Vísir - 18.10.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 18.10.1978, Blaðsíða 5
VISIR Miðvikudagur 18. október 1978 5 JÓHANN ÖRN SIGURJÓNSSON SKRIFAR UM HEIMSMEISTARAEINVÍGIÐ í SKÁK: Karpov með gjörunna stöðu í Karpov : Kortsnoj 32. skákin. Eftir hetjulegan lokasprett hjá Kortsnoj, var sárgrætilegt að sjá hvernig hann fór að ráði sinu i gær. Hann var augsýni- leea meira en lítið miður sin, og taflmennskan óþekkjanleg frá þvi sem verið hefur i siðustu skákum. Fyrstu mistök hans voruánefa byrjanavalið. í stað þess að tefla áfram opna af- brigðið af spánska leiknum, valdi hann mjög þröngt og vafa- samt afbrigði af Pirc-vörn, og komst aldrei i takt við stöðuna. Ekki bætti lír skák, að áður en aðalátökin hófust, var hann kominn i bullandi timahrak, og hafði einfaldlega ekki tima i lokin til að mæta margvislegum hótunum heimsmeistarans. Karpov tefldi þessa mikil- vægustu skák lifs sins á óað- finnanlegan hátt, nýtti öll tæki- færi til hins itrasta og þegar skákin fór i bið, voru viðbrögð flestra á einn veg: , .Kortsnoj er meðkoltapað tafl”. Það eru þvi allar horfur á þvi að heims- meistarinn næli sér i 350 þúsund dalina, og haldi titli sinum. „Ég er alltof sleginn til þess að gera mér grein fyrir liðan minni”, sagði einn aðstoðar- manna Kortsnojs, stórmeistar- inn Stean. Einhver spurði Tal hvernig honum litist á biðskák- ina. ,,Það þarf engan stór- meistara til aö skilja þessa stöðu”, varsvarið. Fréttastofan Tass fór varlega i sakirnar og lét sér nægja tilkynningu þar sem sagði að skákin hefði farið i bið og_ heimsmeistarinn hefði betri stöðu og peð yfir. Kortsnoj leit lauslega á biðstöðuna heima áhóteli. Hann kvaðsthafa misst af bestu leiðinni i byrjun, og teflt veikt út i gegn. Karpov fékkst ekki til að segja neitt, „keppninni er enn ekki lokið”, sagðieinn aðstoðarmanna hans. En ýmislegt fleira skeði i Baguio borg i gær. Áður en skákin hófst, kröfðust Sovét- menn þess að Ananda Marga fólkið yrði fjarlægt frá bústað Kortsnojs, ella myndi Karpov ekki mæta til leiks. Kortsnoj vissi ekkert um þetta, en að- stoðarmaður hans, Keene lét undan þessum kröfum og undir- ritaði plagg þess efnis að An- anda Marga fólkið yrði flutt á braut. ,,Ég er að bjarga Karpov frá þvi að láta dæma af sér heimsmeistaratitilinn,, varð Keene að orði, og var reiður mjög. Óvist er hvort Kortsnoj kann honum nokkrar þakkir fyrir þetta framtak, og fyrir bragðið missti áskorandinn af hugleiðslustund með jókunum, áður en skákin hófst. Sovéski dulsálfræðingurinn dr. Zukhar kom nú enn á ný fram i sviðs- ljósið, eftir að hafa haldið sig I öftustu röð, siðustu 15 skák- irnar. Meðan á taflinu stóð, flutti hann sig fram i 4. sætaröð- ina, og rauf þar með samkomu- lag það sem soveska skáksveit- in hafði gert við aðstoðarmenn Kortsnojs. Askorandinn átti nóg með skákina, og kom þvi ekki auga á dr. Zukhar, en ýmsir veltu þvi fyrir sér hvort hann myndi hafa framkvæmt hótun sina frá þvi fyrr i einvigunu, og fleygt doktornum sjálfur á dyr. Hvitur: Karpov Svartur: Kortsnoj Pirc-vörn 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Rf3 Bg7 5. Be2 (Karpov fer hægt i sakirnar. Keres og Geller höfðu einnig dalæti á þessum rólega leikmáta, enda fær hvitur jafnan mjög örugga stöðu, lausa viðalla ævintýramennsku.) 5. .. 0-0 6.0-0 (Svartur er talinn jafna taflið fljótt eftir 6. Be3 Bg4 7. Dd2 Rc6 8. d5 Hb8, eða 6. Bf4 Rc6 7. d5 e5! 8. dxe6 Bxe6, Un- zicker : Botvinnik, Varna 1962.) 6. .. c5?! (Nokkuð tvíeggjaður leikur, sem leiðir til Benóný-varnar. Larsen reyndi 6... Ra6? ! 7. Hel c5, gegn Smys- lov i Monte Carlo 1967, en fékk þröngt taflogerfitt.) 7. d5Ra6 8. Bf4 Rc7 9. a4 b6 (Vilji svartur br jótast úr þessari þröngu stöðu sinni, verður hann að reyna 9. .. h6 10. Bh4 g5 11. Bg3 Rh5, eða 10. Be3 e6 og sprengja upp á mið- borðinu.! 10. Hel Bb7 11. Bc4 Rh5 12. Bg5 Rf6 (Svartur finnur enga viðunnandi áætlun, og Kortsnoj hafði þegar eytt mikl- um timaá byrjunarleikina.) 13. Dd3 a6 14. Ha-dl (Karpov kemur mönnum sinum i góðar stöður, áður en lokaátökin hefjast.) 14. .. Hb8 (Eina mót- spil svarts, b6-b5, er þungt i vöf- um og lengi að komast i gang.) 15. h3 Rd7 16. De3 Ba8 17. Bh6 b5 (Kortsnoj hafði notað 105 minút- ur til að fá upp þessa þungu stöðu, Karpov 75 minútur.) 18. Bxg7 Kxg7 19. Bfl Rf6 20. axb5 axb5 21. Re2 (Baráttan er að taka á sig ákveðna mynd. Hvitur flytur lið sitt yfir á kóngsvæng, á meðan svartur leitar færa á drottningarvæng.) 21. .. Bb7 22. Rg3 Ha8 23. c3 Ha4 24. Bd3 Da8 (Loksins virðist svartur veraað tosa um sig. En það hefúr tekið sinn tima, og nú á Kortsnoj ekki eftir nema 18 minútur á næstu 16 leikina, og aðalátökin eftir.) H iL 4 t i 41 i 1 t £ t t t 11 a a 25. e5! dxe5 (Ef 24. .. Rfxd5 25. Rh5+ gxh5 26. Dg5+ Kh8 27. Dxh5 f5 28. Rg5 og vinnur. Eða 25. .. Kh8 26. Dh6 Hg8 27. Rg5 og vinnur.) 26. Dxe5 Rxd5 27. Bxb5 Ha7 (Peð svarts á c5 er slæmur veikleiki i stöðu hans, og á kóngsvæng vofa ýmsar hótanir yfir. Ekki beint glæsilegt ástand i timahrakinu.) 28. Rh4 Bc8 (Ef 28. . Db8 29. c4 Dxe5 30. Hxe5 og svarta staðan hrynur.) 29. Be2 Be6 30. c4! (Þar með fellur c-peðiðoghvitur er kominn með tvö samstæð fripeð.) 30. .. Rb4 31. Dxc5 Db8 32. Bfl Hc8 33. Dg5 Kh8 (Þvingað vegna ógnunar- innar 34. Rh-f5+.) 34. Hd2 Rc6 (Hér átti Kortsnoj eftir tæpar tvær minútur eftir af umhugs- unartima sinum. Ef 34. . Bxc4 35. Bxc4 Hxc4 36. Hxe7 og vinnur.) 35. Dh6 Hg8 36. Rf3 Df8 37. De3 Kg7 38. Rg5 Bd7. 39. b4! Da8 (Ekki 39. .. Rxb4 40. Dxa7.) 40. b5 Ra5 41. b6 Biðleikurinn. Ekki verður annaö séð en staða svarts sé gjörtöpuð. T.d. 41. .. Hb7 42. Ha2, og tvöfalda á a-lin- unni. Eða 41. .. Ha6 42. c5. SÍÐUSTU FRÉTTIR: Kortsnoj gaf skákina i morgun og hefur Karp- ov þá tekist að halda heimsmeistaratitlinum i skák. Er einviginu þar með lokið. UNDRAEFNIÐ MDD-M- TUNE nýtt smuroliu-og eldsneytisbœtiefni fyrir allar vélar nú komið til íslands. SPARAR ELDSNEYTI — Bensinið i gamla verðiö BÆTIR ÞJOPPUN — Eykur orku HREINSAR BLONDUNGINN — MINNKAR GJALLMYNDUN SPARAR SMUROLIU — LÆKKAR VIÐHALDSKOSTNAÐ KERTI, HLJÓÐKÚTAR og PUSTRÖR endast lengur STÓRMINNKAR SLIT VÉLARINNAR LÆKKAR REKSTURSKOSTNAD BIFREIÐA 15-25% Vestur-íslendingur fró verksmiðjunni í Californiu kynnir efni þetta í verslun vorri daglega nsstu daga kl. 3-6. •Inaust h.f Síðumúii 7—9. Sími 82722 Bókaskrá ÆSKUNNAR 1978 er komin út í tólfta sinn Yfir 1000 bókatitlar. Árgangurinn er yfir 500 siður. Upplag 20 þúsund eintök. Blaðið kemur út 9 sinnum á ári. Skráin hef ur aldrei verið f jölbreyttari og bíður nú uppá yf ir 1000 bókatitla. Þar er að f inna mesta úrval bóka á einum stað. Áskrifendur ÆSKUNNAR láti afgreiðsluna vita ef þeir hafa ekki fengið bókaskrána senda. Hagstæðasta bókaverð/ sem er á markaðnum í dag. ÆSKAN er stærsta og f jölbreyttasta barna- og unglingablað sem gefið er út á íslandi í dag. Gerist áskrifendur. BARNABLAÐIÐ ÆSKAN BÓKABÚÐ ÆSKUNNAR sími 17336 - Laugavegi 56 - sími 14235 mBt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.