Vísir - 13.11.1978, Síða 2

Vísir - 13.11.1978, Síða 2
2 Mánudagur 13. nóvember 1978 VISIR c í Reykjavík "1 y Lest þú leiðaraskrifin í dagblöðunum? Margrét B r yn j ól fs dé t tir, húsmó&ir: „Nei, leiöararnir vekia engan áhuga hjá mér. Eyjólfur Matthlasson, múrari: „Já, þaö geri ég alltaf. Ég er áskrifandi aö fjórum blööum og reyni alltaf aölesa þá alla til aö fá samanburö.” Guörún óladóttir, skrifstofu- stúlka: „Þaögeriég afar sjaldan. Eg hlusta frekar á Utdrátt úr þeim i morgunútvarpinuu.” Kristján A. Einarsson, bflstjóri ogmaraþondansari: „Þaögeri ég aldrei. Einfaldlega af þvi aö ég nenni þvi ekki.” W Sæmundur Sverrisson, 1 frfl: „Nei, alls ekki. Mér finnst bara ekkert í þá variö”. Verkfall stundakennara í háskólanum: Þessi mynd var tekin i háskólanum eftir aö verkfall stundakennara var hafiö, en þá höföu ýmsir nemendur litiö aö gera i kennslustofum sinum. Visismynd: GVA „Lítið vitað um þátttöku stundakennara ennþá" segir Stefán Sörensson, háskólaritari „Þaö erekkinokkur vafiá þvi aö þetta kemur stúdentum illa en á þaö má þó lita aö fastir kennarar haf'a haldiö upni sinni kennslu. Þaö er þvi ekki hægt aö segja aö heil vika hafi fariö til einskis”, sagöi Stefán Sörenson, háskóla ritari. er rætt var viö hann um áhrif verkfalls stunda- kennara á kennsluhætti. „Þaö hefur falliö niöur kennsla i einstökum námskeiö- um I heila viku, en hvort tekst aö vinna þaö upp á þeim tfma sem eftir er fram aö prófum, er erfitt aö segja. Hugsanlega myndu stundakennarar veita aukatima, þar sem þaö væri taliö óhjákvæmilegt. Námsáætlun i verkfræöi- og raun visindadeild er einna stifust. Þar er námsefninu raö- aö niöur á hverja viku og lítiö má falla út til aö menn standi höllum fæti viö próftöku”. Lítið vitað um þátttöku i verkfallinu Stefán sagöi aö skrifstofa Há- skólans heföi ekki upplýsingar um þaö hversu mikiö af tfmum heföi falliö niöur vegna verk- fallsins. „Viö vitum litiö um þátttökuna i verkfallinu fyrr en kemur til launagreiöslna fyrir nóvember, en þá könnum viö þettahjáhverjumogeinum. Viö höfum ekki mannafla til aö fylgjast meö meira en 300 stundakennurum, sérstaklega þar sem kennt er á 16 stööum vfös vegar um bæinn. Sumir af þeim eru meö fáa tíma, en stór hópur hefur mikla kennslu. Ég hef veriö aö reyna aö for- vitnast um þetta hjá forstööu- mönnum deilda, en þeir hafa lítil svör ennþá”. Aöspuröur kvaöst Stefán ekki reikna meö aö áframhald yröi á verkfalli stundakennara. „Þeir samþykktu aö boöa verkfall i eina viku ef samningar næöust ekki og ég hygg aö þeir muni alls ekki halda áfram á þessu misseri. Ég hef hugboö um aö þeir muni hins vegar endur- skoöa sina afstööu þegar áriö er liöiö. Forsvarsmenn stunda- kennara eru hins vegar réttir upplýsingaraöilar f þvi sam- bandi. Háskólinn hefur enga samn- ingsaöstööu. Hann hefur ekki rétt til aö taka þátt i kjaramál- um. Þetta eru mál fjármála- ráöuneytis og menntamála- ráöuneytis”. —BA— Þeir þenja dragspilið í túnfœtinum Stighækkandi áætlanir um kauphækkun fyrsta desember n.k., sem engar viröast ætla aö standast, sýna meö nokkrum hætti hve erfitt reynist hverju sinni aö spá I áhrif veröbólgunn- ar. Fyrsta spá um 1. desember- kaup mun hafa veriö hækkun um 3,5%. Gott ef raunveruleik- innblasir ekki viö nú upp á 14%. t rauninni á engin rlkisstjórn auöveldan leik f þessari veröbólguglimu, en léttúöugt tal stjórnmáiamanna um kaup og kjör og sifelldar pólitiskar deil- ur um sama efni, hafa komiö al- menningi tii aö trúa þvi, aö meö einhverjum snillibrögöum veröi hægt aö lækka veröbólguna niöurá „normal”, segjum 6% á ársgrundvelli, hvenær sem t.d. Alþýöubandalaginu þóknast aö hætta aö beita verkalýönum fyrir kaupkröfuvagninn, Fram- sókn linni kröfum um útflutn- ingsbætur vegna iandbúnaöar og öörum kröfum um fjármuni til atvinnuvegarins, sem nema nú átján milljöröum króna á fjárlögum, eöa fjórum og hálfri milljón á hvern bónda i landinu, hvort sem hannfærnú meiri eöa minni tekjur af búi sinu, Sjálf- stæöisflokkur hætti t.d. aö boöa frjálsa áiagingu á timum, þegar aimenningur hefur veriö rúinn öllu veröskyni og vinni aö stofn- un nálarauga fyrir þýöingar- mesta innflutninginn, þannig aö tilbúin veröiagning komi ekki til greina, hvorki hjá SÍS eöa öör- um innflytjendum, og Alþýöu- flokkur heimili endurskoöun fjárlaga meö þaö fyrir augum aö segja upp lögbundnum fjárframlögum til almanna- trygginga og annarra þfttta um opinbera þjónustu, meöan at- hugun fari fram á möguleikum tS sparnaöar á fyrrgreindum f járlagaliöum. Mestu máli skipti þó ef allir flokkar gætu komiö sér saman um aö stefna aö þvi aö taka upp þungan gjaldmiöil aö öllum þeim liöum endurskoöuöum sem hér hafa veriö nefndir og upptöku þjóö- hagsvisitölu og viröisauka- skatts. En ekkert af þessu veröur gert, heldur veröur reynt aö þoka sér framhjá vissum dög- um ársins, eins og 1. desember núna, þannig aö aögeröirnar þýöi ekki atkvæöatap. Þess- vegna brást þeim hjá Alþýöu- bandalaginu bogalistin um s.l. helgi. Þá var efnt til fundar um kjaramálin, mesttil aö knýja þá Snorra Jónsson og Guömund J. til aö samþykkja aö þeirra félagasamtök bæru fram úr- lausnartfllögur, sem Alþýöu- bandalagiö legöi þeim i hendur. Þetta mistókst. Snorrilét sjá sig einu sinni á fundinum, flutti stutta ræöu, sem var óskiljan- leg, en Guömundur J. lét ekki sjá sig. Þótt þessum tveimur mönnum þyki atkvæöi Alþýöu- bandaiagsins góö, viröist komiö hik á þá aö bera verkalýös- hreyfingunni frekari skilaboö frá Alþýöubandalaginu. Framsókn, sem ætlar sér aö innheimta fjórar og hálfa mflijón á hvern bónda handa bænda- versluninni og fóöurbætissalan- um SIS, á um margt dugandi fjármálaráöherra. Hann er aö austan eins og Eysteinn, og hef- ur náö langt I skjóli jans. Nú tai- ar hann um aögeröir, sem eigi aö miöa aö þvi aö sveifla veröbóigunni niöur um ein tuttugu prósent á ársgrundvelli. Sllk aögerö mundi einfaldlega þýöa aö allir þeir, sem hafa ver- iöaö byggja s.L tvö ár eöa hafa keypt ibúöir á sama tima færu á hausinn. Hafi veröbólga einu sinni komist i 40%, getur veriö hættulegt aö lækka hana bæöi hratt og mikiö. Veröbólgan I Bandarikjunum hækkar stööugt og veldur miklum áhyggjum. Hún nemur nú 11.4% f vissum viöskiptum. Þegar fjármáia- ráöherrann hér talar um aö lækka veröbólguna um tiu eöa tuttugu prósent segjast efna- hagsráöunautar Bandarikjafor- seta stefna aö þvf aö koma veröbólgunni þar niöur um hálft prósent á ársgrundvelii. Þaö viröist þvi enn langt i land aö vitibornir menn hér tali um veröbólguna á skiljaniegu máli. Þeir þenja bara sitt pólitiska dragspil i túnfætinum, og taia svo glannalega um veröbólguna, aö annaö tveggja ætla þeir ekkert aö hamla á móti henni, eöa þeir skilja ekki viö hvaö er aö fást. Svarthöföi

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.