Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 40
40 C ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Bragi Björnsson lögmaður Börkur Hrafnsson lögmaður Magnús Ingi Erlingsson lögmaður Sveinn Guðmundsson lögmaður – lögg. fasteignasali EINBÝLISHÚS ARNARNES - GLÆSILEGT Einstök eign fyrir fjársterka fagurkera. Höfum í einkasölu eitt glæsilegasta einbýlishús- ið í Arnarnesinu. Húsið er 420 fm, þar af u.þ.b. 70 fm tvöfaldur bílskúr. Húsið hefur allt verið endurgert á vandaðast- an hátt. Gegnheilt dökkt parket eða vandaðar ítalskar flísar á gólfum. Sér- smíðaðar innréttingar í eldhúsi og baði. Jafnframt hefur öll lýsing verið sérhönnuð. Á neðri hæð er falleg tveggja herbergja íbúð með Alno-eld- húsi. Stórar suðursvalir og mjög stór sólverönd. Nánari uppl. veitir Bragi. KALDASEL - FALLEGT Glæsilegt 285 fm einbýli, auk 34 fm bílskúrs með tveimur íbúðum. Á aðalhæð eru fjögur svefnherbergi, öll parketlögð. Eldhús með vandaðri eikarinnréttingu. Sam- liggjandi stofa og borðstofa. Baðher- bergi og gestasnyrting eru flísalögð í hólf og gólf. Á neðri hæð er falleg og rúmgóð 3ja herbergja íbúð. Fallegur garður með nuddpotti. Bílskúr býður upp á ýmsa möguleika. RAÐHÚS GRAFARHOLT HÖFUM Í EINKASÖLU ÚRVAL TVEGGJA HÆÐA RAÐHÚSA Í GRAFARHOLTI. HÚSIN ERU UM 200 FM MEÐ INNBYGGÐUM BÍLSKÚR. HÚSUNUM VERÐUR SKILAÐ FULL- FRÁGENGNUM AÐ UTAN EN FOK- HELDUM AÐ INNAN. GRÓFJÖFNUÐ LÓÐ. NÁNARI UPPL. OG TEIKNINGAR Á SKRIFSTOFU. 4-5 HERBERGJA STANGARHOLT Skemmtileg efri sér- hæð og ris með tveimur stofum og möguleika á 4 svefnherbergjum. Á að- alhæð eru bjartar stofur með parketi, baðherbergi flíslagt í hólf og gólf, eld- hús með snyrtilegri eldri innréttingu og parketlagt hjónaherbergi með góð- um skápum. Á efri hæð eru þrjú svefn- herbergi sem eru undir súð, öll með góðum gluggum. Að auki er gengið út á góðar suðursvalir úr einu herberg- inu. Stór og góður bílskúr með raf- magni, heitu og köldu vatni. Verð 13,8 millj. Fagleg þjónusta lögmanna tryggir örugg viðskipti FASTEIGNASALA FAXAFENI 5 SÍMI 533 1080 FAX 533 1085 VANTAR EINSTAKLINGSÍBÚÐ Íbúð á verðbilinu 5-8 millj. SELTJARNARNES Sérbýli á verðbilinu 24–30 millj. ÁRBÆR Raðhús, parhús eða einbýli í Ártúnsholti. VESTURBÆR Sérbýli á verðbilinu 14–30 millj. FOSSVOGUR Einbýlis- og/eða raðhús. BAKKASTAÐIR - GRAFARVOGI Glæsileg 125 fm íbúð með sérinngangi á efri hæð í litlu fjölbýli á góðum út- sýnisstað. Gegnheilt dökkt parket á öll- um gólfum nema eldhúsi og baði sem er flísalagt. Eldhúsinnrétting vel hönn- uð og falleg. Þrjú stór og björt svefn- herbergi auk eins lítils herbergis sem hægt væri að nota sem barnaherbergi. Góður bílskúr með geymslulofti. Verð 15,6 millj. KAPLASKJÓLSVEGUR - VESTUR- BÆR Góð 4ra herbergja íbúð á besta stað í Vesturbænum. Gagngerar end- urbætur utanhúss eru langt á veg komnar. Íbúðin er vel skipulögð. Stofa, borðstofa, sjónvarpshol og 3 svefnher- bergi. Gott útsýni. Góðar svalir beggja vegna húss. Sameign er mjög snyrti- leg. Þvottahús á hæðinni. Verð 12,9 millj. 3JA HERBERGJA FLYÐRUGRANDI - VESTURBÆR Falleg og vel skipulögð íbúð á annarri hæð í þessari vinsælu blokk í hjarta Vesturbæjarins. Parket á gólfum. Gott baðherbergi. Rúmgott hjónaherbergi og barnaherbergi. Stórar svalir. Þvotta- hús á hæðinni. Góð eign á góðum stað. Verð 10,7 millj. HJALLABREKKA – KÓPAVOGI Björt og rúmgóð 71 fm þriggja her- bergja íbúð á jarðhæð í tvíbýlishúsi. Rúmgott hjónaherbergi og bjart barna- herbergi. Góð stofa. Stór geymsla sem gæti nýst sem skrifstofa. Verð aðeins 9,9 millj. MIÐBÆR Lítið smekklegt parhús á tveimur hæðum við Njálsgötu. Húsið er í alla staði smekklega innréttað. Mjög stór hjónaherbergi og gott auka- herbergi. Fallegt flísalagt baðherb.. Vönduð ný eldhúsinnr. Stór og björt stofa. Úr henni gengið út á sólv. Sér- stök eign á rólegum stað. Verð 11,1 millj. VALLENGI - GRAFARVOGI Falleg 92 fm íbúð á jarðhæð með sérinng. í litlu fjölb. Beykiparket á öllum gólfum nema á baðherb. sem er flísal. í hólf og gólf og forstofa sem einnig er flís- alögð. Hjónaherb. stórt með góðum skápum og barnaherb. bjart, einnig með góðum skápum. Eldh. er með vandaðri beykiinnr. Stofa stór og björt. Úr stofu gengið út í garð. Leyfi til að halda hunda og ketti í húsinu.V.11,9 m. HRAFNHÓLAR - BREIÐHOLT Ný- standsett 3ja herbergja íbúð á 2. hæð á þessum vinsæla stað. Húsið er klætt að utan. Sameign er öll til fyrirmyndar. Lyfta. Góður bílskúr fylgir íbúðinni. Verð 11,5 millj. VITASTÍGUR - MIÐBÆR Falleg íbúð á annarri hæð í virðulegu steinhúsi. Tvær samliggjandi stofur og gott svefnherbergi. Upprunaleg gólfborð. Verð 8,9 millj. 2JA HERBERGJA VÍFILSGATA Björt kjallaraíbúð á ró- legum stað. Góð stofa með parketi. Rúmgott svefnherbergi með skápum. Flísalagt baðherbergi með baðkari. Lít- ið eldhús með eldri innréttingu. Þvotta- hús á hæð. Góð eign á góðu verði. Verð aðeins 6,3 millj. LEIGUHÚSNÆÐI FAXAFEN Gott u.þ.b. 600 fm atvinnu- húsnæði á annarri hæð á besta stað. Laust strax. Nánari uppl. á skrifstofu. LÓÐIR LÓÐIR Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar gerðir lóða á skrá, bæði fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnu- húsnæði. LANDSBYGGÐIN AKUREYRI - MIÐBÆR Falleg 52 fm 2 herbergja íbúð á annarri hæð í hjarta Akureyrar. Parket og flísar á gólfum. Alno-eldhúsinnr. Hentar sérstaklega vel sem orlofsíbúð. V. aðeins 6 m. ATVINNUHÚSNÆÐI KJÖRGARÐUR - FJÁRFESTING Góð fjárfesting – öruggar leigutekjur. Til sölu þetta þekkta hús við Laugaveg. Húsið er byggt 1961 og hefur verið vel viðhaldið. Húseignin er samtals 3.824,2 fm skv. fasteignamati. Möguleiki að fá keyptan byggingarrétt að blönduðu at- vinnu- og/eða íbúðarhúsnæði sem snýr að Hverfisgötu, samtals 803 fm. Möguleiki á samtengingu við aðal- byggingu. Húsið er allt í útleigu. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu. VEXTIR af viðbótarlánum,lánum til leiguíbúða ogöðrum peningalánumÍbúðalánasjóðs, sem fjár- mögnuð eru með sölu húsnæð- isbréfa, hafa verið hækkaðir. Hins vegar hefur ekki verið tekin ákvörðun um hækkun á almennum húsbréfalánum enda gilda önnur lögmál um vaxtaákvörðun þeirra lána. Vextir af viðbótarlánum hafa verið ákvarðaðir 5,7% á árinu 2001 en vextir af lánum til leiguíbúða hafa verið ákvarðaðir 4,9%. Vextir ann- arra peningalána hafa verið ákvarðaðir 5,7% fyrir árið 2001. Vextir af fasteignaveðbréfum skiptanlegum fyrir húsbréf eru enn óbreyttir eða 5,1% Vaxtaákvörðun lögbundin Lögum samkvæmt skal stjórn Íbúðalánasjóðs árlega ákvarða vexti af viðbótarlánum, lánum til leiguíbúða og öðrum lánaflokkum Íbúðalánasjóðs annarra en hús- bréfalána. Vextir húsbréfalána eru hins vegar ekki ákvarðaðir árlega, heldur er ákvörðun tekin fyrir út- gáfu hvers húsbréfaflokks fyrir sig. Þeir húusbréfaflokkar, sem nú er afgreitt úr, voru settir á lagg- irnar árið 1998. Við vaxtaákvörðun ber stjórn Íbúðalánasjóðs að taka mið af þeim lánskjörum sem Íbúðalánasjóði bjóðast hverju sinni við sölu húsnæðisbréfa. Viðbótarlán eru fjármögnuð með sölu húsnæðisbréfa og hefur ávöxtunarkrafa þeirra í þremur útboðum sjóðsins á árinu 2000 að meðtalinni söluþóknun verið 5,35%. Íbúðalánasjóður áskilur sér 0,35% álag til að standa undir kostnaði við rekstur þessa lána- flokks svo og til að mæta sveiflum í ávöxtunarkröfu húsnæðisbréf- anna en hún hefur að undanförnu farið hækkandi. Samkvæmt því skulu vextir af viðbótarlánum á árinu 2001 vera 5,7% Lán til leiguíbúða eru einnig fjármögnuð með sölu húsnæð- isbréfa og skulu vextir af þeim vera breytilegir. Stjórn sjóðsins hefur því ákveðið að vextir skuli taka mið af meðalávöxtunarkröfu húsnæðisbréfanna fyrir árin 1999 og 2000. Í sjö útboðum á þessu tímabili er ávöxtunarkrafa þessi að með- talinni söluþóknun 4,74%. Íbúða- lánasjóður áskilur sér einnig vaxtaálag á lán til leiguíbúða til að standa undir rekstri, sveiflum í ávöxtunarkröfu og framlagi í sér- stakan ábyrgðarsjóð. Stjórn Íbúðalánsjóðs hefur upp- fyllt lagaskilyrði um markaðsvexti af lánum til leiguíbúða með því að hækka vextina í áföngum. Vextir voru ákveðnir 3,2% árið 1999 og 3,9% árið 2000. Fyrir árið 2001 munu vextir af lánum til leigu- íbúða verða 4,9%. Tekið skal fram að þar sem ekki er gert ráð fyrir framlögum til Íbúðalánasjóðs í fjárlögum fyrir árið 2001, er ekki gert ráð fyrir sérstökum lánaflokki til leiguíbúða á árinu 2001 með 1% vöxtum svo sem verið hefur. Er sá lánaflokkur því felldur niður. Aðrir lánaflokkar Lánaflokkar þessir eru fjár- magnaðir með sama hætti og við- bótarlán og lán til leiguíbúða, þ.e. með sölu húsnæðisbréfa. Í reglu- gerð um lánaflokkana er kveðið á um að vextir skuli ákvarðast með sama hætti og vextir viðbótarlána. Meðalávöxtunarkrafa húsnæð- isbréfanna að meðtalinni sölu- þóknun var á árinu 2000, svo sem fram hefur komið, 5,35%. Þar sem Íbúðalánasjóður áskil- ur sér 0,35% álag til að standa undir rekstri, sveiflum í ávöxt- unarkröfu og framlagi í sérstakan ábyrgðarsjóð munu vextir af lán- um þessum á árinu 2001 vera 5,7%. Um er að ræða eftirfarandi lána- flokka:  Lán til heimila og dagvist- arstofnana fyrir aldraða.  Lán til byggingar leikskóla fyr- ir börn.  Aukalán, lán til einstaklinga með sérþarfir.  Viðgerðarlán til utanhúss- viðhalds félagslegra eignaríbúða.  Lán til meiri háttar utanhúss- viðhalds innlausnaríbúða.  Lán til tækninýjunga og ann- arra umbóta í byggingariðnaði.  Lán til byggingar eða kaupa á vistheimilum fyrir börn og ung- linga. Vextir af viðbótarlánum hækka Höfundur er yfirmaður gæða- og markaðsmála Íbúðalánasjóðs. Markaðurinn eftir Hall Magnússon, /hallur@ils.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.