Vísir - 11.10.1978, Síða 13

Vísir - 11.10.1978, Síða 13
13 Miðvikudagur 11. október 1978 VÍSER VISIR Miðvikudagur 11. október 1978 Reykjavikurmeistarar Vals i körfuknattleik 1978. A myndinni eru I fremri röð frá v: Jóhannes Magnússon, Torfi Magnússon, Tim Dwyer, Lárus Hólm, Rikharöur Hrafnkelsson og Þórir Magnússon. Aftari röð frá v: Einar Matthiasson, liðsstjóri, Auöunn Einarsson i stjórn Körfu- kn.deiidar Vals, Helgi Sigurjónsson, Kristján Agústsson, Hafsteinn Ilafsteinsson, Sigurður Hjörieifsson, Gústaf Gústafsson og Sigurður Helgason (lukkutröll). — Vissmynd Einar. TAUGAR VALSMANNA RtYNDUST STIRKARI — Þeir sigruðu Fram í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í körfuknattleik í gœrkvöldi — Fyrsti meirihóttar sigur Vals Valsmenn uröu I gærkvöldi Reykjavikurmeistarar I körfu- knattleik, er þeir sigruðu Fram i úrslitaleik i Laugardalshöllinni með 91 stigi gegn 83. Þar með var fyrstí sigur Vals I meiriháttar körfuknattleiksmóti staðreynd en Framarar sem voru af mörgum taldir sigurstranglegri verða að biða enn um sinn eftir titli. Framliðiö er ungt lið og þaö sást greinilega strax i upphafi leiksins að þeir eru óvanir því að leika úrslitaleiki. Taugar þeirra voruslakar ogValsmenn komust strax i 11:2. Fram tókst þó að minnka muninn og komst yfir 33:29 en i hálfleik leiddi Valur 42:38. 1 upphafi siðari hálfleiks fékk Tim Dwyer þjálfari og leikmaður Vals, sina 5. villu og var þvi úr leik. Héldu menn aö þetta myndi gera gæfumuninn en svo fór þó ekki. Þórir Magnússon tók heldur betur „syrpu” I siöari hálfleikn- um og skoraöi þá margar glæsi- legar körfur, og i heild lék Vals- liðið þá mjög vel sem sterk heild. bæði i vörn og sókn. Leikurinn var þó jafnt I nokkurn tima og sjá mátti á töfl- unni tölur eins og 48:48 54:54 og 60:60, en siðan sigu Valsmenn fram úr og komust I 72:62. Þaö var þessi kafli sem gerði út um leikinn, þvi að þótt Valsmenn væru i miklum villuvandræðum tókst þeim að halda fengnum hlut og sigur þeirra var verö- skuldaður. Valsliðið er greinilega I mikilli Best œtlar í mál við FIFA „Ef FIFA (Alþjóöaknatt- spyrnusambandið) stendurfasti á þvi aðsetja mig Ikeppnisbann, þá mun ég fara I mál og krefjast réttar mins”, sagði irski knatt- spyrnusnillingurinn George Best i gær. Sem kunnugt er hefur Ful- Handbolti í kvöld Tveir leikir fara fram i úrsiita- keppni Reykjavikurmótsins i handknattleik í kvöld. Valur og Armann mætast I Laugardals- höllinni kl. 20, og strax á eftir eig- ast Vikingur og KR við. Sigri Valur og Vikingur i þessum leikjum, veröur leikur þeirra eftir viku hreinn úrslitaleikur. ham kært Best til FIFA fyrir að leika með bandarisku liöi I Evrópu, og er reiknað með að FIFA muni innan skamms setja algjört bann á Best sem leik- mann. „Fulltrúar Fulham segja, aöég sé leikmaður þeirra, en það fær ekki staðist hjá þeim”, sagði Best i gær. „Ég á mitt lif sjálfur, og ég læt ekki fara svona með mig án þess að bera hönd fyrir höfuö mér”. Sem kunnugt er varð George Best frægur, er hann lék meö Manchester United, og þótti þá eitt mesta efni, sem fram hefur komiö I knattspymu i heiminum. Hann er enn i dag mjög snjall leikmaöur.og Fulham gerir kröf- ur til hans en hann lék með félag- inu þar til á miöju siöasta ári, að hann hélt til Bandarlkjanna. gk—• framför þessa dagana, og munar ekki litið um þaö að Þórir Magnússon er nú i sinu gamla góða „formi”. Þá er breiddin i liðinu orðin mikil og leikmenn eins og Tim Dwyer, Torfi Magnússon, Kristján Agústsson, Þórir og Rikharður Hrafnkelsson mynda sterka heild, sem ætti aö geta náö langt i úrvalsdeildinni i vetur. Framarar eru lið framtiöarinn- ar i körfuknattleiknum, á þvi' er enginn efi. Þeir eru flestir mjög ungir að árum og liöiö er skipað hávöxnum leikmönnum sem eiga eftir að ná langt. Þeirra timi er einungis ekki kominn til fulls enn, það kom i ljós aö taugar þeirra þoldu ekki álagið i þessum leik. Stighæstu leikmenn liöanna I gærkvöldi voru þeir Kristján Agústsson og Þórir Magnússon meö 20 stig hvor og Tim Dwyer 17 fyrir Val. Hjá Fram var John Johnson stighæstur með 39 stig, Ómar Þráinsson fékk 12. Dómarar voru Erlendur Ey- steinsson og Jón Otti ólafsson. Þeir dæmdu ekki sannfærandi að minu mati, og dómar þeirra eru allt of tilviljunarkenndir eins og annarra Islenskra dómara. Það sem dæmt er á I þessari sókn er ekki dæmt i þeirri næstu og alls kyns furðuhlutir eins og að fjar- lægja áhorfanda, sem hvetur lið sitt fyrir aftan varamannabekk, eru algjör fjarstæða og nánast fiflaskapur. gk-. Umsjón: Gylfi Kristjansson Kjartan L. ^álsson 3 „Verstu dóm- arar í heimi" — sagði John Johnson, þjálfari og leikmaður Fram og hágrét eftir ósigurinn gegn Val í gœrkvöldi John Johnson, þjálfari og leikmaður Fram i körfuknattleiknum, gat ekki leynt vonbrigðum sinum eftir úrslitaleik Vals og Fram i Reykjavikurmótinu I körfu- knattleik igærkvöldi. Strax ogundirritaö- ur hafði kynnt sig fyrir John, brast hann I grát, og siðan streymdu orðin fram: „Dómararnir gáfu þeim sigurinn, alveg eins og þeir gáfu KR sigurinn gegn okkur á dögunum. Islenskirdómarar eru verstu dómarar i heimi, settu þaö I blaöiö!” Siðan var eins og John róaöist og hann bætti viö: „Valur er með gott lið og greinilega vel þjálfað. Við erum hinsvegar með ungt lið. sem þoldi illa pressuna i þessum leik. En við eigum eftir að koma sterkir og við vinnum bikarkeppnina i vetur. Ég er enn sannfærður um aö Fram er besta liöið I Islenskum körfuknattleik I dag”. gk—. 10-20 ÁRUM Á EFTIR TÍMANUM ## ## — sagði Tim Dwyer, þjólfari og leikmaður Vals, um dómarana eftir leik Vals og Fram „Það er leikinn góður körfubolti á ts- landi, en dómararnir eru 10-20 árum á eftir timanum”, var það fyrsta, sem Tim Dwyer, þjálfari og leikmaður Vals, sagði eftir úrslitaleikinn við Fram i gærkvöldi. Við lékum vel að þessu sinni og vorum betri aðilinn I leiknum og áttum skilið að sigra”, bætti hann við. Meira vildi Dwyer ekki segja um leik- inn, en það var greinilegt að það sat i báð- um bandarisku leikmönnunum mikil óá- nægja með þátt dómaranna i honum. Það er engin nýlunda að heyra leikmenn, sem tapa, kenna dómurunum um, en að leik- maður og þjálfari liös, sem sigrar I úr- slitaleik, vilji helst tala um hversu lélegir dómararnir hafi verið, er nokkur nýlunda hér á landi a.m.k. gk-. Leeds komst áfram Leeds tryggði sér I gærkvöldi rétt til að leika i fjórðu umferð enska deildarbikars- ins, er liðið sigraði Sheffield United á úti- velli 4:1. Það voru þeir Tony Currie og Frank Gray sem komu Leeds á sporið með tveimur mörkum á tveimur minút- um i fyrri hálfieik, og eftir það var ekki að sökum að spyrja. Leeds mætir nú QPR á útivelli I næstu umferð. En lítum á úrslit annarra leikja i deildarbikarnum I gær- kvöldi: Swindon-Peterbrough 0:2 Peterbrough mætir Brighton næst. C. Palace-Aston Villa 0:0 Liðin verða að mætast i 3. sinn Man. City-Blackpool 3:0 Man. City mætir Norwich næst Það var ekki fyrr en á 52. minútu að City komst á blað gegn Blackpool, en þá skoraöi Gary Owen úr vitaspyrnu. Owen skoraöi siöan aftur og Tommy Booth bætti þriðja markinu við. gk-. Ósamið við Feyenoord Samningaviðræður Péturs Péturssonar við hollenska liðið Feyenoord stoðu yfir I gær en er við ræddum viö aðila seint I gærkvöldi, var okkur tjáð að viðræðurnar væru f fullum gangi. Þó var fullvist taiið að ekki yrði skrifað undir neitt i gærkvöldi en talið líklegt að málið myndi skýrast I dag. gk-. ,yaramannameistarinn — Knattspyrnumaðurinn Jón Gunnlaugsson, sem hefur 5 landsleiki að baki fyrir ísland, hefur 20 sinnum verið varamaður í landsleik án þess að fara inn á n „Auðvitað hef ég oft verib sár og leiðuryfir þessu, en þaö þýðir ekkert að fara i fýlu, maður verður að hafa bein inefinu til ab taka þessu”, sagði Jón Gunniaugsson, knattspyrnu- maöur á Akranesi, þegar við höfðum samband við hann i gær. Tilefniö var það, að Jón Gunn- laugsson er örugglega „varamanna- meistari” lsiands hjá landsliðinu I . knattspyrnu. Hann hefur spilað 5 landsleiki frá þvf hann var vaiinn i fyrsta skipti 1 landsliðshópinn 1974, en 20 sinnum hefur hann setib á varamannabekknum og horft á fé- laga sfna spreyta sig. Ferill Jóns mebjlandslíðinu hófst er tsland og Finnland léku á Laugar- dalsveDi 19. ágtist 1974. Þá sat hann á varamannabekk, og fékk þá for- smekkinn af þvi sem koma skyldi. 1 landsleik Danmerkur og tslands I Alaborg 9. okt. 1974, kom Jón inn á sem varamaður, og fékk þar sinn fyrsta landsleik skráðan. 1 kjölfarlö fylgdu þrir leikir á varamanna- bekknum, en Jón fékk aftur leik 1975 gegn Færeyingum. En nú fylgdu á eftir 6 landsleikir, þar sem hann vermdi varamanna- bekkinn. Siðan iékhann gegn Færey- ingum 1976, var varamaður gegn Finnum, en lék siðan gegn Luxem- borg hér heima 21. ágúst 1976. Þá tók við langt tfmabil á vara- mannabekk, eða alls 71eikir. Jón lék slðan gegn N-lrum i Belfast i fyrra, en I sumar hefur hann tvfvegis verið varamaður, gegn Dönum f Reykja- vik og A-Þýskalandi T Halle. — Upp- skeran hjá Jóni i þau 25 skípti sem hann hefur klæðst landstiösbúningn- um er þvf ekki nema 5 landsieikir! „Auðvitað gef ég kost á mér, ef ég verð valinn f landsliöshópinn næsta sumar”,sagði Jóner viö ræddum viö hann. „Það er þó ekki vist ab ég verði meö i þessu tengur. Ég er orð- inn varamaður i Akranesliðinu og þá fer maður nti að athuga sinn gang. Þaðeru að koma inn I þetta hjá okk- ur ungir strákar, en e.t.v. mætir maður til leiks l vor sterkari en nokkru sinni fyrr. Jón sagðist vera á þeirri skoðun, að menn ættu að fá skráðan lands- leik, þótt þeir kæmu ekki inn á. Hann sagbi að þeir sem væru á vara- mannabekknum iegðu alveg jafn- mikib á sig við undirbúning fyrir leikina eins og hinir, og það ætti að meta það tD jafns við þá sem spila. „Þetta er haft svona i handknattleik og körfuknattleik, menn fá skráðan landsleik, þótt þeir komi ekki inn á”. gk-. HROLLU AGGI MIKKI

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.