Vísir - 18.10.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 18.10.1978, Blaðsíða 10
10 VÍSIR útgefandi: Reykjaprent h/f iFramkvæmdastjdri: DaviðGuömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón meö helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaöa- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elías Snæland Jónsson, Guðjón Arngrlmsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónína Mikaelsdóttir, Katrín Páls dóttir, Kjartan Stefánsson, Óli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson,Jens Alexandersson. utlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinssdn, Magnúsólafsson. Auglýsinga-og sölustjóri: Páll Stefánsson Askriftargjald er kr. ^oo kr. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson á mánuöi innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Síöumúla 8. Verð i lausasölu kr. 120 kr. Símar 86611 og 82260 eintakið. Afgreiösla: Stakkholti 2—4 sfmi 86611 Prentun Blaöaprent h/f. Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur Þú getur orðið nœstur Undanfarna daga hafa ekki orðið nein alvarleg slys í umferðinni og árekstrar hafa verið með minna móti miðað við þennan árstíma. Það verður ef til vill til þess, að menn draga úr varkárni sinni í umf erðinni en slíkt má ekki gerast. Þetta ár er orðið meira slysaár en mörg hin síðustu og við verðum að taka höndum saman um að koma í veg fyrir að niðurstaða slysaskýrslnanna verði óhagstæðari en orðið er. Við megum ekki láta þetta hlé hafa sljóvgandi áhrif á okkur og það má heldur ekki verða til þess að umf erðar- ráðog f jölmiðlar haldi að sér höndum. Það er of seint að vakna, þegar slysin eru orðin. Dauðaslysintvö, sem urðu á gangbrautum í Reykjavík í haust, þegar ekið var á börn, sem voru á leið yf ir götur, ýttu við fólki og fjölmiðlar lifnuðu svolítið í kjölfar þeirra. Vísir hefur birt viðtöl við fórnarlömb umferðarslys- anna undanfarið og er þess að vænta að reynsla þess fólks verði lesendum blaðsinsvíti til varnaðar. Slíkt efni og annað efni um umferðarmál verður birt áfram, en það þarf meira til. Á það hefir verið bent hér í Visi, að umferðarf ræðsl- unni þurf i ekki síður að beina til hinna f ullorðnu en barn- anna, og ekki sé síst þörf á að vekja ökumennina til um- hugsunar um umferðarmálin. Það er Ijóst, að slíkt kostar talsvert fé, en það er skoð- un Vísis, að f ráleitt sé að spara fé hins opinbera á þessu sviði, þar sem allar fyrirbyggjandi aðgerðir af þessu tagi séu góð fjárfesting fyrir þjóðfélagið. Umræður í fjölmiðlum undanfarið hafa án efa haft áhrif í þá átt að draga úr umferðarslysunum og af þvl sést, að hægt er að fækka árekstrum, slysum, dauðsföll- um og meiðslum og minnka það f járhagslega tjón, sem fólk verður fyrir af völdum umferðarslysa og óhappa. Oftá tíðum virðist fólk ekki átta sig á hörmulegum af- leiðingum umferðaslysanna fyrr en það lendir sjálft í slíkum slysum. í viðtölunum, sem Vísir hefur þegar birt hefur komiðskýrt i Ijós hvernig slys geta gjörbreytt lífi og högum þeirra, sem í þeim lenda. „Framsætið brotnaði og ég þeyttist aftur. Við það hryggbrotnaði ég og lamaðist. Ég er alveg lömuð í fótun- um og ég býst ekki við því að fá máttinn aftur", segir ung kona, tveggja barna móðir, sem lenti í umferðar- slysi á Hafnarf jarðarveginum. Og til viðbótar við þá likamlegu fötlun, sem slysið hafði í för með sér, bætast f járhagslegar áhyggjur vegna takmarkaðra bóta þótt hún hafi verið í fullum rétti. Alltof oft eru það börnin, sem lenda í umferðarslysun- um. „Ég var að ná í bolta, þegar bíllinn keyrði á mig", sagði sjö ára gamall drengur á Borgarspítalanum við Vísi. Hann bætti því við, að hann vissi vel að ekki mætti hlaupa fyrirvaralaust út á götuna, en hann hefði „bara gleymt því" í þetta sinn. Hann slapp þó betur en f imm árastúlka,sem nú liggur á Grensásdeild Borgarspítalans. Hún var að koma heim af gæsluvelli, þegar bifreið ók á hana með þeim af leið- ingum, að hún lamaðist upp að brjósti. Allt of margir telja að aldrei komi neitt fyrir þá, — aðrir lendi í umferðaróhöppum og slysum. En ef menn hugsa alvarlega um þessi mál, sjá þeir, að þótt þeir fari sjálf ir með gát eru þeir ekki öruggir Hér verða allir að taka saman höndum. Þú getur orðið næstur. —OR m_______ Miövikudagur 18. október 1978 visra Söluhorfur góðor á minkaskinnum — segir Skúli Skúlason umboðsmaður Hudson Bay „Útlit er mjög gott hvaö varö- ar söluna i ár en um 20 þúsund skinn fara á markaöinn frá tslandi i vetur”, sagöi Skúli Skúlason umboösmaöur Hudson Bay, en þaö fyrirtæki er stærst þeirra sem selja skinn á heims- markaöi, þegar hann var spurö- ur um söluhorfur á skinnum. Uppboö á minkaskinnum verður i London i desember og febrúar. tslensku skinnin fara á markaðinn i febrúar. „Gæði skinnanna héðan hafa verið mjög svipuð og frá Norðurlönd- um, nema hvað stærð varðar, en það hefur heldur verið að lag- ast”, sagði Skúli. Betri aðstaða hér en á Norðurlöndum „Það er min skoðun að við eigum að leggja stund á svip- aðar búgreinar og gert er á Norðurlöndum. Við eigum fisk- inn, sem er um 80 prósent af fóðri sem til þarf. Ef þetta gengur ekki hjá okkur, þá á þetta ekki að ganga hjá hinum. Aðstaðan er betri hér en á Norðurlöndum t.d. i sambandi við fóðrið.”, sagði Skúli. Gott verð á refaskinnum „Verð á refaskinnum hefur verið um 40 sterlingspund fyrir bláref. Það hefur farið hækk- andi. Refaskinn er hægt að nota i staðinn fyrir skinn á villtum dýrum, sem eru að verða fágæt. Ný tækni er notuð i verkun og litun skinna. Einnig koma hér nátturuverndarsjónarmið inn i myndina. Það er talið æskilegra að rækta dýrin, og fá skinnin þannig, heldur en að eyða þeim úti i náttúrunni. Ég hef orðið var við að nokkuð margir hafa á- huga á þvi að fara utan og nema þessa búgrein. Til að byrja með refabú þarf milli tiu til fimmtiu tæfur.”, sagði Skúli Skúlason. Gísli Boldur Garðarsson skrifar: Á Alþingi er i dag tvenns konar st jórnarandstaöa. Hin hefö- bundna stjórnarandstaöa er i höndum Sjáifstæöisflokksins og viröast menn þar ætla aö fara ró- lega af staö. Það veröur hins veg- ar ekki sagt um stjórnarand- stööuna innan Alþýöuflokksins. Hinir ungu þingmenn þess flokks hafa þegar lagt fram á Alþingi mál sem ganga þvert á sam- starfsyfirlýsingu rikisstjórnar- innar. Og þeir boöa aö fleiri slik muni fylgja. t viötölum viö höf- und þessarar greinar hafa þing- menn sumir látið i veöri vaka aö á næstunni komi til meö aö reyna á þaö hvort rikisstjórnin sveigi meira inn á stefnu Alþýöuflokks- manna en gert var viö myndun rikisstjórnarinnar. Ef ekki geti dagar hennar brátt veriö taldir. Nóvember er mánuður sporð- drekans, — drekans sem lýstur óvini sina með eituroddi svo þeir hljóta bana af. Svo gæti farið aö rikisstjórn ölafs Jóhannessonar gæti i nóvembermánuði fengið að kenna á eituroddi stjórnarand- stöðunnar innan stjórnarflokk- anna. Búist er við aö i nóvember reyni i fyrsta sinn verulega á grundvöll stjórnarsamstarfsins og er mál manna að komist rikis- stjórnin i gegnum þá erfiðleika, geti Islendingar allt eins búist viö langlifri stjórn. Það ágreiningsmál meðal að- standenda rikisstjórnarinnar sem að öllum likindum mun fyrst lita Nú telja Alþýöuflokksmenn aö ýmsir þingmenn Alþýöubandalagsins muni keppa viö þá um aö koma fram meö þau umbótamál, sem þeir fyrrnefndu böröust fyrir f kosningunum. Þeir séu aö „stela” hinum ýmsu málum svosem löggjöf um bann viðhringamyndun.! dagsins ljós er frumvarp til breytingar á skattalögunum. Niðurfærsluaðgerðir rikis- stjórnarinnar hafa i för með sér mjög aukinn kostnað fyrir rikis- sjóð, og hefur ólafur Jóhannesson boðað að þvi verði mætt með auknum skattaálögum. Alþýðu- bandalagsmenn hafa itrekað sagt að þeir telji að auka beri skatt- heimtu i formi tekjuskatts. Gefum ekki eftir um þuml- ung Stór hópur þingmanna Alþýðu- flokksins, — jafnvel allir þing- menn flokksins munif snúast önd- verðir gegn hvers konar tilraun til þess að auka skattheimtu i formi tekjuskatts. Alþýðu- flokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að afnema beina skatta, og hefur margsinnis flutt tillögur þess efnis á þingi. Væntanlega verður lögð fram i dag þings- ályktunartillaga frá Sighvati Björgvinssyni um afnám tekju- skatts. „Við gætum aldrei samþykkt auknar tekjuskattsálögur”, sagði einn úr hópi yngri þingmanna Al- þýðuflokksins. „1 okkar hópi er mikil óánægja með það hvernig á málum var haldið við stjórnar- myndunina og það er ljóst að við gefum ekki þumlung eftir til við- bótar.” Annar þingmaður þessa flokks sagðist þess fullviss, að a.m.k. einn ráðherra flokksins, Kjartan Jóhannsson myndi fyrr segja af sér en að samþykkja að rikisstjórnin bæri fram slikt frumvarp. „Forklúðraðir efnahags- bjálfar" Visitölumálið gæti einnig orðið vendipunktur i stjórnarsamstarf- inu. Telja yngri þingmennirnir i Alþýöuflokknum að grundvöllur stjórnarsamstarfsins sé brostinn ef ekki tekst með endurskoðun á visitölukerfinu að koma endan- lega i veg fyrir sjálfvirkar vixl-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.