Morgunblaðið - 21.01.2001, Blaðsíða 28
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 29
Auðbrekku 14, Kópavogi,
sími 544 5560 og 864 1445
www.yogastudio.is
Yoga Studio - Halur og sprund ehf. Í verslun okkar er að finna:
Nýja sendingu af nuddbekkjum frá
Custom Craftworks, Biotone
nuddvörur á tilboði og
Oshadi 100% hágæða ilmkjarnaolíur.
Viltu verða jógakennari?
Næsta kennaraþjálfun hefst í febrúar 2001. Þessi þjálfun hefur fest sig í sessi í starfsemi okkar og er ekki að-
eins fyrir þá sem vilja verða jógakennarar heldur einnig öflugt sjálfsþekkingar- og þroskanámskeið. Hún hent-
ar t.d. öllum sem eru í einhvers konar vinnu með einstaklinga eða hópa. Ekki er krafist mikillar reynslu og
ástundunar af jóga, mikilvægast er áhugi og jákvætt hugarfar. Einhver grundvallarþekking á jóga er þó æski-
leg. Kennari er sem fyrr Ásmundur Gunnlaugsson.
www.yogastudio.is
Ásmundur
Kynningarfundur með Ásmundi verður haldinn laugardaginn 3. febrúar kl. 16.30.
Lokafrestur til að staðfesta þátttöku og ganga frá greiðslu er fimmtudagurinn
8. febrúar. (Kennaraþjálfun má greiða með Visa/Euro raðgreiðslum).
Þjálfunin er alls 6 helgar auk skyldumætingar í jógatíma sem hér segir:
9.-11. febrúar, 23.-25. mars, 25.-27. maí, 22.-24. júní,
24.-26. ágúst og 14.-16. september.
Kennt er föstudaga kl. 20-22, laugardaga og sunnudaga kl. 9-15.30.
Borgartúni 28 · Sími 561 6699 · tolvuskoli@tolvuskoli.is · www.tolvuskoli.is
Tölvuskóli Reykjavíkur er prófamiðstöð fyrir TÖK próf og fá nemendur skólans afslátt af prófagjaldi.
Ath!
Skrá
ning
sten
dur
yfir
Fyrirtækjaþjónusta
Jóhanna þjónustufulltrúi sér um að koma til móts við
óskir ykkar. Netfang: johanna@tolvuskoli.is
Skrifstofutækni
og bókhald
Vegna forfalla eru laus sæti í Skrifstofutækni
sem hefst mánudaginn 22. janúar
BÓKHALDSNÁM
Kennt frá 1300-1600 eða 1700-2000
mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.
Alls 144 kennslustundir.
Handfært yfir í tölvubókhald.
Kennt er á Stólpa fyrir Windows.
- Byrjar 29. janúar.
• Bókfærsla - 20 stundir
• Verslunarreikningur - 16 stundir
• Almenn bókhaldsverkefni, víxlar og
skuldabréf - 20 stundir
• Launabókhald - 12 stundir
• Lög og reglugerðir - 4 stundir
• Virðisaukaskattur - 8 stundir
• Verkefni, fylgiskjöl og afstemmingar - 12 stundir
• Tölvubókhald - 36 stundir
• Bókhald sem stjórntæki - 8 stundir
SKRIFSTOFUTÆKNI
Kennt frá 810-1210
Námið er ein önn - Alls 365 kennslustundir.
Tölvu- og bókhaldsnám.
Kennt er á Stólpa fyrir Windows.
- Byrjar 22. janúar.
• Almenn tölvufræði og Windows - 20 stundir
• Word - 35 stundir
• Excel - 35 stundir
• Internetið - 10 stundir
• PowerPoint - 10 stundir
• Samantekt - 10 stundir
• Vélritun - 10 stundir
• Verslunarbréf - 20 stundir
• Viðskiptaenska - 20 stundir
• Tollskýrslugerð - 20 stundir
• Atvinnuumsóknir - 5 stundir
• Tjáning, hópvinna, framsögn - 5 stundir
• Bókfærsla - 20 stundir
• Verslunarreikningur - 20 stundir
• Almenn bókhaldsverkefni, víxlar
og skuldabréf - 20 stundir
• Launabókhald - 15 stundir
• Lög og reglugerðir - 5 stundir
• Virðisaukaskattur - 10 stundir
• Verkefni, fylgiskjöl og afstemmingar - 15 stundir
• Tölvubókhald - 40 stundir
• Bókhald sem stjórntæki - 20 stundir
LIÐ-A-MÓT
FRÁ
Tvöfalt sterkara
Miklu ódýrara
APÓTEKIN
Ö
fl
u
g
t
ví
ta
m
ín
–
D
re
if
in
g
J
H
V
FIMM þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins hafa lagt fram á Alþingi frum-
varp til laga um að opnað verði fyrir
smásöluverslun með áfenga drykki í
almennum matvöruverslunum.
Segja þingmennirnir m.a. í greinar-
gerð með frumvarpinu að öll þróun
íslensks samfélags á síðustu áratug-
um bendi til þess að núverandi fyr-
irkomulag smásöluverslunar með
áfengi sé orðið tímaskekkja. Aukin
krafa viðskiptavina um þjónustu hafi
leitt til þess að einokun ríkisins á
smásöluverslun með áfengi þjóni
ekki lengur nema að mjög litlu leyti
þeim tilgangi að takmarka aðgang
viðskiptavina að áfengi.
Fyrsti flutningsmaður frumvarps-
ins er Vilhjálmur Egilsson, en með-
flutningsmenn eru Ásta Möller, Árni
R. Árnason, Þorgerður K. Gunnars-
dóttir og Pétur H. Blöndal.
Smásöluverslun með áfengi er nú
alfarið í höndum Áfengis- og tóbaks-
verslunar ríkisins, sem hefur einka-
leyfi á starfseminni skv. áfengislög-
um. „Sífellt fleiri viðskiptavinir vilja
ekki vera neyddir til viðskipta við
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins
og taka ekki undir þá skoðun að við-
skipti þeirra séu slíkt vandamál að
það þarfnist einokunar ríkisins á
þeim,“ segir í greinargerð.
„Verði sú breyting að lögum sem
lögð er til í frumvarpinu fá viðskipta-
vinir eðlilegan aðgang að þessari
vöru. Sjálfsagt mun það hafa í för
með sér meiri neyslu. Neysluaukn-
ingin mun þó væntanlega fyrst og
fremst koma fram hjá þeim sem
neyta áfengis í hófi því að þeir sem á
annað borð stunda ofneyslu þess
hafa hingað til ekki látið hinn tak-
markaða aðgang aftra sér frá neyslu.
Hófleg neysla áfengis er hins vegar
almennt talin skaðlaus fyrir fullorðið
fólk og í ýmsum tilvikum er hún til
bóta fyrir heilsu og líðan.“
Þingmennirnir leggja ennfremur
til í greinargerð að smásöluaðilum
yrði falið sjálfum að ákveða vöru-
framboð og þar sem hillurými sem
undir vöruna fari sé takmarkað megi
ætla að fyrst og fremst verði boðið
fram léttvín og bjór.Í frumvarpinu
er ekki gert ráð fyrir því að Áfengis-
og tóbaksverslun verði lögð niður
enda sagt að ætla megi að áfram
verði rekstrargrundvöllur fyrir sér-
hæfðar áfengisverslanir.
Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks
Áfengi verði selt í
matvöruverslunum