Vísir - 16.12.1978, Blaðsíða 12

Vísir - 16.12.1978, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 16. desember 1978 VISIR ðeðveik börn vístuð ó hœlum fyrir vangefna: „Fyrir áratug sfðan spurðu menn þeirrar frómu spurningar, hvort geðveik böm væru til á íslandi. Þeirri spurningu hefur nú verið svarað ját- andi. Á íslandi em i dag 30-50 geðveik börn á aldrinum 2ja-16 ára og fæst þeirra fá meðferð sem talist getur fullnægjandi”. Svo segir meðal annars i stuttri greinargerð sem Páll Asgeirsson yf- irlæknir Geðdeild- ar Barnaspitala Hringsins tók sam- an i tengslum við fjáröflun fyrir ein- hverf böm. Fyrir rösku ári var stofn- að félag sem heitir Umsjónarfélag ein- hverfra bama og em meðlimir þess fyrst og fremst for- eldrar geðveikra barna og það starfsfólk sem mest hefur unnið með börnin. Við ræddum við Guðna Garðarsson for- mann félagsins, en fyrst er vitnað aft- ur i greinargerð Páls Ásgeirssonar. Gleymdu börnin í þjóðfélaginu Engar úrbætur „Aðstæðurnar á Islandi eru enn ekki góðar, þótt mjög hafi þær batnað með tilkomu barnageð- deildar. Geðveiki barnanna upp- götvast oft á mjög ungum aldri og hefst meðferð þá samstundis þegar best gegnir. Meðferðin er mjög oft fólgin i þvi að vista börn- in á legudeild eða dagdeild, auk þesssem fjölskylda barnanna fær rikulegan stuðning. En vegna fjölda geðveiku eða einhverfu barnanna nægja hin 15 innlagn- ingar. og dagdeildarpláss barna- geðdeildarinnar engan veginn. Sérstaklega vegna þess að þessi rúm eiga að duga fyrir allar aðr- ar tegundir barna með geðtrufl- anir. Vegna þessara þrengsla hefur oft orðið að taka tillit til með- ferðarþarfa annarra barna á þann hátt að láta geðveiku börnin vikja. Þvi miður er oft ekki i annað hús að venda fyrir þessi sjúku börn en vistun á stofnunum fyrir vangefna, þrátt fyrir þaö að greindarskerðing er ekki fyrir hendi nema i sumum tilfellanna. Bættar meðferðaraðstæður mundu fyrst og fremst vera i þvi fólgnar að komið væri upp með- ferðarheimilum og sérhæfðum skóla fyrir geðveik börn. Sérfræð- ingar hafa itrekað reynt að vinna þessari stefnu fylgi hjá stjórn- völdum, en ekki hefur ennþá tek- ist að fá nægilegan hljómgrunn. Engar áætlanir eru fyrir hendi hjá sjiörnvöldum i dag um aö bæta þessar meðferðaraðstæöur”. Hvað er einhverfa? Orðið einhverfa kemur eflaust mörgum spánskt fyrir sjónir. Það er bein þýöing á einu aðalein- kenninu sem kallað erautismus. Guðni Garðarsson er spuröur hvernig þessi sjúkdómur lýsi sér. „Börnin hverfa að sinum eigin heimi og eru úr tengslum við um- hverfið. Einkennin eru breytileg og það er mismunandi fljótt sem þau koma i ljós. Hjá sumum börnum verður þessa vart allt frá fæðingu, enda er sjúkdómurinn Barnageðdeild Hringsins meðfæddur, en hjá öðrum börn- um verður þetta ekki ljóst fyrr en þau eru komin á annað ár. Helstu byrjunareinkennin eru þau að börnin eru annað hvort mjög óvær eða vilja helst sofa all- an sólarhringinn. Siðan fer aö koma i ljós áberandi áhugaleysi gagnvart umhverfinu og tengsla- leysi við foreldra og annað fólk”. — Er útlit þessara barna eðli- legt? „Já. Þau hafa eðlilegt útlit og likamsþroskinn eins og hjá öðrum börnum, ef ekkert er meira að. Af þessum ástæðum getur það tekið tima fyrir fólk að átta sig á hvað er á seyði. Siðan má nefna að þessum börnum er það sameiginlegt aö þau leika sér ekki, mörg eru mjög óróleg og stoppa ekki við neitt, þau virðast ekki skynja hættur og þurfa þvi mikið eftirlit. Sum barnanna eru þannig aö þau leita mikiö út en önnur vilja ekki fara út, heldur vera ein inni i horni”? öll börn geta náð árangri Þá kom það fram i samtalinu viö Guðna að sum þessara barna tala aldrei og reyna það ekki. Sum tala það sem kallað er berg- málstal, apa þá eftir og oft er það þá siðasta orð i setningu. Oft er mjög erfitt að gera sér grein fyrir hvað þau skilja og hvað þau skilja ekki. En hvernig er hægt að hjálpa einhverfu börnunum? „Það er mjög mikilvægt að börnin finnist sem fyrst og sjúk- dómurinn verði greindur. Samkvæmt könnun sem Guö- mundur T. Magnússon læknir gerði þá eru 15 af hverjum 19 geð- veikum börnum einhverf”, sagöi Guðni Garðarsson. „Þeim mun fyrr sem sjúkdóm- urinn er greindur þeim mun betri möguleikar eru á að ná árangri. öll geta börnin náð nokkrum árangri og sum orðið næsta eðli- leg. Það eru sterkar llkur á að mestur hluti einhverfra barna geti náð að verða öryrkjar á ein- hverju stigi frá þvi að vera al- gjörir sjúklingar”. Möguleilcar á meðferð I upphafi var vitnað I orð Páls Asgeirssonar yfirlæknis um þá möguleika sem fyrir hendi eru á að hjálpa einhverfum börnum. „Fæst þeirra fá meöferðsem tal- ist getur fullnægjandi”, stendur þar. „Geödeild Barnaspltala Texti: Sœmundur Guðvinsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.