Morgunblaðið - 21.01.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.01.2001, Blaðsíða 47
48 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                                  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ ER vissulega ástæða til að fagna þeirri framvindu mála sem átt hefur sér stað í Júgóslavíu að und- anförnu. En þó nokkuð vel hafi tek- ist til varðandi valdaskiptin, er sitt- hvað í soðkatlinum sem getur kraumað upp á yfirborðið með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum. Þó Mil- osevic hafi verið málaður upp sem voðamaður af fjölmiðlum Vestur- landa, hafa þeir Franjo Tudjman og Alija Izetbegovic verið lítið skárri. Hver sem kannaði með sagnfræði- legri nákvæmni feril þessara þriggja leiðtoga, myndi eflaust eiga erfitt með að gera þar upp á milli. En Mil- osevic lenti í því sama og Saddam Hússein, að lenda upp á kant við Vesturveldin. Reyndar segja sumar heimildir að Saddam hafi nánast beðið um bandarískt leyfi áður en hann réðst inn í Kúveit, en verið leiddur þar í gildru og verið eftir það persona non grata í blessuðu al- þjóðasamfélaginu. En leiðtogar Vesturlanda höfðu þó haft ýmis sam- skipti við hann áður en að þessu vin- átturofi kom og þá virtist hann vænsti maður að þeirra áliti. En völt er jafnan vinatryggðin í heimi stjórnmálanna. Það hafa svo sem fleiri reynt en Milosevic og Saddam og ekki síst með tilliti til afstöðu Vesturlanda. Hver er sekur um stríðsglæpi og hver ekki? Hvað voru t.d. loftárásir Nato á Júgóslavíu ann- að en stríðsglæpir og hver bar þar ábyrgðina? Verður einhver sendur í handjárnum til Haag af þeim sök- um? Nei, því svokallað alþjóðasam- félag þjónar undir ákveðið vald og það vald mun aldrei viðurkenna að það geri neitt rangt þó blóðslóðin frá Wounded Knee og My Lai og fleiri stöðum votti annað. Hinn nýi valdamaður í Júgóslavíu Kostunica, er sagður maður með hreinan skjöld. Hann er hinsvegar þjóðernissinni og sem slíkur litinn hornauga af mörgum. En margt bendir til að hann verði ekki lengi hafður í fyrirrúmi, þó hentugur þyki nú um stundir. Meðal helstu stuðn- ingsmanna hans er Djindic, sem er hæfileikaríkur tækifærissinni sem stefnir hátt. Ferill hans til þessa hef- ur verið nokkuð sveiflukenndur, en líklegt er að hann eigi eftir að koma mikið við sögu á komandi árum. Svo virðist Vuk Drascovic hafa haldið sig undarlega mikið til hlés í þeim at- burðum sem átt hafa sér stað í Júgó- slavíu að undanförnu. Hvað er hann að bralla? Þeir Djindic báðir eru var- hugaverðir menn eftir ferli þeirra að dæma og geta átt eftir að sanna það áþreifanlega á komandi tíð. Margir munu nú bíða átekta bak við tjöldin í júgóslavneskum stjórnmálaheimi, þótt þeir hugsi til fjár og valda. Ekki er víst að þjóðlegir heildarhagsmun- ir skipti miklu máli í hugsanagangi slíkra manna. Það er hinsvegar mjög brýnt að vel takist til með val á þeim mönnum sem fá það hlutverk að leiða serbnesku þjóðina á komandi árum til endurreisnar og uppbygg- ingar, eftir þær miklu hörmungar sem leiddar hafa verið yfir hana. Serbar þurfa nú að halda vöku sinni og gæta sín fyrir mönnum sem lík- legir eru til að verða óhappamenn þjóðar sinnar, ef þeir fá mikil völd og áhrif í hendur. Enginn vafi er á því að loftárásir Nató hafa verið sáning fyrir hatur, en þrátt fyrir þá ógæfu munu flestir hugsandi menn eiga sér þá von að framtíðarþróun mála í Serbíu verði hagstæð fyrir þjóðina alla og þar með umheiminn. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, 545 Skagaströnd. Um málefni Júgóslavíu Frá Rúnari Kristjánssyni: MIKIÐ ERUM við Íslendingar ný- yrðaglöð þjóð. Það líður vart sá dag- ur að ekki bætist við nýtt orð, nýyrði, í orðaforða okkar. Í þessu sambandi er það einkum eitt orð sem mig langar til þess að hafa um nokkur orð, orð sem er mik- ið notað nú orðið, það er orðið „ófag- lærður“. Á þessu orði hefur mest borið þeg- ar samninga verkalýðsfélaga ber á góma, einkum í kringum samninga. Við, þ.e.a.s. félagsmenn stéttar- félaganna, höfum valið okkur leið- toga fyrir stéttarfélög okkar og það eru ekki síst þeir sem nota þetta orð- skrípi, „ófaglærðir“, hvað mest. Að mínu viti felst ákveðin lítils- virðing í þessu orði, við erum einfald- lega „starfsfólk“ eða „verkafólk“. Fólk sem á annað borð stundar vinnu kann yfirleitt „sitt fag“, hvort sem það hefur einhverja sérstaka verk- eða sérmenntun, eða bara al- menna góða grunnmenntun sem flestir íslendingar hafa í dag. Þetta orð er hvergi notað á vinnu- stöðum þar sem ég þekki til. Sjálf hef ég sótt margvísleg námskeið til þess að auka og bæta við mína verkkunn- áttu og þekkingu. Og eftir sum þessara námskeiða fást útgefin ákveðin vottorð eða skír- teini, jafnvel barmmerki, merkt sér- hæfður starfsmaður, sem upplýst geta t.d. illa upplýsta verkalýðsfor- kólfa um menntun og/eða starfs- kunnáttu þess er barmmerkið ber. Almennt má segja að nægilegt sé að tala um „starfsfólk“ eða „starfs- menn“, ef hins vegar menn vilja endilega, með einhverjum hætti, að- greina þá sem hafa einhverja sér- menntun, frá þeim sem ekki hafa hana, þá er eðlilegra að tala um þá sem „sérmenntaða“ eða tilgreina þeirra sérstöðu með ákveðnum hætti. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá erum við öll „starfsmenn“ sem á annað borð vinnum launaða vinnu hjá einhverjum tilteknum vinnuveit- anda, óháð því hvaða menntun við höfum. Menntun er nauðsynleg og góð í nútímaþjóðfélagi og metorðastiginn sem sumir leggja mikið kapp á að klífa er hár og valtur. En gleymum því ekki að það eru þeir sem vinna neðst í þessum met- orðastiga sem skapa verðmætin í þessu þjóðfélagi okkar og halda við „stigann“ sem aðrir klífa. JÓHANNA GÍSLADÓTTIR, Selvogsgötu 18, Hafnarfirði. Nýyrðaglöð þjóð Frá Jóhönnu Gísladóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.