Vísir - 13.11.1978, Side 10

Vísir - 13.11.1978, Side 10
10 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprenth/f ' Fra mkvæmdastjári: Davíö GuOmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón meö Helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Berglind Asgeirsdóttir,Edda Andrésdóttir, GIsli Baldur Garðarsson, Jónlna Michaelsdóttir, Jórúnn Andreasdóttir, Katrln Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Stefán Kristjáns- son, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingarog skrifstofur: Slöumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Slðumúla 14 slmi 86611 7 linur Áskriftargja|d er kr. 2400.- á mánuöi.innanlands. Verö i lausasölu kr. 120 kr. eintakiö Prentun Blaöaprent h/f. Ekki útlend nðfn heldur aukin gœði Erfitt er að átta sig á því, hvort trú landsmanna á ís- lenskum iðnaði hefur aukist mikið, eftir þær herferðir sem farnar hafa verið til þess að kynna hann og hvetja fólk til þess að kaupa fremur íslenskt en erlent. Ástæða er þó til að ætla að allt stef ni þetta í rétta átt og lands- menn séu að verða jákvæðari gagnvart innlendri fram- leiðslu en áður var. Aftur á móti skýtur það skökku við, þegar innlendir iðnrekendur slá því föstu, að landsmenn vilji fremur kaupa vörur undir erlendum merkjum en innlendum og ákveða að framleiða íslenska vöru i íslenskri verksmiðju undir erlendu nafni, sem starfsfólkið er látið búa til. Þetta hefur nú gerst og eru gallabuxur með heimatil- búnu nafni sem lítur út fyrir að vera enskt, auglýstar grimmt á íslenskum markaði þessa dagana. Hvernig ætlast menn til að íslenskir kaupendur fái trú á íslenskri framleiðslu, þegar framleiðendurnir telja einu leiðina til þessað selja hana vera þá að dulbúa hana sem erlenda vöru? Hugarfarsbreytingin verður ekki með því að fyrirtæki hér á landi breyti nöfnum á framleiðsluvörum sínum þannig að þau líti út fyrir að vera ensk, — slíkt lýsir upp- gjöf og má ekki gerast. Sú vakning, sem varð í sambandi við innlendan iðnað á iðnkynningarárinu.plægði jarðveginn og nú á að sá í hann og hlúa að iðnaðinum. Landsmenn hljóta smátt og smátt að beina kaupum sínum að innlendum iðnaði, ef hann stenst samanburð í verði og gæðum, — en stærsti kaupandinn hér á landi, rlkið, ræður gífurlega miklu um það, hvort sala eykst verulega á innlendri framleiðslu eða ekki. Kaup ríkisstofnana á erlendum vörum og tækjum hafa verið mjög til umræðu I Vísi að undanförnu og meðal annars komið fram, að kaup innlendrar framleiðslu nema aðeins um 10% af heildarinnkaupum opinberra að- ila. Ljóst er að varla verður hægt í náinni f ramtíð að gera kröf u til þess að riki og sveitarfélög kaupi einungis inn- lenda framleiðslu, einfaldlega vegna þess, að mjög margt af þeim vörum og tækjum, sem þessir aðilar þurfa á að halda, er ekki til á framleiðslulista íslensks iðnaðar. Engu að slður er hægt að auka til muna hlutdeild inn- lendrar framleiðslu I innkaupum opinberra aðila, ef vilji er fyrir hendi. Reykjavíkurborg gekk á undan með góðu fordæmi slðastliðið vor, og samþykkti þá borgarstjórn, að heimilt væri að taka innlendum tilboðum, þótt þau væru allt að 15% hærri en erlend tilboð vegna sömu vörutegunda. Samkvæmt finnskum útreikningum er talið borga sig f yrir opinberan aðila þegar dæmið er reiknað til enda að taka innlendu tilboði þar I landi jafnvel þótt það sé 40% hærra en erlent tilboð, og I Danmörku hafa menn komist að þeirri niðurstöðu að I raun sé ódýrara fyrir ríkið að kaupa vöru af innlendum framleiðanda fyrir 30% hærra verð en erlendur aðili býður fyrir sömu vöru. Með auknum gæðum eykst trú manna á innlendri framleiðslu og það á ekki að vera neitt feimnismál að framleiða Islenska vöru undir íslensku nafni. Grundvöll f ramleiðslunnar hafa svo bæði almenningur og opinberir aðilar I hendi sér og geta með því að kaupa innlenda framleiðslu I rlkari mæli en nú er, rennt styrkari stoðum undir Isienskan iðnað. Mánudagur 13. návember 19781VISJLR Magnús H. Magnússon Greiðslubyrði húsbyggjenda verði sambœrileg við leigugreiðslur — Rœtt við Magnús H. Magnússon, félagsmúlaróðherra um fyrirhugaða nýskipan húsnœðismúla Félagsmálaráöuneytið er nú meö I smlðum frumvarp til breytingar á lögum um verka- mannabústaöi, og mun félags- málaráöherra væntanlega leggja þaö fyrir Alþingi á næst- unni. Af þvi tilefni ræddi blaöa- maöur Vfsis viö Magnús H. Magnússon, félagsmálaráö- herra, og spuröist fyrir um helstu efnisþætti frumvarpsins. „Veigamesta breytingin, sem frumvarpiö felur isér, er aö lán til byggingar og kaupa á verka- mannabústööum veröa 90% af byggingarkostnaöi eöa veröi húsnæöisins. Hér veröur um aö ræöa annuitetslán til 32 ára. Gert veröur ráö fyrir aö lánin veröi verötryggöaö fullu og beri 2 1/2% vexti. Vextirnir koma þó ekki til nema þvl aöeins aö verö- bólgan veröi engin, þ.e. gert er ráö fyrir aö vextirnir komi til frádráttar veröbótum og komi því ekki til álagningar nema veröbætur veröi engar. Miöaö viö reynslu undanfarandi ára veröur því ekki um vaxta- greiöslur aö ræöa”. Aldrei meir en 20% af daglaunum ,,Þá er og gert ráö fyrir aö greiösla afborgunar og vaxta farialdrei yfir 20% af daglauna- tekjum viömiöunarstétta, sem i þessu tilfelli eru verkamenn, iönaöarmenn og verslunar- og skrifstofufólk. Þaö má segja, aö þetta séu aöalatriöi frumvarps- ins”. —Er gert ráö fyrir aö bygging verkamannabústaöa veröi auk- in frá því sem nú er? „Já, tvimælalaust. Þaö verö- ur gertráö fyrir aö þessar bygg- ingar veröi u.þ.b. þriöjungur allra ibúöabygginga i landinu. Skilyröi fyrir þátttöku I þessu kerfi veröa m jög rýmkuö frá þvi sem nú er, og þaö er ekki gert ráö fyrir því aö ákveönar stéttir njóti forréttinda fram yfir aör- ar. Aö s jálfsögöu veröur þó miö- aö viö ákveöiö tekjuhámark, sem á aö ganga jafnt yfir alla, en þaö veröur talsvert ha*kaö frá þvi sem nú er”. Forkaupsskylda á sveitarfélög —Hver veröur þáttur sveitar- félaganna I þessu kerfi? ---Sú skylda verður lögö á heröar sveitarstjórnum kaup- túna, kaupstaöa og hreppa aö setja á stofn nefndir i samvinnu viö launþegasamtökin á hverj- um staö tii þess aö kanna þörf- ina fyrir verkamannabústaöi og siöan aö undirbúa og stjórna framkvæmdum. Þá veröur mælt fyrir um for- kaupsskyldu sveitarfélaga á þessu húsnæöi, og veröur gert ráö fyrir lánveitingum til sveitarsjóöa til þess aö geta sinnt þessari skyldu og komiö i veg fyrir aö þetta húsnæöi fari út á hinnalmenna markað. Slik- ar lánveitingar veröa miöaöar viö 90% af kaupveröi, þannig aö samanlögö lán úr rfkissjóöi nemi 90% af kaupverði á hverj- um tfma”. —Hvaö um fjármögnunina? „Þaö hefur enn ekki veriö ákveöiö endanlega hvernig f jár- mögnun veröur skipt milli rikis og sveitarfélaga, en ég geri ráö fyrir aö rikissjóöur veiti u.þ.b. 70% af f jármagninu og sveitar- félögin þá um 20%, en einstakl- ingurinn fjármagni sjálfur 10% af byggingarkostnaði”. 700 Ibúðir á ári „1 fjárlagafrumvarpinu nú eru þessir tekjustofnar aö hluta til inni, en þó vantar talsvert á aö hægt veröi aö fara af staö meö fullum krafti strax. Gera má ráö fyrir aö um 700 ibúöir veröi byggöar fyrir fjármagn Ur þess- um sjóöi á ári hverju, en þaö fer aö sjálfsögöu ekki allt af staö i einu. Þetta kerfi tryggir hins vegar aö allt verömætiö er greitt aftur til rlkisins, þannig aö endur- greiösla lána veröur í framtiö- inni verulegur tekjustofn fyrir þetta lánakerfi”. —Þú hefur einnig boðaö aö ný tilhögun veröi lögleidd um lán til aimennra húsnæöisbygginga. „Ég geri ráö fyrir aö frum- varp um nýskipan þeirra mála veröi lagt fyrir þingiö fyrir þinglok I vor, og ætti þvi hugsanlega aö geta komiö til framkvæmda I ársbyrjun 1980. Helstu hugmyndir aö breyting- um á þeim lánum eru aö þau veröi annuitetslán til u.þ.b. 30 ára, verötryggö aö fullu ogmeö 2 1/2—3% vexti. Hins vegar er aöeinsgertráöfyriraö lánin nái til 80% af byggingarkostnaöi. Varöandi lán til kaupa á eldra húsnæöi geri ég ráö fyrir aö kjörin veröi svipuö, þ.e. lang- timalánmeö lágum vöxtum. Ég býst viö aö lánin veröi hækkuö mjög verulega, en hvort þau koma til meö aö ná 80% af kostnaöarverði get ég ekki tjáö mig um á þessu stigi málsins. Léttari greiðslubyrði Ég vona aö okkur takist aö af- greiöa þessi mál sem fyrst. Helst kysi ég aö frumvarpiö aö lögum um verkamannabústaö- ina gæti hlotiö afgreiöslu fyrir áramót. Ný lög um HUsnæöis- málastofnunina vona ég aö geti tekiö gildil ársbyrjun 1980 og þá um leiðlög umlffeyrissjóö ailra landsmanna. Þetta helst nokkuö I hendur, þar sem lifeyrissjóð- irnir erunú mjög stórtækir lán- veitendur til byggingafram- kvæmda. Ég á von á þvi aö þessi tilhög- un komi til með aö létta veru- lega undir hjá fólki sem er aö koma yfir sig húsnæöi. Greiösl- urnar veröa mun lengri og jafn- ari, en greiöslubyröin veröur nokkuö sambærileg viö leigu- greiöslurá hverjum tlma. Hing- aö til hefur greiðslubyrði hús- byggjenda fyrstu árin verið óguöleg, enaö vlsu veriö léttbær eftir nokkur ár. Ég er þó þeirrar skoöunar, aö lengri og jafnari greiöslur séu mun æski- legri. Þessi verötrygging veröur miöuö viö byggingarvlsitölu, en ef litiö er til lengri tima, þá hækkar kaupmáttur meir en þessi vísitala, þannig aö greiöslubyröin minnkar. —GBG

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.