Vísir - 18.10.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 18.10.1978, Blaðsíða 3
vísm MiOvikudagur 18. október 1978 næsta löndunarstaö. Þetta veldur veiöitapi hjá skipunum og oft á tiðum auknum kostnaði hjá útgerðinni. Við f innum einnig fyrir þvi að ekki gætir nægilegs skilnings hjá mönnum i landi á störfum okkar og við erum ekki metnir til móts við þau verðmæti sem við öflum i þjóðarbúið. bað er sláandi aðeitt af fyrstu verkum nýs s jávarútvegsráðherra er að rýra kjör sjómanna miöað við þær launahækkanir spm orðið hafa i landi. Þegar ákvörðun fiskverðs var rekin fyrir skömmu var einkum gætt hags- muna frystihúsanna en sjómenn látnir sitja á hakanum”. Auglýst mest þegar vel gengur Nú berast öðru hverju fréttir af svimandi háum launum sjómanna. Eru loðnusjómenn og þá einkum skipstjórar með tekjuhæstu mönnum i landinu? ,,Það hefur einhverra hluta vegna verið mikill ljómi yfir þessum veiðum. Þegar vel gengur þá gefur þetta vel af sér en það koma dauðir timar inn á milli. Þetta er auglýst mest þegar vel gengur þannig að menn sjá ofsjónum yfir þessu. Þeirsem eruá stærstu bátunum og veiðamesthafa góðar tekjur, það vita allir, en það er lika mikið á sig lagt. Hins vegar eru tekjurnar minni þegar skip- stjórarnir eru tveir um skipið Skipstjórahluturinn á Hákoni i heild 9 fyrstu mánuði þessa árs er liklega rúmar 10 milljónir en það hefúr lika verið stanslaust úthald frá áramótum. Eftir vetrarvertið var farið á spærlingsveiðar og i sumar var farið á loðnu við Kanada.” En hver er framtiðin fyrir loðnuveiðar. Er loðnan ekki of- veidd eins og sildin? „Ég er bjartsýnn á að þaö verði framhald á þessum veiðum. Að visuþarf að fylgjast vel með stærð stofnsins og gæta þess að hann verði ekki ofveidd- ur. Einnig er brýnt að viö leggjum okkur fram um betri vinnslu og nýtingu aflans þannig að verðmætin fari ekki til spillis.” -KS « E? U ■ ■ ■ i ■ ■ I ■ K ísfirskir sjómenn A myndinni sést starfsfólk Flata- og Hofsstaöaskóla Flataskóii 20 óra í dag: Mikil flugeldasýning í tilefni afmœlisins „Þaö hefur veriö ánægjulegt aö taka þátt i vexti byggöarlagsins i gegnum skólann. Nemendafjöldi hefur hér fimmfaldast á meöan ibúafjöldi hefur liölega þrefald- ast,” sagði Vilbergur Júliusson skólastjóri i Flataskóla i Garða- bæ, en skólinn er 20 ára i dag, en börn i Garðahreppi sóttu áður skóla til Hafnarfjaröar, Reykja- víkur og viðar. Nemendafjöldi i skólanum fyrsta árið var 137, en eru nú 737. Fjölmennasti árgangurinn er 12 ára en það eru 144 nemendur. Vil- bergur sagði að nemendum fækkaði hins vegar og væru bekkjardeildir fjórar i árgöngum 7-11 ára. Arið 1977 var stofnað útibú i safnaðarheimili kirkjunnar fyrir börn á aldrinum 6-9 ára. Skólinn var meðal annars stofnaður til að börnin þyrftu ekki að fara yfir Vifilsstaðaveg. Fyrsta áriö störfuðu aðeins fjórir fastir kennarar við skólann en nú starfa 65 manns við báða skólana. Vilbergur Júliusson hefur verið skólastjóri frá upp- hafi. 1 dag munu nemendur gera sér glaðan dag með skemmtanahaldi innan skóla, kvikmyndasýning- um og fleiru, en i kvöld klukkan 20 veröur mikil flugeldasýning við skólann á vegum hjálparsveitar skáta og Flugeldaiðjunnar Þórs- merkur fyrir bæði eldri og yngri nemendur skólans sem og alla bæjarbúa. Skólakór Garðabæjar mun syngja i útvarpið i tilefni af- mælisins en nýlega er komin út plata með söng kórsins. A föstudaginn verður haldið af- mælishóf i Skiphól, sem hefst klukkan 19. Starfsfólk, fyrrver- andi og núverandi sem og nem- endur elstu árganga skólans eru velkomnir. Þátttökuskal tilkynna til skólaritara sima 42756. —BA— mótmœla Áskorun Torfusamtakanna til yfirvalda: Rekið af ykkur slyðruorðið „Torfusamtökin benda á, að umhverfisvernd og þá ekki sist verndun gamallar byggðar, er málefni sem á þessum áratug hefur unniö fylgi aimennings i siauknum mæli. Afstaöa isienskra stjórninálamanna hefur hins vegar ekki verið i samræmi við þessa þróun." Svo segir i fundarsam- þykkt Torfusamtakanna sem horist hefur blaöinu. Þar segir að meöal stjórnmála- manna hafa meira boriö á loforöum en efndum i þess- um efnum. Prófsteinn á viö- horf stjórnvalda, rikis og borgar, sé viöhorfiö til Bern- höftstorfunnar, Grjótaþorps og Þingholtanna i Reykja- vik. Samtökin beina þeim ein- dregnu tilmælum til rikis- stjórnar og borgarstjórnar aö þær reki af sér slyöru- oröiö og hefjist handa meö raunhæfum aögeröum til björgunar og varðveislu handa komandi kynslóöum. _________________ „Hef engin loforð gefið" „Ég hef engu lofaö varö- andi bundiö slitlag á þjóö- vegi landsins, þaö er ekki á minu færi að gera það,” sagði Tómas Arnason fjár- málaráöherra viö Visi en i frétt VIsis s.l. mánudag af landsþingi Félags islenskra bifreiöareigenda telur heimildarmaöur blaösins aö ráðherra liafi gefið loforö um lagningu hundins slitlags á þjóðvegina á næstu 10 árum. „Ég vil aö næsta ár veröi notaö til undirbúnings þessa máls”, sagöi Tómas, „og siðan yröi hafist handa á áratugnum frá 1980 til 1990 hverjir svo sem fara meö stjórnvölinn allan þann tima er annaö mál.” —KS „tsfirskir sjómenn mótmæla harðlega þeirri kjaraskeröingu sem felst i seinustu fisk- verösákvörðun, sem er I engu samræmi viö launaákvarðanir til annarra stétta”, segir i yfir- lýsingu sem samþykkt var á fundi i Sjómannafélagi lsfiröinga. Þar segir ennfremur aö efna- hagsvandi islensku þjóöarinnar verði ekki leystur meö kjara- skerðingu þar sem lengst sé gengiö á kjör sjómanna. Góð feeilsa ep feveps iwaRRS ertu með? Marga hefur lengi 'angað til að geta spilað svolítið á gítar á góðri stund sér og öðrum til ánægju en einhvern veginn ekki komið því i verk að læra. Ef þú ert meðal þeirra, pá er tækifæri þitt runnið upp. Ný kennslustækni hefur litið dagsins Ijós á (slandi. Þú getur látið drauminn rætast og verið farinn að spila svolítið. meira að segja eftir nótum, eftir skamman tíma - bara með bráðskemmtilegu heimanámi. Svarið er námskeiðið Leikur að læra á gitar, frá Gítarskóla Ólafs Gauks - 2 kassettur og vönduð, litprentuð 52 síðna bók. Þú lest kafla í bókinni, athugar skýringarmyndir, en þegar kemur að þessu merki: hlusta ÍSJd setur þú kassettutækið af stað, og færð leiðbeiningar kennara og yfir 20 lög, sem hver einasti íslendingur þekkir, til að leika með. Aðferð, sem getur ekki brugðizt. Allt kennsluefnið er sérunnið fyrir íslenzka nemendur. Þekktir hljómlistarmenn ieika með þér lögin á kassettunum, og þér tekst fljótlega að leika með. Textar eru prentaðir við hvert lag í bókinni. Á 2 KASSETTUM OG BÓK Einnig tekið við pöntunum í síma 85752 Nýja GÍTARNÁMSKEIÐINU fylgja tvær langar kassettur með leiðbein- ingum kennara, yfir 20 lögum sem allir þekkja til að leika með og alls kyns léttum æfingum til að auðvelda námið samhliða bókinni. Bókin, sem fylgir GÍTARNÁM- SKEIÐINU er 52 siður, öll litprentuð á vandaðan pappír, með einföldum skýringum og fjölda mynda. Bókin og kassetturnar eru í sérhönnuðum plastumbúöum. Glæsileg og vönduð gjöf, ef svo ber undir. Fullkomið GÍTAR námskeið fyrir kr. 17.000 -ótrúlegt! PÖNTUNARSEÐILL Gjöriö svo vel aö senda mér undirrit. í póstkröfu gítarnámskeiöiö Leikur að læra á gítar, tvær kassettur og bók, verð kr. 17.000 auk sendingarkostnaöar. Utanáskrlft: Gítarskóli Ólafs Gauks, pósthólF 806, 121 Reykjavfk. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.