son. Eftir þvi sem Visir kemst næst vantar skilagrein fyrir 15-20 milljónum króna og mjög ófuUkomin skilagrein fyrir ann- arri eins upphæð. Þegar Visir spurðist fyrir um rannsókn málsins hjá Þóri Oddssyni, vararannsóknarlög- reglustjóra, sagði Þórir, að ver- iö væri aö fara yfir gögnin frá Jóni og gera samanburð. Vildi hann ekki tjá sig frekar um máliö. —SG Oft hafa þeir eldaö grátt silfur Ólafur Jóhannesson og Vilmundur Gylfason en við setningu Alþingis í gær tókust þeir vinalega í hendur. Áður hafði Vilmundur setið við hlið Jóns Sólness við guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Sjá nánar frá setningu Al- þingis á bls. 2 og 3. Vísismynd GVA Þarna blœs'ann Visir fylgdist með háhyrningaveið- um Sædýrasafnsins þar til sá fyrsti var færður til hafnar. í grein um veið- arnar eru raktar sögur um grimmd háhyrninga, vitsmuni og mannát. Sjá bls. 11. Ríkisstiórnin eykur verðbólguna — með þvi að mæta auknum rikisút- gjöldum með meiri skattheimtu. Sjá grein Jóns Magnússonar hdl. á bls. 10. FAST EFNI’ Vísir spyr 2 - Svarthöfði 2 - Að utan 6 - Erlendar fréttir 7 - Fólk 8 - Lesendabréf 9 - Leiðari 10 - íþróttir 12-13 — Kvikmyndir 17 — Útvarp og sjónvarp 18-19 — Dagbók 21 — Stjörnuspá 21 — Sandkorn 23

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.