Vísir - 16.12.1978, Qupperneq 6

Vísir - 16.12.1978, Qupperneq 6
6 Aö vera sex ára eöa f jögurra ára og hafa jólin innan seilingar. Þaö er ógurlega gaman. En hafi maöur bættnúlli aftan viö sex og fjóra, þá 'er viðhorfiö allt annað. Ekki að það geti ekki verið gaman líka, en þá er oftast alltof mikið púlkomiö tilsögunnar, og um leiö fýkur hluti af sjarma út um gluggann. Viö slepptum alveg núllunum og börðum upp á í barnaskóla og leikskóla i höfuðborginni. I Fossvogs- skóla hittum við sex ára krakka og í Kvistaborg tveimur árum yngci. Við spurðum þau af hverju það væru haldin jól.Spjölluðum um jólasveina, Jesú og ýmislegt f leira sem skreytir tilveru krakkanna mest í skammdeginu. —EA Arnar Orri 4ra ára. „Tungfið lœlur hann kannski koma niður" Arnar Orri Bjarnason, 4ja ára, Kvistaborg: „A jólunum ætla ég aö fá mér pakka. Þaö á aö vera bók um Jesú i honum. Jólasveinninn á aö gefa mér hana.” — Hvar er jólasveinninn? „I jólahúsinu sinu. Þaö er langt I burtu. Veistu þaö, — jóla- sveinninn gefur alltaf nammi i skóinn. Ég set stigvél og skó i gluggann. Og svo á morgun, þá setur jólasveinninn jólasveina- skó i gluggann, og þá tek ég hann, og svo set ég hann i gluggann aftur og fæ i hann!”. — Hvernig er jólasveinninn? „Meö hvitt skegg og rauöa húfu. Meö rauöa húfu! Þá er hann eins og Rauöhetta. Hann er góöur. Mamma hans heitir Grýla. Hún er lika i jólahúsinu aö elda mat. Hún er ekki ljót. Hún er góö.” — Hvaö eru jólasveinarnir margir? „Þeir eru átta — en ekki tiu! ” — Hvernig er jólahúsiö? „Þaö er svona kofi — svona upp og niöur — soldiö ljótur, og meö staf uppi á þakinu. Svo dettur stafurinn niöur af þvi aö mamma jólasveinsins gleymdi aö baka köku.” — Hver á afmæli á jól- „Jesú. Hann á afmæli á jól- unum. Hann á heima uppi i loftinu. Tungliö lætur hann kannski koma niöur, og þá er hægt aö sjá hann.” „HANN GEFUR MER BARA TVO NAMMI..." Hrannar Sigurösson, 3ja ára i Kvistaborg: „A jólunum kveikj um viö á ljósum. Hvitum ljósum. Kertaljósum. Veistu, ég er búinn aö taka jólaskóinn upp. Hann er rauöur meö svona hvitu i kringum.Amma min gaf mér hann. Svo set ég hann I glugg- Hrannar 3ja ára ann og fæ i hann. Ému sinm tékK ég súkkulaöikarl og lakkris.” — En ef Karius og Baktus koma? „Þeir koma ekki neitt. Jóla- sveinninn gefur mér ekkert mikiö. Hann gefur mér bara tvö nammi.” — En hvar á jólasveinninn heima? „Hann á heima uppi i fjöllum. En Grýla og Leppalúöi, þau eru dauö. En ef einhver er aö gráta, þá lifnar hún. Ég hef einu sinni séö jólasvein. Uppi i fjalli meö mömmu. Þá sá ég marga jóla- sveina vakna. Einu sinni voru þeir lika aö dingla á bjölluna heima. Þeir voru átta. Mamma hleypti þeim inn. Þeir voru aö vita hvar herbergiö mitt var, og þeir héldu þaö væri inni i stofu.” — Hvaö eru jólasveinarnir margir? „Þeir eru átta. Einn heitir Stekkjastaur og hann er bestur. Hinir heita Skyrgámur, Bjúgna- krækir, Gáttaþefur, Glugga- gægir, Huröaskellir, Kertasnik- ir, og.... Stúfur? Nei, þaö heitir enginn Stúfur. — Ég man ekki einn”. — En af hverju eru jól? „Ég veit ekki. — Af þvi þá er afmæli. Jesúbarniö á afmæli. Jesús á heima uppi i skýinu.” „Jesús ó heima í himn- inum eins og jóla- sveinn- ® |f mn Auöur Danielsdóttir, 3ja ára, Kvistaborg: „Ég hef séö jóla- svein. Þegar ég var á jólaballi. Hann var rauöur meö skegg. Já, hann var góöur. Jólasveinninn á heima I himninum. Hann á ekki heima i fjöllunum. Þaö er bara einn jólasveinn til”. — Langar þig aö fá hann i heimsókn til þin? „Nei, ég vil ekki fá hann. Ég er hrædd viö hann — hann er svo stór.” „Jesús á heima uppi i himn- inum eins og jólasveinninn. Ég sá Jesús einu sinni þegar ég var hjá Guöi. — Þegar ég var litil og þá var ég uppi i himninum.” — Hvernig er Guö? „Veit ekki. — Jú, hann er maöur. Hann er góöur — ég veit það.” — Hvaö viltu fá á iólunum? „Ég vil fá jólagiafir. Ég vil fá skó og þeir eiga aö vera i pakka, og appelsinu. Dúkku? Ég á dúkku. Hún heitir Auöur.” Auöur 3ja ára Dögg 6 ára „Ég varð að fó hjónaherbergið fyrir mig i Dögg Baldursdóttir, 6 ára, i Fossvogsskóla: „Ég held að jólin séu af þvi aö Jesús á af- mæli þá. Mamma sagði mér þaö. Ég hef séö margar myndir af honum. Jú ég hlakka til jól- anna, það er skemmtilegast aö fá pakka finnst mér”. „Mig langar mest aö fá eitt- hvert dót. En mamma vill þaö helst ekki. Ég á svo mikið dót. Ég varð aö fá hjónaherbergiö fyrir mig og allt dótiö mitt! Ég á lika mikiö af fötum. Þaö er varla hægt að loka skúffunum! Af hverju ég á svona mikiö? Ég veit þaö ekki. Þaö eru bara allir aö gefa mér.” „Ég trúi ekki á jólasveina. Ég veit aö þeir eru ekki til i al- vörunni. Þaö er bara fólk sem leikur þá. Mamma min lék einu sinni jólasvein á jólunum, en ég sá strax aö þaö var mamma. Jú, einu sinni trúöi ég á jólasveina? Hvernig vissirðu það?” „Hann er jxma uppi núna" Lára Gunnarsdóttir, 6 ára, i Fossvogsskóla: „Af hverju þaö eru jól? Ég veit þaö ekki. Jú, Jesús fæddist þá. Pabbi sagöi mér það einu sinni, en ég man ekki hvenær. Hvar Jesú er? Hann er þarna uppi núna. En þaö er ekki hægt aö sjá hann, af þvi að hann er ósýnilegur. En ég held samt aö hann sé hérna stundum.” „Ég hlakka soldiö til jólanna. En ekki mikiö. Jú, jú, það er gaman á jólunum samt’.’ Það eru engir jólasveinar til. Það sagöi mér það enginn. Ég bara veit það. Pabbi ininn lék jólasvein á jólunum i fyrra. Þá hélt ég aö hann væri alvöru jóla- sveinn. Ég var soldiö hrædd viö hann. En hann kom meö pakka til okkar, og svo sagöi hann mér aö þetta væri enginn alvöru jólasveinn heldur bara hann.” „Stóri bróðir minn sem er átta ára, trúir ekki heldur á jólasveina. Veistu, að ég á tvo bræöur. Sá minni er mánaðar- gamall. Þaö var fariö meö hann á spitala i dag, af þvi að hann er naflaslitinn. Ég kviöi soldið fyrir þegar hann veröur stór. Af hverju? Þá veröur hann alltaf að klipa i háriö á mér.” Lára 6 ára

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.