Morgunblaðið - 21.01.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.01.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 39 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 allan sólarhringinn — utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Sjáum um útfararþjónustu á allri landsbyggðinni. Áratuga reynsla. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld                        ! "! #" $""#!                                                     ! " #    !" "#  $!%&$' ✝ Sigurður PállJórunnarson fæddist í Reykjavík 18. febrúar 1982. Hann lést af slysför- um 13. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Jórunn Kjartansdóttir, f. 19.8. 1954, og Theo- dór Helgi Guðnason, f. 2.4. 1954. Systkini Sigurðar eru: 1) Sig- urborg Guðný Jór- unnardóttir, f. 29.6. 1970, maki Hólm- steinn Sigurðsson, börn Eva Björk Hjartardóttir og Birta Líf Guðmundsdóttir. 2) Guðni Þorberg Theodórsson, f. 2.10. 1971, maki Svava Dögg Magnúsdóttir, börn Alexandra og Katrín Hrönn. 3) Kjartan Theo- dórsson, f. 1.9. 1974, maki Mar- íanna Björg Sigurðardóttir, börn Jórunn, Arna Lára og Þorleifur. 4) And- vana drengur f. 22.7. 1980. 5) Sólný Lísa Jórunnardóttir, f. 27.5. 1988. 6) Hálf- bróðir samfeðra Theodór Páll, f. 23.6. 1993. Sigurður Páll ólst upp hjá móður sinni. Hann gekk í Fella- skóla til 1995, fór þá í Rimaskóla þar til hann útskrifaðist úr 10. bekk 1998. Sigurður fluttist til Suðureyrar í janúar 2000 til bróður síns, Kjartans, þar sem hann vann við beitningu og sjó- mennsku. Útför Sigurðar Páls fer fram frá Grafarvogskirkju á morgun, mánudaginn 22. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku hjartans Sigurður minn, engin orð fá lýst mínum harmi. Elsku litli drengurinn minn með bjarta brosið þitt og gleðiglampa í augum þínum. Manstu gleðina okkar þegar við hittumst um jólin þegar þú komst til mömmu og ég sagði við þig: „Þú ert besta jólagjöfin mín.“ Þú varst svo glaður. Þú sagðir við mig: „Mamma, ég ætla að koma aftur til þín í janúar.“ Þú sagðir mér að þig langaði svo að flytja til mömmu aftur. Þú varst bú- inn að vera eitt ár á Suðureyri hjá Kjartani og Maju. Þér leið vel þar. Þau voru þér svo góð. Stundum sagð- ir þú við Maju: „Mamma, nei ég meina Maja.“ Þetta sýndi mér hvað þú hugsaðir mikið til mín. Börnum þeirra varst þú svo góður, það var eins og þú ættir þau. Þú varst alltaf að hringja í mömmu og segja mér fréttir af Leifa litla. Nú er hann farinn að standa upp mamma. Leifi er kominn með tönn, þetta ert þú, alltaf að hugsa um aðra. Þú elskaðir systkinabörnin þín eins og þú ættir þau og elsku litlu Sólnýju systur þína sem þú dýrkaðir. Þú varst henni svo góður. Þú varst svo hreykinn af Guðna bróður þínum og Svövu og þegar þú hittir Alex- öndru og Katrínu litlu þá varstu svo glaður og alltaf varst þú að segja mömmu frá. „Sigurborg stóra systir mín,“ sagð- ir þú. Þú dýrkaðir hana, þú varst svo hreykinn þegar þú heimsóttir hana fyrir jólin og skoðaðir stóra húsið hennar og Steina og að fá að hitta Evu og Birtu, mikið varstu glaður. Þú elskaðir systkini þín svo mikið og varst systkinabörnum þínum svo góð- ur og vildir allt fyrir þau gera. Alltaf vildir þú vita hvað mamma væri að gera og hvar mamma væri. Þegar ég var veik í nóvember ætlaðir þú að koma til mín en Sibba systir þín kom til mín og þá leið þér betur. Þú hringdir í Villa vin þinn til að segja að mamma þín væri veik. Þetta sýnir hvað þú hugsaðir mikið til mömmu. Elsku hjartans gullið mitt, litli drengurinn minn, mamma veit að bróðir þinn tók á móti þér og Kjartan afi þinn. Svo veit ég að þú hefur sýnt fallega brosið þitt þegar þú hittir þá og litlu systurdóttur þína sem bíða okkar hjá Guði. Systir þín veit að nú passar þú dóttur hennar með bróður ykkar. Mamma er svo tóm, mamma er svo frosin, en mamma veit að þú ert á góðum stað. Þú verður alltaf í hjarta mér. Svo er ég svo rík, að eiga allar minningarnar um þig. Ég fékk að eiga þig í 18 ár, gullið mitt, og það er mér svo dýrmætt. Manstu þegar þú varst sex ára. Þá sagðir þú við mig: „Mamma, þegar ég verð stór ætla ég að byggja hús úr gulli handa þér.“ Þegar þú varðst eldri sagðir þú: „Ég ætla samt að byggja hús handa þér en það verður víst ekki úr gulli.“ Þú hringdir í mig 12. janúar og varst þá að horfa á veðurfréttir í sjón- varpinu. Þú sagðir að það yrði brjálað veður á morgun og ég mætti ekki fara úr húsi og ég yrði að halda Sólnýju inni líka. Svona varst þú alltaf að hugsa um mömmu og alla í kringum þig. Ég á engin orð til að kveðja þig með en ég veit að ég hitti þig aftur. Guð geymi þig, elsku drengurinn minn, ég ætla að skrifa bænina sem við fórum alltaf með þegar þú varst yngri: Í nafni guðs föður, sonar og heilags anda. Guð minn góður komdu til okkar og varð- veittu okkur þessa nótt og alla tíma í Jesú nafni. Og svo fórum við með Faðirvorið á eftir. Sofðu rótt, elsku Sigurður minn, og Guð geymi þig. Þinn sonur lifir, sagði Jesú forðum og sveinninn græddi er trúa var þeim orðum. Hin sömu orðin sár míns hjarta græða er svíða og blæða. Og þegar blessuð börnin frá oss deyja í bæn og trú þá kenn þú oss að þreyja og seg við hvern er sorgin þyrmir yfir þinn sonur lifir. Ástarkveðja, Mamma. Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halld.) Elsku yndislegi Sigurður minn, það er mér mikill harmur að þurfa að kveðja þig, þú sem varst ekki nema 18 ára gamall og ennþá í blóma lífsins. Elsku hjartans ástin mín, ég hugsa: Af hverju Sigurður sem alltaf var svo lífsglaður með sitt fallega bros og glampa í augum? Ég vildi að ég gæti tekið utan um þig núna og sagt hvað ég elska þig mikið. Elsku Sigurður minn, ég reyni að hugsa um allar góðu minningarnar sem ég á um þig. Það er mér svo mik- ils virði að eiga þær. Það verður svo erfitt að takast á við framtíðina án þín og fá ekki að sjá þig framar og tala um allt sem við höfðum svo gaman af. Eva og Birta eiga eftir að sakna þín mjög sárt, elsku Sigurður, því þú varst þeim alltaf svo góður. Ástargullið mitt, ég veit að Kjartan afi og Guðni afi og bróðir okkar munu taka vel á móti þér og ég veit að þú munt hugsa vel um litlu stelpuna mína fyrir mig því þú varst alltaf svo góður og blíður við öll systkinabörnin þín. Ég veit af henni í góðum höndum hjá þér, minn yndislegi bróðir. Ég gæti skrifað endalaust til þín, elsku ástin mín, um allt það skemmti- lega sem við gerðum saman, en ég mun geyma allar yndislegu minning- arnar um þig í hjarta mínu og ég veit að þú munt ætíð vaka yfir okkur og vera með okkur. Elsku hjartans Sigurður minn, ég kveð þig með miklum söknuði og mun ætíð minnast þín með allri minni ást. Ég elska þig, engillinn minn. Þín systir, Sigurborg. Elsku Sigurður minn, það er sárt að vita að þú sért farinn og við sjáumst aldrei framar í þessu lífi. Ég mun ætíð minnast þeirra ára sem við áttum saman. Gaman var að hitta þig um síðustu jól, ég var farinn að hlakka til þess að hitta þig í sumar þegar ég kæmi í heimsókn á Suðureyri og var ég viss um góðar móttökur. Elsku Siggi minn, megi Guðs engl- ar vaka yfir þér og breiða vængi sína um þig. Mig langar að kveðja þig með þessu fallega versi: Ég þakka þau ár sem ég átti þau auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þinn faðir, Theodór Helgi. Elsku bróðir, nú ertu farinn frá mér. Mig langar að kveðja þig með þessu fallega versi: Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. (Höf. ók.) Þinn bróðir, Theodór Páll. Ástkæri frændi minn, Sigurður. Ég vona að þér líði vel þarna uppi hjá afa, litlu frænku og stóra bróður. Við munum einhvern tímann hittast þarna uppi þótt það verði kannski langt í það. En ég þakka þér fyrir all- ar góðu stundirnar sem þú gafst mér þessi 13 ár. Þín frænka, Eva Björk. SIGURÐUR PÁLL JÓRUNNARSON  Fleiri minningargreinar um Sig- urð Pál Jórunnarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Veröldin er okkar og sú veröld er sjálf skilgreind af okkur eða fyrir okkur. Þessi veröld þín var nánast vísindalega nákvæm. Það var hægt að ganga að þér vísum. Húsið þitt við Borgarbrautina, Staðarhóll stendur nú eins og minnisvarði um líf þitt. Þú sýndir því mikla ræktarsemi, þó svo að þú værir fluttur í Fellaskjól. Þessi höll (18,3 fm) er ómetanlegur hluti af samfélaginu, eins og ég ólst upp við það. Það verður krafist umhverfis- mats af nemendum grunnskólans líklega fyrst af öllum, ef á að fjar- lægja það! ÓSKAR SÆMUNDSSON ✝ Óskar Sæmunds-son fæddist í Árnabotni í Helga- fellssveit 22. janúar 1908. Hann lést á dvalarheimilinu Fellaskjóli í Grund- arfirði 27. nóvember síðastliðinn. Minn- ingarathöfn var í Grundarfjarðar- kirkju 4. desember, útför hans fór fram frá Fossvogskapellu 8. desember. Sem ungur drengur í samskiptum við þig, lærði ég um margar hliðar mannlegs lífs og samskipti fólks. Ef við hefðum búið í stærra samfélagi, hefðum við sennilega ekki kynnst, allavega á annan hátt. Þú hefðir sennilega ekki fengið að efla sjálfsmynd þína á jafn öflugan hátt, t.d. með því að taka virkan þátt í atvinnulífinu. Þegar séra Magnús var prestur í Grundar- firði og Áslaug kona hans organisti, en þau hafa reynst mörgum svo vel og ekki síst þér, þá sendu þau okkur börnin til að lesa jólaguðspjallið fyrir einstaklinga og eldra fólk og við Sigga Gísla frænka mín, fórum til þín og ég man hvað ég var feginn, því ég vissi að þú myndir taka mjög vel á móti okkur. Enda varst þú glaður og ég var það einnig í fyrstu, þangað til að kom í ljós að ég var ekki í nógu fínum buxum, en hvaða máli skiptir slíkt prjál í veröld okkar beggja. Guð geymi Óskar Sæmundsson. Jóhannes Finnur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.