Vísir - 18.10.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 18.10.1978, Blaðsíða 9
VISIR . Miövikudagur 18. október 1978 9 Sjómenn loðnubóta þurfa sjálfir að landa aflanum Sjómaður á loðnubát skrifar: „Með þessum linum sem hér eru krotaðar hyggst ég sýna fram á hvað illa er búið að loðnusjómönnum. Þar ber lönd- unarmálin hæst. Þegar við dröttumst i land og búið er að binda skipið þurfum við aðlanda aflanum sjálfirsem er einsdæmi I vlðri veröld. Löndunartækin eru splunkuný en alveg handónýt og ekki mönnum bjóðandi að vinna með þeim. Þau eru talsvert verri en gerðist á sildarárunum og voru þau þó ekki hátt skrifuð fyrir 15-20 árum siðan. Að lokinni löndun er farið beint út á veiðar aftur og telst sá heppinn sem kemst i sima eða getur náð sér i nauðsynjar. Svona getur þetta gengið vik- um saman, að menn ná varla sambandi við sina nánustu nema i' gegnum talstöð þar sem mörg hundruð manns geta hlustað á hvert einasta orð. Svo er það aðstaðan um borð i skipunum. Hún er fyrir neðan aliar hellur. Veiöarfærin eru alltaf að stækka og þyngjast en það gleymist alltaf að það eru menn um borð sem þurfa að vinna við þessi veiðarfæri. Þetta þýðir stóraukið vinnuálag en ekki virðast blessaðir út- gerðarmennirnir eyða pening- um i að auðvelda mannskapn- um vinnuna. Menn sem hafa stundað sjómennsku i áratugi segja mér aðstörfin séu alltaf að þyngjast og er það i öfugu hlutfalli við þaðsem geristd öðrum veiðum. 1 þriðja lagi eru ekki mannsæmandi laun nema á 10-15 aflahæstu bátunum, en meirihlutinn hefur sultarlaun. Ég skora á útgerðarmenn að bæta aðbúnað okkar svo mannsæmandi verði. Að lokum skora ég á loðnu- sjómenn að heimta iöndunarfri eins og togarasjómenn hafa og fleiri útivistarsjómenn.” Róðist ó breska herinn að ósekju Björn Sverrisson á Sauðárkróki birti undarlega ritsmið i Visi s.l. fimmtudag. Maður þessi vinnur hálfan daginn við eldvarna- eftirlit i Skagafjarðar- sýslu. Efnislega er greinin á þessa leið: 1. Að eftirlitsmenn Brunamála- stofnunar séu miklir snill- ingar, sérstaklega þó Gunnar Pétursson, og að undirritaður hafi ráðist á þá með „sklt- kasti”. 2. Að breski herinn noti slökkvi- bila, sem séu „ónýtt rusl”, og ég hafi útvegað samskonar bíla til Islands. 3. Að reglugerð sú, er ég samdi um brunavarnir og brunamál sé óskiljanleg. Svar: 1. Ég hefi aldrei rætt um eftir- litsmenn Brunamálastofn- unar út i frá og hefi ávallt látið þá njóta sannmælis i umræðum við brunamála- stjórn. Það er meira en þeir munu geta sagt um sina framkomu. 2. Mér þykja það engin tiðindi þótt Björn Sverrisson ráðist að mér. En grimmd hans út i herafla Bretadrottningar, löngu eftir að þorskastriðinu er lokið með sigri okkar, er mér með öllu óskiljanleg. Rétt er að geta þess, að það var ekki ég, heldur Gunnar Pétursson, sem var sendur til Bretlands til að skoöa bilana. Þeir voru svo keyptir sam- kvæmt eindregnum meðmæl- um hans. 3. Það er mér, og ég held öllum öðrúm mönnum, ofvaxið að semja reglugerð, sem Björn Sverrisson myndi skilja. Aðlokum vil ég svo ráðleggja fyrrverandi starfsmönnum mi'num að setja sér einhvern lágmarks „standard” þegar þeir panta greinar um ágæti sitt og vonsku mína. Bárður Daníelsson. UMSJÓN: STEFÁN KRISTJÁNSSON SÍMI: 86611 nusoyssienaur vlurinn er Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi — föstudags. Afhendum vöruna á byggingarstað, viðskiptamönnum að kostnaðar lausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. Borgarplasl Borgameril nmi 93 7370 kvöld 09 hclganimi 93-7355 Cr tolvur ^ CLR LD RUN ON caQgl im BACK STEP R/S GOTO SKIP Q D D D P L-LR »'n h cosh ianh CA 10 p (0 0 i I CLR h* 10" i/V 1 „ 6 0 6 0 0 P-S d-r slooe intcp n1 10 (0. D D D 10 6 10 D i0 PRIOO 78 innbyggðar reikningsaðferðir 72 forrita skref 10 minni 4 svigar 14 breytikonstantar Hleðslutœki fylgir SIN, COS, TAN, INV (x-J), In, LOG, e», 10\ EE, +/-, x«—*y, v x, 1/x, yx, xv'y, 7T, d-<—>-r (->P,-R), HAGSTÆTT VERÐ H F ARIVUJLA 11, SÍMI 81500 0»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.