Morgunblaðið - 21.01.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.01.2001, Blaðsíða 23
24 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR Kristinsson, lekt-or og umsjónarmaður hugvís-indanáms við Háskólann á Akureyri, segir að höfuðmáli skipti viðurkenningin á sjálfræðisrétti ör- yrkja: „Öryrkjamálið á sér ýmsar hliðar og mikilvægt að reyna ekki að tjá sig um þær allar í einu. Ég ætla til dæm- is ekki að segja neitt um hæstarétt- ardóminn sjálfan eða forsendur hans, né heldur gagnrýni á viðbrögð ríkisstjórnarinnar við honum. Ég tek heldur ekki afstöðu til þess hvort hér eru í húfi mannréttindi í eiginlegum skilningi, eða hvort brýnna sé að minnka tekjutengingu eða hækka ör- orkubætur einhleypra, ef velja ætti á milli. En öryrkjamálið vekur óneit- anlega athyglisverðar spurningar um hugmyndalegar forsendur vel- ferðarkerfisins. Hver er tilgangur- inn með örorkubótum? Hvaða sið- ferðilegu rök liggja þar að baki? Tvenns konar rök koma helst til álita. Annars vegar að örorkubætur séu liður í viðleitni samfélagsins til að tryggja að enginn búi við örbirgð, hins vegar að þær séu liður í að auð- sýna meðlimum sam- félagsins jafna virð- ingu. Fyrra markmiðið þarf alls ekki að stang- ast á við tekjutengingu örorkubóta, eins og margir hafa bent á. Þar sem hjón hafa sameig- inlegan fjárhag virðist eðlilegt að líta til heild- artekna þeirra ef meta skal hvort þau þarfnist aðstoðar til að losna undan örbirgð. Síðara markmiðið hlýtur hins vegar að vera það sem þetta mál snýst að end- ingu um. Spurningin er þá sú hvort öryrkja sé sýnd nægileg virðing – jöfn virðing á við aðra með því að tekjur maka séu látnar skerða örorkubæturnar. Ég hallast að því að svo sé ekki. Að mínu áliti er krafan um virðingu einkum ákall um að sjálfræði mann- eskjunnar sé viðurkennt, þ.e. að komið sé fram við hana eins og við- eigandi er að koma fram við sjálfráða manneskju. Sjálfræði einstaklings felst meðal annars í því að hann hafi sín eigin markmið, skoðanir, langanir, gildismat, o.s.frv., og reyni að haga lífi sínu sam- kvæmt þeim. Til að þetta megi verða þurfa sálrænir og félagslegir þættir að hjálpast að. Virðing fyrir sjálfræði einstaklings birtist oft- ast í því að leyfa honum að taka sínar eigin ákvarðanir, en getur að mínu mati einnig kraf- ist þess að grafa ekki undan þeim stoðum sem sjálfræði hans byggist á. Ein mikilvæg stoð sjálfræðisins er sjálfs- virðing manneskjunnar, sem iðulega helst í hendur við ytri viðurkenningu á því að hún skipti máli; að áform hennar, skoðanir, langanir og mark- mið séu jafnmikils virði og annarra (svo fremi að hún virði einnig rétt þeirra). Í þessu samhengi má nefna að á undanförnum árum hefur mikið ver- ið rætt og ritað meðal stjórnmála- heimspekinga um kröfur minnihluta- hópa í fjölmenningarsamfélögum um að menning þeirra og siðir séu við- urkenndir með ýmsum hætti. Enda þótt slíkar kröfur séu settar fram í nafni hópa og geti í einstökum til- vikum ógnað réttindum einstaklinga innan þeirra, þá eru rökin fyrir kröf- unni um viðurkenningu iðulega þau að án hennar búi minnihlutahópur- inn við þau skilaboð samfélagsins að menning hans og siðir skipti minna máli en menning og siðir meirihlut- ans. Öryrkjar mynda vitaskuld ekki af- markaðan hóp í menningarlegu til- liti, enda hvílir krafa þeirra um við- urkenningu á öðrum grunni. Sjálfsvirðingin nærist ekki einungis á táknrænni viðurkenningu sam- félagsins á siðum manns og menn- ingu, heldur einnig á vitundinni um að hagur manns sé ekki algerlega háður geðþótta annarra. Önnur stoð sjálfræðisins (þ.e. fyrir utan sjálfs- virðinguna) er svo að sjálfsögðu frelsi til athafna og ákvarðana, en slíkt frelsi fer illa saman við efna- hagslegt ósjálfstæði. Krafa öryrkja um viðurkenningu hlýtur einkum að byggjast á því að vegna skertra möguleika á að sjá sér farborða sé hagur þeirra óhjákvæmilega undir öðrum kominn. Þeir geti ekki byggt sjálfsvirðingu sína og frelsi á eigin tækifærum til tekjuöflunar og þess vegna beri samfélaginu að stuðla að því sérstaklega að jafna möguleika þeirra til sjálfræðis á við aðra. Til dæmis beri að sjá til þess að öryrkjar geti, rétt eins og aðrir, gengið í hjónaband án þess að fórna efna- hagslegu sjálfstæði sínu og skerða þannig sjálfræði sitt. Í lagafrumvarpi ríkisstjórnarinn- ar hefur sem betur fer verið fallist á að tiltekin lágmarksupphæð skuli vera undanskilin tekjutengingu. Ör- yrki getur samkvæmt því gengið í hjónaband án þess að fórna alveg efnahagslegu sjálfstæði sínu og sam- félagið sýnir með táknrænum hætti að sjálfræði hans skiptir máli. Deila má um hvort upphæðin sé nægilega há, en að mínu viti skiptir hér höf- uðmáli viðurkenningin á sjálfræðis- rétti öryrkja.“ Að auðsýna meðlimum samfélagsins jafna virðingu Sigurður Kristinsson Morgunblaðið leitaði til tveggja heimspekinga og óskaði þess að þeir skoðuðu öryrkjamálið annars vegar frá tekju- jöfnunarsjónarmiðunum og hins vegar mannréttindasjónarmiðunum. Hvort sé þyngra á metunum. Rökin með og á móti. Þetta voru þau Sigurður Kristinsson, lektor og umsjónarmaður hugvísindanáms við Háskólann á Akureyri, og dr.Sigríður Þorgeirsdóttir, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands. Fara hugleiðingar þeirra hér á eftir. SIGRÍÐUR Þorgeirsdóttir,dósent í heimspeki við Há-skóla Íslands, segir að það sé vegið að sjálfsvirðingu og mannlegri resin ákveðins hóps öryrkja með því að skerða grunnframfærslu þeirra: „Þegar maður sér að deilurnar á Alþingi um skerta eða óskerta tekju- tryggingu fyrir öryrkja snúast um smápeninga, ekki nema átta þúsund krónur, spyr maður hvað búi raun- verulega að baki þessum deilum. Samkvæmt hinu nýja lagafrumvarpi vill ríkisstjórnin lækka tekjutrygg- ingu giftra öryrkja úr 51 þúsund krónum niður í 43 þúsund krónur. Andstæðingar frumvarpsins vilja hins vegar halda henni óskertri. Þessi lága upphæð skiptir fjárhags- lega ekki sköpum fyrir þann hóp sem hér um ræðir, þ.e. gift fólk sem fær örorkubætur. Sparnaðurinn sem hlýst af skerðingunni nemur einnig svo lágri upphæð fyrir ríkið að maður spyr sig hvers vegna rík- isstjórnin er reiðubúin að taka töluverða pólitíska áhættu til að halda henni til streitu. Eins og alltaf í mikil- vægum málum búa ýms- ar ástæður að baki slíkri afstöðu. Sumar eru lág- kúrulegar en aðrar mál- efnalegar eða hug- myndafræðilegar. Umræðan hefur leynt og ljóst teygt sig út fyrir kjarna málsins sem er hvort þessi skerðing feli í sér lítilsvirðingu á mann- réttindum hópsins sem hér um ræðir. Það er tek- ist á um ýmis grundvallarlífsviðhorf. Mér virðist sem eitt af þeim sé sam- band fjölskyldu og einstaklingsrétt- inda. Skerðingin miðar að því að láta fjölskyldu, eða maka í þessu tilfelli, bera stærri hlut ábyrgðar á fram- færslu öryrkjans en ef um óskerta tekju- tryggingu væri að ræða. Fjölskyldu ber að standa saman og sjá um sitt fólk. Það er ekki ríkisins að gera það nema að litlum hluta. Með því að höfða til fjöl- skyldusamstöðu telja talsmenn þessa við- horfs sig ugglaust vera að vinna gegn sundrung fjölskyld- unnar á þessum los- aralegu tímum þegar gömlu góðu fjölskyldugildin eru á undanhaldi. Hér á að standa vörð um fjölskylduna. Andmælendur lagafrumvarpsins vísa hins vegar til einstaklingsbund- inna mannréttinda bótaþeganna. Það er mat talsmanna öryrkja að það sé óheimilt að mismuna fólki vegna hjú- skaparstöðu. Jafnvel þótt þessi hóp- ur búi oftast nær við meira fjárhags- legt öryggi en hinir ógiftu þá er ekki forsvaranlegt að þessum hópi, sem er að tveimur þriðju hlutum konur, sé mismunað með þessum hætti. Grundvallartekjutrygging verður að vera hin sama fyrir allan hópinn. Það er vegið að sjálfsvirðingu og mann- legri reisn þessa fólks með því að skerða grunnframfærslu þess. Ég tel fráleitt að ætla að óskert tekjutrygging grafi undan fjöl- skylduábyrgð og ali á sundrung í fjöl- skyldunni. Ég tel einmitt mun fleira benda til þess að afstaða ríkisstjórn- arinnar sem hefur á sér þetta fjöl- skylduvæna yfirbragð sé þegar á allt er litið mun fjölskyldufjandsamlegri en afstaða talsmanna öryrkja í þessu máli. Sjálfsmyndir karla og kvenna með tilliti til stöðu þeirra í fjölskyld- unni hafa breyst á undanförnum ár- um. Sjálfsvirðing og fjárhagslegt sjálfstæði skipta miklu máli. Fólki er gert erfitt fyrir með því að vera þiggjendur og vera að stærstum hluta á á framfæri makans. Það skapar enn meira misræmi í þessum samböndum en þyrfti að vera og er til þess fallið að ala á togstreitu. Að- stæður eru að öllu jöfnu nógu erfiðar fyrir í þessum fjölskyldum og bæt- urnar sem um er að ræða eiga meira skylt við vasapeninga en vinnu- tekjur, eins og samanburðartölur um örorkubætur á Norðurlöndum gefa skýrt til kynna. Með því að styrkja einstaklinga í þessum fjölskyldum eru meiri líkur á að fjölskyldan geti orðið sterkari og samstæðari heild. Aðgerðir ríkisvaldsins ættu þess vegna að miða að því að styðja við þessar fjölskyldur og við öryrkja yf- irleitt.“ Tekist á um fjölskyldugildi og einstaklingsréttindi Sigríður Þorgeirsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.