Vísir - 16.12.1978, Blaðsíða 13

Vísir - 16.12.1978, Blaðsíða 13
VTSIR Laugardagur 16. desember 1978 13 Guöni Garöarsson, formaður Umsjónarfélags ein hverfra barna. Hringsins hefur tekiö viö þessum börnum eftir þvi sem húsakostur og mannafli leyfir. Þar sem deildin hefur mjög takmarkað innlagningarpláss, en börnin þurfa langtima meöferð, er ekki hægt að taka upp öll rúm fyrir þau. Þar fyrir utan er þetta alltof dýr stofnun þegar börnin eru komin á það stig að þurfa aöeins markvissa þjálfun og kennslu”, sagði Guðni. Oft þarf að biða lengi eftir plássi á Barnageðdeildinni, en hvað tekur viö þegar þau hafa fengið þar inni en verða siöan að vikja á stofnanir fyrir vangefna? Þvi svaraði Guðni á þessa leið: „Þetta er mjög slæmt þvi þá fá þau ekki þá meðferð sem þau þurfa nauðsynlega á að halda og tapa þvi niður sem áunnist hefur. Ef til dæmis barn hefur dvalist i þrjú ár á Barnageödeildinni er sent á stofnun fyrir vangefna stendur það brátt i sömu sporum og áður en það kom á geðdeildina þremur árum áður. Þau tapa til dæmis svo til alveg málinu sem þau hafa náð með áralangri þjálf- un. Grundvellinum fyrir framför- um er þannig kippt undan þeim”. Meðferðarheimili 1 ljósi þessara upplýsinga ligg- ur við að sú spurning vakni hver sé haldinn geðsjúkdómi og hver ekki. Alla vega sýnist það stang- ast mjög á við heilbrigöa skyn- semi að eyða fé, tima og orku i að hjálpa einhverfum börnum en senda þau siðan á stofnun þar sem þau týna öllu niður sem þau hafa lært. „Engar áætlanir eru fyrir hendi hjá stjórnvöldum i dag um að bæta þessar meöferöarað- stæður”, sagði i tilvitnun i orð Páls Ásgeirssonar hér I upphafi. 1 mörgum löndum Vestur- Evrópu og Bandarikjunum hefur veriö komið upp sérstökum meö- ferðarstofnunum fyrir einhverf börn og siðan framtiðarheimilum þar sem þau hugsa um sig sjálf eftir 16-20 ára aldur og sækja starf i verndaða vinnustaði. Forgangsverkefni Umsjónarfé- lags einhverfra barna er fjölskylduheimili fyrir einhverf börn þegar Barnageðdeildinni sleppir. Guöni Garðarson er spurður hvernig það heimili þurfi að vera og hvernig unnið sé að málinu. „Börnin þurfa fyrst að dvelja á Barnageðdeild en siðan þurfa að vera fyrir hendi meðferðarheim- ili i tengslum viö geðdeildina og svo framtiðarheimili. Meðferðar- heimili þarf að rúma 5-7 börn og vera i verulegum tengslum viö venjulegt umhverfi. Til þess aö koma upp slíku heimili höfum við i Umsjónarfé- laginu rætt við fulltrúa þeirra stofnana sem hafa haft veg og vanda af meðferð barnanna, þaö er Geðdeild Barnaspitala Hrings- ins og Kópavogshælis. Samstarfs- nefnd þessara stofnana hefur starfað siðan 1 september 1977 aö þvl að finna lausn á málefnum einhverfra barna og hefur sent stjórnarnefnd rikisspitalanna álitsgerö og tillögur um fyrir- komulag framhaldsmeöferðar barnanna. Fyrsta skrefið hjá Umsjónarfé- laginu er fjársöfnun til að koma á fót heimili fyrir svona sex börn. Slðan þurfa að koma eitt eða tvö til viðbótar. Ýmsar hugmyndir eru uppi um leiöir til fjáröflunar og má nefna aö siðar i vetur mun- um við gefa út kynningar- auglýs- ingablað. Heimilið verður að koma og það skal takast”, sagði Guðni Garðarsson. Gleymd börn Ljóst er að hreint. ófremdar- ástand rikir i málefnum ein- hverfra barna og afstaöa ráða- manna til þessa máls I fullu sam- ræmi við afstööu þeirra til ann- arra sem minna mega sin og ekki hafa myndaö þrýstihóp eins og nú er svo algengt. Guðni Garðarsson hefur ekki rætt um skilningsleysi stjórnvalda i þessu samtali. Þess i stað hefur hann aðeins reynt að lýsa þvi hvernig ástatt er i þess- um efnum. Sem ég er að skrifa þessar llnur rifjaðist upp fyrir mér útvarps- þátturinn bein lina. Fyrir skömmu sat menntamálaráð- herra þar fyrir svörum. Háskóla- nemar hringdu og kvörtuðu há- stöfum undan þvi að stúdentum væri ekki séð fyrir ókeypis að- stöðu til iþróttaæfinga. Ráðherra var mikið niðri fyrir þegar hann svaraði. Þetta væri sér hjartans mál og hann skyldi taka það sérstaklega upp, að há- skólanemar gætu fengið það sem þeir þyrftu til aö teygja úr skrokknum á kostnað skatt- borgaranna. Stuttu seinna hringdi maður og spurði um byggingu skólahúss fyrir vangefna. Þá kom annað hljóð I strokkinn hjá mennta- málaráðherra. Ekki voru til pen- ingar og þetta þyrfti allt saman að skoða vel og vandlega. Dæmi- gert svar stjórnmálamannsins þegar ekkert á aö gera sem gagn er að. Þótt hér hafi verið tekið dæmi af einum tilteknum ráöherra er ekki þar með sagt aö hann sé betri eða verri en aðrir pólitikus- ar i þessum efnum. Þrýstihópar kjósenda hafa forgang um allar fjárveitingar og kemur það viða i ljós. Ef gripið er niöur I fjárlög næsta árs af handahófi má sjá eftirfarandi sem dæmi: Stuðningur við samtök vinnu- markaðarins vegna hag- ræöingarstarfsemi 7,6 milljónir. Bygging orlofsheimila verkalýös- samtakanna 10 milljónir. Kaup- mannasamtökin vegna hagræð- ingarstarfsemi 3 milljónir. Framlag til að styrkja mun- aðarlausa, vanrækta eöa fatlaöa unglinga til náms 500 þúsund krónur. Foreldrasamtök barna meö sérþarfir 300 þúsund. Svona má lengi gera saman- burð. Gleymdu börnin I þjóöfé- laginu eru mörg og á ýmsum aldri. Sinnuleysi okkar sem eig- um að teljast heilbrigð gagnvart gleymdu börnunum er svartur blettur á nútimaþjóöfélagi. SG JólgmgrkaðuL L Fiósinu Kerti í miklu úrvali Jólaskreytingar Mikið úrval af gjafavörum. Ný pottablóma-sending ALASMCA BREIÐHOLTI B/óma verzlun — Simi 7-62-25 llmandi jólatré frá Kanada sem halda barrinu inni sem úti. Einnig falleg og dönsk RAUÐGRENITRÉ Endurbætið og lagfærið heimilið með B/acksi Decken DN 110 sprautu byssa án lofts. Skilar fljótt og vel góðri aferð. Hentug til sprautunar með nær hvaða tegund málningar sem er. Sprautan er einnig hentug til að sprauta t.d. skordýraeitri, olíu og fleira. Kraftmikill ''loftlaus” mótor gefur góða yfirferöán þess að rvva ofninii i inn DN 75 hefill. Þetta kraftmikla tæki heflar tré fljótt og auðveldlega. Gamalt timbur verður sem nýtt og grófsagað t.imbur slétt og fellt á svipstundu. A tækinu er nákvæm dýptarstilling frá 0.1 mm til 1.5 mm sem skapar betri og réttari áferð. G. Þorsteinsson & Johnson ÁRMÚLA 1 - SÍMI 85533 Þú getur gert heimili pitt að þaegilegri i'verustað með Black og Decker sérbyggðum verkfaerum. Bau hafa rétt afl og hraða, því mótorinn er innbyggður. Fjölskylda þ!n og vinir munu dást að þvf sem þú getur gert með Blackog Decker sérbyggðum verkfærum. DN 54 127 mm hjólsög. Séfbyggð sög með eigin vélarafli. Sög með sérstaklega sterkum 450 w mótor. Stillanleg sögunardýpt allt að 36 mm. Halli á skurðialltað45°. Fylgihlutir: venjulegt hjólsagarblgðog og hliðarland fyrir nákvæm.a sögun. efni sem er því sérstök blöð eru fáanleg fyrir járn, plastikog fleira. Vélin sagar allt að 50 mm þykkan við og 25 mm harðvið. Hraðgengt verkfæri til allskonar fræsivinnu. Snúningshraðinn er 30.000 snúningar á mínú tekur þessi fræsari tennur allt upp í 19 mm, úrv aftönnumerfáanlegt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.