Vísir - 04.01.1979, Side 9
SKAUPIÐ VAR GOTT
JJ hringdi:
„Ég vil þakka sjónvarpinu
fyrir mjög huggulega áramóta-
gleði á gamlárskvöld. Aramóta-
skaupin hafa undanfarin ár
misst marks að minumati. Þar
hefur mest borið á þvi að flytj-
endur hafi ofleikið til að fela
textann, gjörsneiddann kímni.
Aövisuvar skaupið á köflum
langdregið að þessu sinni og
ekki hægt að segja að nein
ákveðin atriði hafi verið stór-
kostlega fyndin. En þau hafa
sjaldan veriö jafngóð. Textinn
var sérstaklega vel skrifaður og
leyndi mjög vel á sér og flestir
leikararnir skiluðu sinu hlut-
verki mjög vel.
Arnar Jónsson kom þarna
fram i' mörgum hlutverkum og
lék hann prýðilega og sannar
þar með að hann er fjölhæfur
leikari. Gerviö á Flosa Ólafs-
syni var einnig mjög gott, sem
og sú hugmynd að láta þáttinn
byggjast upp á þvi að fjöl-
skyldan fylgist með áramóta-
skaupinu.
En meðal annarra oröa. Ansi
er maöur orðinn þreyttur á
þessari rigföstu dagskrá á
gamlárskvöldi i sjónvarpinu.
Hvernig væri að hvila okkur ein
áramót á hringleikahúsi Billy
Smart og hvi er ekki hægt að
hafa eitthvaö fjörugra þegar
menn eru að kveöja gamla áriö
en þurran fréttaannál.”
Þakkir til biskupsins
KM hringdi:
Ég vil gjarnan koma á fram-
færi þakklæti til biskupsins,
séra Sigurbjörns Einarssonar
fyrir frábæra predikun i rikis-
fjölmiölunum á aöfangadags-
kvöld.
Ég hygg að fleirum sé fariö
eins og mér, að þeir biði orðiö
með æ meiri eftirvæntingu eftir
ræðu biskups við þessi timamót
og verði að sama skapi fyrir
vaxandi vonbrigðum meö að
lesa og hlusta á þaö sem öörum
forystumönnum þjóðarinnar
liggur mest á hjarta i árslok.
Útvarpspredikun séra Ólafs
Skúlasonar var einnig mjög
athyglisverö. Þykja mér þessar
tvær ræður þaö eftirminnileg-
asta sem boðiö var upp á i út-
varpi og sjónvarpi yfir hátiö-
arnar oghefðiþaö einhverntima
þótt tiðindum sæta.
Meö sama áframhaldi held ég
að kirkjan hljóti að hafa mögu-
leika til að ná einhverju af fyrri
áhrifum. Að minnsta kosti með-
an þeir sem keppa við hana um
sálirnar sjá ekkertnema tærnar
á sér.
SKYNDIMYNMR
Vandaðar litmyndir
i öll skirteini.
bama&fþlskyldu-
AUSTURSTRÆTI 6
SIMI 12644
SAMTÖK ÁHUGAFÓLKS
UM ÁFENG/SVANDAMÁUÐ
ORÐSENDING FRÁ S.Á.Á.
Þessa dagana er verið að innheimta félags-
gjöld Samtaka áhugafólks um áfengisvanda-
málið. Ennfremur hafa verið sendir út gíró-
seðlar til fjölmargra félagsmanna vegna fé-
lagsgjaldanna.
Félagsmenn S.Á.A. eru vinsamlega beðnir um
að greiða félagsgjaldið sem fyrst, minnugir
þess að framlag hvers félagsmanns er afar
þýðingarmikið.
SAMTÖK áhugafólks
tZ^ULruJ UM ÁFENGISVANDAMÁUÐ
húsbyggjendur
“ier
Afgreiðum einangrunarplast á
Stór-Reykjavíkursvæðið frá
mánudegi — föstudags.
Afhendum vöruna á byggingarstað,
viðskiptamönnum að kostnaðar
lausu. Hagkvæmt verð og
greiðsluskilmálar
við flestra hæfi.
Borgarplast
hf
Borgarneti
5fmi93 7370
kvöki og h»l9»mmi »3-7355
GEÐVONDIR OKUMENN
Húsmóðir í Heima-
hverfinu, skrifar:
„Mikið finnst mér leiðinlegt
að sjá skapvonda ökumenn i
umferðinni. Einu sinni var okk-
ur nú kennt að brosa I umferð-
inni, en svo virðist sem sumir
hafi alveg gieymt þvi.
Astæðan fyrir þvi' að ég sendi
Vísi nokkrar linur er sú að ég
varð vitni að heldur leiðinlegum
atburöi i umferöinni annan dag-
inn á nýbyrjuðuári. Eins og gef-
ur aðskilja gengur það misjafn-
lega fyrir ökumenn að komast
áfram i þessari slæmu færö. A
einni götu hér i Heimahverfinu
átti bilstjóri i vandræöum vegna
þess að biil hans var fastur i
skafli. Aumingja maðurinn
reyndi eftir bestu getu aö kom-
ast leiðar sinnar en þaö tókst
ekki svona í fyrstu tilraun. Mitt i
baslinu kemur annar bfll eftir
götunni. Hann verður að stoppa.
ökumaðurinn byrjaði á þvi að
þeyta hornið af miklum móð og
þegar þaö dugar ekki þá byrjar
hann að æpa út um gluggann
alls konar ókvæðisorð að bil-
stjóra bilsins sem var fastur I
skaflinum. En hvernig sem
maöurinn öskraði, þá hreyföist
billinn ekkert.
Þetta fannst mér hámark
ósvifninnar. Hefði nú ekki veriö
nær að snarast út úr bQnum og
hjálpa þeim sem var i vandræð-
um við að yta bilnum upp úr
skaflinum. Það hefði tekið
miklu minni tima.
•r
Þóknun bœjarlögmanns
Skattgreiðandi í Kópa-
vogi hringdi:
„Er það rétt að bæjarlögmað-
urinn i Kópavogi hafi nýlega
fengiö900þúsund krónur iauka-
þóknun frá bænum? E^f þetta er
rétt langar mig til að vita hvort
fleiri fái slikan bónus”.
Visir bar þessa spurningu upp
viö Jón Guðlaug Magnússon
bæjarritara i Kópavcgi. Hann
sagði aö bæjarlögmaöur heföi
ekki fengið greitt neitt fyrir ut-
an það sem launasamningur
gerði ráð fyrir. En þar væri gert
ráð fyrir að hann fengi vissan
hluta af upphæö mála sem hann
ynnifyrir bæinn. Þá væri stuöst
við gjaldskrá Lögmannafélags-
ins og fengi bæjarlögmaður
hluta þeirrar gjaldskrár upp að
ákveðnu marki.