Vísir - 18.10.1978, Blaðsíða 11
vism Miövikudagur 18. október 1978
11
vörSun um heimabruggið vefst fyrii
Ríkisstjórnin rekur sig
ó lögmál frjálsr-
ar verslunar
Margir hafa haldiö þvi fram
að frjáls verslun tryggi best
lágt vöruverð. Frjáls sam-
keppni haldi verðinu niðri,
þannig að ef seljendur verðsetji
vöru sina of hátt verði hún ekki
keypt. Hinu opinbera beri að
haida skiiyrðum til frjálsrar
verðmyndunum opnum, tryggja
eða örva framboð og brjóta ein-
okun niður. Nú hefur rikis-
stjórnin sannað þessa reglu að
þvi er verðiagningu á áfengi
snertir og jafnvel þó að seljand-
inn hafi mjög góða einokunar-
ráðstöðu, ráði framboði, tak-
marki þjónustu og banni sam-
keppni, þó að óbein sé, heima-
brugg.
Jafnvel undir þessum kring-
umstæðum sannast aö takmörk
eru fyrir verðhækkunum, hvað
þá ef um frjálsan markað væri
að ræða. Fyrstu viðbrögð rlkis-
ins voru þau að reyna að styrkja
einokunaraðstöðu sina. Þvi var
haldið fram að heimabrugg
græfi undan stöðu áfengisversl-
unarinnar til ótakmarkaðrar
verðhækkunar. Fjármálaráöu-
neytið fór fram á við viðskipta-
ráðuneytið að hið siðarnefnda
tæki ger, sem nota má til brugg-
unar, af frilista, en þvi var hafn-
að.
Tók viðskiptaráðuneytið af-
stöðu i þessu máli með neytend-
Jóhann olafsson skrif-
ar:
Það er timanna tákn að
það var f jármálaráðu-
neytið en ekki heil-
brigðisráðuneytið/ sem
fór fram á breytingu
með verslun gers.
um gegn fjármálaráðuneytinu?
Ef svo er, þá er hér brotið blað i
sögu islenskra verðlagsmála,
þvi hingað til hefur verðlagsyf-
irvöldum aldrei þótt neitt at-
hugavert við að hið opinbera fé-
fletti neytendur, i hvaða formi,
sem þaö hefur verið, hvort sem
það hefur verið með tollum,
söiuskatti, tafsamri afgreiðslu
mála o.s.frv. o.s.frv. Vonandi að
þetta sé uppruni nýrri og betri
tima og viöskiptaráðuneytið
telji neytendur standa sér nær
en rikissjóð. Annars er afstaða
viðskiptaráöuneytisins ekki al-
veg skýr að þessu leyti. Þvi
finnst ef til vill aðferðin ekki
nógu góð og hefur bent á aðra
aðferð. Þ.e. lagabreytingu.
En þetta er skammgóður
vermir. Rikisstjórnin hefur boð-
að að það sem vanti uppá tekjur
rikisins verði innheimt með
auknum skattaálögum. Sem
sagt ef þú drekkur ekki með
góðu skalt þú borga samt og
ferð bara á mis við góöar veig-
ar.
Upphaflega voru afskipti
rikisins af vinverslun réttlætt
með umhyggju fyrir heilsu og
velferð almennings gegn ásælni
gróðahyggjunnar, en hefur snú-
ist upp i andstæðu sina. Nú er
áfengisverslunin gróöalind
þeirra sem vilja vera rikir að
völdum á tslandi hverju sinni.
Það er timanna tákn að það var
fjármálaráðuneytið en ekki
heiibrigöismálaráðuneytiö, sem
fór fram á breytingu með versl-
un gers.
sogSi Svavar Gestsson, viSskiptaróöherra
Sv'ávfrrLcf?, Þetta*SÉ-aJlaYf?a mál Þrig9ia ráöuneyta", sagði
Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra við VIsi i morgun, þegar spurt
var um þau tilmaeli f jármálaráðuneytisins að taka gersveppi af
frilista og fá forræöi þeirra i hendur ATVR.
„Samstarfsmenn minir forystu um þetta mál, ef þetta bréf ekki fyrr en
menn líta á þaö sem ........
áfengisvandamál, en
fjármálaráöuneytisins, ef
aöalatriöiö er tekjutap.
I hér telja aö viö getum
I tekiö vöru af frilista, en
I hins vegar þurfi lagasetn-
I ingu til aö féla einum
I aöila aö versla meö hana.
! Ég tel aö dómsmála-
ráöuneytiö eigi aö hafa
Þetta er nú niöurstaöan
viö fyrstu sýn. Ég fékk
eftir hádegi i gær og æt!i
sé ekki best aö segja aö
máliö sé til nánari athug-
unar i viöskiptaráöuneyt-
inu”.
Sjá einnig bls. 3. |
—ÓT.
Stjórnarandstaða Alþýðuflokksins:
SKATTARNIR OG VÍSI-,
TALAN ERU HEITU MALIN
hækkanir kaupgjalds og verðlags.
Þeir telja þetta vera hægt t.d.
með þvi að stöðva virkni visitöl-
unnar viö ákveðið tekjumark,
sem yrði að miöa við laun hinna
lægst launuöu. Hins vegar sé ekk-
ert sem bendi til þess að Fram-
sóknarmenn eða Alþýöubanda-
lagsmenn séu reiðubúnir til þess
að skera á vixlhækkanir. „Það er
eins og þessir menn vilji ná-
kvæmlega ekkert hrófla viö verð-
bólgunni og telji hana gera gagn.
Verstur viðureignar er hinn svo-
kallaði verkalýðsarmur Alþýðu-
bandalagsins undir forystu Lúð-
víks. Þeir menn vilja engu breyta
enda kallaði fyrrverandi hag-
fræðingur þeirra, þá „for-
klúðraða efnahagsbjálfa” sem er
liklega sannnefni. Þeir ásamt
Framsóknarflokknum eru liklega
versta ihald i islensku þjóðlífi”,
sagöi einn af hinum nýju þing-
mönnum Alþýðuflokksins.
Niöurskurð i útgjöldum
annars...
Fjárlagafrumvarpið verður
væntanlega lagt fyrir þingið áður
en langt um liður. Búast má viö
aö þar verði litiö um niðurskurð i
anda þeirrar stefnu sem Alþýðu-
flokksmenn höfðu að leiðarljósi
fyrir kosningar. Ungu þing-
mennirnir I flokknum segjast þvi
ætla að vinna að þvi meö oddi og
egg aö reyna að koma fram
breytingartillögum við frum-
varpið sem kveöi á um niður-
skurð útgjalda. Ef þær tillögur ná
ekki fram að ganga telja þeir sig
tæpast geta veitt fjárlagafrum-
varpi brautargengi. Þá segjast
þessir þingmenn vera mjög tvi-
stigandi um það hvort þeir eigi að
ljá ríkisstjórninni atkvæði sin til
þess að samþykkja bráðabirgða-
lögin frá þvi i september. Þeir
telji hinar auknu skattaálögur
tæpast réttlætanlegar og aftur-
virkni skattanna a.m.k. siðferði-
lega ranga, þótt svo kunni aö fara
aö hún brjóti ekki i bága við
stjórnskipunarlög.
Ella verður þingmanns-
ferillinn stuttur
Þessir ungu þingmenn telja sig
á engan veg vera skuldbundna til
þess að styðja rikisstjórnina
nema til verka sem eru I fullu
samræmi við þá stefnu sem þeir
börðust fyrir i kosningunum og
kosningasigurinn byggðist á. Þeir
benda á að þar sem svo illa var á
málum haldið við stjórnarmynd-
unina að nær engin stefnumál
flokks þeirra hafi þótt rúmast i
stjórnarsáttmálanum, verði þeir
aö rækja skyldur sinar gagnvart
kjósendum utan rikisstjórnarinn-
ar. Þeim sé lióst aö komi beir
ekki fram þeim umbótamálum,
sem kosningasigur þeirra
byggöist á verði þingmannsferill-
inn stuttur. „Við munum þvi láta
slag standa um þessi mál. Ef þau
ná ekki fram að ganga þá viljum
við frekar þola dóm kjósenda á
þeim grundvelli en að þola dóm
eftir að hafa setið aögerðarlausir
með hendur i skauti i heilt kjör-
timabil. Okkur er siður en svo i
mun að halda llfi i þessu stjórnar-
samstarfi, nema veruleg breyting
verði til batnaðar á afstöðu hinna
aöildarflokkanna.”
Hróflað við samvinnu-
hreyfingunni
Ef spurt er um hvaða umbóta-
mál önnur en meðferð á visitölu-
endurskoðun, niðurskurði fjár-
laga og viðnám gegn auknum
tekjuskatti, veröi á döfinni á
næstunni, kennir margra grasa
hjá hinum ungu þingmönnum. A
næstunni mun koma fram tillaga
frá einum þeirra um að komið
verði á beinum kosningum inn-
an samvinnuhreyfingarinar.
Þar er aöeins ein af mörgum
tillögum, sem væntanlegar eru
um málefni er varöa sam-
vinnuhreyfinguna en Fram-
sóknarfiokkurinn kom i veg
fyrir að þeim málum yrði hreyft i
stjórnarsáttmálanum. Þeir
benda á að ýmis málefni land-
búnaöarins þurfi að endurskoða,
— þeir geti ekki unað þvi aö
haldiö verði áfram sams konar
fjáraustri i þessa atvinnugrein og
verið hefur. 1 þvi sambandi verði
einnig aö skera niður hinn gifur-
lega milliliðakostnaö sem sam-
vinnuhreyfingin sjúgi til sin úr
-'landbúnaði. Samvinnuhreyfingin
sé misnotuð i þágu fárra og það
verði að stöðva.
Annars sögöust þingmennirnir
yfirleitt sem minnst vilja tjá sig
um það hvaða mál þeir væru með
i undirbúningi, þvi þeim væri
ljóst að þingmenn annarra flokka
og þá einkum Alþýðubandalags-
ins væru sumir hverjir að undir-
búa svipuö mál, — það væri
spurning hver yrði fyrstur til að
leggja fram tillögurnar. Þeir
vissu af a.m.k. einu umbótamáli
sem Alþýðubandalagið virtist
vera aö reyna aö „stela” frá
þeim, en það væri löggjöf um
bann við hringamyndunum fyrir-
tækja. Fyrstu lotuna hafa þó Al-
þýðuflokksmenn unnið. Þeir urðu
fyrri til aö bera fram frumvarp til
breytingar á kosningaaldri i 18
ár. ólafurRagnarGrimsson lagöi
fram frumvarp sama efnis i gær,
— nærri viku á eftir Gunnlaugi
Stefánssyni og fleiri þingmönnum
Alþýðuflokks. —GBG
Alþýðuflokksmenn eru ekki of sæiir með stjórnarsamstarfið. Ef rlkis-
stjórnin sveigir ekki stefnu slna meira I átt að stefnu Alþýðuflokksins
kann svo að fara að dagar hennar verði brátt taldir.