Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 44
44 C ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir FASTEIGNASALA Sö lus t jó r i : Ó la fu r G. V ig fússon. Sölum.: Bynjól fur J. Garðarsson og Magnús Geir Pálsson. S igu rbe rg Guð jónsson, hd l . l ögg . fas te ignasa l i . Sæmundur H. Sæmundsson f ramkvæmdast jó r i .Félag fasteignasala Sími 588 8787 — Suðurlandsbraut 16 Opið mánud. - fim. kl. 9-18, fös. 9-17, símatími laugard. frá kl. 12 - 14 www.h-gaedi.is - netfang: sala@h-gaedi.is Sölustjóri: Ólafur G. Vigfússon. Sölufulltrúar: Oddur Þór Sveinsson. Þjónustufulltrúi: Guðrún Þ. Hallgrímsdóttir. Sigurberg Guðjónsson hdl., lögg. fasteignasali. Sæmundur H. Sæmundsson, frkv.stjóri. Jarðir Jörð í Skilmannahreppi Vorum að fá í sölu um 106 hektara jörð, þar af um 20 hektarar ræktað land, ásamt íbúðarhúsi og útihúsum. Meðal annars hesthús fyrir um 20 hross og hægt að stækka það um helming með litlum tilkostnaði. Aðeins er um 30 mínútna akstur frá Reykjavík að þessu landi. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Einbýli Draumastaður við Elliðavatn Vorum að fá í einkasölu draumastað við Elliðavatn fyrir hestamenn og náttúruunn- endur. Einbýlishús, stór bílskúr og 12-15 hesta hesthús á 2.000 fm landi við Elliða- vatn. Frábær staður, einstakt tækifæri. Einbýli - Kjalarnesi Í einkasölu ein- býlishús sem er kjallari, hæð og ris, sam- tals um 205 fm. Húsið er ekki fullbúið. Áhvílandi um kr. 6,9 m. Nánari upplýsing- ar á skrifstofu. Rað- og parhús Hlíðarás - Mosfellsbæ Höfum í sölu 195 fm parhús á tveimur hæðum með inn- byggðum bílskúr. Neðri hæðin er steypt, en efri hæðin er timbur. Húsið skiptist eftir- farandi. Efri hæð: forstofa, hol, stofa, borð- stofa, eldhús og snyrting. Neðri hæð: sjón- varpshol, fjögur svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús/geymsla. Góð eign. Glæsi- legt útsýni. Verð 16,2 m. Selbrekka - Kópavogi Í einkasölu fallegt tveggja hæða hús með tveimur íbúðum. Heildarstærð er 191 fm auk 36,3 fm bílskúrs. Eign í mjög góðu standi, ný- málað að utan, sólstofa, falleg lóð, heitur pottur í garði. Góð staðsetning og mikið útsýni. Verð 22,9 m. Vantar Ertu í söluhugleiðingum Vantar 2ja íbúða hús í hverfi 109 eða 111. Brynhildi vantar litla risíbúð í hverfi 104, 105 eða 108. Jóhönnu vantar 3ja-4ra herb. íbúð í hverfi 104, verð allt að 11 m. Vantar 2ja íbúða hús á verðbilinu 18-21 m. Vantar 4ra-5 herb. íbúð eða sérbýli með bílskúr í Hamra- eða Foldahverfi, verð allt að 17 m. Mundu H-Gæði í þína þágu Vættaborgir Í sölu parhús á tveimur hæðum með tveimur íbúðum. Þetta er endahús innst í götu með fallegri lóð, að mestu frá náttúrunnar hendi. Heildarstærð m. bílskúr er um 210 fm. Verð 20,9 m. 4ra til 7 herb. Lækjargata - Hafnarfirði LAUS FLJÓTLEGA. Íbúðin er öll endurnýjuð, með nýjum gólfefnum, innréttingum og tækjum. Það yrði of langt mál að telja upp kosti íbúðarinnar. Fáðu að skoða og það strax í dag! 3ja herb. Rekagrandi Í einkasölu falleg 81,3 fm 3ja herb. íbúð á 3. hæð, (2. hæð frá bíla- stæði) suður- og norðurútsýni, tvennar svalir. Parket á öllu, stutt í alla þjónustu. Upphituð bílgeymsla í kjallara. Áhv. byggsj. og húsbr 4,2 m. Verð 11,5 m. Breiðavík Höfum í einkasölu glæsi- lega 110 fm íbúð á þessum vinsæla stað. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Stórt og fallegt eldhús með viðarinnréttingu. Góðar suðursvalir. Toppeign, þar sem stutt er í alla þjónustu. Verð kr. 13,0 m. Álfheimar Erum með í einkasölu á þessum vinsæla stað, stóra 115 fm 4ra herbergja íbúð. Eignin er í góðu ástandi, stórt eldhús með flísum á gólfi, stórar stofur með parketi, rúmgóð svefnher- bergi. Eign á toppstað, þar sem stutt er í alla þjónustu. Áhv. 5,1 m. Verð 12,8 m. 2ja herb. Laugavegur Vorum að fá í sölu nýupp- gerða 55 fm íbúð á jarðhæð á þessum vin- sæla stað. Nýjar innréttingar og ný gólfefni. Eignin verður tilbúin til afhendingar í janúar 2001. Verð 7,7 m. Atvinnuhúsnæði Hlíðasmári - SALA/LEIGA Vel stað- sett verslunar- og skrifstofuhúsnæði á fjór- um hæðum. Selst eða leigist í heilu lagi eða í 10 einingum. Teikningar á skrifstofu. Borgartún - Atvinnuhúsnæði Vorum að fá í einkasölu skrifstofuhúsnæði á 3. hæð, sem er um 450 fm. Húsnæðið gæti losnað um næstu áramót eða góður leigusamningur fylgt til eins árs. Eignin er í góðu ástandi bæði úti og inni. Áhvílandi um 16,5 m. Allar nánari uppl. á skrifstofu. Hlíðasmári - Jarðhæð Vorum að fá í sölu 75 fm verslunarhúsnæði á jarð- hæð við Hlíðasmára. Góðir sýningar- gluggar. Glæsilegt húsnæði sem er allt að því viðhaldsfrítt. Flísalagt gólf, góð snyrting. Hér er hægt að byrja strax með alls konar rekstur. Nánari uppl. á skrif- stofu. Brekkuhús Glæsilegt 165 fm verslun- arhúsnæði í nýrri verslunarmiðstöð í Grafarvogi. Leigusamningur til 8 ára. Allar nánari uppl. á skrifstofu. Í smíðum Núpalind Vorum að fá 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir og glæsilega „pent- house“-íbúð í nýju lyftuhúsi í Kópavogi. Húsið er klætt að utan með varanlegri klæðningu. Íbúð- irnar afhendast fullfrágengnar að innan með vönduðum innrétting- um en án gólfefna. Hér er t.d. kjörið tækifæri fyrir stéttarfé- lög að fjárfesta í orlofsíbúðum á afar hentugum stað, mið- svæðis á höfuðborgarsvæðinu. Verð: 2ja herb. 10,8 m. 3ja herb. frá 13,4 m. 4ra herb. frá 14,3 m. „Penthouse“-íbúð 19,0 m. Afhending verður í febr.-mars 2001 Starfsfólk H-Gæði óskar landsmönnum gleðilegs árs og þakkar viðskiptin á liðnu ári ❋ ❋ ❋ ❋ ❇ ❇ ❇ ❇ ❇ ❇ ❇ N Ú stendur yfir farandsýn- ing á verkum Buckmin- sters Fullers (1895–1983) í Bauhaus í Dessau. Til- efni sýningarinnar var upphaflega 100 ára minningarár Fullers árið 1995. Síðan þá hefur sýningin komið víða við, m.a. í Zürich og London. En áður en lengra er haldið nokkur orð um sýningarstaðinn: Bauhaus var upphaflega skóli fyrir hönnun og listir stofnaður af Walter Gropius árið 1919 í Weimar. Þetta var framúrstefnustofnun sem hafði mikil áhrif á þýska menntun á þessu sviði bæði fyrir og eftir seinni heims- styrjöldina. Árið 1925 var stjórn- málaástandið í landinu orðið þannig að skólinn neyddist til að flytja til Dessau. Reist 1926 Þar var síðan sjálf Bauhaus-bygg- ingin reist árið 1926 eftir teikningum Gropiusar. Árið 1933 lokuðu nasist- arnir svo skólanum og byggingin var í rúst eftir stríðið. Árið 1996 var svo þessi merkilega bygging í endurgerð tekin á skrá UNESCO um heims- menningarverðmæti. Það er merkilegt til þess að hugsa að um svipað leyti og Bauhaus-bygg- ingin er fullgerð stendur 32 ára gam- all maður á stönd Michigansvatnsins og íhugar sjálfsmorð. Hann er þó eitthvað óákveðinn og gengur hægt af stað og upplifir þá í sviphendingu eins konar Nirvana-ástand: Honum finnst hann ganga í lausu lofti í skjannabirtu og heyrir rödd sem seg- ir: „Héðan í frá skalt þú aðeins taka mark á því sem þú sjálfur hugsar.“ Þetta nægir til þess að Bucky hættir snögglega við fyrri áform – en starfar einbeittur áfram í fimmtíu og sex ár – síðustu tuttugu og fimm árin sem íbúi geimskipsins Jarðar í verki. En ástand hennar og ranghugsanir valdhafa hennar vill hann leiðrétta með skynsemina að vopni. Niður- stöðu þessa starfs er einmitt að sjá á Bauhaus-sýningunni. Bucky kom síðast til Íslands árið 1979 þannig að heil kynslóð Íslend- inga hefur aldrei heyrt hans getið. Flestir setja enn nafn hans í sam- band við svokölluð stórhringjahvolf- þök – geodesic domes – eða kúluhús á því „ylhýra“. En leið Fullers að því marki var löng og ströng og hann lét heldur ekki þar við sitja við að „hugsa allt upp á nýtt“. Þessar þekktustu byggingar hans geta spannað allt það rými sem hver maður þarf til einkanota, á hag- kvæman hátt. Já með gagnsæjum efnum ef svo ber undir þannig að himinninn verður sjáanlegur inni: Einkahiminn þinn... Þegar árið 1929 – um tveim árum eftir Michiganævintýrið – kynnir hann sína fyrstu sögulegu hönnun: Dymaxion-húsið. Algjör bylting Ef Bauhaus-byggingin var fram- úrstefna árið 1926 þá er þessi ný- hugsun hans algjör bylting. Markmið hans hér var að gera ódýrt fjölda- framleitt hús – Volkswagen í hús- formi – sem var m.a. 95% léttara en hús þess tíma. Undirstaða hússins er um einn fermetri en húsið sjálft um 150 fermetrar. Þetta næst með því að líkja eftir tré: Húsið stendur á miðsúlu með lyftu inní og hangir allt á súlunni. Allt efnið í húsið tilbúið til samsetningar kemst inn í rör sem er rúmur metri í þvermál og tæpir fjórir metrar á lengd. Til þess að gera þessa byggingar- tækni enn ódýrari hannar hann nokkrum árum seinna háhýsi sem er svipað að gerð. Hann minnkar vind- álag þess og dregur þar með úr kæl- ingu með hringlaga glerhjúpi sem er settur umhverfis bygginguna og hann snýst með vindinum. Loftskip flytur burðargrind hússins á bygg- ingarstað í heilu lagi og menn planta því eins og tré úr lofti. Rökin á bak við þessar byggingar voru mjög lágur byggingarkostnaður og skynsamleg lausn á sameiginlegu vandamáli fjöldans. Þetta var í samræmi við iðnfram- leiðslumöguleika og -stefnu þess tíma sem hafði hagrætt lífi almenn- ings á flestöllum sviðum nema í húsa- gerð. Mótrökin voru hefðin – og hefð- in sigraði hér skynsemina sem oftast fyrr og síðar. En þó byggði Hugo Junkers eitt Dymaxionhús fyrir sig árið 1930. Árið 1947 er svo byggð svokölluð Einkahiminn þinn Fyrrverandi blómabörn sitja nú líka á valdastóli á Ís- landi, segir Einar Þorsteinn hönnuður. Þessi far- andsýning í Þýskalandi um ævistarf R. Buckminsters Fullers ætti að höfða til þeirra og þar með eiga erindi hingað. Borg í risakúlu. Líkan af Wichita-húsinu í Kansas og fleira. Tensergity kúla Buckys svífur yfir innganginum í Bauhaus Dessau.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.