Vísir - 18.10.1978, Blaðsíða 2
2 Uk.
Áttu erfitt með að vakna
á morgnana?
Kristinn Hjaltason, vinnur hjá
Mjólkursamsölunni. Ég vakna á
hverjum morgni klukkan sex og
þýt framúr þegar klukkan hring-
ir. Samt hlakka ég alltaf til föstu-
daganna, þvi þá getur maður sof-
ið út daginn eftir.
Guðmundur R.J. Guðmundsson,
bílamálarameistari. Ég átti það
einu sinni, en ekki lengur. Nú
vakna ég alltaf fimmtán mínutur
yfir sjö á morgnanna, en samt
sem áður finnst mér gott að sofa
út um helgar.
Ingvi Sigurjónssn, múrari: Nei,
nei, það er langt frá þvi. Ég þarf
ekki einu sinni vekjaraklukku.
Elin Bjarnadóttir, afgreiðslu-
stúlka: Mér gengur vel að vakna,
svona yfirleitt. Annars finnst mér
laugardagar og sunnudagar bestu
dagarnir, þvi þá get ég sofið eins
lengi og ég vil.
Hrefna Magnúsdóttir, frá Siglu-
vik I Vestur-Landeyjum: Nei, það
gengur alveg ljómandi vel. Ég
verð að fara á fætur klukkan hálf
átta á hverjum morgni til að
sinna kúnum.
Miövikudagur 18. október 1978 VISIR
Oddgeir I brúnni á Hákoni. — Vlsismynd: KS
Ætli sjómennskcm
sé ekki í blóðinu"
■ ns ii nm ■ xm hhi ns mi ns nm pu imí sn kw ns hikk jm nnf mi mn ■ eð hk ðe sii my ðn
,,Ætli þetta sé ekki f blóðinu.
Ég hef unnið á sjó síðan ég var
smá polli heima á Grenivík og
siðan hefur þetta smá þróast.
Margir i minni fjölskyldu eru
sjómenn. Það er á Grenivik eins
og viða annars staðar i sjávar-
plássum, að leið manna liggur á
sjóinn”, sagði Oddgeir Jóhanns-
son skiptstjóri á Hákoni ÞH 250i
samtali við VIsi er blaðamaður
Vísis var á loðnumiðunum fyrir
skömmu.
Ég var lengi á sildveiðum”,
sagði Oddgeir,” en siðan var
fariö á loðnuveiöar þegar þær
hófust. Ég er búinn að vera með
Hákon siðan á vetrarvertiðinni
1974 en i fyrra sumar fór ég
fyrst á loðnuvertið”.
gallar við loðnuveiðarnar?
„A loðnuveiðum eru miklar
útivistir og f jölsky ldulif
sjómanna litið sem ekkert. Þó
er þetta miklu betra en var hvað
mig snertir þar sem ég og faðir
minn skiptumst á að vera með
skipið. Um kosti sjómennsk-
unnar veit ég ekki hverju ég á
að svara en einhvernveginn
kannégekki viðmig Ilandi. Það
Hverjir eru helstu kostir og
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
koma náttúrlega leiðinlegir
timar i þessu eins og öðrum
störfum en svo horfir allt öðru
visi við þegar vel gengur”.
Nótin skemmtileg-
asta veiðarfærið
Oddgeir sagði að hann hefði
yfirleitt alltaf verið á nóta-
veiðum eða veitt i net. „Ég held
að nótin sé skemmtilegasta
veiðarfærið”, sagði hann, ,,það
er alltaf mikil eftirvænting að fá
stór köst i nótina”,
Loðnuveiðar hafa ekki verið
stundaðar lengi hér við land og
sumarvertiöir hafa aðeins
staðið yfir i nokkur sumur.
Oddgeir sagði að i fyrstu hefðu
menn haldið að loðnan væri vit-
laust kvikindi sem ekkert gæti
synt og væri auðvelt við hana að
eiga. Reynslan heföi sýnt
annað. Hún væri býsna seig að
stinga sér úr nótinni og hún
veiddist um allan sjó ýmist við
Jan Mayen eða djúpt undan
Vestfjörðum sem gæti bent til
þess að mikil hreyfing væri á
henni.
Verksmiðjurnar
taka ekki á móti
nægu hráefni
,,Ég held að það sé takmarkað
sem vitað er um hegðun loðn-
unnar og stærö stofnsins. Veið-
arnar i sumar hafa að mörgu
leyti komið flatt upp á mann.
Það þarf að rannsaka þetta
betur til þess að ekki fari eins
fyrir loðnuni og sildinni.
Við sjómenn erum ekki of
hressir yfir verksmiðjunum.
Okkur finnst að þær geti tekið á
móti meira hráefni en þær gera
a.m.k. meðan þróarrými er
nægilegt. Það nær engri átt að
t.d. Sildarverksmiðjur rikisins á
Siglufirði taki aðeins á móti 2000
tonnum af loðnu á sólarhring en
afkastageta verksmiðjunnar er
1000 tonn á sólarhring. Hér er
mikið i húfi fyrir skipin. Ef
afkastageta verksmiðjanna er
ekki fullnýtt eða þær taka ekki á
móti hráefni sem gæti nægt
þeim til nokkurra daga bræðslu
þýðir það annað tveggja lengri
löndunarbið eða lengra stim á
!■■■■■■■■!>
KERFIÐ OG SNILLINGARNIR
Heimsmeistaramótið I skák
hefúr alveg tekið nýja stefnu
eftir að Korchnoi jafnaði metin
við við heimsmeistarann
Karpov. Þeir hafa nú unnið
fimm skákir hvor, og það er
bókstafiega á hangandi hári
hver vinnur heimsmeistaratitil-
innn f Baguio. Hver skák, sem
tefid verður úr þessu á heims-
meistaramótinu, er úrslitaskák.
Nú er vitað mál að skák er
bæði list og Iþrðtt og eitt af þvi
marga sem þúsundir og aftur
þúsundir manna dunda sér við.
öðru vísi en aðrar iþróttir eflir
skákin ekki likamsburði manna,
viðbragðsfiýti þeirra eða
öndunarþol, og sem list skilur
skákin litið eftir annað en
mannganga I flóknum töflum,
sem aðeins er á færi hinna inn-
vígðu að skilja eða meta. En
skákin er samt eitt mesta spil-
verk sem maðurinn getur iagt
fyrir sig, og margt þarf til að
gera mann að góðum skák-
manni sem bæöi heyrir til list
og iþrótt, og höfum við haft
nokkra reynslu af sliku eftir eitt
heimsmeistaramót i skák og
framboö tQ æðsta valdastóis I
skákheiminum.
Svo virðist sem eina opna og
auðsæja baráttan, semháð er á
heimsmeistaramótum, sé bar-
áttan um hugarróna. Spasský
fékk konuna sina senda þegar
tók að halla alvarlega á hann I
keppninni viö Fischer, og
Korchnoikrafðist þess að rússn-
eskur sálfræðingur og hughrifa-
meistari yrði færður aftar i á-
horfendasal svo hann hefði friö
fyrir dáleiðslutilraunum hans.
Þannig hefur a.m.k. verið haft á
orði að hægt sé að beita nokkr-
um klækjum við að vinna skák-
ir, og hefur Korchnoi svarað
með þvl að fara i aflsöppun til
Ananda Marga sem hér á
iandi lifa á þvl að selja rúg-
brauö.
Anatoli Karpov
En VUttor Korchnoi hefúr lýst
þvi yfir að heimsmeistaramótið
I Baguio sé annað og meira en
keppni i skák. Hann er einn af
þeim mörgu, sem hafa kosið að
yfirgefa Sovétrikin meö þeim
afieiðingum að fjölskvldu hans
er haldið eftir. Hann telur sig
hafa sérstakt erindi að reka við
SovétrUiin, og þegar hann teflir
við Karpov telur hann sig eiga i
baráttu við sovésk stjórnvöld
fyrst og fremst. Hann vill hefna
sin á þeim með þvi að sigra
heimsmeistarann. Þetta sjónar-
Victor Kortsnoj
mið Korchnoi hefur með vissum
hætti valdið þvi að menn áttu I
erfiðieikum með að sætta sig við
aö hann færi jafn hallloka fyrir
Karpov og raun bar vitni um á
timabiii. Maður, sem tekur jafn
stórt ig»p I sig og Kortchnoi,
verður að sýna að eitthvað er á
bak við stóru orðin, og þaö hefur
hann svo sannarlega gert upp á
siðkastið.
Nú eru Sovétmenn miklir I
skákUstinni og hafa löngum
verið. En upp á siökastiö hefur
þeim gengið illa aö halda forust-
unni i skákheiminum, þrátt
fyrir það, að efnilegum skák-
mönnum þar I landi er veittur
möguleiki til meiri skákiökana
en annars staðar er tiðkaniegt.
Kerfið tekur þá einfaldlega upp
á arma sina og skipar þeim
fram I fylkingum I alþjóða-
keppnum. Hinir sovésku skák-
menn verða einungis að sætta
sig við forsjá og tUskipanir kerf-
isins. En það var einmitt á þvi
atriði sem Korchnoi sprakk,
þegar hann fór úr landi I fuliri
vissu þess að kerfið ætlaði ekki
aöhleypa honum of langt I skák-
listinni. Kannski þessi maður
hafi ætið verið of mikill ein-
staklingur tii að falia að fyrir-
sögn kerfisins.
En þrátt fyrir afskipti kerfis-
ins af skákróbótum samtlmans,
dugir það ekki til að færa Sovét-
mönnum úrsUtasigra. Sovéska
kerfið tapaði i Reykjavik og nú-
verandi heimsmeistari fékk tit-
ilinn af þvl Bobby Fischer mætti
ekki til leiks. Horfur eru á þvl
að sovétkerfið sé að tapa með
ærslum I Baguio. Jafnvel I skák-
listinni er það að sannast að ýtr-
ustu afrek eru unnin af einstakl-
ingum, sem lifshlaupið hefur
kennt að berjast. Kerfin búa að-
einstU sigurvegara sem vinna á
fjarvistum mótherja
Svarthöfði