Morgunblaðið - 21.01.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.01.2001, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 11 að vera neinar reglur um það hvernig leikhús á að vera. Það má vera af hvaða tagi sem er. Einhver sagði eitt sinn að það eina sem væri bannað í leikhúsi væri leiðindi, ég er ekki frá því að það sé rétt,“ segir Magnús Geir. Lifandi og í sögulegu samhengi Leikfélag Íslands er til húsa í Iðnó og bendir Rakel á að merk saga þess hafi sín áhrif á starfsemina. „Húsið á sér langa og stórbrotna sögu og gefur okkur kraft. Við verðum óneitanlega fyrir áhrifum af þessari sögu og leggjum metnað okkar í að halda starfseminni áfram. Það skiptir máli fyrir okkur að hér verði leikhús áfram,“ segir hún og Magnús bætir við: „Það skiptir máli að Iðnó sé lif- andi, ekki mosagróið menningar- musteri og einvörðungu með sýning- ar í takt við það sem tíðkaðist í upphafi aldarinnar þegar Iðnó sleit barnsskónum. Við viljum halda úti öflugri og lifandi starfsemi, að Iðnó sé fjölsótt menningarmiðstöð yngra og eldra fólks. Á fyrsta starfsárinu hér stóðum við að 320 viðburðum, flesta daga vikunnar, á öllum tímum dags,“ segir hann. Magnús Geir og Rakel segja starf- semi Flugfélagsins Lofts og Loft- kastalans jafnframt svo sannarlega hafa fyllt upp í eyðu í leikhúslandslag- inu. „Fyrir tíu árum var leikhús helst sótt af fólki 3–12 ára og 30 ára og eldri. Þegar Hárið var sett upp sum- arið 1994 var viðkvæðið að aldrei gengi að setja leiksýningu upp að sumarlagi. Á daginn kom hins vegar að Hárið höfðaði til þeirra sem al- mennt sóttu ekki leikhús. Hópurinn sem stóð að þessum fyrirtækjum hef- ur leitt til áhrifamikilla breytinga á ís- lensku leikhúslífi og aldursskipting leikhúsgesta nú orðin nokkuð jöfn,“ segja þau. Rakel segir lífsstíls- og neyslu- kannanir undanfarinna ára leiða þessa þróun berlega í ljós, auk þess sem leikhúsauglýsingum í Morgun- blaðinu hafi fjölgað úr 5–13 í 25–30, sem ennfremur sé til sannindamerk- is um breytingarnar. Hún leggur jafnframt áherslu á starfsemi hljóðsetningardeildar Leikfélags Íslands. Föst verkefni hennar eru talsetning teiknimynda kvikmyndahúsanna, Disney-mynda sem og auglýsinga- og sjónvarpsefn- is og segja Rakel og Magnús Geir nú talið sjálfsagt mál að allt efni fyrir börn í kvikmyndahúsum og sjón- varpi sé með íslensku tali. „Þetta verkefni er ekki síður mikilvægt en önnur á okkar vegum, enda viljum við ekki að börn á Íslandi alist upp við annað.“ Leikfélag Íslands framleiðir morgunsjónvarp barnanna hjá RÚV og felst það bæði í talsetningu á er- lendu barnaefni auk framleiðslu á nýju íslensku barnaefni. Þið nefnduð samstarf Leikfélags Íslands við ýmis fyrirtæki, sem ef- laust er gott og blessað frá rekstr- arlegu sjónarmiði og með tilliti til auglýsingagildis. Hvað með áhorf- andann, eiga leikhúsgestir ekki heimtingu á því að fá frið fyrir aug- lýsingum þegar þeir vilja stytta sér stundir? „Fyrirtækin taka þátt í menning- arviðburðum, þau eru samstarfsaðil- ar en ekki að kaupa auglýsingar í hefðbundnum skilningi. Samstarfið hefur engin áhrif á sýningarnar sjálf- ar, heldur skapar það aðstæður til þess að listviðburður verði að veru- leika. Fyrirtækin fá tækifæri til þess að styðja við bakið á menningarstarf- semi og öðlast á móti hlutdeild í já- kvæðri upplifun áhorfandans. Þetta er hluti af langtímaímyndaruppbygg- ingu umræddra fyrirtækja, en breyt- ir engu um vinnu listamannanna sjálfra,“ segir Magnús Geir. „Þessi fyrirtæki styrkja sýning- arnar og eru með í að kynna viðkom- andi verk. Það reynir svo á smekkvísi fyrirtækjanna og okkar að koma þátttöku þeirra á framfæri með hent- ugum hætti,“ bætir Rakel við. „Að undanförnu höfum við átt í samstarfi við ýmis fyrirtæki og leit- um til þeirra til að tryggja áframhald- andi uppbyggingu. Sem stendur finn- um við bæði fyrir stuðningi og meðbyr frá þessum fyrirtækjum, og jákvætt að geta tvinnað saman at- vinnulíf og menningu með þessum hætti. Ýmis fyrirtæki atvinnulífsins hafa sýnt auknu samstarfi við menn- ingarlífið áhuga. Austurbakki styrkti til dæmis uppfærsluna á Panódíl fyrir tvo, Samlíf Sjeikspír eins og hann leggur sig, Landssíminn hádegisleik- húsið, Visa-Ísland framleiðslu leik- húskortanna okkar og Hekla tekur þátt í uppfærslunni á Á sama tíma síðar,“ segir hún ennfremur. Magnús heldur áfram. „Það hefur líka sýnt sig að viðhorf fólks til fyrirtækja sem leggja menningarstarfsemi lið er já- kvæðara fyrir vikið.“ Auk þess bendir hann á að Leik- félag Íslands sé einkafyrirtæki sem þurfi að fjármagna starfsemi sína. „Uppbyggingin þarf að vera skyn- samleg og metnaðarfull, en síðast en ekki síst einlæg. Innihaldið mun skipta öllu máli, héreftir sem hingað til. Þetta er alltaf línudans. Við förum að öllu með gát, annars er starfsemin dæmd til þess að mistakast. Spurn- ingin er sú að útvega fjármagn án þess að vegið sé að heilindum leik- hússins,“ segir hann. Ríkið og Reykjavíkurborg bregðist við Rakel segir að útboð á hlutafé í Leikfélagi Íslands sé fyrirhugað í næsta mánuði. „Það er að vísu að ein- hverju leyti hafið, þar sem nokkrir nýir aðilar eru þegar komnir inn í fyr- irtækið. Viðtökur atvinnulífsins hafa verið jákvæðar og ljóst að mikill áhugi er hjá stjórnendum fyrirtækja á samstarfi. Hins vegar þurfum við að geta tryggt áframhaldandi grundvöll fyrir rekstrinum og þurfum því fjár- magn til þess að greiða niður stofn- kostnað fyrirtækjanna þriggja sem sameinuð voru á sínum tíma,“ segir hún. Magnús tekur undir það og segir nauðsynlegt að borgaryfirvöld og rík- ið bregðist við starfseminni og sýni stuðning sinn í verki. Leikfélag Ís- lands sé eitt af þremur stærstu leik- húsum landsins en „gríðarlegur að- stöðumunur“ þess og opinberu leik- húsanna geri starfsemina hins vegar erfiða. Tillaga leikhúsfólks sé sú að gera þríhliða samning, þar sem Reykjavíkurborg og ríkið leggi 25 milljónir króna hvort um sig til áframhaldandi rekstrar félagsins, en LÍ fékk samtals fimm milljóna króna styrk frá hinu opinbera á síðasta ári. Þar af kom ein milljón í peningum frá borginni og þrjár milljónir með því að fella niður húsaleigu fyrir Iðnó. Að meðaltali hefur LÍ hlotið 1–8 milljónir króna í styrk undanfarin ár að þeirra sögn. „Við erum að horfa á þrjú leikhús, viðlíka stór þegar litið er til fjölda uppsetninga og áhorfenda. Hins veg- ar er aðstöðumunurinn gríðarlegur. Þjóðleikhúsið hlýtur um 400 milljónir í styrki árlega og Borgarleikhúsið um 180 milljónir. Þá er ekki meðtalið húsnæði sem bæði leikhúsin hljóta. Það er þekkt staðreynd að metnaðar- fullt leikhús verður vart rekið án öfl- ugs stuðnings. Það skýtur hins vegar skökku við að á sama tíma og þessi tvö leikhús fá um 600 milljónir árlega hlýtur Leikfélag Íslands sáralitlar upphæðir. Við höfum sýnt og sannað hvers Leikfélag Íslands er megnugt. Áhorfendur hafa greitt okkur at- kvæði sitt. Miðaverði er stýrt af hin- um stóru leikhúsunum og við því ekki í aðstöðu til þess að auka tekjurnar af miðasölu. Ríkið og Reykjavíkurborg þurfa einfaldlega að hjálpa þeim sem hjálpa sér sjálfir. Það er ekki hægt að keppa á markaði þar sem svona mikill aðstöðumunur er ríkjandi,“ segir hann. Rakel bætir við að kvikmynda- gerð, innlend dagskrárgerð fyrir sjónvarp og útvarp, Íslenska óperan, Íslenski dansflokkurinn og Leik- félag Akureyrar njóti styrkja og að fyrirtæki sem hingað til hafi sýnt LÍ jákvætt viðmót leggi mikið upp úr lið- veislu hins opinbera. „Atvinnulífið leggur háar fjárhæð- ir til rekstrarins en gerir þá kröfu að hann sé traustur, svo fyrirtækið verði ekki í spennitreyju í framtíðinni og geti fært út kvíarnar enn frekar. Styrkjaumhverfið í dag er ekki í takt við nútíma leikhúsumhverfi, heldur aðstæður fyrir 20 árum. Þjóðleikhús- ið og Borgarleikhúsið vinna gott starf. En það er kominn tími til þess að bregðast við breyttum aðstæðum. Leikfélag Íslands er ekki bóla, það hefur fest sig í sessi, og eðlilegt að tekið sé tillit til þess við styrkveit- ingar. Annað er skilaboð um að um- hverfið eigi að vera eins og fyrir ald- arfjórðungi síðan. Þeir sem vilja sjá viðlíka grósku í leikhúslífi Reykvík- inga áfram hljóta að taka tillit til þess. Hræðslan við að hrófla við fortíðinni má ekki vera allsráðandi,“ segir Magnús Geir. Hann segir þau ennfremur meðvit- uð um mikla og merka sögu Þjóðleik- hússins og Borgarleikhússins. „Það er mikilvægt að rekstur þeirra haldi áfram, en það þarf líka að bregðast við þeirri uppbyggingu sem okkar leikhús hefur leitt af sér. Við trúum því að Reykjavíkurborg og ríkisvald- ið sé tilbúið til þess að endurskoða þetta fyrirkomulag. Það er allra hag- ur,“ segir hann. Magnús Geir og Rakel segja enn- fremur hafa verið „erfitt að horfa upp á, að nú á síðustu mánuðum hafi hið opinbera kosið að bæta enn meiru við styrki til opinberu leikhúsanna tveggja, áður en brugðist var við frumkvöðlastarfi Leikfélags Ís- lands“. „Þjóðleikhúsið hlaut um 76 milljóna króna aukafjárveitingu og Reykjavíkurborg keypti 200 milljóna króna hlut Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu, auk þess sem það fékk 70 milljóna króna aukafjárveit- ingu til innréttingar á nýjum sal.“ Strákaklúbbur? Leikfélag Íslands hefur gert rekstraráætlun til fimm ára, þar sem markmiðið er að skila hagnaði, og segir Rakel að útkoman fyrir síðasta ár verði ekki eins og best verður á kosið vegna kostnaðar við samein- ingu síðasta árs. „LÍ hefur byggt upp tvö leikfélög á eigin kostnað og þeir fjármunir sem fengist hafa nú þegar munu fara til þess að greiða hann. Út- koman fyrir síðasta ár gæti því verið betri,“ segir hún. Gert er ráð fyrir að rekstur félags- ins á þessu ári muni kosta um kostar 250 milljónir en LÍ setur upp 17 sýn- ingar á yfirstandandi leikári. „Reykjavíkurborg á Iðnó, en við þurfum að standa straum af öllum tækjabúnaði sjálf. Hin stóru leikhús- in fá fé til þess að mæta grunnkostn- aði við reksturinn, og okkur finnst einfaldlega að hefði átt að huga betur að forgangsröðinni þegar þessum fjármunum var úthlutað. Atvinnulífið hefur stutt okkur á mjög kröftugan og fjölbreyttan hátt og við viljum halda ótrauð áfram. Það vill enginn sjá Iðnó breytast í diskótek,“ segja þau. Að lokum þetta. Í hópi hluthafa fyrirtækisins eru 15 karlmenn og tvö fyrirtæki. Stjórn félagsins er jafn- framt skipuð fimm karlmönnum. Er Leikfélag Íslands einhver stráka- klúbbur? „Mér datt þetta í hug í fyrsta skipti sem ég hitti hluthafana og sagði þeim reyndar að þeim veitti ekki af að fá konu til liðs við sig. Annars er Magn- ús Geir umkringdur konum hér á skrifstofunni,“ segir Rakel að lokum. Magnús Geir slær botninn í spjallið og bendir á að konum kunni að fjölga í hópi hluthafa í næsta mánuði. „Þegar fyrirtækin þrjú sameinuðust voru það vissulega þrjú strákafyrirtæki sem runnu saman, konur eru þó í mörgum helstu ábyrgðarstöðum hér, auk þess sem jöfn skipti eru milli karla og kvenna í leikstjóravali. Hjá Leikfélagi Íslands eru hæfileikarnir einvörðungu lagðir til grundvallar.“ Morgunblaðið/Kristinn Leikritið Fjögur hjörtu var sett á svið í Loftkastalanum. Morgunblaðið/Kristinn Sumarleikhús varð mögulegt með uppsetningu á Hárinu 1994. Morgunblaðið/Þorkell Frá sýningu á Sjeikspír eins og hann leggur sig. Morgunblaðið/Sverrir Stjörnur á morgunhimni. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Á sama tíma síðar. Morgunblaðið/Jim Smart Sigurður Sigurjónsson í talsetn- ingu barnaefnis. Meðal sýninga LÍ Hárið Stone Free Rocky Horror Veðmálið Fjögur hjörtu Á sama tíma að ári Bein útsending Rommí Bugsy Malone Áfram Latibær (í samstarfi við Magnús Scheving) Þjónn í súpunni Leitum að ungri stúlku (í Hádegisleikhúsi) 1000 eyja sósa (í Hádegisleikhúsi) Leikir (í Hádegisleikhúsi) Panódíl fyrir tvo Stjörnur á morgunhimni Sjeikspír eins og hann leggur sig Björninn (í Hádegisleikhúsi) Shopping & Fucking (í samstarfi við EGG-leikhúsið) Tilvist (í samstarfi við Dansleikhús með ekka) Trúðleikur Sýnd veiði Medea (í samstarfi við Fljúgandi fiska, Þjóðleikhúsið og Stöð 2) Á sama tíma síðar Leikfélag Íslands Hluthafar Sameiginlegir hluthafar Leikfélagsins fyrir útboð eru nú: Ágúst Einarsson, Baltasar Kormákur, Breki Karlsson, Hallur Helgason, Ingvar Þórð- arson, Íslenska útvarpsfélagið, Jóhann Sigurðsson, Jón Ingi Friðriksson, Karl Pétur Jóns- son, Kaupþing, Kristján Ottó Andrésson, Magnús Geir Þórðarson, Sigurður Sig- urjónsson, Stefán Hjörleifs- son, Sæmundur Norðfjörð, Þórhallur Andrésson og Örn Árnason. Stjórn Í stjórn Leikfélags Íslands ehf. sitja fimm aðilar en þeir eru: Árni Oddur Þórðarson, Hallur Helgason, Stefán Hjör- leifsson, Sæmundur Norðfjörð og Þorsteinn Jónsson. Fastráðnir leikarar: Edda Björgvinsdóttir, Friðrik Frið- riksson, Jakob Þór Einarsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.