Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 34
34 C ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Opið virka daga frá kl. 8-12 og 13-17 Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali BÚJARÐIR Á söluskrá FM eru núna yfir 40 sumarhús og um 100 jarðir af ýmsum stærðum. Póstsendum söluskrár um land allt. Hæðir BRÆÐRABORGARSTÍGUR Mjög áhugaverð hæð ásamt risi í eldra tvíbýlishúsi í Vesturbænum. Íbúðin hefur tvo sérinnganga. Á hæðinni er eldhús, hol, samliggjandi stofur og eitt svefnh. og uppi eru tvö herb. og baðherb. Parket á gólfum á hæðinni. 5448 4ra herb. og stærri KÓPALIND Til sölu mjög glæsileg fullbúin fjögurra herb. 123 fm íbúð á jarðhæð í glæsilegu litlu fjölbýli við Kópalind. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Stór sólpallur. Eign sem vert er að skoða. Verð 16,2 m. 3707 3ja herb. íbúðir STANGARHOLT Áhugaverð íbúð í þessum vinsælu húsum við Stangarholt. Íbúðin er samtals um 91 fm, hæð og ris. Á aðalhæð er eldhús, stofur, svefnher- bergi og baðherbergi. Í risi eru tvö herb. ásamt óinnréttuðu rými. 2997 ÞINGHÓLSBRAUT Glæsileg þriggja herb. íbúð á fyrstu hæð í nýlegu þríbýlishúsi í vesturbæ Kópavogs. Sérinngangur og sólrík verönd fyrir utan stofu. Þvottahús í íbúð. Vandaðar innréttingar í eldhúsi, forstofu og herb. Flísalagt baðherb. með innréttingu. Parket og flísar á gólfum. Verð 13,3 m. 2959 2ja herb. íbúðir GRETTISGATA Skemmtileg tveggja herb. ósam- þykkt íbúð á 2. hæð í bakhúsi. Húsið er steinhús, byggt 1921. Hátt er til lofts í íbúðinni, um 2,80 m. Eldhúsið er með eldri málaðri viðarinnréttingu. Baðherbergið er með litlu baðkari undir súð, með hvítum tækjum og gólfborðum á gólfi. Í stofu og herb. eru falleg gólfborð. 1732 Atvinnuhúsnæði HAFNARSTRÆTI Til sölu eða leigu glæsileg húseign við Hafnarstræti. Húsið hefur allt verið endurnýjað að utan og að hluta að innan. Stærð 745 fm. Hús sem gefur mikla notkunarmöguleika. Teikningar og nánari uppl. á skrif- stofu. TILBOÐ ÓSKAST. 9343 VOGAR - REYKJAVÍK Vorum að fá í sölu áhugavert stein- steypt iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði á tveimur hæðum, í framhúsi, sam- tals 1.100 fm, þar af um 220 fm milli- loft, sem innréttað er sem skrifstofur. Húsnæðið hefur verið mikið endur- nýjað bæði að innan og utanhúss, og lítur vel út. Á baklóð er 181 fm stálgrindarhús auk 30 fm millilofts, fulleinangrað og upphitað hús. Byggingarréttur á baklóð. Góð að- koma er að báðum húsunum, stórar innkeyrsludyr. Eign sem gefur mikla möguleika. Teikningar og nánari uppl. á skrifstofu. 9411 FISKISLÓÐ - FJÁRFESTAR Til sölu 347 fm áhugavert atvinnu- húsnæði við Fiskislóð. Húsnæðið er á tveimur hæðum. Efri hæðin er inn- réttuð fyrir skrifstofur, neðri hæðin innréttuð sem afgreiðsla og lager. Húsnæðið er í góðri leigu, undir snyrtilegan rekstur. Nánari uppl. á skrifstofu. 9410 Landsbyggðin FREYSNES II SKAFTÁRHREPPI Til sölu nýlegt 100 fm einbýlishús á þessum frábæra stað. Einstakt um- hverfi. Hagstæð lán áhvílandi. Mynd- ir og nánari uppl. á skrifstofu. Verð 9,8 m. 11154 TJARNARKOT Til sölu jörðin Tjarnarkot í Húnaþingi vestra. Byggingar á jörðinni eru m.a. íbúðarhús, fjárhús, hlaða og hesthús. Greiðslumark í sauðfé 166 ærgildi. Jörðin selst án bústofns og véla. Nánari uppl. á skrifstofu. 10731 FLÚÐIR Til sölu fasteignin Akurgerði 6 í Hrunamannahreppi í Árnessýslu. Um er að ræða hús byggt 1995. Stein- steypt á einni hæð og klætt að utan með Steni-klæðningu að hluta. Húsið er 129 fm að stærð og lóðin er 1.400 fm. Húsið hefur verið notað sem afgreiðsla og vinnuaðstaða fyrir póst og síma á svæðinu og getur auðveldlega nýst áfram fyrir annars konar starfsemi. Húsið er inn í íbúð- arhverfi og gæti einnig nýst sem íbúðarhús. Lóðin er stór, 1.400 fm, öll frágengin með gróðri og stéttum með hitalögnum og lýsingu. Mjög gott aðgengi er að húsinu og mörg bílastæði við það. 14288 GRINDAVÍK Til sölu gott 117 fm hús ásamt 11 fm geymslu. Húsið er timburhús byggt 1973. Ágætt ástand. Laust fljótlega. Verð 9,0 m. 14296 LAUGARVATN - SUMARHÚS Myndarlegt sumarhús í landi Úteyjar í Laugardalshreppi. Heitt og kalt vatn. Góð staðsetning. Eignarlóð. Verð 7,0 m. 13498 BORGARFJÖRÐUR - SUMAR- HÚS Vorum að fá í sölu sumarhús við Ölver í Leirár- og Melárhreppi. Stærð 55 fm. Húsið er byggt 1980 og þarfnast lagfæringar. Verðhugmynd 2,5 m. 13488 KIRKJULAND - KJALARNESI Til sölu smábýlið Kirkjuland á Kjalar- nesi, (tilheyrir nú Rvík). Um er að ræða mjög áhugaverða eign t.d. fyrir hestamenn. Byggingar eru myndar- legt íbúðarhús, steinsteypt á einni hæð, ásamt góðum bílskúr. Auk þess er stórt hesthús og vinnuað- staða með stórum innkeyrsludyrum, en hús þetta má nýta á ýmsan hátt. Einnig skemmtilegur torfbær sem hefur verið innréttaður sem hesthús. Stórt vel útbúið hestagerði. Hita- veita. Landstærð um 7 ha, að stórum hluta tún. Kirkjuland stendur undir Esjunni á frábærum útsýnisstað. Hér er um að ræða mjög spennandi eign. Myndir og nánari uppl. á skrifstofu.11095 SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ SÍÐUMÚLI - HEIL HÚSEIGN Til sölu mjög gott skrifstofuhús- næði við Síðumúla. Húsnæðið, sem er kjallari og þrjár hæðir, er byggt 1983 og er um 1.000 fm. Húsið hýsir í dag stóra verk- fræðistofu. Allur aðbúnaður og skipulag mjög gott. Húsið getur verið laust seinni hluta árs 2002 og kemur til greina að leigja hús- ið af væntanlegum kaupanda, a.m.k. til þess tíma. Nánari upplýs- ingar á skrifstofu. 9400 FOSSHÁLS 27 Til sölu mjög vel staðsett hús- næði á götuhæð í þessu mynd- arlega húsi. Stærð rúmir 1.000 fm. Umtalsverður byggingarrétt- ur mögulegur, teikningar fyrir- liggjandi. Mikil lofthæð og hægt að hafa margar innkeyrsludyr. Eign sem gefur mikla möguleika. Nánari uppl. á skrifstofu. 9417 Agnar Gústafsson hrl. Eiríksgötu 4 Málflutnings- og fasteignastofa 551 2600 552 1750                                                 ! !" #  $  %&      '     "     #  $%& '    $ # $ (      #  )*   Ofnar eru ekkert sérstaklega al- gengir í stofum á heimilum hér, frekar í sumarbústöðum. En svona ofnar eru mjög notalegir og hita vel, ekkert síður en arnar. Í kuldum er gott að hafa góðan ofn Falleg og einföld borðskreyting MIKILL uppgangur var í efna- hagslífi Rússa í fyrra og er talað að neyslan hafi aukist um 9%, hag- vöxturinn um 7% og fjárfestingar um 18%, segir í Herald Tribune. Nú þegar ljóst er að slagkraftur er aftur í efnahagslífinu eftir tvö mögur ár er ljóst að Rússar þurfa að taka á óleystu vandamáli sem skapaðist við hrun Sovétríkjanna árið 1991, þ.e. verndun eignarrétt- arins og að framfylgja lögum um hann. Skortur á eftirfylgni á þessu sviði er talinn vera einn helsti hemillinn á hagvöxt til langs tíma og aukna erlenda fjárfestingu sem Rússar þurfa þó mjög á að halda. Öldum saman hefur lagasetning verið í ólestri og Rússar hafa sjálf- ir á orði að lögin séu eins og uxa- kerra, hana megi draga í hvað átt sem er. Nota kerfið til þess að klekkja á keppinautunum Í stað þess að einfalda lagakerf- ið og framfylgja lögunum með festu hafa stjórnvöld í Moskvu í reynd leyft héraðsstjórnum og áhrifamiklum mönnum í atvinnulíf- inu á hverjum stað að fara sínu fram að miklu leyti. Fyrirtæki sem starfa þar sem lögum um eignarrétt og viðskipti er illa framfylgt geta því lent í miklum vandræðum. Þá halda stjórnendur sumra fyrirtækja því fram að keppinautar sem hafi tengsl við stjórnvöld hafi fengið saksóknara í viðkomandi héraði til þess að reka mál á hendur þeim, oft vegna lítilla sem engra saka. Lög um eignarétt vantar Ásakanir af þessu tagi og skort- urinn á að grunnviðir markaðshag- kerfisins, þ.m.t. talin lög um eign- arrétt, séu í lagi í góðu lagi leiðir til óstöðugleika og óvissu sem fæla burt erlenda fjárfesta. Anatoli Chubais, forstjóri stærsta raforku- fyrirtækis í Rússlandi, segir að eftir hrun Sovétríkjanna hafi hrein frumskógarlögmál gilt í viðskipta- lífinu. „Þetta var hreinlega spurn- ing að drepa eða vera drepinn. Nú er þetta liðin tíð en í staðinn er það orðið æ algengara að fyrirtæk- in noti pólitísk eða efnahagsleg tengsl til þess að láta saksóknara, skattstjóra eða öryggislögregluna klekkja á keppinautunum.“ Fælir burt er- lenda fjárfesta Ótryggt lagaumhverfi í Rússlandi Morgunblaðið/Einar Falur Frá Moskvu. Skorturinn á að grunnviðir markaðshagkerfisins, þ.m.t. talin lög um eignarrétt, séu í góðu lagi leiðir til óstöðugleika og óvissu sem fælir burt er- lenda fjárfesta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.