Vísir


Vísir - 04.01.1979, Qupperneq 10

Vísir - 04.01.1979, Qupperneq 10
10 Framkvæmdastjóri: Daviö Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulitrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón með Helaarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Jónina Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrln Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson,Oli Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljós- myndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexanderssön. Útlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús ólafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Slöumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 slmi 86611. Ritstjórn: Siöumúla 14 sfmi 86611 7 Ifnur. Askrift er kr. 2500 á mánuöi innanlands. Verð I lausasölu kr. 125 eintakið. Prentun Blaöaprent h/f Þeir, sem landið munu erfa Orðið „unglingavandamál" er mörgum munntamt. Þeir sem mest nota það eru ekki lengur unglingar og eiga erf itt með að viðurkenna, að nokkur vandamál haf i verið til i íslensku þjóðfélagi í uppvexti þeirra sjálfra. Margir hinna fullorðnu segjast hafa verulegar áhyggjur af hegðun þess unga fólks, sem landið mun erfa, og virðast varla geta litið það réttu auga. Forseti (slands, dr. Kristján Eldjárn, gerði þessi mál að umtalsefni i áramótaávarpi sínu til þjóðarinnar á ný- ársdag. Forsetinn sagði meðal annars að engu væri líkara en mönnum fyndist efnileg börn breytast á skömmum tíma í óefnilegan æskulýð, frekan og gjálífan, sem gerði miklar kröf ur til annarra en miður til sjálfs sín. „En er þetta ekki gamla glámskyggnin sem loðir við oss eins og erfðasyndin? Er þetta land ekki f ullt af bráð- efnilegu og hörkuduglegu ungu fólki, sem hver þjóð mætti vera stolt og fullsæmd af?" spurði forsetinn. Spurningunum svaraði hann á einstaklega myndrænan hátt með því að taka tvö dæmi um unga menn, sem stæðu sig vel á sjó og landi, vörpulegan skipstjórnarmann á loðnuskipi og hámenntaðan og prúðan mann sem væri að taka við vandasamri ábyrgðarstöðu í þágu þjóðfélags- ins. Þarna væru f ulltrúar fyrir þúsundir íslenskra æsku- manna, sem kæmu til starfa á ári hverju, færir í f lestan sjó. Með þessu hefur forsetanum vonandi tekist að opna augu þeirra landsmanna, sem fullir eru af fordómum gagnvart ungu fólki og telja æsku landsins aldrei hafa verið á jafn-miklum glapstigum og nú. Þessi dómara- hópur dæmir heildina eftir svörtu sauðunum, sem alltaf er hægtaðfinna meðal allra aldursf lokka. Hætt er við að þeir hinir sömu yrðu ekki alls kostar ánægðir með það að allt miðaldra fólk væri talið á glapstigum, þótt allmargir menn á aldursskeiði þess gerist árlega brotlegir við lög þjóðfélagsins og sýni af sér siðleysi, sviksemi og ósóma af ýmsu tagi. Ekki hvarflar að ungu kynslóðinni að dæma alla hina fullorðnu af gerðum svörtu sauðanna, sem komnir eru af léttasta skeiði. Svo vikið sé af tur að ávarpi forseta íslands á nýársdag þá dró hann enga dul á það, að unga kynslóðin í landinu hefði alist upp við gott atlæti, betra en nokkru sinni fyrr, og taldi hann eins gott að hún vissi það. En hún hefði einnig alist upp við ýmsar óheillaspár þess ef nis, að eins konar dómsdagur væri í nánd. „Ég segi ekki að þessi sónn sé eintómt svartagalls- raus", sagði forsetinn. „En vér megum þakka fyrir að ungt fólk virðist ekki hafa skemmst til muna í því andrúmslofti, sem honum fylgir, heldur gengur til móts við lífið með hug og dug". Orð forsetans ættu að verða landsmönnum íhugunar- efni og þeir, sem látið hafa í Ijós efasemdir um að æska landsins nú væri nægilega mannvænleg, ættu að skoða hug sinn að nýju. Enginn vafi er á því að það unga og dugmikla fólk, sem nú vex úr grasi mun ekki síður vera þess umkomið að sinna þeim verkefnum, sem af því verður krafist, en sú kynslóð, sem nú stýrir íslensku þjóðfélagi. Þótt mjög hafi verið búið í haginn fyrir þessa uppvax- andi kynslóð, mun hún einnig erfa ýmis vandamál, sem erfiðlega hefur gengið að leysa fram að þessu, meðal annars á sviði efnahagsmála. Við þau mun hún glíma ósmeyk og af því afli, sem þörf krefur. Fimmtudagur 4. janúar 1979 VISIR ,NEMENDUR SENDIR ÚT UM HVIPPINN OG HVAPPINN TIL AÐ KOMA ÞEIM í SKÓLA' Sp'alloð vii •mmí" af Norðurlandi vestra „Hugmyndin um aö heimsækja Reykjavik kom upp á fundi sem skólastjórar úr Húnavatnssýslum haida meö sér mánaöarlega á heimilum hvors annars til skipt- is,” sagöi Björn Sigurbjörnsson skólastjóri á Biönduósi I samtali viö VIsl „Okkur iannst mál til komiö aö kynnast dálitiö nánar innviöum Menntamálaráöuneytisins og hinu ýmsa fólki sem við höfum samskipti viö hér i Reykjavik vegnastarfsokkar.” sagöi Björn. Tólf skólastjórar eru rní staddir hér i Reykjavlk i kynningarferö og dveljast hér iþrjádaga. Skólar þeirraeruallir i fræösluumdæmi Noröurlands vestra. Skólastjórar heimsækja ýmsar stofnanir og fyrirtæki sem þeir vegna starfs sins hafa mikil samskipti viö og þegar viö spjölluöum viö nokkra þeirra voru þeir i heimsókn á Fræöslumyndasafninu. „Þaö hefur gengiö vel aö fá kennara til starfa á Blönduósi Björn Sigurbjörnsson: „Þaö hef- ur gengiö vel aö fá kennara til starfa á Blönduósi m.a. vegna þess hve aöbúnaöur er góöur.” m.a. vegna þess aö nýlega voru teknar i notkun kennaraíbúöir. 1 ár eru aöeins tveir nýjir kennarar viö skólann, en áöur var þaö al- gengt aö átta af tiu kennurum væru nýjir á hverju ári,” sagöi Björn Sigurbjörnsson skólastjóri á Blönduósi. Um 200 nemendur eru i grunn- skóla og framhaldsdeild, en i henni eru nemendur sem leggja stund á iönnám. „Sveitarfélagiö er mjög já- kvætt gegnvart uppbyggingu skólans og vart veröur annaö sagt en aö tækjakostur sé nokkuö góöur hjá okkur. Næsta verkefni er aö reisa Iþróttamiöstöö, sem veröur fyrir allt héraöiö. Þaö bætir aöstööuna til muna, en i miöstööinni veröur stór Iþrótta- salur meö áhorfendastúku og sundlaug,” sagöi Björn. „Kennarar sem starfa viö minni skóla, eiga þess ekki kost aö bera sig saman og ræöa um sameiginleg vandamál sem koma upp i kennslunni. Þaö er aöeins Ný hús verði byggð kringum Grjótaþorpið — en smóhúsin og göturnor innan þess romma lótin holda sér Grjótaþorpiö hefur veriö þekkt- ur bæjarhluti, Reykjavikur alla lifstiö núlifandi manna. í dag telj- um viö þorpiö vera svæöiö frá Vesturgötu aö Túngötu — frá Garöastræti aö Aöalstræti. En áö- ur finnst mér aö húsin viö Aöal- stræti hafi ekki veriö hluti Grjóta- þorpsins i hugum borgarbúa, sama er aö segja um húsin sem lágu aö Túngötu og Vesturgötu og jafnvel húsin viö Garöastræti. Húsin viö Aöalstræti og Vestur- götu tilheyröu svæöi verslunar- starfseminnar. Húsin viö Túngötu voru broddborgarahús á sama hátt og Tjarnarbrekkan og Suöur- gatan, þeir sem bjuggu þaö voru svo ekki taldir til eiginlegra Grjótaþorpsbúa. Skoöanir um framtiö Grjóta- þorps hafa veriö mjög skiptar og breytilegar frá einum tima til annars. Grjótaþorpiö var þarna og laut sömu reglum og aörir bæjarhlutar. Þarna i hinu eigin- lega Grjótaþorpi voru ibúöarhús sjómanna og iönaöarmanna og vegna nálægöar viö verslunar- hverfiö freistuöust ýmsir versl- unar- og athafnamenn til aö byggja sér hús inni i hverfinu. A tima leit út fyrir aö verslunin myndi einnig leita inn i þorpiö og útrýma smámsaman smáu ibúöarhúsunum, sem eru ein- kennandi fyrir þorpiö. Þá var byggt þarna verslunarhúsið Glasgow — stærsta verslunarhús Reykjavikur, þess tima, — þetta hús stóö á hinu eiginlega Grjóta- þorpssvæöi — þetta hús brann, og eiginleg viöskipta-og verslunar- starfsemi hefur ekki siöan leitaö alvarlega inn i kjarna Grjóta- þorpsins. Tjarnargata tengiliður við flugvallarsvæðið Seinna virtist stefnan vera sú aö Suöurgata héldi áfram til noröurs, og sameinaöist Aöal- stræti alla leiö til Vesturgötu. Varö þetta til þess aö lóöir vestan Aöalstrætis voru margar seldar á hlutfallslega tágu veröi — ekki gert ráö fyrir endurbyggingu á þvi svæöi. Mun bærinn hafa keypt nokkrar eignir á þessu svæöi, meö tilliti til þessa skipulags. A þessum lággengistima lóöa vestan Aöalstrætis seldu forráöa- menn KFUM Morgunblaöinu lóö á þessu svæöi — og eftir þaö breyttist stefnan i skipulagshug- myndum svæöisins. A tima var hugmyndin aö Aöal- stræti yröi framhald af Tjarnar- götu og mér skildist aö þessi gata ætti aö vera tengiliöur viö flug- vallarsvæöiö — liklega hafa menn þá ætlaö sér aö rifa Háskólann til þess aö ryöja braut þessari götu — þá var Morgunblaöshúsiö byggf — og uppi voru hugmyndir aö byggja stórhýsi á öllu Grjóta- þorpssvæöinu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.