Morgunblaðið - 09.01.2001, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 09.01.2001, Qupperneq 46
46 C ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Einbýli STIGAHLÍÐ Eitt af glæsilegri húsum borgarinnar er nú til sölu og laust til ábúðar. Húsið er u.þ.b. 300 fm, m.a. með flísalagðri sólverönd og sundlaug, tvöf. bílskúr og afar vönduðum innréttingum og gólfefnum. Teikn. og myndir á skrifstofu. Rað- og parhús HRÍSRIMI Nýtt í sölu, vandað 180 fm parhús á 2 hæðum með innb. bílsk. Mögul. á 4 svh. á e.h., svalir úr hjónaherb. Vandaðar innrétt- ingar, innfelld halogen-lýsing á báðum hæðum. Bráðab. gólfefni. Áhv. góð lán samt. 9,2 millj. VÍKURBAKKI - lækkað verð Gott u.þ.b. 275 fm raðhús á þessum eftir- sótta stað. Húsið er Steni-klætt, mikið end- urnýjað utan sem innan. Möguleiki á allt að 8 svh., 2 stofum, 2 baðherb. o.fl. Áhv. 7,5 millj. hagst. lán. 4ra til 7 herb. ÆSUFELL 4-5 herb. Mjög góð 105 fm endaíbúð með sólríkum svölum á 4. hæð í góðu lyftuhúsi. Nýleg eldhúsinnrétting og góð gólfefni. Glæsilegt útsýni. Ákveðin sala. Áhv. 3,4 millj. 3ja herb. DALSEL - TVÍBÝLI Nýkomin í sölu 78 fm ósamþykkt íbúð í kj. með sérinngangi í góðu raðhúsi á þessum rólega stað. Nýtt eldhús, nýtt baðherb., ný- leg gólfefni að hluta til. Verð aðeins 7,6 millj. Ath. ýmis skipti t.d. í nágr. Rvíkur. HÁALEITISHVERFI Nýkomin í ákveðna sölu björt, falleg og talsvert mikið endurnýjuð 94 fm endaíbúð á 2. hæð. M.a. nýl. eldh.innr. hvít/beyki, AEG tæki, flísal. milli skápa. Tvö stór svh., mikið skápapláss. Stórt baðherb. flísal. í hólf og gólf t.f. þvottavél. Bjartar stórar samliggjandi stofur, með útsýni m.a. yfir Sundin til Esjunnar. Nýl. flísar á holi og eldh., nýl. parket á gangi, svh. og stofum. Góðar suð-vestursvalir. Góð lóð með leik- tækjum. Hús utan nýl. viðg. og málað. Verð 11,3 millj. Áhv. 5,1 millj. EKKI MISSA AF ÞESSARI! ÞANGBAKKI - MJÓDD Nýkomin í einkasölu 83 fm íbúð í þessu eft- irsótta húsi. Íbúðin snýr í suður og er með stórum svölum. Opin og falleg íbúð með parketi á gólfum. Hús og sameign í góðu ástandi og hér er stutt í alla hugsanlega þjónustu. Verð 10,5 millj. Afh. fljótlega. FRAMTIÐIN SÍÐUMÚLA 8 – 108 REYKJAVÍK Sími 525 8800 Fax 525 8801 Gsm 897 3030 Þorsteinn Eggertsson hdl., og lögg. fasteignasali Óli Antonsson sölustjóri. netfang:framtidin@simnet.is www.mbl.is/fasteignir/framtidin/ Landið ESKIFJÖRÐUR Nýkomið í sölu u.þ.b. 70 fm forskalað ein- býlishús á 2 hæðum með steyptum kjall- ara. Húsið stendur við Strandgötuna með ágætu útsýni til sjávar. Á neðri hæð er m.a. hol, baðherbergi, eldhús með nýl. góðri innréttingu og stór stofa með parketi. Á efri hæð eru m.a. 2 svh. og geymsla. Í kjallara er þvottahús o.fl. með útg. á lóðina. Áhvíl- andi húsbr. 1,3 millj. með 5% vöxtum. TILBOÐ ÓSKAST/ATH. ÝMIS SKIPTI. 2ja herb. BLIKAHÓLAR Ertu að leita að íbúð með út- sýni? Nýkomin í einkasölu 60 fm íbúð á efstu (7.) hæð í lyftuhúsi. Íbúðin er talsv. endurnýjuð, m.a. nýl. innr. að hluta, gólfefni o.fl. Feykilega gott útsýni yfir Sundin og Flóann. Áhv. 3,4 millj. Í smíðum JÖRFAGRUND - Raðhús Nýtt, rúmlega fokhelt 176 fm endahús á einni hæð. Búið er m.a. að leggja í gólf, reisa milliveggi, einangra þak og klæða. Áhv. húsbr. til 40 ára kr. 7,8 millj. Til afh. strax - teikn. á skrifstofu. VANTAR * VANTAR FYRIR ÁKVEÐNA KAUPENDUR OG/EÐA Í SKIPTUM HAFIÐ SAMBAND STRAX * Í VOGUM - HEIMUM - raðh. eða hæð * Í BÖKKUM - einbýlis- eða raðhús * Í SELJAHVERFI - einbýlis- eða raðhús * Í GRAFARVOGI - raðhús og einbýlishús * Í HRAUNBÆ - 2ja herb. einstaklingsíbúð * Í MOSFELLSBÆ - 4ra-5 herb. íbúð í skiptum fyrir 170 fm nýl. raðhús * SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI - 100-150 FM ÓSKAST Í MIÐBORGINNI FYRIR MARKAÐSMENN HÁALEITISHVERFI Nýkomin í ákveðna sölu björt, falleg og talsvert mikið endurnýjuð 94 fm endaíbúð á 2. hæð. M.a. nýl. eldhús- innr. hvít/beyki, AEG-tæki, flísal. milli skápa. Tvö stór svefnh., mikið skápa- pláss. Stórt baðherb. flísal. í hólf og gólf og t.f. þvottavél. Bjartar, stórar samliggjandi stofur, með útsýni m.a. yfir Sundin til Esjunnar. Nýl. flísar á holi og eldh., nýl. parket á gangi, svh. og stofum. Góðar suðvestursvalir. Góð lóð með leiktækjum. Hús að utan nýl. viðg. og málað. Verð 11,3 millj. Áhv. 5,1 millj. EKKI MISSA AF ÞESSARI! SELJENDUR  SÖLUSAMNINGUR – Áður en fasteignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að ganga frá sölusamningi við eiganda henn- ar um þjónustu fasteignasala á þar til gerðu samningseyðublaði. Eig- andi eignar og fasteignasali stað- festa ákvæði sölusamningsins með undirritun sinni. Allar breytingar á sölusamningi skulu vera skriflegar. Í sölusamningi skal eftirfarandi koma fram:  TILHÖGUN SÖLU – Koma skal fram, hvort eignin er í einkasölu eða almennri sölu, svo og hver söluþóknun er. Sé eign sett í einka- sölu, skuldbindur eigandi eign- arinnar sig til þess að bjóða eign- ina aðeins til sölu hjá einum fasteignasala og á hann rétt til um- saminnar söluþóknunar úr hendi seljanda, jafnvel þótt eignin sé seld annars staðar. Einkasala á einnig við, þegar eignin er boðin fram í makaskiptum. – Sé eign í almennri sölu má bjóða hana til sölu hjá fleiri fasteignasölum en einum. Söluþóknun greiðist þeim fast- eignasala, sem selur eignina.  AUGLÝSINGAR – Aðilar skulu semja um, hvort og hvernig eign sé auglýst, þ. e. á venjulegan hátt í eindálki eða með sérauglýsingu. Auglýsingakostnaður skal síðan greiddur mánaðarlega samkv. gjaldskrá dagblaðs. Öll þjónusta fasteignasala þ. m. t. auglýsingar er virðisaukaskattskyld.  GILDISTÍMI – Sölusamningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu með fyrirvara (hámark 30 dagar) og gera þarf það skriflega. Ef einkasölusamningi er breytt í al- mennan sölusamning þarf einnig að gera það með skriflegum hætti. Sömu reglur gilda þar um uppsögn.  ÖFLUN GAGNA/SÖLUYFIRLIT – Áður en eignin er boðin til sölu, verður að útbúa söluyfirlit yfir hana. Seljandi skal leggja fram upplýsingar um eignina, en í mörg- um tilvikum getur fasteignasali veitt aðstoð við útvegun þeirra skjala sem nauðsynleg eru. Fyrir þá þjónustu þarf að greiða, auk beins útlagðs kostnaðar fast- eignasalans við útvegun skjalanna. Í þessum tilgangi þarf eftirfarandi skjöl:  VEÐBÓKARVOTTORÐ – Þau kosta nú 900 kr. og fást hjá sýslu- mannsembættum. Opnunartíminn er yfirleitt milli kl. 10.00 og 15.00. Á veðbókarvottorði sést hvaða skuldir (veðbönd) hvíla á eigninni og hvaða þinglýstar kvaðir eru á henni.  GREIÐSLUR – Hér er átt við kvittanir allra áhvílandi lána, jafnt þeirra sem eiga að fylgja eigninni og þeirra, sem á að aflýsa.  FASTEIGNAMAT – Hér er um að ræða matsseðil, sem Fasteignamat ríkisins sendir öllum fasteignaeig- endum í upphafi árs og menn nota m.a. við gerð skattframtals. Fast- eignamat ríkisins er til húsa að Borgartúni 21, Reykjavík sími 5155300.  FASTEIGNAGJÖLD – Sveit- arfélög eða gjaldheimtur senda seðil með álagningu fasteigna- gjalda í upphafi árs og er hann yf- irleitt jafnframt greiðsluseðill fyrir fyrsta gjalddaga fasteignagjalda ár hvert. Kvittanir þarf vegna greiðslu fasteignagjaldanna.  BRUNABÓTAMATSVOTTORÐ – Vottorðin fást hjá því trygginga- félagi, sem eignin er brunatryggð hjá. Vottorðin eru ókeypis. Einnig þarf kvittanir um greiðslu bruna- iðgjalda. Ef fá þarf nýtt brunabóta- mat á fasteign, þarf að snúa sér til Fasteignamats ríksins og biðja um nýtt brunabótamat.  HÚSSJÓÐUR – Hér er um að ræða yfirlit yfir stöðu hússjóðs og yfirlýsingu húsfélags um væntan- legar eða yfirstandandi fram- kvæmdir. Formaður eða gjaldkeri húsfélagsins þarf að útfylla sér- stakt eyðublað Félags fasteigna- sala í þessu skyni.  AFSAL – Afsal fyrir eign þarf að liggja fyrir. Ef afsalið er glatað, er hægt að fá ljósrit af því hjá við- komandi sýslumannsembætti og kostar það nú kr. 100. Afsalið er nauðsynlegt, því að það er eign- arheimildin fyrir fasteigninni og þar kemur fram lýsing á henni.  KAUPSAMNINGUR – Ef lagt er fram ljósrit afsals, er ekki nauð- synlegt að leggja fram ljósrit kaup- samnings. Það er því aðeins nauð- synlegt í þeim tilvikum, að ekki hafi fengist afsal frá fyrri eiganda eða því ekki enn verið þinglýst.  EIGNASKIPTASAMNINGUR – Eignaskiptasamningur er nauðsyn- legur, því að í honum eiga að koma fram eignarhlutdeild í húsi og lóð og hvernig afnotum af sameign og lóð er háttað.  UMBOÐ – Ef eigandi annast ekki sjálfur sölu eignarinnar, þarf um- boðsmaður að leggja fram umboð, þar sem eigandi veitir honum um- boð til þess fyrir sína hönd að und- irrita öll skjöl vegna sölu eign- arinnar.  YFIRLÝSINGAR – Ef sérstakar kvaðir eru á eigninni s. s. forkaups- réttur, umferðarréttur, viðbygging- arréttur o. fl. þarf að leggja fram skjöl þar að lútandi. Ljósrit af slík- um skjölum fást yfirleitt hjá við- komandi fógetaembætti.  TEIKNINGAR – Leggja þarf fram samþykktar teikningar af eigninni. Hér er um að ræða svokallaðar byggingarnefndarteikningar. Vanti þær má fá ljósrit af þeim hjá bygg- ingarfulltrúa. KAUPENDUR  ÞINGLÝSING – Nauðsynlegt er að þinglýsa kaupsamningi strax hjá viðkomandi sýslumannsembætti. Það er mikilvægt öryggisatriði. Á kaupsamninga v/eigna í Hafn- arfirði þarf áritun bæjaryfirvalda áður en þeim er þinglýst.  GREIÐSLUSTAÐUR KAUPVERÐS – Algengast er að kaupandi greiði afborganir skv. kaupsamningi inn á bankareikning seljanda og skal hann tilgreindur í söluumboði.  GREIÐSLUR – Inna skal allar greiðslur af hendi á gjalddaga. Seljanda er heimilt að reikna drátt- arvexti strax frá gjalddaga. Hér gildir ekki 15 daga greiðslufrestur.  LÁNAYFIRTAKA – Tilkynna ber lánveitendum um yfirtöku lána.  LÁNTÖKUR – Skynsamlegt er að gefa sér góðan tíma fyrir lántökur. Það getur verið tímafrekt að afla tilskilinna gagna s. s. veðbók- arvottorðs, brunabótsmats og veðleyfa.  AFSAL – Ef skjöl, sem þinglýsa á, hafa verið undirrituð samkvæmt umboði, verður umboðið einnig að fylgja með til þinglýsingar. Ef eign er háð ákvæðum laga um bygging- arsamvinnufélög, þarf áritun bygg- ingarsamvinnufélagsins á afsal fyrir þinglýsingu þess og víða utan Reykjavíkur þarf áritun bæjar/ sveitarfélags einnig á afsal fyrir þinglýsingu þess. MINNISBLAÐ Byggingaframkvæmdir standa nú sem hæst við ExCel-ráðstefnuhöll- ina í London, sem á að verða stærsta ráðstefnu- og sýningarhöll Bret- lands. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir 90.000 ferm. húsnæði, en ætlunin er að höllin verði alls 270.000 ferm., þegar upp er staðið. Byggingin stendur í miðju gamla hafnarhverf- isins Docklands við hina sögufrægu bryggju Victoria Dock og þar með skammt frá Canary Wharf. Hugmyndina að þessari byggingu á Iain Shearer, sem græddi stórfé á því að koma upp verzlunarmiðstöð í Berlín, eftir að múrinn hrundi. Shearer styðst þar að auki við ýmsa alþjóðlega fjárfesta, þar á meðal í Malasíu. ExCel-byggingin er hönn- uð af Moxley-arkitektum. (Heimild: Börsen) Ráð- stefnuhöll ExCel í London ExCel-ráðstefnuhöllin í London á að verða stærsta ráðstefnu- og sýning- arhöll Bretlands. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir 90.000 ferm. húsnæði, en ætlunin er að höllin verði alls 270.000 ferm., þegar upp er staðið. Fagleg vinna fyrir þína framtíð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.