Vísir - 11.10.1978, Side 6
Verkamannaflokkurinn
klofinn eftir Blackpool
Brosandi aö vanda söng Jam-
es Callaghan hástöfum „Gömu 1
kynni gleymast ei” i þingslit-
um ársþings Verkamanna-
flokksins breska, og ókunnugir,
sem aö komu, heföu getaö hald-
iö, aö þessi söngglaöi hópur væri
Imynd samhugs og einingar.
En brosiö var ekki sannfær-
andi og einhugurinn náöi ekki át
fyrir laglinuna. — Sannast aö
segia, hlýtur þaö aö hafa veriö
mjög áhyggjufullur forsætisráö-
herra, sem sneri heim af flokks-
þinginu.
Þetta var siöasta flokksþingiö
fyrir næstu þingkosningar i
Bretlandi, sem naumast geta
oröiö siöar en aö ári. Eins og á
öllum flokksþingum, þar sem
kosningabaráttan er á næsta
leiti, reiö á þvi aö þjappa mönn-
um saman utan um flokks-
stjórnarkjarnann, ná upp ein-
hug og barattuvilja.
O, jæja. Þaö skorti ekki bar-
áttuviljann, en þvf miöur fyrir
Callaghan og aöra i flokksfor-
ystunni, þá snérist baráttuvilj-
inn gegn stefnu rikisstjórnar
hans I launamálum. Þaö var
klofinn flokkur, sem sleit fundi i
Blackpool. Klofningurinn kom
fram I atkvæöagreiöslunni um
áiyktunina, þar sem stefnu
rikisstjórnar Verkamanna-
flokksins um 5% takmarkanir á
launahækkunum var hafnaö.
Þaö tjóaöi ekki, þótt Callaghan
berðist umáhæl oghnakka gegn
samþykkt ályktunarinnar og
iéti um tima svifa i loftinu, aö
hann mundi segja af sér, ef
ályktunin næöi fram aö ganga.
Hún var samt samþykkt meö
yfirgnæfandi meirihiuta. Þetta
var versti ósigur Callaghans,
setn hann hefur beöiö á stjón-
málaferii sinum. Hann lýsti þvi
yfir, aö hann mundi ekki láta
knýja sig meö samþykktum til
þess aö taka upp stjórnarstefnu
er væri veröbóiguaukandi.
Daginn efttir reyndi hann aö
bjarga i horn, eins og þaö er
kallaö á knattspyrnumáli meö
þvi aö lofa aö gera allt, sem I
hans valdi stæöi til þess aö
samningar gætu tekist viö
verkalýösfélögin.
óþægileg klípa.
Verkalýösfélögin hafa þarna
sett þá vopnabræður, Callaghan
og Denis Healey, fjármálaráö-
herra, i slæma klipu. Stefna
rikisstjórnarinnar, siðan verka-
mannaflokkurinn komst til
valda, hefur I efnahagsmálun-
um grundvallast á veröbólgu-
ráöstöfunum, þar sem tak-
markanir á launahækkunum
hafa veriö hornsteinninn. Raun-
ar átti verkamannaflokkurinn
sigur sinn i sföustu kosningum
aö þakka þeirri tiltrú, sem
kjósendur sýndu á þvi, aö hon-
um mundi betur takast aö
semja viö verkalýöshreyfing-
una en haföi gert rikisstjórn
ihaldsflokksins undir forystu
Edwards Heaths.
Sú tiltrú hlýtur aö biöa mikinn
hnekki eftir flokksþingiö nýaf-
staöna, og gerir Callaghan sér
vel ljóst, aö af getur hlotist al-
varlegt atkvæöatap. Verka-
mannaflokkurinn stýrir nú i
minnihlutaaöstööu, eftir aö
frjálslyndi flokkurinn sleit
stjórnarsamstarfinu. Skoöana-
kannarnir hafa sýnt, aö ihalds-
flokkurinn hefur mjög aukiö
fylgi sitt, og átti þaö sinn drjúga
þátt i þvi, aö Callaghan efndi
ekki til kosninga núna i vetrar-
byrjun, eins og um tima haföi
horft til. Hann vildi slá þeim á
frest, meöan flokkurinn bætti
stööu sina meöal kjósenda.
Yfirlýsing hans um, aö rikis-
stjórnin mundi ekki lát þvinga
sig út af stefnu sinni til hömlun-
ar á veröbólgunni, var auövitaö
til þess aö reyna aö halda i tiltrú
kjósenda. Á hinn bóginn hafa
hin voldugu verkalýösfélög sýnt
þaö, aö þau eru meö skæruhern-
aði sinum á vinnumarkaönum
þess vel megnug aö velta úr
sessi einni rikisstjórn, eins og
Edward Heath og stjórn hands
fékk að finna um áriö.
Callaghan getur þvi ekki látið
vilja verkalýöshreyfingarinnar
og vinstri arms flokks sins eins
og vind um eyrun þjóta. Þaö
væri visasti vegurinn til þess aö
kalla yfir þjóöina holskeflu
verkfalla á borð viö verkfall
kolanámumanna veturinn kalda
I Bretlandi, þegar vinnuvikan
styttist niöur I þrjá daga vegna
kolaskorts. — Raunar er fyrsta
verkfalliö skolliö á og hefur
þegar staöiö tvær vikur i
verksmiöjum Fords.
Callaghan heíur í samtölum
viðurkennt, að á þann veg gætu
samt málin þróast, ef engin
málamiölun fæst i samningum
viö verkalýöshreyfinguna. En
fram til þessa hefur afstaða
hans þó markast af þvi, aö hann
telji þaö jafnvel skárri kostinn,
en sleppa verðbólgunni lausri.
Mikils virði.
Sú afstaöa er þó meiri I oröi en
á boröb þvi að engum dylst, aö
komi til verkfalla hlýtur að glat-
ast siöasta trú manna á þvi aö
Miövikudagur XX. október 1978'
James Caliaghan, forsætisráöherra, réöi ekki viö vinstri arm
Verkamannaflokksins og verkalýðshreyfinguna. \
verkamannaflokkurinn geti
þaö, sem Ihaldsflokkurinn ekki
gat, haldið friöi á vipnu-
markaönum.
I þessari úlfakreppu er viö-
búiö aö flótti bresti i liðiö, og fer
þeim fjölgandi — jafnvel innan
verkamannaflokksins — sem
telja næsta litla möguleika á
þvi, aö hann fái haldið stjórnar-
aöstööu sinni eftir næstu
kosningar. Þeir bjarsýnustu
telja þó horfurnar ekki lakari en
svo, aö vel sé þess viröi aö berj-
ast fyrir þeim. Hinir eru óöum
aö komast i meirihluta, sem
gefast vilja upp.
Fyrir flokksþingiö var sagt,
aö fylgi verkamannaflokksins
lafði á tvennu einungis. Nefni-
lega stefnu hans I launamálum
og veröbólgunni annarsvegar og
svo hinsvegar persónufylgi
Callaghans sjálfs, sem hefur
vaxið mjög þennan tlma, sem
hann hefur veriö forsætisráö-
herra.
En hin broshýra framkoma
Callaghans (þaö tekur jafnvel
fram hnetubrosinu hans Cart-
ers, sem varð þó heimsfrægt I
siöustu forsetakosningum
Bandarikjanna), megnar ekki
lengur aö brúa geilina I rööum
verkamannaflokksins. Hefur
ekki bætt úr skák, aö hann hefur
séð sig neyddan til þess aö hóta
skattahækkunum, sem þykja til
þess fallnar aö aukna enn at-
vinnuleysiö.
SCOTSMQN