Morgunblaðið - 21.01.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 21.01.2001, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var Villiljós sem raufmyrkrið í stóra sal Há-skólabíós um hálf-áttaleytið á föstudags- kvöldið. Það sem tók svo við var ekki síður undarlegt. Ólétt stúlka festist í hraðbanka á sama tíma og hún fékk hríðir, líkbílstjóri barðist við draug með aðstoð páfagauks sem leiddi til þess að hann hóf ofsaakstur um götur borgarinnar, rómantískt kvöld nýtrúlofaðs pars fór út um þúfur þegar eldri hjón tóku að leggja þeim lífsreglurnar, ungur fullkomnunarsinni kom að kærustunni í bólinu með blindum manni og flugvél með hljómsveit innanborðs villtist af leið. Þrátt fyrir að persónur kvik- myndarinnar Villiljóss eigi erfitt með að finna ljósið í myrkrinu vegna rafmagnsleysis er myndin þó eina ljós þeirra sem sitja í dimmum bíósalnum. Vonandi færir það þeim einhverja hugarró. Nálægt en fjarlægt í senn Handritshöfundur Villiljóss er Huldar Breiðfjörð. Hann gaf m.a. út bókina Góða Íslendinga árið 1998 en þetta er hans fyrsta kvik- myndahandrit og því í fyrsta skipt- ið sem hann fær að sjá almennilega framan í skáldsagnapersónur sínar. „Já, ég hef aldrei upplifað það áður,“ svarar Huldar eftir að blaðamaður forvitnaðist um lífs- reynsluna. „Þetta var furðulega ná- lægt og fjarlægt manni í senn. Maður kannaðist við persónuna á tjaldinu en um leið var hún mjög ný fyrir manni. Það var mjög magnað að sjá þetta verða að veru- leika.“ Það er engum hollt að gera upp á milli barna sinna. Tilfinningar eru þó oft óviðráðanlegar og þá eiga foreldrar það stundum til að gera slíkt ósjálfrátt. Þá er best að halda slíkum tilfinningum út af fyr- ir sig, en það er samt svo gaman að spyrja. Var einhver persónanna sem Huldari þótti vænna um að sjá „í holdinu“ en önnur? „Nei, ég geri nú ekkert upp á milli þeirra. Þetta er svona hópur sem er gaman að sjá og hugsa til. En eflaust eru einhverjar persónur þarna sem standa mér nær en aðr- ar.“ Fimm sögur í einni Villiljós er í raun fimm stutt- myndir samtvinnaðar í eina kvik- mynd. Til verksins voru fengnir fimm leikstjórar og túlkar hver og einn sinn hluta myndarinnar. Dag- ur Kári Pétursson leikstýrði Lík- inu í lestinni, Inga Lísa Middleton Mömmuklúbbnum, Ragnar Braga- son Aumingjaskápnum, Ásgrímur Sverrisson Heimsyfirráðum eða bleiuskiptingum og Einar Þór Gunnlaugsson söguhlutanum Guð hrapar úr vélinni. „Sögurnar sameinast að því leyti að rafmagnið fer af í þeim öllum. Persónurnar koma hver annarri við og hafa áhrif hver á aðra. Sögurnar snertast lauslega og svo kemur þetta allt saman í lokin. Þetta er allt fólk sem er á einhverjum krossgötum þegar við komum að því, er að fara í gegnum misstórar „krísur“ í eigin lífi eða stendur í einhverjum innri rökræðum.“ Hver var eiginlega kveikjan að þessari hugmynd? „Ég skrifaði einu sinni smásögu sem heitir Þegar rafmagnið fór af. Hún er svona í fimm pörtum, segir frá fimm manneskjum sem eru að rifja það upp hvar þær voru þegar þeim bárust þær fréttir að Kurt Cobain hefði skotið sig í hausinn. Einhvernveginn þróaðist sögurnar þannig að rafmagnið fór af í þeim öllum, til þess að undirstrika það að þær væru allar að gerast á sama tíma. Sú saga er í rauninni rótin að þessu handriti. Ég notaðist við uppbyggingu hennar auk þriggja annarra smásagna sem ég hef skrifað og fannst passa við. Svo skrifaði ég tvær aðrar sögur til við- bótar. Síðan breyttist þetta allt saman náttúrulega í ferlinu.“ „Við ákváðum mjög snemma að fá fimm leikstjóra til þess að gera þetta með okkur og tókum um leið þá ákvörðun að það ættu allir að hafa gaman af þessu. Og að allir ættu að læra sem mest af þessu, að þetta væri einhverskonar sand- kassi og því var bara eðlilegt að ég myndi draga mig í hlé þegar kæmi að leikaravali og öðru slíku. Leik- stjórarnir sáu algjörlega um það sjálfir. Þeir komu bara að sínum hlutum eins og leikstjórar koma að stórri mynd. Völdu sér bara sína leikara og ákváðu hvað þeir vildu gera. Svo reyndar var sami töku- maður á öllum sögunum, það er sami klippari og einn maður sér um tónlistina þannig að stundum þurftu menn að taka tillit hver til annars og stilla sig saman. Það gekk bara allt mjög vel, menn skiptust á hugmyndum og allir voru mjög opnir og skemmtilegir.“ Persónur myndarinnar eru fjöl- margar og því ekki pláss til þess að nefna alla þá leikara sem fram koma í myndinni. Með stærri hlut- verk fara þó Ingvar E. Sigurðsson, Hafdís Huld, Björn Jörundur, Edda Björgvins, Eggert Þorleifs, Gísli Garðarsson, Nína Dögg, Tóm- as Lemarquis, Helgi Björns, Sara Guðmunds, Baldur Trausti og Nanna Kristín. Huldar segir kvikmyndagerð eiga betur við sig en leikritagerð og ef Guð og krónur lofa má búast við því að fleiri kvikmyndir verði gerðar eftir handritum hans. „Á síðasta ári skrifaði ég annað handrit og er eiginlega bara nýbú- inn að ljúka því. Það kemst kannski upp á tjaldið eftir nokkur ár ef allt gengur upp, þetta er svo langt ferli. Það eru t.d. þrjú ár síð- an ég skrifaði Villiljós,“ segir Huldar Breiðfjörð að lokum. Huldar Breiðfjörð, handrits- og rithöfundur. Villiljós í myrkri Líkbílstjóri, skallapopparar og páfagaukur með rödd Megasar eru meðal þeirra sem fram koma í kvikmyndinni Villiljós. Birgir Örn Steinarsson ræddi við Huldar Breiðfjörð, handritshöfund myndarinnar. Kvikmyndin Villiljós var frumsýnd á föstudagskvöldið Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.